Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1988, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988. Útlönd Deng Xiaoplng sagöi í raorgun að samskipti Kínverja og Bandaríkja- manna heiöu batnað verulega und- ir stjóm Reagans Bandaríkjafor- seta og Shultz, utanríkisráöherra Bandaríkjanna. Shuitz, sera er á átján daga feröa- lagi í Asíu, fullvissaöi Deng um að enn yrði reynt að bæta samskipti landanna, hver svo sem yrði eftir- maöur Reagans. Búist var við að Bush myndi vekja máls á sölu Kínveija á eld- flaugum til Mið-Austurlanda, frið- artilraunum í Kampútseu, spenn- unni milli Noröur- og Suöur-Kóreu og sölu á bandarískum tæknivör- um til Kína. George Shuttz, utanríkisráðherra Bandarikjanna, og Deng Xiaoping, leiðtogi Kínverja, í Peking i gœr. Slmamynd Reuter SJö ára þrælkunarvinna Hvítur kaupsýslumaöur frá 5iimbabwe, Rory Maguire, var í gær dæmdur í sjö ára þrælkunarvinnu fyrir að hafa aöstoöaö Suður-Aír- íkumenn sem sakaðir eru um sprengjuárásir í Zimbabwe og ekki greint frá gerðum þeirra. Mennirnir munu veröa leiddir Rory Maguire, kaupsýstumaður fyrir rétt fyrir að hafa sprengt frá Zimbabwe, sem í gaer var byggingar þar sem Afríská þjóðar- dæmdur í sjö ára þrælkunarvínnu. ráðið haföi aðsetur. Símamynd Reuter Einróma fordæming Aðstandendur þeirra sem fallið hafa fyrir hendi kontraskæruliöa i Nic- aragua mótmæltu i gær fyrir framan skrifsfofur kardinála og hvöttu hann tíi að fordæma árásirnar. Simamynd Reuter Bandaríkjaþing hefúr einróma fordæmt Nicaragua fyrir að bæla niöur andstöðuöfl, Þingmenn deila þó enn ura hvort taka eigi upp aftur hemað- arlega aöstoö við kontraskæruliða. Reagan Bandaríkjaforseti styður fruravarp það sem stuðningsmenn hans í öldungadeildinni hafa lagt fram ura að enn sé möguleiki á að kontraskæruliöum verði veittur hemaðarlegur stuðningur. Fulltrúadeild- in felidi frumvarpið í febrúar síðastliðnum. Sendiherra Nicaragua í Bandaríkjunum, Carlos Tunnerman, gaf í skyn í gær að hann myndi hafa að engu fyrirskipun bandarískra yfirvalda um að hann færi frá Bandaríkjunum. Hann kvaðst myndu halda áfram að starfa sem sendiherra hýá bandalagi Ameríkuríkja, jaftivel þótt hann þyrfíi að hverfa frá Bandarikjunum. Hann á að vera farinn frá Bandaríkj- unum síðdegis í dag. Snörp orðaskipti urðu miUi Tunnermans og sendiherra Bandaríkjanna hjá bandalaginu í gær vegna gagnkvæmrar brottvisunar sendiherra. Hrifhír af Kinnock Neil Kínnock, lelðtogi bresku stjómarandstöðunnar, og Mang- wende, upplýsingaráðherra Zimbabwe, i Harare i gær. Simamyrtd Reuter Leiðtogar Zimbabwe hylitu Neil Kinnock, leiðtoga bresku stjómar- andstöðunnar, í gær og kváðu hann vera einn af þeim. Forseti neðri málstofti þingsins gekk svo langt aö segjast vona að Kinnock yrði fýrr en seinna forsætisráðherra Bretlands. Kvaðst hann óska þess því að yfirvöld í Suður-Afriku myndu breyta öðmvísi ef Kinnock væri við stjómvölinn. Kinnock hefur farið fram á að bresk stjómvöld veiti landamæra- ríkjum Suður-Afríku meiri aöstoö. Banna Mandelatónleika Yfirvöld í Suður-Afríku hafa bannað útitónleika í landinu sem haida átö til heiðurs blökkuraannaleiðtoganura Nelson Mandela sem verður sjötugur á mánudaginn. Neyðarástandslögin í Suöur-Afrlku, sem sett vom fyrir tveimur árum, banna útisamkomur nema með sérstöku leyfi og fékkst þaö ekki í þetta sinn. Mandela hefur setiö í fangelsi í tuttugu og fjögur ár, sakaður um að hafa ætlaö að koma stjóminni frá. Reuter DV Lettin enn árangurslaus