Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1988, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988. Viðskipti i>v Hafbeitarstöðvamar: Menn sjá laxa alls staðar Laxinn er aö skila sér í hafbeitar- stöðvarnar þessa dagana. „Þetta er nýög gott, menn sjá laxa alls staðar. Menn búast við að um 300 tonn skili sér í allar haíbeitarstöðvar landsins í sumar. Það er eftir miklu að slægj- ast, þessa dagana er verið að selja frosinn haíbeitarlax í Sviss á 400 króna skilaverði. En í arðsemisút- reikningum fyrir haíbeitarstöðvar gera menn ráð fyrir 200 króna skila- verði,“ segir Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva. Vogalax í Vogum, suður með sjó, er stærsta hafbeitarstöð landsins. Þar fengust 15 prósent endurheimtur í fyrra sem að sögn Friðriks er hreint ótrúlega gott. „Þeir slepptu 400 þús- und seiðum í fyrra sem þýöir, miðað við 10 til 15 prósent endurheimtu- hlutfall, að á milli 40 og 50 þúsund laxar skili sér í sumar.“ Stöðin í Kollafirði hafði 8 prósent endurheimtur í fyrra. Þar var 200 þúsund seiðum sleppt og miðað viö endurheimtuhlutfallið í fyrra eiga 16 þúsund laxar eftir að skila sér í Kollafjörðinn. Þá er útlitið mjög gott hjá Pólarlaxi í Straumsvík og Lárósi á Snæfells- nesi. „Það eru vænar torfur fyrir utan Pólarlax og 500 laxar höfðu gengið í Lárósstöðina í fyrrakvöld. Þar ber nokkuð á stórlöxum, 2ja til 3ja vetra, en það eru laxar á bilinu 12 til 30 pund.“ Friðrik segir ennfremur að endur- heimtur hafi aukist um 1 prósent á ári frá árinu 1984. „Viö gerum okkur þess vegna vonir um að meðalendur- heimtur á öllu landinu verði 8 tíl 9 prósent." -JGH Peningamarkaöur INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækurób. 18-20 Ab Sparireikningar 3jamán uppsógn 18-23 Ab 6mán. uppsögn 19-25 Ab 12mán. uppsógn 21-28 Ab 18mán. uppsogn 28 Ib Tékkareikningar, alm. 8-10 Ab.Sb Sértékkareikningar 9-23 Ab Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6mán. uppsógn 4 Allir Innlán með sérkjörum 20-30 Vb Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 6-6,50 Vb.Sb Sterlingspund 6,75-8 Úb Vestur-þýskmörk 2,25-3 Ab Danskarkrónur 8-8,50 Vb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 30-32 Bb.Lb Viöskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almenn skuldabréf 31-34 Bb.Lb Viöskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) 33-35 Sp Utlán verðtryggð . Skuldabréf 9,5 Allir Útlántilframleiðslu Isl. krónur 29,5-34 Lb SDR 7,75-6,50 Lb Bandaríkjadalir 9,00-9,75 Úb Sterlingspund 9,75-10,50 Lb.Bb,- Vestur-þýsk mörk 5,25-6,00 Sb.Sp Úb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 44,4 3,7 á mán. MEÐALVEXTIR överðtr. júní 88 32 Verötr. júní 88 9.5 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala júní 2051 stig Byggingavísitalajúní 357,5 stig Byggingavísitala júní 111,9 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 6% . aprii. VERÐBRÉFASJÖÐIR Gengi bréfa veróbréfasjóða Ávöxtunarbréf 1,15733 Einingabréf 1 2,888 Einingabréf 2 1.669 Einingabréf 3 1,851 Fjölþjóöabróf 1,268 Gengisbréf 1,340 Kjarabréf 2,893 Lifeyrisbréf 1.452 Markbréf 1,507 Sjóðsbréf 1 1,399 Sjóösbréf 2 1,246 Tekjubréf 1,428 Rekstrarbréf 1,1412 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 115 kr. Eimskip 234 kr. Flugleiðir 212 kr. Hampiðjan 112 kr. Iðnaðarbankinn 148 kr. Skagstrendingur hf. 220 kr. Verslunarbankinn 114 kr. Útgeröarf. Akure. hf. 121 kr. Tollvörugeymslan hf. 100 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aöila, er miöaö viö sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viöskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaöar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Llb = Otvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nðnarl upplýslngar um peningamarkað- inn birtast i DV á flmmtudögum. Hreyfíll tapaði 8 milljónum Rekstur Hreyfils gekk illa á síðasta ári. Félagið sat uppi með 8 milljóna króna tap, að sögn formanns stjórn- arinnar. DV-mynd JAK Leigubfiastöðin Hreyfill tapaði 8 milljónum króna á síðasta ári. Árið áður, 1986, var hagnaðurinn 4 