Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1988, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1988, Blaðsíða 26
42 Jarðarfarir Þórey A.J. Guðmundsdóttir lést 8. júlí sl. Hún var fædd á Amarstapa í Tálknafirði 16. ágúst 1904. Foreldrar hennar voru Guðrún Oddsdóttir og Guðmundur Sturluson. Þórey giftist Sveini Kristni Jónssyni en hann lést árið 1981. Þau hjónin eignuðust þijú böm. Útfór hennar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Sigurður Gunnlaugsson lést 6. júlí sl. Hann var fæddur 8. maí 1912 í Hofs- árkoti í Svarfaðardal, sonur Önnu Stefánsdóttur og Gunnlaugs Sigurð- arsonar. Sigurður útskrifaðist frá Hólaskóla 1933. Hann var starfsmað- ur Olíufélagsins Esso í fjöldamörg ár. Eftirlifandi eiginkona hans er Ráðhiidur Jónsdóttir. Þau hjónin eignuðust tvö böm. Útfor Sigurðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Jónína Sigurbjörndóttir, húsfreyja í Byggðarhomi, Sandvíkurhreppi, Ár- nessýslu, lést 10. júlí sl. Hún var fædd á Kringlu í Grímsnesi 20. október 1911. Foreldrar hennar voru Jódís Sigmundsdóttir og S.igurjón Gísla- son. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Geir Gissurarson. Þau eignuðust fimm böm. Útfór hennar fer fram laugardaginn 16. júlí kl. 13.30. Jarð- sett verður að Laugardæliun. Benedikt J. Benediktsson, Daibraut 21, Reykjavík, lést þann 11. júlí sl. Hann verður jarðsungjnn frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 19. júií kl. 13.30. Óskar Ólafsson,Iðjumörk 1, Hvera- geröi, verður jarðsunginn frá Hvera- gerðiskirkju laugardaginn 16. júlí nk. kl. 14. Guðríður Sigurðardóttir, Nýjabæ, Garði, verður jarðsett frá Útskála- kirkju laugardaginn 16. júlí kl. 14. Áslaug Magnúsdóttir, Hrísateigi 35, lést af slysförum 13. júlí. FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988. Merming_______ i>v Orgelsnilld í Fríkirkjunni Susan Landale leikur Bach og Messiaen Susan Landale er skoskur orgel- leikari sem starfar í Frakklandi. Hún lék í Fríkirkjunni í gærkvöldi verk eftir Bach, Vierne og Messia- en. Það var sannarlega góð tilbreyt- ing. Landale leikur í franska stílnum sem er mjúkur og fullur munúðar um leið og allt sem máli skiptir er gáfulega mótað og skýrt. Risavaxin prelúdía og fúga í Es dúr eftir Bach var fyrsta verkið, margslungið og mikilvægt og náði strax á manni sterkum tökum án þess að vera yfirþyrmandi. Allar línur vom skýrar og eðlilega mótaðar, hógvær tilfinning í hveijum frasa. Það heföi verið gott að heyra meira af slíku. Þó ber ekki að vanþakka þrjú lög úr „Pieses de Fantaisie“ eftir Louis Vierne, fallega síðrómantíkí anda Francks og þeirra bræðra. Og enginn skyldi fúlsa \ið Messia- en, þeim mikla töframanni sí- breytilegrar „þrástefjunar" (ostin- ato). Einlægur barnaskapur eða Tónlist Leifur Þórarinsson djúpviturt sakleysið, sem birtist í „La Nativité du Siegneur“ er upp- hafmn skáldskapur sem fr. Lan- dale kann sannarlega á lagið og ílytur af innlifaðri nákvæmni. Lokamúsíkin, tveir kaflar úr nýj- asta verki Messiaens, „Le livre du Saint Sacrament" (Bók hinna hei- lögu leyndardóma), var þá ekkert smávegis, hún var blátt áfram stór- kostleg. Adore Te, með undurblíð- um hljómklösum, sem mögnuðust í tilbeiðslu og innilegri sorg, gáfu heilagt samband. Sömuleiðis var eitthvað stríðandi djúpt í „Les dex Murailles d’eau“, þó síbreytileg endurtekning nálgaðist þráhyggju og þumbaraskap. Þetta er músík sem mark er takandi