Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1988, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1988, Side 9
MIÐVIKUDÁGUR 10. ÁGÚST 1988. 9 Utlönd Eftirlitsmenn komu til Teheran í morgun Fyrstu eftirlitsmenn Sameinuöu þjóðanna, sem sendir verða til land- anna fyrir botni Persaflóa, komu til Teheran í morgun samkvæmt frétt- um írönsku fréttastofunnar Irna. Öryggisiáð S.Þ. samþykkti án mótat- kvæða að senda eftirlitsmennina á vettvang í gær. Eftirlitsmennirnir eru aö undirbúa komu friðargæslusveita sem hafa munu það hlutverk með höndum að fylgjast með framgangi vopnahlés þess sem báðir aðilar hafa fallist á og gengur í gildi þann 20. ágúst nk. Samkvæmt ráðamönnum hjá S.Þ. eru eftirlitsmenn nú á leið til Bagdad, höfuðborgar íraks. Um 25 þjóðir munu taka þátt í frið- argæslu í Persaflóa. Ekki er enn vit- að hvaða þjóðir það eru. Þó er ljóst aö þau fimm ríki, sem sæti eiga í Öryggisráðinu, Bandaríkin, Kína, Sovétríkin, Bretland og Frakkland, munu taka þátt í friðargæslu. Yfirmaður íranska hersins, Rafs- anjani, hvatti hermenn sína til að slíðra sverðin í bili en sagði jafnframt að hermenn ættu að vera á varðbergi gagnvart árásum íraka. Afstaða Rafsanjanis þykir sýna þá varúð sem íranskir ráðamenn hafa sýnt hvað varðar vilja íraka til friðarviðræðna eftir átta ára styijöld sem kostað hefur um eina milljón manna lífið. Bandaríkjastjórn hefur skuld- bundið sig til að taka þátt í kostnað- inum við starf eftirlitsmanna og frið- argæslusveita í báðum löndum en gert er ráð fyrir að alls muni kostn- aðurinn nema um 74 milljónum doll- ara. Frank Carlucci, bandaríski varnarmálaráðherrann, sagði þó að bandarísk herskip yrðu ekki kölluð heim fyrr en ljóst væri að friður kæmist á. Áður en bandarísk herskip hófu að fylgja hlutlausum skipum um Persaílóa í fyrra voru að jafnáði um fimm herskip á flóanum. Carlu'c- ci sagði að það myndi ekki breytast í bráð. Alls er nú 41 skip banda- manna Bandaríkjanna á flóanujn á hveijum tíma. Forseti íraks, Saddam Hussein, ekur um meðal landa sinna i gærkvöldi þegar mikil fagnaðarlæti riktu á götum höfuöborgarinnar, Bagdad, i kjölfar vopnahléssamþykktarinnar. Símamynd Reuter Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti i gær að senda eftirlitsmenn til landanna við botn Persaflóa Simamynd Reuter Vestrænir stjórnarerindrekar telja að friður sé ekki kominn í höfn þrátt fyrir vilja beggja deiluaðila til við- ræðna. Miklir erfiðleikar eru fram- undan. íran hefur krafist þess að við- urkennt verði að írakar hafi hafið stríðið og að íran eigi rétt á stríðssk- aöabótum. Einnig er talið að erfitt muni reynast að fá báða aðila til að samþykkja landamæri ríkjanna. Talið var að friðarhorfur í Persa- flóa myndu verða til þess að olíuverö hækkaði á heimsmarkaði og myndi auðvelda OPEC, samtökum olfuút- flutningsríkja, að ná samstöðu. Bæði löndin hafa þó gefið í skyn að þau muni hefja stórtæka olíuframleiðslu til að kosta það uppbyggingarstarf sem þarf til að koma efnahag beggja ríkja í viðunandi horf. Sérfræðingar telja þó aö það muni ekki reynast auðvelt í framkvæmd þar sem olíu- framleiðslustöðvar beggja hafa orðið illa úti í styrjöldinni. Það mun taka a.m.k. ár fyrir írak að setja á laggirn- ar olíuútflutningsaðstöðu og olíu- stöðvar írana hafa skemmst mikið í árásum íraka. Lögregla t Burma vaktar nú götur borga og bæja til að koma i veg fyrir að frekari róstur brjótist út. Simamynd Reuter Ekkert lát á óeirðum í Burma Óeirðir í Burma héldu áfram í morgun og viröist ekkert lát þar á. Tugir manna hafa fallið í mótmæla- öldu sem gengið liefur yfir landiö síðan Ne Win lét af embætti for- manns Sósíalistaflokksins og Sein Lwin tók við fyrir hálfum mánuði. Talið er að 36 manns hafi látið lífið í þessum óeirðum og hátt í eitt hundrað slasast. í morgun vaktaði óeirðalögregla götur höfuðborgar- innar, Rangoon, og var rólegt þar í borg eftir aö tugir