millj- ónir. Meginástæðurnar fyrir tapinu eru kaup á stjórntölvu fyrir leigu- bílastöðina og of lágt stöðvargjald, að sögn Ólafs Magnússonar, for- manns stjómar Hreyfils. „Þetta tap kemur á sama tíma og meira er að gera hjá stöðinni. Ég hef ekki tölur um það, en viðskiptin hafa aukist, það voru fleiri túrar á síðasta ári miðaö við árið áður,“ sagði Ólaf- ur. Hreyfúl er samvinnufélag en ekki hlutafélag. Það hefur auglýst mikið að undanfórnu. Á stöðinni vinna 240 bUstjórar. HreyfUl er stærsta leigu- bílastöð landsins. „Við erum með stóra kaffistofu fyr- ir bUstjórana og hvorki meira né minna en um 800 fermetra bíla- þvottahús. Þetta er meira en hinar stöðvamar hafa en það segir sig sjálft að þetta kostar sitt,“ segir Ólafur. -JGH Óvenjuleg auglýsing: .. .auðvitað Ovenjuleg auglýsing er nú á vögn- um Strætisvagna Reykjavíkur. Hún er aðeins eitt orð sem er.. .auðvitað. Margir hafa velt því fyrir sér hvað sé eiginlega veriö að auglýsa. Að sögn Harðar Gíslasonar, skrifstofu- stjóra SVR, er það Sól hf., Davíð Scheving Thorsteinsson, sem er að auglýsa. Hvað þetta .. .auðvitað er segir Hörður að muni skýrast í næstu viku þegar Sól hf. birtir aöra auglýsingu á vögnunum. -JGH Með tilkomu sjálfvirkninnar breytist vinnan úr erfiðisvinnu yfir í létta stjórnunar- og eftirlitsvinnu. DV-mynd JAK Laxinn er farinn að skila sér i hafbeitarstöðvarnar. Hér er Jón Kr. Sveins- son, eigandi Lárósstöðvarinnar á Snæfellsnesi. í þá stöð höfðu i fyrrakvöld gengið 500 laxar. Óvenjumikið bar á 2ja og 3ja vetra löxum, en það eru laxar á bilinu 12 til 30 pund. Ný framkvæmdastjóm Hlutabréfámaikaðarins Verðbréfamarkaður Iðnaðarbank- ans hf. tók við framkvæmdastjórn Hlutabréfamarkaðarins hf. í byrjun júní. Skrifstofa og afgreiðsla félags- ins er í húsnæði Verðbréfamarkaðar Iönaðarbankans að Ármúla 7 en fyrri afgreiösla félagsins að Skólavöröu- stíg 12 verður jafnframt opin í um- sjón Þorsteins HaraldSsonar, löggilts endurskoöanda, sem verið hefur framkvæmdastjóri félagsins til þessa. Hlutabréfamarkaðurinn hf. tók til starfa árið 1985 og hóf þá nýbreytni að skrá kaup- og sölugengi hluta- bréfa. Lýsir Hlutabréfamarkaðurinn sig reiöubúinn að kaupa eða selja hlutabréf á því gengi sem auglýst er. Öll viðskipti eru staögreiðsluviö- skipti. -JGH Fleiri mannabreyt- ingar hjá Olís Það er ekki aðeins að Óli Kr. Sig- urösson, eigandi Olís, sé að taka við af Jóni Atla Kristjánssyni sem for- stjóri Ohs heldur eru stöðubreyting- ar fleiri. Þannig er Ríkharð Ottó Rík- harösson viðskiptafræðingur, sem unnið hefur hjá Olís um nokkurt skeið, oröinn íjármálastjóri. Ari Sigurðsson viðskiptafræðingur er oröinn forstöðumaöur hagdeildar. Ari hefur verið sumarmaður hjá Olís undanfarin ár. Loks er Ólafur Bjarki Ragnarsson orðinn fulltrúi forstjór- ans. Stöðubreytingarnar, utan for- stjóraskiptin, eru hður í skipulags- breytingum hjá Olís sem unnið hefur verið að í nokkum tíma. „Ástæöan fyrir því aö ég hætti er sú að við Óli Kr. Sigurðsson, eigandi fyrirtækisins, höfum ekki getað komið okkur saman. Þess vegna varð það að samkomulagi að ég hætti og mun Óli setjast í forstjórastólinn," segir Jón Atli Kristjánsson. -JGH BYKO hf. með sjálf- virka verksmiðju til timburvinnslu BYKO hf. í Kópavogi hefur tekið í notkun nýja og mjög sjálfvirka verk- smiðju th timburvinnslu. Að sögn BYKO-manna er verksmiðjan fylli- lega samkeppnisfær við sambærheg- ar verksmiðjur í nágrannalöndun- um. Verksmiðjan leysir af hólmi timburvinnslu sem til þessa hefur verið framkvæmd á þjónustuverk- stæði BYKO. Aðeins fióra starfsmenn þarf við framleiðsluna. „Hér á landi hafa vinnubrögð við timburvinnslu verið nær óbreytt allt frá stríðslokum en með tilkomu sjálfvirkninnar breytist vinnan nú úr erfiðisvinnu yfir í létta stjómunar- og eftirlitsvinnu," segir í tilkynningu frá BYKO. Fyrirtækiö er það eina í heiminum sem notar jarðvarma til þurrkunar á timbri. Sem dæmi um sjálfvirknina í nýju verksmiðjunni tók það einn mann heila viku að stafla timbri í þurrkklefann. Nú tekur það hann aðeins einn dag. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.