Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1988, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988. Fréttir Olíufélögin fengu umbeðna hækkun í dag hækkar blýlaust bensín upp í 36,60 kr. btrinn eöa um 6,7%. í gær kostaði þessi sami lítri 34,30 kr. Þetta er mjög nálægt því verði sem olíufé- lögin fóru fram á en þau báðu um 7% hækkun á bensíni. Gasolía hækkar um 3,4% eöa úr 8,90 kr í 9,20 kr. Svartolíutonnið hækkar um 6,8%. Tonnið fór úr 6.600 kr. í 7.050 kr. Súperbensín hækkar hins vegar ekkert og sagði Georg Ólafsson verð- lagsstjóri að það væri einfaldlega vegna þess að frjáls verðlagning væri á súperbensíni og ekkert hámarks- verð í gangi. Þó veröur að tilkynna verðlagsráði frá hækkunum á því. Súperbensín er nú selt á 38 kr. lítr- inn. Fyrir stuttu, 16. júni, hækkaði súperbensín síöast. Sala á súper- bensíni nemur nú 50% af bensínsölu þannig að jafnmikið selst af því og blýlausu bensíni. Áður en blýlausa bensínið kom til nam sala á súper- bensíni aðeins 20%. Þar eð súper- bensín hefur ávallt verið dýrara en annað bensín má segja að þarna hafi súperbensín hefur náð 50% markaðarins neytendur orðið fyrir verulegum hækkunum þótt hljótt hafi farið. Hækkunin á bensíni nú skiptist þannig: 0,60 kr. stafa af hækkun á innkaupsverði, 1 kr. fer í ríkissjóð, 0,24 kr. stafa af hækkun álagningar og 0,40 kr. fara í sjóð til að jafna verð á milli farma en staðan í þeim sjóði er nú þannig að það vantar 10 mUlj- ónir. Skiptingin á þeim 36,60 kr., sem bensínlítrinn kostar nú, er þannig: 23 kr. fara í ríkissjóð, innkaupsverð er 6 kr., dreifmgarkostnaður er 5,5 kr., flutningsjööiunargjald 0,74 kr. og jöfnunarsjóður tekur 0,40 kr. Verðlagsstjóri sagði aö verð hefði lækkað á gasoliu og svartolíu á heimsmarkaðnum enda hækkanir á þeim vörum eingöngu heimilaðar vegna innlendra kostnaðarhækkana. Hann sagði hins vegar að verð á bensíni hefði hækkað lítillega á heimsmarkaði og skýrði það aö nokkru þá hækkun sem nú yrði. -SMJ Flutnings- jöfnunargjald 74 aurar Innkaupaverð 6 krónur Innkaupa- jöfnunargjald 40 aurar Dreyfingar- kostnaður 5,50 krónur Kr. 36,60 öensín Annað 1,40 kr. Ríkið 23 krónur 20% hækkun á flugvaliargjaidi Samgönguráðuneytið hefur heimilaö 20% hækkun á flugvall- argjaidi. Verður það nú 900 kr. fyrir hvem farþega sem ferðast frá íslandi til annarra landa. Áð- ur var gjaldiö 750 kr. Flugvallargjald í innanlands- flugi verður 120 kr. en var 100 kr. Samkvæmt upplýsingum sam- gönguráöuneytisins eru hækkan- ir þessar til að mæta forsendum fjárlaga ársins 1988 um fram- kvæmdir í flugmálum. Böm á aldrinum tveggja til tólf ára greiöa hálft gjald. -SMJ á Djúpuvík - þráttlyrir kaK sumar Regina Thotaxensen, DV: Að söp Evu, hótelstým á Hótel Djúpuvík á Ströndum, hefur ver- ið mikill gestagangur þar í sum- ar, sérstaklega um helgar. í hótel- inu em átta 2ja manna herbergi en oft hafa gist þar 36 manns, þá margir í svefnpokum og hótel- stýran á mikið af góðum dýnum. Veöráttan hefur verið köld í allt sumar á Ströndum nema síð- ustu viku. Þá var frábært veður, 8-14 stiga hiti að deginum til. Það þykir gott á Ströndum en nú er komin noröanátt og kalt, lágt hitastig. Björgunarsveitin Ingólfur fékk á miðvikudag afhentan mótorbát frá Lionsklúbbnum Frey, sem er 250.000 krónur að verðgildi. Mótorinn var hins vegar horfinn við afhendinguna og er hans nú leitað ákaft af rannsóknarlögreglunni. DV-mynd JAK Gjöfin til Björgunarsveitarinnar Ingótfs: Mótorinn hoifinn við afhendinguna Þegar afhenda átti Björgunarsveit- inni Ingólfi mótorbát að gjöf frá Li- onsklúbbnum Frey, brá mönnum heldur betur í brún - mótor bátsins var horfinn. Að sögn Böðvars Ásgeirssonair, fé- laga í Björgunarsveitinni Ingólfi, er talið víst að tveir menn hafi staðið að stuldinum vegna þess aö mótorinn vegur 100 kíló. Síðast sást til mótors- ins á sunnudag klukkan sex síðdegis, en þegar Lionsmenn ætluðu að af- henda Ingólfi bátinn ásamt mótorn- um í sjóbúð björgunarsveitarinnar við Grandagarð á miðvikudag, var mótorinn horfinn. „Það má vera að hurðin hafi ekki hrokkiö í lás síðast enda er hún oft erfið viðureignar vegna skemmdar af völdum seltu,“ sagði Böðvar. Mótorinn er af gerðinni Yamaha og er 35 hestöfl og kostaði 150.000 krónur. Að sögn Böðvars eru til fjór- ir slíkir mótorar hér á landi. Málið er 1 höndum Rannsókarlögreglu rík- isins. -GKr Ekki orðið varir við skjálfta - segir Birkir Fanndal, yfirvélstjóri hjá Kröfluvirkjun Gyffi Kristjánason, DV, Akureyii „Viö höfum ekki orðið varir við neina skjálfta hér upp við Kröflu, þetta hafa verið skjálftar sem koma fram á mælum og svo skjálftar hjá mannfólkinu,“ sagði Birkir Fanndal, yfirvélstjóri í Kröfluvirkjim, er DV ræddi viö hann. Birkir sagði að raforkuframleiðsla lægi niðri í Kröfluvirkjun frá því um miðjan maí og fram í miðjan ágúst eins og verið hefði á hverju ári þar sem raforkuframboð er þá meira en nóg. Þess í stað er unnið að viðhaldi á vélum. Þá hefur jarðborinn Dofri unnið að hreinsun á holu númer 9 að undanfómu og er því verki nú aö ljúka. Síðar í sumar er svo áætlað aö bora eina nýja holu á svæðinu. Þegar raforkuframleiðsla er í gangi nemur hún 28 megavöttum og eru þá alls 10 holur nýttar. Uppblásturinn við Mývatn: Það versta sem ég hef séð fra 1974 - segir Stefán Sigfússon landgræðslufulltmi Gyifi Kristjánsson, DV, Akmeyri: „Ástandið á svæðinu við Mývatn og sérstaklega austan vatnsins er það versta sem ég hef séö og hef ég þó starfað við þetta síðan 1974,“ segir Stefán Sigfússon landgræðslufulltrúi í samtali við DV. Mikið sandfok í langan tíma, geysi- legir þurrkar og það hversu lítið hef- ur verið um snjóalög á þessu svæði undanfarin ár hefur gert það að verkum að gróðureyöing er mjög mikil víöa á Mývatnssvæöinu og sagði Stefán að á nokkmm stöðum sæjust merki um stórauknar skemmdir, auk skemmda af völdum sandfoksins að undanfómu á nýjum stöðum. „Hins vegar erum við mjög ánægð- ir með viss svæði eins og t.d. út af Krákárbotnum suður af Mývatni. Það svæði hefur verið friðað í nokkur ár og borið á það árlega. Þetta svæöi hafði oft valdið erfiðleikum enda fauk sandur þaðan niður í Laxárdal og eyðilagði bæði hrygningarstaði í ánni og olli skemmdum á hverflum í vélum virkjunarinnar." Stefán sagði um svæöin austan Mývatns að ekki þýddi að heíja bar- áttu á þeim án þess að girða þau og friða fyrir beit. í gær var viðgerð að ljúka á landgræðsluvéhnni Páli Sveinssyni og á áburðardreifingu að ljúka í Þingeyjarsýslu á morgun en alls er dreift þar 250 tonnum að þessu sinni. Athugasemd við leiðara DV í leiðara í DV miðvikudaginn 13. júlí 1988 um nýja þjóðhagsspá, sem Ellert B. Schram skdfar undir, er því haldið fram aö útgáfa þjóðhagsspár hafi tafist vegna pólitískra afskipta. Þetta er alrangt. Þjóðhagsspáin var ekki fullgerð fyrr en þriðjudaginn 12. júlí er hún var kynnt ríkisstjórn og fjölmiðlum. Spáin fékk enga pólitíska umfjöllun fyrir þann tíma enda hafði enginn póhtískur aöili aðgang aö henni. Forsætisráðherra haföi þó fengið stutt yfirlit yfir horfur um helstu niðurstöður fóstudaginn 8. júlí. Forsætisráðherra reyndi að sjálfsögöu á engan hátt að hafa áhrif á niðurstöður spárinnar. Á hinn bóginn er ekki óalgengt að ýmsir hagsmunaaöilar veiti upplýs- ingar og haldi fram skoðunum sínum viö Þjóðhagsstofnun um einstök mál er þá varða. Slík skoðanaskipti eru gagnleg enda eru þau yfirleitt á fag- legum grundvelli. Ef menn hafa rök að mæla tekur Þjóðhagsstofnun aö sjálfsögðu tillit til þeirra. Hins vegar er það grundvallaratriði, sem stofn- un víkur aldrei frá, aö hafa eingöngu þau sjónarmið að leiðarljósi sem hún getur gert að sínum með það fyrir augum aö gefa sem sannasta mynd af því sem fjallað er um hveiju sinni. Þórður Friðjónsson Öspin að ná sér Regína Thoiarensen, DV, Selfossi: Um miðjan júní gerði aftakaveöur hér á Selfossi eins og víðast hér sunn- an- og vestanlands. Skemmdist trjá- gróður þá mikið í görðum, einkum öspin sem er svo viðkvæm. En sem betur fer er öspin nú að ná sér vel aftur en þó sjást víða brotnar grein- ar, sem hanga niður og erfitt er að klippa burt á hávöxnum trjám. Sel- fyssingar sem aörir landsmenn halda mikið upp á öspina og vonast til að fræ hennar þroskist og fijúgi eins og hvítur dúnn um langa vegu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.