Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1988, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988. Sandkom Fréttir DV Framganga stöðuvarða Fátthefur vakiömeiiiat- hygli þeirra semfaraímið- bæinneníram- gangahinnar harðsnúnu ■ sveitarstööu- varða. Góð- kunningiSand- korns átti um daginn erindi niður i miðbæ og lagði bil sinum í þar til geröu stæði nr borgaði í stöðumæli eins og uðrir lög- _Jilýðnir borgarar. Þegar hann kom aftur að bilnum sínum, irman við fimm mínútur frá því aö tímanum -4auk, var sektarmiði kominn á bílinn. Kunninginn, sem er góöur og grand- var maður, áikvað að hlaupa strax inn í næstabanka ogfá syndaaflausn og vera þar með kvitt viö guð og stöðu- mælasjóð. Ekki átti hann fnnmtiu króna pening en taldi sér óhætt að bregða sér frá í 5 mínútur. Það hefði hann ekki átt að gera, því þegar hann komútúr bankanum, örstuttu síðar, var kominn sektarmiði undir rúðu- þurrkuna og sá nú vinurinn að stööu- vörður var aö fara aftur íramhj á bíla- stæðunum. Flýtti hann sér með það samaíburtu. Kórinn eiðsvarinn Einsogal- þjóðerkunn- uigt, skipaðifor- sætisráðherra sérstaka ráð- gjafarnefndat- vinnuveganna semskilaá hugmyndum umþaðhvernig megi bæta stöðu útílutnings- og samkeppnis- greina. í nefndinni sitja ýmsir þeirra sem taldir hafa verið til „gengisfeli- ingarkórsins" svoneihda. Nú bregð- ur svo við að nefndarmenn vdlja ekki láta fjölmiðla hafa neitt eftír sér um starf nefndarinnar eða ástand at- vinnuveganna og segj ast vera eið- svamir. Þykir mönnum nú sem Steini hafi leikið snjallan leik með skipan nefndarinnar og tekið helstu einsöngvara „gengisfellingarkórs- ins“ úr sambandi íbili. Á meðan geti ríkisstjórnin mótaðsinarefnahags- ráöstafanir án undirsöngs. Áróóursstríð á vinsældalistum Einsogfram hefurkomiðí DVhafaGræn- friðungar vestragripiðtil þessráðsíbar- áttunnigegn hvalveiðum ís- lendingaað gefaútdægur- iag.Lagiðerí reggae-stíl og hefur verið dreift á 600 útvarpsstöðvar þar vestra entextinn er barnalegur áróður gegn hvalveið- um íslendinga., Nú bíða menn eftir andsvari íslendinga og eru gárung- arnir þegar farnir að sjá Halldór As- grímssonog Kristján Loftsson syngja saman dúett þar sem lagið héti auð- vitað: „Sjórinnermorandiíhval". Takið bara ykkartíma Um800ís- lenskarkonur strejTndutil Osló-borgarí síðustuvikuog treystusinheit enskiidukarl-; peninginnein- an eftírenda ekkiþörffyrir þá þegar ræða á alvörumál. Einhverjir gárungar, sem fannst nóg gert með þessa kvenna- ráðstefnu, tóku upp hjá sér aö senda íslensku fulltrúunum símskeyti og skiptist fólk í afstöðunni til skeytis- ins. Sumum finnst það fyndið en öðr- umitallærislegt. Skeytíð mun hafa hljóðað eitthvað á þessa leiö: Til íslensku kvennanna í Osló. Erum aö fá farm af tælenskum til iandsins, takið bara ykkar tíma og veriðsemlengst. íslenskirkarlmenn. Jónaa Fr. Jónsson Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans: „Menn reka fyrivtækin lóðrétt til andskotans' ‘ - Landsbankinn sektaður í Seðlabanka vegna vanskila sjávarútvegsins „Ef við hættum að lána þeim umfram afurðaián