Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1988, Blaðsíða 10
10
FOSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988.
SÖLUSKATTUR
Viðurlög falla á söluskatt fyrir maímánuð 1988 hafi
hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 27. þ.m.
Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern
byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin
20% en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir
hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. júlí.
Fjármálaráðuneytið
FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU:
Lausar stöður
við framhaldsskóla
Umsóknarfrestur um áður auglýstar kennarastöður
við Fjölbrautaskóla Suðurnesja framlengist til 27.
júní næstkomandi, þ.e. í faggreinum rafiðna, tölvu-
fræði, íþróttum og íslensku, stundakennarastöður í
faggreinum málmiðna og myndmennt.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu
4, 150 Reykjavík, fyrir 27. júní nk.
Umsóknir um stundakennslu sendist skólameistara
^Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Menntamálaráðuneytið
5 Aí
/U poL tLle{ní að fimm át em liðin
fa þoi ab oLi kja /lAaqna hiýum solu
a toiouleLkjum, hb^um oLÍ ákoeiii atI
hjbða alÍA le'tkL á kassettu á aðeLns:
SttOe
-bLýéi /\A.aqna.
£~euACjcuyeqL 43
94 - 23044
£endum L pöstktiýu um allt lanb.
FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU:
Lausar stöður
við framhaldsskóla
Við Menntaskólann í Kópavogi er laus til umsóknar
hálf kennarastaða í tölvufræði og hálf staða í bók-
færslu.
Við Sjómannaskólann í Reykjavík er laus til umsókn-
ar staða umsjónarmanns.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu
4, 150 Reykjavík, fyrir 8. júlí næstkomandi.
Umsóknarfrestur um áður auglýstar kennarstöóur við
eftirtalda skóla framlengist til 1. júlí næstkomandi:
Við Framhaldsskólann að Laugum vantar kennara í
stærðfræði og ensku. Þá er laust hlutastarf í viðskipa-
greinum. Við Menntaskólann og Iðnskólann á ísafirði
eru lausar kennarastöður í eftirtöldum greinum: ein
staða í þjóðhagfræði, rekstrarhagfræði og öðrum við-
skiptagreinum, hlutastöður í félagsfræði, ensku og
staða námsráðgjafa. Þá vantar stundakennara í sálar-
fræði, heimspeki og lögfræði.
Þá er laus til umsóknar staða kennara í tölvufræði
og stundakennarastaða í íslensku við Menntaskólann
við Hamrahiíð.
Umsóknir um stundakennslu sendist skólameisturum
viðkomandi skóla.
Menntamálaráðuneytið
Utlönd
Dýrir skór
Þaö hefur löngum tíðkast aö selja svonefndar
Hollywood-minjar dýrum dómum, einkum klæðnaö
og annan búnað sem stórstjömur hafa notað í kvik-
myndum.
Nýlega var sett nýtt met í þessum efnum. Skópar
nokkurt, sem Judy Garland notaði þegar hún lék í
kvikmyndinni um galdrakarlinn í Oz, var þá selt á
uppboði og fengust fyrir það einir hundrað sextíu
og fimm þúsund dollarar, eða sem nemur hðlega sjö
milljónum íslenskra króna.
Einmana
Orangútapinn Jóseflna, sem býr í dýragarðinum í
San Francisco, er einmana. Hún er ein sinnar teg-
undar í dýragarðinum og hefur þvi engan til að njóta
með ástar og yndis.
Hugsanlega verður Jósefína þó ekki jafndapurleg
í framtíðinni, því hugmyndir eru á lofti um að flytja
hana til Fíladelfíu, þar búa nokkrir órangútapar fyr-
ir og sumir þeirra eru strákar.
Akveðin
Victoria Williams er ákveðin kona sem ekki lætur
deigan síga þótt um hana gusti ofurlítiö.
Hún rekur lítið hótel við rætur Himalayafjalla, í
bænum Kalimpong. Hótehð var upphaflega í eigu
fóður hennar en eftir dauða hans ráku Victoria og
tvær systur hennar staöinn og nú síðast Victoria
ein, því hinar systurnar eru horfnar á vit feðra sinna.
Hótelið er htið, aðeins níu gestaherbergi. Ferða-
mönnum hefur fækkaö verulega, bæði af efnahags-
legum ástæðum og vegna íjölgunar annarra ferða-
möguleika sem nútíminn býður upp á, en ekki þó
síst vegna hermdarverka Gurkha í héraðinu um-
hverfis Kalimpong.
Victoria heldur þó rekstrinum ótrauð áfram,
ákveöin í að sjá gestum sínum fyrir þægilegu, frið-
sælu og áhugaverðu umhverfi, innan um minjar úr
sögu Tíbet. Hún heldur í gamlar hefðir og gamla tíma
og nýtur þess að umgangast gesti sína og segja þeim
frá því sem liðið er.
Og á meðan hún hefur enn gaman að sér hún ekki
ástæðu til að láta efnahagsmál, hermdarverkamenn
né elh hindra sig neitt.
Mótmæli
Öh getum við þurft að bera fram mótmæli við ein-
hverju, einhvem tíma á ævinni. Þá er eins gott að
gera það á þann veg að eftir verði tekið.
Sehak Noonim, thailenskur verkamaður í tóbaks-
iðnaði, hefur sínar eigin aöferðir við mótmæli. í
hvert sinn, sem stéttarfélag hans grípur th verkfalls-
aðgerða, leggur hann áherslu á kröfurnar á sinn eig-
in máta. Hann sest á stól á götu úti, með höfuö sitt
nýrakað, vefur um sig kyrkislöngu og dreypir á
vökva úr barnapela.
Hvort Sehak fær einhveiju áorkað með þessari
mótmælaaðferð skal ósagt látið. Aðferðin er þó frum-
leg og greinilega ekki öpuð eftir öðrum. Sem slík
gæti hún orðið okkur hinum til eftirbreytni í því að
bijóta okkur út úr viðjum vanans.
Þumaljám
Tæki og tól flestra starfsstétta hafa farið smækk-
andi ár frá ári undanfama áratugi, eftir því sem
smásæmi tækni hefur fleygt fram. Þetta hefur verið
einna mest áberandi í öllu því sem lýtur að rafeinda-
fræðum, en hví skyldi það ekki ná til annarra sviða,
þar á meðal útbúnaðar lögreglumanna?
Hugvitsmenn í Singapore hafa nú komið auga á
að búnaður lögreglumanna þarf ekki endilega að
vera klossaður. í framhaldi af þessari hugljómun
hófust þeir handa við hönnun smásæs lögreglubún-
aðar og afraksturinn er sýndur á meðfylgjandi ljós-
mynd. í stað fyrirferðarmikilla handjárna, sem bless-
aðir mennirnir hafa þurft að hengja utan á sig, eru
nú komin hentug þumaljám sem fara ágætlega í
hvaða vasa sem er.
Ef til vill eigum viö von á frekari þróun í þessum
efnum. í sumum tilvikum þarf ekki að hanna þessa
hluti sérstaklega. Til dæmis mætti setja lögreglu-
þjóna á barnareiðhjól í stað Harley-Davidson og fá
þeim tannstöngla í stað kylfunnar. Það væri mikill
sparnaður og myndi stuðla verulega að „mýkri“ lög-
gæslu.