Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1988, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988. Spumingin Hefurðu ferðast með Flug- leiðum? Asdís Valdimarsdóttir: Já, út um allt og mér fannst ég fá fina þjónustu. Valdimar Árnason: Nei. \ Drífa Magnúsdóttir: Já, ég fór með þeim til Lúxemborgar. Hjalti Bjarnason: Já, til Danmerkur og Bandaríkjanna. Ég fékk ágæta þjónustu. Jóhanna Kristjánsdóttir: Já, til ísa- íjarðar fyrir löngu og þjónustan var ágæt. Kristjana Ragnarsdóttir: Já, til ýmissa staða og seinast þegar ég flaug fékk ég lélega þjónustu. Lesendur Góðar greinar hjá Gunnari Kristinn Einarsson hringdi: Ég er einn þeirra sem les blað ykk- ar með mikilli áfergju, ásamt raunar öðrum blöðum. Þar sem mér flnnst fróðlegt að fylgjast meö erlendum fréttum vil ég hafa þær stuttar og helst í einni runu á sömu síðu og þurfa ekki að leita þeirra um allt blaö. - Mér finnst of lítið gert af því að fjalla um einstaka erlenda stórvið- burði, bæði þá sem eru stjórnmálegs eölis og einstaka atburði eða uppá- komur sem geta leitt til frekara um- róts eftir á. Stundum er þetta þó gert, en alltof sjaldan. Einu sinni var allgóð úttekt á þessu í Morgunblaðinu og eins í Tímanum, en það er liðin tíð. Nú sé ég að í DV er kominn fram á ritvöll- inn framúrskarandi penni, sem hef- ur látið til sín taka, og einmitt á þessu sviði með vikulegri umflöllun um einhvern þann atburð, sem hæst hef- ur borið vikuna áður eða jafnvel síð- ar. Þessar greinar sem ég hef lesið hafa birst á föstudögum og ritaðar af Gunnari Eyþórssyni fréttamanni. Þær greinar sem hánn hefur skrif- að eru um helstu viðburði á erlend- um vettvangi eins og ég sagði, og eru að mínu mati algjörlega ólitaðar af stjómmálaskoðunum og öðm per- sónulegu, sem sumir hafa tilhneig- ingu til að láta koma fram, er þeir fjaila um slík mál. Ég er þess fullviss að margir fagna þess konar úttekt á erlendum við- burðum sem Gunnar framkvæmir. Vil ég t.d. minnast á greinar sem hann ritar í DV hinn 1. þ.m. undir heitinu „Skinhelg vopnasala“ og greinarnar „Prófsteinn á perestroj- ku“ og „Grjótkast í steinhúsi" (16. júní og 24. júní). - Vona að DV haldi áfram á sömu braut, því þetta eru góðar greinar hjá Gunnari. „Margir fagna þess konar úttekt á erlendum viðburðum sem Gunnar framkvæmir," segir hér m.a. FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1988. kG^ tv- Inir Jti h .H**er bZSt brunn eða „ * S2»*saS Urf er í/ósr aA sé ofti, ?wl’Wíajute“' ve«a BuS, ^aóknu l 08 Bukakí /n áKísSa&siSp sSSig&SS ó- •,a- cv1 séu beir^l0 a0 teir sem k?£?einber ««• aÆÍ’fe,8®* .‘r-«fi55K,«'íar *'ntustieumTS 10 tii u . íSSSÉSSsr n. 'f&SWCaners VOTas, I!i§i gTirs‘<tkyal0rl ■~-~~LZ^^‘ZsuS: ■ UUUMJU> > .u meiri endt r íhaldssamir < útnefndir á þ rt endumýjun Gorbatsjov, h» íö ennþá ihal hans nær a reytingi iú 'aldast. er- 'ar frá "í \ xsM0 oS> \ '8,<' Lengi með turninn Húsmóðir í austurbænum hringdi: Framkvæmdir hafa nú staðið yfir nokkra mánuði á Haflgrímskirkju- tuminum og mér finnst leiöinlegt aö þurfa að horfa upp á forljóta vinnupalla utan um þennan fallega tum. Hallgrímskirkjan er stolt Reykvikinga og sú bygging sem lengst sést að frá höfuðborginni. Þvi ætti að leggja áherslu á að flýta framkvæmdum þarna svo hægt sé aö horfa á hann á ný. Eru