þá stoppar öli línan nærri á auga lifandi bragði," segir Sverrir Hermannsson Landsbankastjóri. Sverrir segir Landsbankann ekki standa lengur undir þeirri góðgeröarstarfsemi að halda fiskvinnslu og útgerð gangandi. DV-mynd GVA „Landsbankinn er með um 70 pró- sent af allri fiskvinnslu og öllum sjávarútveg í landinu á sinni könnu. Þegar þeim atvinnugreinum eru bú- in þau starfsskilyrði að þær tapa stórt í hverjum mánuði og Lands- bankinn þarf að halda þeim gang- andi. þá er ekki von að vel fari fyrir lausafjátstöðu Landsbankans. Hún stendur þannig að við erum sektaðir mikið fyrir vikið. Þessu hlýtur Landsbankinn að hætta. Enda er engu fyrirtæki greiði gerður með því að halda því gangandi með stórtapi. Landsbankinn hlýtur að taka fyrir það að gera út eða vinna fisk með stórfelldu tapi. Hann hættir að standa undir því," sagði Sverrir Her- mannsson, bankastjóri Landsbank- ans. Sjávarútvegurinn stoppar á auga lifandi bragði Vanskil hafa nú aukist mikið í Landsbankanum. í upphafi þessa árs greiddi hann tugi milljóna í hverjum mánuði í viðurlög vegna lélegrar lausaflárstöðu til Seðlabanka. Nú stefnir í að lausafjárstaða hans fari á ný undir ákvæði Seðlabankans. „Það er mjög sorfið að okkur. Þá sjá menn vítahringinn. Við munum ekki láta læsa okkur í honum. Það þýðir að viö hættum að reka fyrir- tæki þessi fyrir okkar fé, Því verða menn að átta sig á. Það er ekki nokk- urt vit fyrir efnahagslíf íslensku þjóðarinnar að langstærsti bankinn sé rekinn eins og einhver góðgerðar- stofnun að því leyti. Það er alger misskilningur,“ sagði Sverrir. - Forsvarsmenn fyrirtækjanna hafa kvartaö undan háum' íjár- magnskostnaöi. Hafa vanskil fyrir- tækjanna ekki aukið á þann kostnað? „Jú. Dráttavextir bætast ofan á þetta allt saman. Allt er þetta óbæri- legt. Menn halda áfram að reka fyrir- tækin lóörétt til andskotans.“ - Hvaða áhrif hefði það ef Lands- bankinn hætti því sem þú kallar „góðgerðarstarfsemi"? „Ef við hættum aö lána þeim um- fram afurðalán þá stoppar öll línan nærri á auga lifandi bragði,“ sagði Sverrir. Fyrirtækin standa ekki undir vaxtaokrinu - Meðal þeirra tillagna sem at- vinnurekendur, og reyndar stjórn- málamenn einnig, hafa varpaö fram er sú að setja þak á hámark raun- vaxta og vaxtamun. Telur þú rétt að afnema vaxtafrelsið með þeim hætti? „Undir því vaxtaokri, sem fyrir- tækin í landinu búa við, fá þau ekki risið. Það er svo ofur einfalt. En það eru margir aðrir þættir mikilvægari en vextirnir. Megingalli á gjöf Njarð- ar er hin mikla verðbólga. Við meg- um ekki gleyma þeirri staðreynd. Það er hins vegar ljóst að fyrirtækin standa ekki undir þessum vöxtum eins og ástand þeirra er í dag.“ - En munu bankarnir geta staöið undir því að tveggja til fjögurra pró- senta hámark verður sett á raun- vexti? „Spurðu heldur hvort sparifjáreig- endurnir vilja taka því. Ef slíkt þak verður sett þá geta bankarnir ekki ávaxtað sparifé landsmanna eins og frambærilegt má teljast.