Þrátt fyrir víötæka leit hefur lög- reglunni í Grikklandi ekki tekist aö ná neinum þeirra sem viöriðnir voru skotárásina um borð í grísku far- þegaferjunni. Lögreglan er nú þeirr- ar skoöunar aö einn árásarmann- anna geti hafa látið lífið í árásinni þegar tvær öflugar sprengjur sprungu. Samkvæmt sjónvarpsfréttum hafa rannsóknaraðilar komist aö því aö tveimur sprengjum var komið fyrir um borð í ferjunni og orsökuðu þær miklar skemmdir á þilfari ferjunnar. Áður hafði það verið hald manna að árásarmennirnir hefðu aðeins notast við handsprengjur og vélbyssur. Reuter Mohammed Rashid, Palestinumaðurinn sem taliö er að hafi verið ástæðan fyrir árás byssumanna um borð í grískri farþegaferju og Zozab Mohammed sem talinn er hafa átt aðild að árásinni i grísku farþegaferjunni og sjálfur týnt lífi. Simamynd Reuter Eldflaugaárás á Kabúl Samkvæmt upplýsingum so- vésku fréttastofunnar Tass létust a.m.k. 20 manns og rúmlega 30 særöust þegar skæruliðar skutu meira en 20 eldflaugum að Kabúl, höfuðborg Afganistan, í morgun. Árásin kom í kjölfar sovéskra og afganskra upplýsinga þess efnis aö skærur hefðu aukist í austurhluta Afganistan, í höfuðborginni Kabúl og í nágrenni borgarinnar Kanda- har sem er í suðurhluta landsins. Tass-fréttastofan sagði að 25 manna hópur skæruliða hefði komið inn í landið frá Pakistan 5. júlí sl. Að sögn fréttastofunnar hafði hópurinn í hyggju að ráðast að Kabúl og ríkisstjórn landsins, sem studd er af Sovétríkjunum. Að sögn afganska útvarpsins lét- ust 14 manns í höfuðborginni í síð- ustu viku í kjölfar aukinna eld- flaugaárása og bílasprengja. í frétt Tass-fréttastofunnar sl. sunnudag kom fram aö 150 almennir borgarar heföu látið lífið síöastliðna tvo daga í róstum í landinu. Ekki var minnst á hugsanlega hlutdeild Sovét- manna í róstunum. Sovétmenn hófu brottflutning herja sinna frá Afganistan 15. maí- síðastliðinn. Reuter Mikhail Gorbatsjov, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, og Jaruzelski, leiðtogi pólska kommúnistaflokksins, undirrita hér sameiginlega yfirlýsingu leiðtoganna tveggja að lokinni opinberri heimsókn Sovétleiðtogans til Pól- lands. Símamynd Reuter Ræða tillögur Gorbatsjovs Æðstu ráðamenn Varsjárbanda- lagsins munu koma saman til tveggja daga fundar í Póllandi á morgun til að ræða nýjar tillögur í afvopnunar- málum aö sögn vestrænna og aust- rænna embættismanna. Ráðamennimir munu kynna sér nánar tilboð þaö er Gorbatsjov kynnti á mánudag, á fyrsta degi opin- berrar heimsóknar sinnar til Pól- lands. Þá bauö hann aö Sovétríkin myndu fækka orrustuflaugum sín- um í A-Evrópu gegn því aö Banda- ríkjamenn drægju til baka áætlanir sínar um aö flytja 72 F-16 flaugar frá Spáni til Ítalíu árið 1991. Að sögn vestrænna stjórnarerind- reka munu ráðamennirnir einnig ræða hugsanlegan brottflutning 65.000 sovéskra hermanna frá Ung- verjalandi, sem hafa verið þar síðan í uppreisninni árið 1956. Ekki er lík- legt að tilkynning um brottflutning í náinni framtíð komi á fundinum. Ráðamenn Atlantshafsbandalagsins fógnuöu þessum tillögum Gor- batsjovs. í ferö sinni um Pólland lýsti Gor- batsjov yfir stuðningi stjómarinnar í Moskvu við uppbyggingu kommún- isma í Póllandi í samræmi við hefðir landsins. Hann sagði einnig að eng- inn „alger sannleikur" um kommún- ima væri tii og að það hefðu verið mistök að reyna að þröngva fyrir- fram gerðum hugmyndum um kommúnisma upp á aðrar þjóöir. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.