Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1988, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1988, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988. 11 Utlönd ISELCO SF. Skeifunni 11d — sími 686466 Almennir borgarar biða í röðum eftir að fá byssuleyfi í Kolumbíu. Simamynd Reuter RAFSTÖÐVAR RAFSTÖÐVAR, 3KW, 4KW 0G 5KW TIL AFGREIÐSLU FRÁ LAGER GOTT VERÐ Suður-Ameríkuríkiö Kolumbía rambar nú á barmi stjómleysis. Hömlulaus alda ofbéldis hefur gengið yfir landið aö undanfórnu. Tiltrú al- mennings á stjórnvöldum minnkar ört. Ár eftir ár sekkur þetta þriðja stærsta land Suður-Ameríku dýpra í það sem fyrrum utanríkisráðherra þess, Alfredo Vasquez, hefur nefnt „fen blóðs og villimennsku". 84. hverja mínútu Á fyrstu fimm mánuðum yfirstand- andi árs hefur kirkjan í Kolumbíu skráð stjórnmálatengd morð og mannshvörf. Samkvæmt skráningu hennar á slíkt sér stað 84. hverja mínútu að meðaltali. Stjórnvöld vilja gera minna úr en kirkjan en telur samt að ofbeldisverk af ofangreindu tagi eigi sér stað meira en tíu sinnum á viku hverri. Samkvæmt því hafa ofbeldisverk, sem tengjast stjórn- málum, þrefaldast frá árinu áður. Við þetta bætist að meöal karl- manna á aldrinum 15 til 45 ára er morð algengasta dánarorsökin. Hryllingur í nýlegri skýrslu, sem tíu virtir sérfræðingar unnu fyrir ríkisstjórn Kolumbíu, segir að ofbeldi þetta skapi verulega hættu á stjórnleysi í stjómmálalífi og félagsmálum lands- ins. Tölfræðilegar upplýsingar gefa hins vegar htla hugmynd um hryll- ing þann sem býr að baki. I landbúnaðarhéruðum landsins hafa tugir smábænda verið brytjaðir niður með sveðjum á undanfornum mánuðum. í átökum milli eiturlyfjahringa hafa börn verið skotin til bana í aug- sýn foreldra sinna. Heilarfjölskyldur hafa verið dregnar út af heimilum sínum og skotnar. Sjálfskipaöar „hreinsunarsveitir" fara um götur borga að nóttu til og myrða vændis- konur, kynvillinga, betlara og flæk- inga. Trúnaðarbrestur Kolumbíumenn segjast sjálfir búa við lögmál frumskógarins. Stjórnar- erindrekar segja aö trúnaðarbrestur hafi þegar átt sér staö milli stjóm- valda og almennings vegna þess að dómskerfi laiidsins ráði ekki við ástandið sem sífellt fer versnandi og flestir telji að ríkisstjórnin láti nú reka á reiðanum. í samræmi við þessi viðhorf hneig- ist nú æ fleiri Kolumbíumenn til þess aö taka málin í sínar eigin hendur. Þeir telji tilgangslaust að leita til yfir- valda. Eitt skýrasta merki trúnaðarbrests þessa eru biðraðir þær sem myndast í dögun hvern dag viö skrifstofur þær sem gefa út og endurnýja byssuleyfi. Sífellt fleiri almennir borgarar bera vopn og segja hverjum sem heyra vill að þeir telji slikt nauðsynlegt vegna þess að þeir geti ekki treyst lögreglu, dómstólum og öðrum opin- berum stofnunum. Margs konar ofbeldi Einn af ráðgjöfum forseta Kolumb- íu, Rafael Pardo, segir að vandi stjórnvalda stafi meðal annars af því hversu mörg form ofbeldis sé við að etja. „Við búum við ofbeldi eitur- lyfjasala, ofbeldi vinstri sinnaðra skæruliða, almennt stjórnmálalegt ofbeldi og ofbeldi almennra glæpa- manna,“ segir hann. Sérfræðingahópurinn, sem