skemmd- imar kannski svo miklar að búast megi við að vinnupallamir verði megnið af árinu þama? Leiöinlegt er að þurfa að horfa lengi á vinnupalla utan um Hall- grimskirkjuturninn. Hringið í síma 2 7 0 2 2 milli ld. 13 og 15 eða skrifiö Mikil ásókn í Mörkina B.J. skrifar: Mikill fjöldi fólks hefur flykkst í Þórsmörkina í sumar og virðist sú sókn aukast ár frá ári. Lætur nærri að hátt í 500 manns séu hverja helgi í Mörkinni. Það er erfitt fyrir gróður í Þórsmörk að bera allan þennan þunga en ég er þó þess álits að það sé vel hægt ef fólkið er sér meðvit- andi um skyldur sínar og eftirlit er nægilegt. Ég brá mér í Mörkina um síðustu helgi og gisti í Húsadal. Ég varð aldr- ei var við neitt eftirht fyrr en á sunnudag þegar tjaldgjöldin voru rukkuð en nógu vora þau dýr. Það kostar 400 krónur á mann að gista þama og ætti nú aö vera hægt að halda uppi einhverju eftirliti fyrir þann pening. Ég varð vitni að ljótri sjón þarna þegar ég kom að ungri stúlku sem var að leika sér að því aö tilefnis- lausu að snúa stóra trjágrein af birki- tré. Þegar ég fann að þessu við hana var hún bara með skæting. Þar sem ég kem alltaf á hverju ári a.m.k. einu sinni í Mörkina gefst mér ágætt tæki- færi til að fylgjast með breytingum þarna og ég verð að segja að Húsadal- ur er farinn að láta á sjá nú síðustu árin. Langidalur er mun skárri enda er Ferðafélag íslands meö öfluga gæslu þar. Spurningin er sú hvort takmarka eigi íjölda fólks í Þórsmörkina, eða jafnvel loka einstaka helgar, til að leyfa gróðri að jafna sig. Aukið eftir- lit gæti jafnvel verið nóg en vemda verður þetta svæöi sem er einn fall- egasti staðurinn á íslandi. Yfirburðir ríkissjónvarpsins K.J. skrifar: Ég var einn af þeim sem fagnaði mjög tilkomu Stöðvar 2 og vil reynd- ar hafa hana áfram. Hún átti í nokkr- um byrjunarerfiðleikum en náöi sér svo vel á strik. Margir þættir eru mjög góðir hjá þeim á Stöðinni, eins og íþróttaþáttur, fréttaþáttur og ýmislegt fleira. En skemmtiþættir ýmiss konar og kvikmyndir hafa ver- ið misjafnar. Ég verö að segja þaö aö síöustu mánuði hefur þessu efni hrakað mik- ið og stundum líða heilu kvöldin án þess að hægt sé aö horfa á eitthvað af viti. Ríkissjónvarpiö er nú eins og þaö er, stundum ömurlegt efni en alltaf mjög gott á milli. í heildina hefur veriö talsvert betra efni þar en á Stöð 2 upp á síðkastiö. Ég horfi nú ekkert mjög mikið á sjónvarp en sest stundum niður heila kvöldstund og vel og hafna. Þriðjudaginn 12. júní var hreint út sagt hræðileg dagskrá á Stöð 2 ef íþróttaþátturinn er undanskilinn. Framhaldsþættirnir Kona í karla- veldi og Þorparar eru með því lélegra sem sést hefur á skjánum. Það er hreinlega mannskemmandi að horfa á bíómyndina Blóðsugurnar. Á meö- an var dagskrá ríkissjónvarpsins frá- bær. Frábærir þættir voru Vagga mannkyns eftir David Attenborough, nýr framhaldsþáttur, Höfuð að veði, og þáttur um morðið á Olof Palme. Ég vil beina þeim tilmælum til Stöðvar 2 aö taka sig á og sanna þar með að samkeppni skapar gæði, eins og þeir vilja meina sjálfir. „Spurningin er sú hvort takmarka eigi fjölda fólks í Þórsmörkina, eða jafn- vel loka einstaka helgar, til aö leyfa gróðri að jafna sig,“ segir bréfritari. - Útsýni til Langadals i Þórsmörk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.