“ Bankarnir verða að lifa við minni vaxtamun - Nægir bönkunum ekki tveggja til fjögurra prósenta vaxtamunur? „Nei, nei. Þaö er ekki hægt að ná því nú. Raunar geta menn reynt að ráða gátuna á ýmsa vegu. En þeir mega ekki gleyma því aö út úr þess- um vanda komast þeir ekki nema með því að vinna bug á verðbólg- unni. Allt annað verður meira og minna unnið fyrir gýg.“ - Þarf þá aö koma til mikil upp- stokkun í bankakerfmu og samrunni banka til þess að þessi vaxtamunur nægi? Það er enginn vafi á því að það þarf að endurskipuleggja íslenska bankakerfið. Við erum meö það í umræðunni hér í Landsbankanum að endurskipuleggja okkar starf- semi. Þaö er enginn vafi á því að það má spara. Minni vaxtamun en er í dag veröa bankastofnanir að lifa við. Það er takmarkið. Er ekki rétt að þú byrjir að spyrja þá sem eiga að stjórna landinu? Mér heyrist það nú ekki nein samhljóma hljóð úr þeirri átt. Það er a.m.k. ekki einraddað. Fyrst þurfum við að heyra að það sé ekki mikið af fölskum tónum í þessu áöur en við fórum að leggja mat á það.“ Stór banki þarf ekki minni vaxtamun - En nú hefur maður oft furðað sig á því í þessari umræðu um stækkun banka og endurskipulagningu bankakerfisins að Landsbankanum hefur ekki tekist að lifa af minni vaxtamun en aðrir bankar þrátt fyrir stærð sína. „Ég er ekki viss um að okkar stóri banki þurfi neitt minna til sín. Ég er ekki viss um aö hagkvæmni í okkar rekstri sé með þeim hætti aö þar geti verið mikill munur á. Ég hef enga sannfæringu fyrir því. En ég get ekki mikið um það talað því mér hafa að sjálfsögðu ekki gefist mikil tækifæri á að kynnast innviðum þessarar stofnunar. Ég geri nú ráö fyrir því aö þótt svo stæði að Lands- bankinn vegna stærðar sinnar gæti gefið betri kjör þá býst ég tæplega við að það yrði talin heilbrigð sam- keppni á þessu sviði að undirbjóða aðra eða yfirbjóða eftir því hvort tal- að er um útlán eða innlán. Ég býst nú við því að það þætti ekki alveg nógu góð pólitík ef bankinn beitti þannig stærðarmun og afli með þeim hætti. En hitt er annað mál að það hlýtur að færast út á það svið í sam- keppninni að menn verða annað hvort aö duga eða drepast. Ég held að það veröi að vera nokkuð mikið samræmi á milli lánastofnana. Varð- andi innlán sé ég ekki að þar sé hægt að hafa mikinn mun. Mér sýnist að þar teygi menn sig eins langt og hægt er,“ sagði Sverrir Hermanns- son. -gse Stefán Ólafsson í brúarglugganum á Bjarna Gislasyni. DV-mynd Ragnar Imsland. Kennari á vel- uma - skip- stjóri á sumrin Júlía Imsland, DV, Höfn: Kennarar fara sennilega allflest- ir í önnur störf á sumrin og þar á meðal er Stefán Ólafsson, íslensku- kennari við Heppuskóla á Höfn. Hann stundar humarveiðar á Bjarna Gíslasyni SF, ýmist sem skipstjóri eða stýrimaður. Stefán hefur stundað 'sjóinn á sumrin og kennslu á veturna síðan hann flutt- ist til Hafnar fyrir rúmlega 20 árum. Stefán er ónress með humarver- tíðina í sumar og segir ofveiði or- sökina fyrir aflaleysinu. Tæknin er orðin svo mikil við veiðarnar að humarinn er hreinlega hreinsaður upp. í sumar var engin veiði í Hornafjarðardýpi og hefur veiði- svæðið verið í Meðallandsbug.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.