Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1988, Blaðsíða 31
FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988.
Jóhann hélt Jöfhu gegn heimsmeistaranum:
Kasparov missti tökin
í tímahraki Jóhanns
- Ehlvest vann Andersson í 19 leikjum og er einn efstur
Jóhann Höartarson lenti í miklum
erfiðleikum í skák sinni við heims-
meistarann Garrí Kasparov í 8. um-
ferð heimsbikarmótsins í Belfort sem
tefld var í gær, en náði að bjarga sér
á elleftu stundu. Kasparov var ber-
sýnilega brugðið er Jóhann fómaði
biskupi og þótt heimsmeistarinn ætti
samt sem áður vænlegri færi missti
hann öll tök á stöðunni. Jóhann fann
hvað eftir annað frábæra vamar-
leiki, þrátt fyrir mikið tímahrak, og
í endatafli sættist heimsmeistarinn á
þráskák.
Eistlendingurinn Ehlvest gjörsigr-
aði Svíann Ulf Andersson í aðeins 19
leikjum og hefur þar með tekið for-
ystu á mótinu. Andersson hafði svart
og tefldi Sikileyjarvöm en galt mikið
afhroð. Átti ekki svar við bein-
skeyttri sóknartaflmennsku
Ehlvests. Þá vann Karpov landa
sinn, Beljavsky, í vandaöri skák í
uppskiptaafbrigði drottningar-
bragðs. Karpov saumaði að mótherj-
anum eins og honum einum er lagið.
Jafntefli gerðu Sokolov og Spassky,
Jusupov og Speelman og Ribli og
Hiibner en Timman lagði Nogueiras.
Skák Shorts og Ljubojevic fór í bið.
Þá gaf Nogueiras skák sína við
Hiibner úr 7. umferð.
Eins og fyrr segir er Ehivest efstur
að loknum 8 umferðum. Hann hefur
hlotið 6 v., en Kasparov kemur næst-
ur með 5,5 v. og Karpov er í 3. sæti
með 5 v. Síðan koma Spassky og So-
kolov með 4,5 v., Ribh og Hiibner
hafa 4 v„ Ljubojevic 3,5 v. og bið-
skák, Jusupov, Speelman, Anders-
son og Beljavsky 3,5 v., Short 3 v. og
biðskák, Jóhann og Timman 3 v. og
Nogueiras rekur lestina með 2,5 v.
Skák
Jón L. Árnason
Fór úr sambandi
Skák Jóhanns og Kasparovs virtist
ætla að verða leikur kattarins að
músinni. Jóhann, sem hafði svart,
lenti í hrakningum eftir ónákvæma
byrjunartaflmennsku og sat uppi
með afar óyndislega stöðu. Hann
hafði stakt peð á miðboröinu en virkt
spil léttu mannanna, sem gjaman
fylgir slíkum peðum, var hvergi sjá-
anlegt. Að auki lenti hann í heiftar-
legu tímahraki en heimsmeistarinn
hafði nægan tíma aflögu. Þá gerðist
undrið: Jóhann hirti valdað peð Ka-
sparovs sem svo var brugðið viö þá
ósvífni að hann fór gjörsamlega úr
sambandi.
Kasparov átti áfram vænlega stöðu
en geröi hveija vitleysuna á fætur
annarri og með einstakri útsjónar-
semi tókst Jóhanni að halda jafntefli.
Hvítt: Garrí Kasparov
Svart: Jóhann Hjartarson
Enskur leikur.
1. c4 e5 2. g3
Kasparov varast 2. Rc3 svo svartur
eigi ekki kost á 2. - Rf6 3. g3 Bb4,
eins og tefldist í einvígi hans við
Karpov í Sevilla.
Rf6 3. Bg2 c6 4. d4 exd4 5. Dxd4 d5 6.
Rf3 Be7 7. cxd5 cxd5 8. 0-0 Rc6 9. Da4
0-0 10. Be3!
Nákvæmur leikur, því að eftir 10.
Rc3 Db6! nær svartur prýðilegu tafli.
Leikurinn kom fyrst fram á sjónar-
sviðið í skák Csom og Suba 1979, þar
sem svartur fékk eriitt tafl eftir 10. -
Re4 11. Rc3! Rxc3 12. bxc3 o.s.frv.
10. - Be6 11. Rc3 Dd7 12. Hfdl h6 13.
Hacl a6?
Jóhann ætlar sér í landvinninga á
drottningarvæng með b7-b5 en yfir-
sést óþægilegur svarleikur heims-
meistarans. Eftir þessi mistök lendir
hann í krappri vöm.
14. Bb6! Hac815. Rel Hfe816. Rd3 Bd6
17. Rf4 Bxf4
Það er dapurleg nauðsyn að þurfa
að láta „betri biskupinn” af hendi en
þrýstingurinn að d-peðinu var
óhærilegur. Nú bætist biskupaparið
í vopnasafn hvíts.