áður er minnst á, komst að þeirri niðurstöðu að deila mætti ofbeldisverkum í landinu á tíu flokka. Þar eru talin með morð sem framin eru af eitur- lyfjasölum, skæruliðum, hægri sinn- uðum dauðasveitum, atvinnumorð- ingjum, her landsins og almennum borgurum sem eru að „gera upp reikninga sína“. Engin skýring Skýrsla sérfræðinganna bauð hins vegar ekki upp á neina skýringu á því hvers vegna Kolumbía er í dag eitt af þeim löndum þar sem ofbeldi er mest. Ofbeldi er ekki nýtt af nál- inni í landinu því á árunum frá 1948 og fram á miðjan sjötta áratug aldar- innar er tahð að meira en tvö hundr- uð þúsund manns hafi látið líflð í borgarastyrjöldinni sem stóð þetta tímabil. Sérfræðingarnir bentu þó á félags- legan ójöfnuð sem eina af orsökum þess hve gjarnir Kolumbíumenn eru á að leysa deilur sínar meö val<ji. Þessi tilhneiging nær langt út fyrir raðir dauðasveita, skæruliða og eit- urlyfjasala. Starfandi sálfræðingur, Augusto Perez Gomez, skýrði til dæmis frá því í nýlegu blaðaviðtah að skjólstæðingar hans töluðu æ meira um þann möguleika að leigja sér atvinnumorðingja til að hefna misgjörða sem þeir telja sig beitta. Morð virðist þeim eðhleg leið til að gjalda fyrir atvinnumissi, jafnvel einfalt nei í viðskiptum. uinmnimiiiimnnini LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN HF Laugavegi 178 - Reykjavik - Simi 685811 Tiiiiiimimmimnmnn Veikleiki eykur ofbeldi Margir háttsettir stjórnarerindrek- ar telja að veikburða athafnir ríkis- stjórnar landsins verki hvetjandi á ofbeldi öfgamanna bæði til hægri og vinstri. Þegar skæruliðar felldu tuttugu og sjö stjórnarhermenn í fyrirsát á síð- asta ári lét forseti landsins sér nægja að skrifa skæruliðum bréf og fara fram á skýringar á máhnu. Linkind stjómvalda gagnvart vinstri sinnuðum ofbeldismönnum veldur svo því aö hægri sinnar telja sér nauösynlegt að grípa til sinna ráða. Má því að dómi margra rekja ofbeldisverk dauðasveita hægri manna undanfariö til' veikburöa stjórnvalda. Sumir telja jafnvel að ríkisstjórnin ráði í raun aðeins um helmingi land- svæðis þess sem tilheyrir Kolumbíu. Öðrum hlutum sé stjórnað af sam- steypu staðbundinna valdamanna, aht frá landeigendum til eiturlyfja- konunga. Helstu ráðgjafar ríkis- stjórnarinnar viðurkenna að sfjórn- völd ráði htlu um þróun mála í af- skekktum héruöuip þar sem mest hefur verið um ofbeldisverk. Athafnaleysi stjórnarinnar hefur þó leitt það af sér að ofbeldi er aö berast inn á þau svæði þar sem hún hefur mest völd. Meira að segja höf- uðborg landsins hefur fundið sárlega til ofbeldisverka undanfarna mánuði og hafa stjórnvöld ekki ráðið við mál þar fremur en annars staðar. Framtíðin mun svo skera úr hvar þessi þróun tekur enda. BÍLASALA ARÐARS Borgartúni 1 Okkur vantar nýlega bíla á staðinn strax. Það er hjá Garðari sem bíllinn selst. BILASALA ARÐARS Borgartúni 1 Símar 18085-1961 6 „Fen blóðs og villimennskuír SKOBÆR Laugavegi 69 ÚTSALA á öllum skóm í versluninni. Kuldaskór, dömu, herra og barna. Allt á að seljast Póstsendum SKÓBÆR Laugavegi 69, sími 17955

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.