Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1988, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988. 9 Utlönd Það liggur Ijóst fyrir að Michael Dukakis hljóti útnefningu forsetaframbjóðenda á flokksþingi demókrata sem hefst á mánudag. Fréttaskýrendur telja nú að sættir muni takast milli hans og Jackson fyrir þann tíma. Simamynd Reuter Sættir fyrir flokksþing? Fréttaskýrendur telja að Michael Dukakis, forsetaframbjóðandaefni demókrata, og Jesse Jackson, blökkumaðurinn sem lenti í öðru sætí um útnefninguna, kunni að ná sáttum á ný fyrir flokksþing demó- krata sem hefst á mánudag. Heldur kólnaði á milb þeirra er Dukakis valdi Lloyd Bentsen, hvítan Texas- búa, sem varaforsetaefni sitt en Jackson hafði áður sagt að honum bæri starfið þar sem hann hefði not- iö mests fylgis í kosningabaráttunni að Dukakis undanskildum. Jackson hkaði illa að frétta af vali Dukakis frá fjölmiðlum en ekki frá Dukakis sjálfum. í tilkynningu í gær sagði Jackson að hann vildi hlutdeild í kosningabaráttunni. Kosninga- stjórar beggja hafa sagt aö sættir séu nú að takast og að samstaða þurfi að nást fyrir flokksþingið þar sem Dukakis mun formlega verða út- nefndur forsetaframbjóðandi flokks- ins. Jackson sagði að kosningastjór- arnir myndu hittast til að ræða „rétt- læti og sanngimi til handa honum og þeim hópi fólks sem hann væri .fulltrúi fyrir“. Jackson sagði ekki útilokað aö hann myndi berjast fyrir útnefningu til varaforseta á þinginu. í sjónvarpsviðtali í gær sagði Duk- akis að tími væri kominn til að þjóð- ir Evrópu tækju meiri þátt í kostnaöi vegna vamarmála vesturhluta álf- unnar. Hann sagði að helmingur fjárlaga til vamarmála í Bandaríkj- unum fæm í varnir Evrópu og að nú væri tími til kominn að þjóðirnar tækju á sig hluta ábyrgðarinnar. Reuter George Bush, varaforseti Bandaríkj- anna, er fulltrúi lands síns á fundi Öryggisráös Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um eldflaugaárás banda- rískrar freigátu á íranska farþega- þotu. Símamynd Reuter íranir hörfia íranir tilkynntu í gær undanhald heija sinna frá norðurhluta íraks og sagði íranska fréttastofan það vera lið í nýrri herkænsku sem miðaði að því að nýta herinn betur á öðrum varnarsvæðum. Aðstoðarforsætis- ráðherra írans neitaði því að þetta væri undanfari friðar í átta ára styij- öld írans og íraks. írakar hertu tak sitt á suðurhluta vígstöðvanna og á miðvikudag her- tóku þeir bæinn Dehloran sem er 30 kílómetra fyrir innan landamæri ír- ans. Á fundi Öryggisráös Sameinuðu þjóðanna í gær kenndi Ah Akbar Velayati, utanríkisráðherra írans, árásargimi og dugleysi Bandaríkj- anna um eldflaugaárás bandarískrar freigátu á íranska farþegaþotu á Persaflóa nýverið og krafðist að- gerða ráðsins. George Bush, sem er fulltrúi Bandaríkjanna á fundinum, sagði að árásin hefði verið hörmulegt slys og að áherslu yrði að leggja á Persáflóastríðið. Hann viðurkenndi að ýmis atriði varðandi árásina væra óljós og að enn væri mörgum spum- ingum ósvarað. Reuter SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKAÐSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna paö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa, Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir...27022 Við birtum... Það ber árangurf Smáauglýsingadeildin er i Þverholti 11. Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 a ER SMÁAUGLÝSINGABLADID Segir unnust- una hafa framið morðin Gunnlaugur A. Jónsson, DV, Lundr Óvænt þáttaskil urðu í morðmál- inu óhugnanlega í Ámsele í Norður- Sviþjóð í gær. Hinn 23 ára gamli Finni, sem handtekinn var í Óðinsvé- um í Danmörku um síðasthðna helgi, granaður um aðild að morðunum, breytti þá fyrri vitnisburði sínum. í stað þess að segjast ekkert um morðmáhð vita heldur hann því nú fram að unnusta hans, 21 árs gömul, hafi framið öh þrjú morðin. Það var sunnudaginn 3. júlí síðast- hðinn sem þrjú hk fundust í kirkju- garðinum í Ámsele, lík miðaldra for- eldra og fimmtán ára sonar þeirra. Lögreglan grunaði fljótlega finnska parið um að bera ábyrgð á morðun- um og að aðdragandinn hefði veriö sá að hin myrtu hefðu staðið parið að verki við reiðhjólastuld og veitt þvi eftirfór. Nú hefur Finninn staöfest þann aðdraganda morðanna en heldur því fram að unnusta hans hafi af hræðslu við að hafna á ný í fangelsi í Svíþjóð beitt haglabyssu sinni með fyrrgreindum afleiðingum. Finnska stúlkan neitar enn öhum sakargiftum. í Þá eru „GASKOL" stórkostleg nýjung fyrir þig- „GASKOLIN" gefa grillkolakeiminn sem þú hefur saknað. Þú setur þau í staðinn fyrir gömlu hraun- molana og nýtur „gamla góða grillbragðs- ins". Ath.l Ef þú átt ekki gasgrill skaltu athuga að „gaskol" og kútur fylgja öllum CHAR- BROIL grillunum. Þau fást að sjálfsögðu hjá okkur. Verð frá 12.900,- r Gunnar Asgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 - sími 69-16-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.