á og hún var snilldarlega leikin. LÞ Fríkirkjan í Reykjavík. Fréttir Barátta skilvíss greiðanda við kerffið Þurfti að fara fyrir uppboðsrétt - vegna sambandsleysis stofnana kerfisins „Fasteignamatið neitaði að hringja í skráningadeildina og gjaldheimtuna, gjaldheimtan neit- aði að tala við fasteignamatið og skráningadeildina og skráninga- deildin neitaði að hringja í fast- eignamatið og gjaldheimtuna. Þessir aðilar neituðu alfariö að hafa samband hver við annan. Það er eins og með ráöum gert að láta vitleysurnar vera sem lengst í kerf- inu,“ sagði maður einn, sem ekki vill láta nafns síns getið, í samtali við DV. Þetta tilheyrir ekki nútíma út- færslu af sígildu ævintýri, heldur sögu af manni sem greiddi rétt fast- eignagjald á réttum tíma, en endaði í uppboðsrétti Reykjavíkur vegna sambandsleysis ofannefndra stofn- ana. Og enn er C-gíróseðillinn í brennideph. Vitlaust fasteignamat „Það kom upp sú vitleysa í fast- eignamatinu á húsinu mínu að mér var eignað mun stærra húsnæði en ég í raun átti vegna mistaka í teikn- ingum. Þessi vitleysa fór í gegnum skráningadeildina til gjaldheimt- unnar, sem þar af leiðandi rukkaði mig um allt of háan fasteignaskatt. Fasteignamatið viðurkenndi að um mistök í teikningum væri að ræða og ætluðu aö leiðrétta þetta. Það dróst bara í fleiri mánuði. Ég talaði við aha þessa aðila og þeir neituðu allir að tala við hvern annan til að leiðrétta vitleysuna. Síðan eru inn- heimtir dráttarvextir og það koma alls konar hótanir um uppboð til að ná inn þessum vitlausu gjöldum. Vitleysan er búin að ganga í mörg ár, en skuld frá fyrra ári er draug- ur sem erfitt er að kveða niður á A-gíróseðlinum sem ég hef fengið í upphafi hvers árs. Vextir og kostn- aöur eru látin ganga fyrir þegar greitt er og því voru alltaf eftir- stöðvar. Ég greiddi á eindaga með C-gíróseðli þá upphæö sem mér bar. Ég var þannig með hreina samvisku." 10. maí í ár kom mál mannsins fyrir uppboðsrétt í Reykjavík. Því var frestað í hálfan mánuð og þá varö gjaldheimtan að viðurkenna að skuldin hafði verið greidd og málið féh niður. Skýring greiðslu ekki lesin? Þarna er á ferðinni sams konar mál og sagt var frá í DV á mánu- dag, þar sem vörubílstjóri greiddi leiðréttan þungaskatt með C-gíró- seðU og fékk dráttarvexti, þar sem greiðslan var tvo mánuði á leið- inni. í því tilfelli lá græna blað gíró- seðilsins hjá móttakanda greiðsl- unnar, sem er tollstjóri, í tvo mán- uði í stað þess að berast ríkisbók- haldi. Ríkissjóður á greiösluna og sér ríkisbókhald um bókhald hans og útsendingu gíróseðla í samræmi við greiðslustöðu hvers greiðanda. Ríkisbókhaldi þarf því að berast þessi grænu blöð, til að vita hver á greiðsluna og geta sent út réttan gíróseðil fyrir næstu greiðslu. „Er ekki nægilegt að móttakandi greiöslu, gjaldheimtan, tollstjóri eða hvaða opinbera stofnun sem er, finni út hver eigi greiðsluna. Starfsfólk virðist ekki gefa sér tíma til að lesa í reitinn „Skýring greiðslu". Svo eru þessi grænu blöð ekki send nema einu sinni eða tvi- svar í mánuði til raunverulegs eig- anda greiðslnanna. Það stendur til dæmis hvergi á A-gíróseðlunum að ríkisféhirðir eigi féð og þvi stílar fólk greiðslu með C-gíróseðli á inn- heimtuaðilann. Græna blaðið er greiðslutilkynning. Viðkomandi er búinn að borga og hefur til þess keypt gíróseðil þar sem póstburð- argjald er innifaUð." Veruleg upphæð í ríkiskassanum „Það er ein athyglisverð