Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1988, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988. 7 Fréttir Laxinum slátrað á planinu. DV-mynd Stefán Laxinn að sprengja gildr- ur hjá Dalalaxi - fluttur lífandi til Borgamess til slátrunar Stefin Haraldsson, DV, Borgamesi; Sá óvenjulegi atburður gerðist í Borgamesi nýlega að laxi var ekið hingað lifandi í stórum kerum frá hafbeitarstööinni Dalalaxi til slátr- unar. Það var Eðalfiskur sem tók ílskinn til vinnslu og var laxinum slátraö á planinu fyrir utan fyrirtæk- ið. Dalalax er í eigu bænda í Saurbæ í Dalasýslu og er fyrirtækið rekið í samvinnu við Laxalón hf. Fyrirtækið var stofnað 1982 en frekar litlar heimtur hafa verið þar til nú. Á ör- fáum dögum gengu 1240 laxar í stöð- ina og var alls ekki reiknað með slík- um heimtum. Stöðin ekki að fullu frágengin og alls ekki tilbúin til að takast á við slíkt magn. Gildrur sem taka á móti laxinum yfirfylltust og fiskurinn tók að skemmast. Þá höfðu Dalamenn samband við Eðalfisk í Borgamesi til að athuga hvort hægt væri að taka á móti laxin- um þar sem fyrst til að létta á gildr- unum svo hægt væri að hleypa meiri fiski í þær. Mikið af fiski er fyrir utan gildmrnar. Bmgðið var á það ráð að flytja lax- inn lifandi í Borgarnes og tóku þeir hjá Eðalfiski að sér að sjá um slátrun og alla vinnslu á Ronum. Gekk það verk vonum framar. Mikil veiði í Borgarfjarðarám Gríðarmikil veiði er í öllum veiðiám í Borgarfirði og að sögn Jóns Gests, framkvæmdastjóra Eðalfisks, hefur fyrirtækið tekið mjög mikið magn af þeim laxi til reykingar og annarrar vinnslu. Mikil sala hefur verið í reyktum og gröfnum laxi hjá Eðal- fiski. Menn í veiðihópum, sem verið hafa að veiðum í ánum í nágrenni Borgar- ness, hafa keypt mikiö af unnum laxi og geta því að minnsta kosti gætt sér á reyktum eða gröfnum laxi að veiði- túr loknum þegar heim kemur. ísafjörður: Flutt í stjóm- sýsluhúsið í dag Siguijón J. Sigurðsson, DV, ísafirði: Gert er ráð fyrir að eigendur í nýja stjórnsýsluhúsinu hér á ísafirði flytji inn í húsið í dag, fostudaginn 15. júlí, og verður það eflaust mikil hátíð fyr- ir marga. Hins vegar verður húsiö ekki formlega opnað fyrr en í sept- ember. Framkvæmd við lóð hússins var nýlega boðin út. Tilboð voru opnuð í síðustu viku og hefur verið sam- þykkt að Rörverk hf. hreppi hnossið. Tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á 6.028.640 kr. en kostnaðaráætlun var aðeins hærri, 6.090.023 kr. Langur vinnudagur verslunarmanna: Enginn kvartaðvið okkur segir Pétur Maack „Það hefur engin kvörtun borist til okkar og það er ekki ástæða til að skoða mál ef viðkomandi talar við blöð en snýr sér ekki til félagsins," sagði Pétur Maack, framkvæmda- stjóri Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Tilefni fyrirspurnarinnar var sím- hringing sem DV fékk þar sem versl- unarmaður í Kringlunni sagði að margt verslunarfólk væri neytt til að vinna á laugardögum þrátt fyrir að það væri því þvert um geð. Pétur sagði að fólk væri ekki skyld- ugt til að vinna yfirvinnu frekar en það vildi. Ef það væri þvingaö til þess á einhvern hátt ætti það að snúa sér til Verslunarmannafélagsins sem myndi taka á málinu á faglegan máta. JFJ ARKITEKnJR OG SKIPUIAG Tímarit fyrir alla sem hafa áhuga á byggingarlist og umhverfismálum. FÆST í NÆSTU BÓKABÚÐ ..■;>v-í,:■£ É®1| mm ÉmMiMíí Sn IPiaillÉ wm i mmlmm ÍSmKÍBIÍS?' ’-AA- ll Ki.' WÍ&SÍi 'éWÍm mmMxfsim í&ÍaHijðÍj . í ■Ær,-- m •'SÆ i m m , bh i. BMBs..»> kSII Æ ■ ,■■ ■ m fm . isr **.'■ ■u Iffl m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.