þúsunda höfðu safnast þar saman. Útgöngubann ríkir nú í borginni og er fólki bannað að safnast saman. Róstur brutust út í 26 öðrum borgum fýrir utan Rangoon samkvæmt frétt- um stjórnvalda og notaði óeirðalög- regla haglabyssur til að dreifa mann- íjöldanum. Að sögn vestrænna stjórnarerind-’ reka-í Burma er talið að fieiri hafi látiö lífið en tölur segja til úm. Vinna hefur legið niðri í höfuðborginni síð- an á mánudag en mótmælendur hvöttu til allsherjarverkfalls. Mannfjöldinn safnaðist saman til að kreíjast þess að frelsi yrði aukið og einræði Sósíalistaflokksins yrði afnumið. Efnahagur Burma hefur farið hríðversnandi á síðustu hián- uöum og hefur verð á hrísgrjónum hækkað ’um fjögur hundruö prósent frá því í janúar. Landamæri Burma eru að mestu lokuð umheiminum og eru viðskipti landsins við nágrannáríkin í lág- marki. Sein Lwin, fyrrum liðsforingi og núverandi einræöisherra Burma, er óvinsæll í Burma sökum aðildar hans að blóðugum aðgerðum stjórn- valda gegn mótmæelendum en talið er að 200 manns hafi láti'ö lífiö í róst- um stjórnvalda og lögreglu í mars og júní á þessu ári. Sein Lwin hefur lofað umbótum í efnahagslífinu en orð hans virðast ekki hafa fallið í góðan jarðveg. Rósturnar síðustu daga eru þær mestu í marga mánuði. Lengi vél bar lítið á uppreisn íbúanna gegn stjórn- völdum en nú hefur soöið upp úr. Forvextir hækka í Bandaríkjunum Seðlabanki Bandarikjanna hækkaði í gær vexti um hálft pró- sent, úr 6 prósentum í 6,5 pró- sent. Forvextir í Bandaríkjunum hafa ekki hækkað síðan 4. sept- ember í fyrra. í kjölfar hækkunarinnar hækk- aöi dollarinn gegn japönsku yeni ogvestur-þýskumarki. Hlutabréf á alheimsmarkaði lækkuðu afur á móti snarlega en viðskiptajöfr- ar höfðu ekki búist við hækkun vaxta í BandaríKjunum fyrr en aö loknum forsetakosningum þar í landi í nóvember. Að sögn bandarískra embættis- manna voru vextir hækkaðir til að sporna við verðbólgu í kjölfar mikillar spennu í efnahagslífinu að undanförnu. Vextir á lánum banka í milli í Bandaríkjunum hækkuðu einnig í kjölfar for- vaxtahækkunarinanr. Þegar verðbréfamarkaðurinn opnaði i Japan í morgim hrundi verö á hlutabréfum en markað- urinn jafnaði sig þegar líöa tók á morguninn. Hagfræðingar bjuggust við að hækkunin myndi leiða til hækk- unar annarra vaxta sem myndi hefta verðbólgu. Reuter Flugslys á Englandi Óttast er að fjórir hafi látið lifið þegar tvær Tornado flugvélar, eins og þær á myndinni, skullu saman á flugí i gær. Simamynd Reuter Óttast er að Qórir hafi látið lífið þegar tvær Tornado flugvélar breska hersins skullu saman á meðan á æfingaflugi stóð á Eng- landi i gær. Að sögn talsmanns flughersins voru vélamar á flugi yfir bænum Appleby á norðvestanverðu Eng- landi þegar'þær skullu saman. Önnur vélin hrapaði strax til jarðar. Björgunarmenn fundu vélarbrak en ekki var Jjóst hvort þar var um að ræða aðra eða báðar vélarnar. Tveir flugmenn létu lífið í maí sL þegar hvirfilvindur varð þess valdandi að vél þeirra hrapaði í V-Þýskalandi. Reutcr Enn reynt við vélar Chállenger Starfsmenn geimferðarstofn- unar Bandaríkjanna, NASA, munu í dag reyna enn aö gaiig- setja vélar geimskutlunnar Dis- covery eftir aö eldsneytisloki í hægri hreyfli hennar bilaði í síð- ustu viku þegar ræsa átti vélarn- ar í tilraunaskyni. Miklar varúöarráðstafanir ríkja nú vegna ræsingar vélar- innar en ætlunin vai- að Dis- covery færi í loftið í september. Vegna öröugleikanna er nú talið að skutlan taki flugiö í fyrsta lagi í október. Bilun í vélum Challenger er enn eitt áfalliö fyrir NASA en stofn- unin varð fyrir miklum álits- hnekki í janúar 1986 þegar geim- skutlan Challenger sprakk nokkrum sekúndum eftir flugtak. Áætlað er að vélarnar veröi ræstar seinni part dagsins og haldið gangandi í um 20 sekúnd- ur. Geröar hafa verið fimm til- raunir til að ræsa vélar skutlunn- ar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.