Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1988, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988. 5 Fréttir Islendingur hjúkraði særðum Afgönum: Hryllingur- inn venst „Það eru auövitað viðbrigði að koma þarna út og sjá þann dauða og djöfulskap sem fylgir stríði. Maður hafði ekki í sínu starfi áður séð af- leiðingar stríðá en forsmekkurinn kemur kannski í fréttum, þannig að ég var ekki alveg grænn,“ sagði Jón Karlsson, 35 ára hjúkrunarfræðing- ur sem nýkominn er heim frá störf- um í Pakistan. Jón Karlsson hjúkrunarfræöingur er nýkominn frá Pakistan, þar sem hann hjúkraði særðum stríðsmönn- um frelsissveita Afgana. DV-mynd KAE Jón kom heim í byijun júlí eftir að hafa starfað í 6 mánuði á sjúkrahúsi í bænum Quetta sem er í 100 kíló- metra fjarlægð frá suöur-landamær- um Afganistan. Þar tók hann á móti þeim er særst höfðu í stríðinu í Afg- anistan og sá margt ófagurt. En hvað rak hann út í þetta starf? „Ætli það hafi ekki mest verið ævintýralöngun, sjá heiminn og kynnast öðrum þjóöum. Ég hafði samband við Rauða krossinn og fór síðan á námskeið árið 1985 til undir- búnings. Þaö eru margir íslendingar í svipuöum störfum eða hafa áhuga á þeim.“ Jón hefur áður dvalist í Pakistan í 6 mánuði en fyrstu ferð sína á vegum Rauöa krossins fór hann 1985 og þá til Thailands við landamæri Kambódíu, þar sem hann hjúkraði særðum Khmerum. Jón segir aö Thailand og Pakistan séu ólík lönd, hins vegar séu stríðsáverkar ávallt svipaðir en hryllingurinn venjist Fór með 12 stunda fyrirvara Jón hélt út til Pakistan með aðeins 12 stunda fyrirvara. „Þetta var stutt- ur fyrirvari en ég hafði farið áöur og vissi að hverju ég væri að ganga. Þess vegna var þetta ekki annað en að grípa tannburstann og fara. Reyndar þurfti ég að fá frí í vinnu á Borgarspítalanum og naut þar skiln- Jón hefur séð margt ófagurt í störfum sínum meðal striðsþjáðs fólks og myndir hans tala sínu máli. Þessi maður steig á jarðsprengju og ber þess aldrei bætur. ings. Þetta er svokölluð veraldarvakt sem er úti um allan heim, en á henni eru einstaklingar sem eru tilbúnir að fara með litlum fyrirvara og bún- ir með undirstöðunámskeiðið. Ástæða þess að ég fór svona í hasti var sú að frá því að ég var úti áður hefur stríðið harðnað og innlagnir á spítalann nánast tvöfaldast, “ sagði Jón. Jón segist aldrei hafa lent í neinum hættum og segist ekki muna eftir neinu einu eftirminnilegu atviki en auðvitað sitji hryllingurinn eftir. Hann hafi séð í báðum löndunum fólk sem var illa sært og bæklað og gæti aldrei náð sér aftur. „Rauði krossinn sér mjög vel um sitt fólk, bæði hvað varðar öryggi og trygging- ar. Launin eru hins vegar þau sömu og hér heima og við fáum engan áhættubónus." Flóttamenn í Pakistan eru nú hátt í þrjár og hálfa milljón vegna stríðs- ins í Afganistan en Jón sagöist lítið hafa orðið var við þá í sínu staríi, enda væru flóttamannabúðirnar að- skUdar frá spítalanum. Hins vegar hafi hann orðiö að gera að sárum almennra borgara sem höfðu særst. Áfengiskvóti Starfsfólkið á spítalanum kom frá hinum ýmsu löndum heimsins, en aðallega voru það þó Pakistanar og Afganir. Segist Jón vera á þessum ferðum sínum vera búinn að eignast kunningja úti um allan heim enda hafi andinn í hópnum veriö mjög góður. „Vinnumálið er enska en samskipti við sjúklingana fara oft fram með aðstoð túlks sem er einn úr hjúkrunarliðinu. Hinn hefð- bundni dagur var ekki ósvipaður og hér heima. Vinna hófst klukkan hálf átta og stóð til fimm eða átta á kvöld- in. Síðan var skipst á bakvöktum á næturnar. Yfirleitt komu ekki nýir sjúklingar fyrr en eftir hádegi, því erfitt er að keyra frá landamærunum í myrkri. Eftir vinnu var mest setið og spjallað eða farið í matarboð til hvers annars. Það er ekki mikið hægt að gera þarna, þó að þetta sé borg með 200-400 þúsund íbúum (það fer eftir árstíma). Þarna eru engir pöbbar og engin diskótek og útlend- ingum er úthlutað áfengiskvóta enda er landið íslamskt. Það var því helsta skemmtunin að fara á markaðinn sem var fjölskrúðugur eins og þeir eru í austurlöndum," sagði Jón. - Myndir þú vera tilbúinn aö fara aftur út í svona störf? „Ég væri alveg til í þaö og hef mik- inn áhuga, þó að ekki séu nein áform uppi um það ennþá,“ sagði Jón Karlsson hjúkrunarfræðingur. JFJ VOLVO SALU RI N N Skeifunni 15 120 - 200 ÞUS. AFSLATTUR Nýr VOLVO á ótrúlegu verði! Útborgun 25%, eftirstöðvar á allt að 30 mán. Volvo 240 GL, 5 gíra, m/vökvast. Kr. 1.083.000,- Afsláttur 126.000,- Verð m/ryðvörn kr. 957.000,- Komdu með gamla bílinn og farðu á nýjum VOL VO í sumarfríið. Umboósaóilar Veltis: Bilás sf., Þjóöbraut 1, 300 Akranesi. Bílasala Vesturlands, Borgarbraut 56, 310 Borgarnesi. Vélsmiöjan Þór h<„ Suöurgötu 9, 400 ísafirði. Vélsmiðja Bolungarvíkur hf., Hafnargötu 53-61, 415 Bolungarvík. Bókabúö Brynjars, Suöurgötu 1, 550 Sauðárkróki. Þórshamar hf., bifreiðaverkstæði, 600 Akureyri. Jón Þorgrímsson, Garðarsbraut 11, 640 Húsavik. Volvo 340 DL 5 dyra Kr. 710.000,- Afsláttur 121.000,- Verð m/ryðvörn kr. 589.000,- Notið þetta einstæða tækifæri á meðan birgðir endast Gteltir Skeifunni 15 - Sími 691600 - 691610 5VOLVOS * ORYGGI 5 Opið alla daga frá kl. 9.00 til 18.00. Laugardaga frá kl. 10.00 til 16.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.