hhð á þessu máli. Hve margir standa í þessu stappi eins og ég og hve margir borga dráttarvexti þegjandi og hljóðalaust? Þeir þurfa ekki að vera háir hjá hveijum og einum til að verða veruleg upphæð í ríkis- kassanum. Ég efast um aö ofreikn- aðir eða misreiknaðir dráttarvextir skiU sér aftur til greiðanda af sjálfu sér. Þá erum við komnir að öðru atriði og það er þegar opinber aöfii innheimtir eða tekur við gjöldum sem gjaldandi skuldar ekki. Það varðar refsingu samkvæmt 129. grein hegningarlaganna. Ég hef snúið mér til Rannsóknarlögreglu ríkisins vegna þessa, en þeir virð- ast ekki sinna slíkum kærum þótt lögin séu í gildi. Kæran fór til sak- sóknara og þar var litið á máhð sem tæknUeg mistök og því ekki gert neitt í því.“ -hlh Við eigum elstu sundlaug landsins - segir Helga Þórsdóttir, húsmóðir á Dalvík Andlát Olgeir Sigurvinsson lést 12. júlí sl. Elías Sveinsson frá Varmadai, Vest- mannaeyjum, andaðist 13. júU í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. Tapad fimdið Jakki og taska tapaðist Laugardaginn 2. júlí sl. tapaðist bleikur jakki og brún taska fyrir utan Casa- blanca. I töskunni voru myndir og fiimur sem eru eigandanum mjög mikilvægar. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 72942. Tilkyimingar Nýr skóli í Hafnarfirði Það var sól og sumar í Hafnarfirði þegar fyrsta skóflustungan var tekin þar fyrir nýjum grunnskóla, Setbergsskóla. Það gerðu þau Jóna Kristin Heimisdóttir og Hjalti Harðarson, sem m.a. eiga það sam- eiginlegt að eiga heima í Setbergshverfi, vera fædd árið 1983 og koma til með að hefja skólagöngu sína í þessum nýja skóla í 6 ára bekk eftir rúmlega eitt ár, haustið 1989. Við þetta tækifæri var sam- an kominn á skólalóðinni nokkur hópur manna, þar á meðal ýmsir af skóla- og forráðamönnum bæjarins. Áöur en skóflustungan var tekin tók Guðmundur Ámi Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnar- firði, til máls og sagði frá skólanum sem þama er fyrirhugað að byggja. GÖNGULEIÐIR Á ÍSLANDI 1. Suðvesturhornid eftir Einar l>. Guöjohnsen Gönguleiðir, sportveiði og íslandssaga á ensku Almenna bókafélagið hefur sent frá sér þrjár bækur sem tengjast sumrinu. Em það: Gönguleiðir á Íslandi 1. Suðvestur- hornið eftir Einar Þ. Guðjohnsen, Sil- unga- og laxaílugur eftir John Buckland í þýðingu Bjöms Jónssonar og A Short History of Iceland eftir Jón R. Hjálmars- son. „Við hér á Davík eigum 59 ára gamla sundlaug. Hún er því sex árum eldri en sundlaug Suðureyrarhrepps sem tilgreind var elsta sundlaug landsins," sagði Helga Þórsdóttir, húsmóðir á Dalvík, í samtali við DV. „Hins vegar er rétt að sundlaugin á Suðureyri er samkvæmt bókum elsta útisundlaug landsins og sund- skáh Svarfdæhnga elsta sérbyggða innilaug landins.“ Sundlaugin á Davík var vígð árið 1929, á sumardaginn fyrsta, og það eina sem breytt hefur verið er bún- ingsaðstaðan en hún var tekin í notk- un á síðasthðnu hausti. Helga sagðist hafa lesið sér til um að eina fyrirmyndin sem Svarfdæl- ingar höföu á þessum árum hefði veriö sundlaug í kjallara skólans á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. Bæði Dalvíkurskóh og Húsabakka- skóli í Svarfaðardal hafa afnot af sundlauginni og að sögn Helgu er sundlaugin mikið notuð af Dalvík- ingum sem og nærsveitungum og hún sagði að einnig heföu Dalvíking- ar afnot af nýlegri sænskri plast- sundlaug. -GKr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.