18. Dxf4 De7 19. a3 Rb8 20. Bd4 Rbd7
21. e4!
Opnar miöborðsstöðuna fyrir bisk-
upana. Kasparov teflir þennan þátt
skákarinnar af miklu öryggi.
21. - dxe4 22. Rxe4 Rxe4 23. Dxe4 Hxcl
24. Hxcl Dd6 25. De3 b6 26. Hc6 Db8
27. Dc3! f6 28. b4 Bf5 29. h3 Kh7 30.
Be3 Dd8 31. Dd4 Re5 32. Hxb6 Dc8 33.
Kh2 Hd8 33. Dc5?
Eftir 33. Hd6 hefði Jóhann átt peði
undir án minnsta mótvægis. Nú eyg-
ir hann óvæntan möguleika.
34. - Bxh3!
Hugmynd Jóhanns byggist á 35.
Bxh3 Rf3 + 36. Kg2 Rel + 37. 37. Kh2
Rf3 + 38. Kg2 Rel + og þráskákar, því
að 39. Kfl?? Dxh3+ 38. Kxel Dhl +
39. Ke2 Ddl er mát! Kasparov var
bersýnilega htt skemmt er hann
skoðaði þessi afbrigði í huganum en
hann er þó enn með undirtökin í
skákinni.
35. Be4+ Kg8 36. Dxc8 Bxc8 37. Bc5?
Fyrstu merki þess að eitthvað sé
að fara úrskeiðis. Eftir 37. Bf4! á Jó-
hann enn vandasama vöm fyrir
höndum.
37. - f5 38. Bbl?
Nú er 38. Ba8! rétti leikurinn, aftur
með betra tafh á hvítt.
38. - Hdl 39. Ba2+ Kh7 40. Hd6 Rg4+
41. Kg2 Bb7+ 42. f3 Hcl!
Eftir þennan snjalla varnarleik get-
ur Kasparov ekki lengur komist hjá
jafntefli. Ljóst er að 43. Hd2 Re5 sam-
rýmist ekki hagsmunum hvíts.
43. Be6 Hc2+ 44. Kgl
Og Kasparov bauð jafntefh um leið,
sem Jóhann þáði. Hvíti kóngurinn
sleppur ekki út. Ef 44. Kfl Rh2+ 45.
Kel Rxf3+ 46. Kdl Be4! er svarta
staðan orðin ógnandi.
Garry Kasparov og Jóhann Hjartarson viö skákborðið í Belfort: Jóhann
náði jöfnu. Símamynd: Reuter
<T'
sjúddirAui wa!
GYLFI ÆGISSON
skemmtir eftir margra ára hlé.
Já, nú ætlar Gylfi Ægisson að skemmta
gestum okkar föstudags- og
laugardagskvöld og sjúdda örlítið. Það
verður fuðrandi fjör og brennandi dansleikur
3 á eftir með hljómsveitinni
I UPPLYFÍINGU 4
Þeim sem mæta fyrir kl. 24
er boðið upp á sjómannakokkteil
DANSHÚSID CLÆSIBÆ SÍMI686220
Kvíkmyndahús
Bíóborgin
Hættuförin
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bannsvæðið
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Veldi sólarinnar
Sýnd kl. 5 og 10.
Sjónvarpsfréttir
Sýnd kl. 7.30.
Bíóhöllin
Hættuförin
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Allt létið flakka
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Lögregluskólinn 5
Sýnd kl. 5, 7, 9.
Baby Boom
Sýnd kl. 9 og 11.
Þrir menn og barn
Sýnd kl. 5 og 7.
Hættuleg fegurð
Sýnd kl. 5, 7. 9 og 11.
Háskólabíó
Eins konar ást
Sýnd kl. 7, 9 og 11
Laugarásbíó
Salur A
Rokkað með Chuck Berry o.fl.
Sýnd kl. 7. 9 og 11.10.
Salur B
Raflost.
Sýnd kl. 7, 9 og 11.10.
Salur C
Aftur til L.A.
Sýnd kl. 7, 9 og 11.
Engar 5 sýningar verða
á virkum dögum i sumar.
Regnboginn
Myrkrahöfáínginn
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.15.
Lúlú að eilifu
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.15.
Hetjur himingeimsins
Sýnd kl. 5.
Siðasti keisarinn
Sýnd kl. 9.10.
Hann er stúlkan mín
Sýnd kl. 5 og 7.
Einskis manns land
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.15.
Siðasta lestin
Sýnd kl. 7 og 9.15.
Stjörnubíó
Tiger War Saw
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Að eilífu
Sýnd kl. 5 og 11.
Illur grunur
Sýnd kl. 6.55.
Oauðadans
Sýnd kl. 9.
Leikhús
GULUR, RAUÐUR
GRÆNN OG BLÁR
í Hlaðvarpanum
Þri. 28. júni kl. 20.30.
Fim. 30. júni kl. 20.30.
Lau. 2. júli kl. 20.30.
Sióustu syningar.
Miðapantanir í síma
19560 (SÍMSVARI)
Júní-
heftið
komið út
Veður
Suðvestlæg og síðar vestfæg átt í dag,
víðast kaldi, dáhtil súld í fyrstu en
víðast skýjað vestanlands en léttir
til í dag austanlands. Þykknar upp
seint í kvöld suðvestanlands
suðvestankalda og rignir þar í nó™ 1
heldur kólnar í dag en hlýnar aftur
í nótt.
Akureyri skýjað 12
Egilsstaðir skýjað 12
Galtarviti súíd 7
Hjarðames skýjað 8
KeílavíkurflugvöUur súld 8
Kirkjubæjarklausturngning 8
Raufarhöfn skýjað 10
Reykjavik rigning 8
Vestmannaeyjar súld 8
Útlönd kl. 6 í morgun:
Bergen léttskýjað 11
Helsinki skýjaö 20
Kaupmannahöfn hálfskýjað 19
Osló skýjað 2!1,-
Stokkhólmur skýjað 16
Þórshöfn súld 12
Aigarve þokumóða 19
Amsterdam súld 13
Barcelona skýjað 21
Berlín þokwnóða 13
Chicago alskýjað 18
Feneyjar skýjað 18
Frankfurt skýjaö 14
Giasgow hálfskýjað 14
Hamborg alskýjað 13
London alskýjað 14
LosAngeles heiðskírt 16
Lúxemborg léttskýjað 11
Madrid þokumóða 13
Malaga heiðskiil 20
Gengið
Gengisskráning nr. 117 - 24. júni 1988 kl. 09.15
Eining kl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi
Dollar 45,160 45,280 43,790
Pund 78.849 79,059 81,121
Kan.dollar 37,532 37,631 35,356
Dönsk kr. 6,6193 6,6369 6,6926
Norsk kr. 6,9312 9,9496 7,0272
Sænsk kr. 7,2751 7,2944 7,3529
Fi. mark 10.6146 10,6428 10,7857
Fra.franki 7,46« 7,4843 7,5689
Belg. franki 1,2011 1,2043 1,2201
Sviss. franki 30,3291 30,4097 30,4520
Holl. gyllini 22,3205 22,3798 22,7250
Vþ. mark 25,1406 26,2074 25,4349
It. lira 0,03389 0,03398 0.0343W
Aust.sch. 3,5724 3,5819 3,6177
Port. escudo 0,3088 0.3096 0,3127
Spá.peseti 0,3805 0.3815 0,3852
Jap.yen 0,34792 0,34884 0,35046
Írskt pund 67,575 67,755 68.091
SDR 59,9373 60,0965 59,8671
ECU 52,2388 52,3776 53,0647
F iskmarkaðimir
Faxamarkaður
23. júni seldust alls 106 tonn.
Magn í Verð i krónum
tonnum Meðal Hæsta Lægsta
Lúða 0,1 140,00 140,00 140,00
Koli 3,3 29,65 23,00 30,00
Steinbitur 0,7 20.00 20.00 20,00
Þorskur 61,1 41,90 28,00 45,00
Ýsa 40,6 43,34 25,00 46,00
Á mánudag verða seld 70 tonn af þorski, 40 tonn^
ýsu, 50 tonn karfa og 50 tonn af ufsa.
Fiskmarkaður Suðurnesja
23. júni seldust alls 109,3 tonn.
Þorskur 44,6 43,88 40,50 50.00
Þorskur ósl. 43,1 45,83 39,00 51,00
Ýsasmá 1,8 25,00 25,00 25,00
Ufsi 7,5 22,45 16,00 24.50
Steinbitur 2,3 18,61 15,00 23.50
Karfi 3,0 20,94 19,00 23,00
tanga 0,1 24,00 24,00 24,00
Skarkoli 6,3 39,27 37,00 41,00
Lúóa 0.6 147,19 131.00 160,00
Í dag verður selt úr ýmsum bátum.
Grænmetismarkaður
23. júni seljist fyrif 1,564,867 kfpnur.____
Gúrkur 2,210 130.96
Tómatar 4,056 111,54
Paprika græn 0,930 359,91
Paprika rauð 0,555 456,61
Paprika gul 0,080 447,00
Paprika orange 0,055 482,00
Að auki voru seld 600 stk. af salati á 49,25 kr., jafn-
framt lítilsháttar af steinselju, kinahreðkum, rabarfaara
og flaira.
Kioppsvegi 150 simi 84860
OPIÐ
á laugardögum
frá kl. 10-16.
Opið alla virka daga
til kl. 20.
-JLÁ