Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1988, Page 16
16
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988.
Spumingin
Hefurðu komið til Viðeyj-
ar?
Sigurbjörg Ámundadóttir: Já, ég hef
komið þangað nokkrum sinnum.
Bríet Birgisdóttir: Já, fyrir tveimur
árum og mér líkaði bara vel.
Ketill Leósson: Nei, ég hef aldrei
komiö þangað.
Inga María Árnadóttir: Nei, en ég hef
áhuga á því.
Edda Dröfn Danielsdóttir: Já, ég fór
þegar ég vann ferð fyrir að selja
merki Slysavarnafélagsins.
Laufey Arna Johansen: Já, það eru
svona tvö ár síðan. Það var mjög
gaman aö skoða húsin.
Lesendur____________________pv
Stormsveit stöðuvarða
Stöðuvörður skrifar:
í DV þann 27 júlí skrifar „ein
svekkt" í lesendadálk blaðsins um
. stöðumælaverði (stöðuvörður er
reyndar rétti titillinn). „Ein svekkt“
segir að stöðuverðir „gætu eins vel
verið úr járni og að það mætti eins
vel tala við mælana sjálfa og verð-
ina." Auk þess hafa þeir veriö upp-
nefndir nöfnum svo sem „SS“ og
„sveitir Davíðs" svo eitthvað sé
nefnt. Þar sem ég er meðlimur. í þess-
ari svonefndu „SS-sveit", þá er mér
ýmislegt mjög ofarlega í huga. Veit
þetta fólk hvað oröið umferðarlög
þýðir? Ef svo er ekki, hvað er þá
þetta blessaða fólk að gera með öku-
skírteini upp á vasann? Og hvers
vegna er þetta fólk æðandi um götur
borgarinnar eins og brjálæöingar svo
að við liggur að um hreina og klára
nauðgun á gatnakerfmu sé að ræða?
Það eru ótrúlega margir ökumenn
sem þekkja hreinlega ekki einföld-
ustu umferðarmerkin, t.d. kross-
merki, hringlaga merki, rauð um-
gjörð, blár hringur innan í með rauð-
um krossi yfir bláa miðjuna. Það
merki þýðir að hvorki má stöðva né
leggja ökutæki, og gildir frá gatna-
mótum til næstu gatnamóta. Þeir eru
til sem hreinlega trúa því að einmitt
þetta merki þýði að þar eigi þeir að
leggja eða stöðva bifreið sína.
Ég er með tillögu til þessa fáfróða
fólks. Leggið ökuskírteini ykkar inn
til geymslu hjá lögreglunni, fáið ykk-
ur eintak af bók sem á stendur:
Umferðarlög. Lesið og lærið það sem
í þrssari mikilvægu bók stendur og
„Við stöðuverðir erum ekkert annað en ósköp venjulegt fólk og reynum
segir bréfritari.
takið síðan ökuprófið aftur, í alvöru
í þetta sinn, því mannslífin eru óbæt-
anleg. Úmferðarmenning er orð
og/eða athöfn sem við íslendingar
höfum því miður ekki áttað okkur á
ennþá, þó að ekki vanti bílafjöldann
í landinu. Tillitsemi kostar heldur
ekki krónu, þótt ótrúlegt sé.
Það yrði ólíkt skemmtilegra fyrir
borgarbúa ef fólk byrjaði nú að haga
sér eins og siðmenntuðu fólki sæmir,
í staðinn fyrir að nota eingöngu
frumskógarlögmálið, að maður tali
nú ekki um hve miklu álagi yrði létt
af okkur stöðuvörðunum. í Dagfara
28. júlí segir orðrétt: „Þetta fólk hefur
auga á hverjum fingri og lætur engan
komast upp með moðreyk." Við
að stunda okkar atvinnu af alúð ..
stöðuverðir erum ekkert annað en
ósköp venjulegt fólk og réynum að
sturida okkar atvinnu af alúð, til þess
að stuðla að öryggi borgarbúa. Því
miður erum við Ula liðin af mörgum.
Samt eru margir sem vita hvað við
erum að reyna að gera, og eiga þeir
allt mitt þakklæti skilið.
Gunnar telur litla arðsemi í byggingu brúar á Hafnarfjarðarveginum við
Arnarnes, en gatnamótin sjást á mlðri myndinni.
Arðsemi á Arnarnesi
Gunnar hringdi:
Menn sjá alltaf ofsjónum yfir
framkvæmdum úti á landi, og litla
arðsemi í þeim framkvæmdum, þar
sem allur okkar auður er skapað-
ur. Hver er arðsemin í því að byggja
brú fyrir þá sem „sofa" á Arnar-
nesinu, en í bígérð er að reisa brú
og grafa Hafnarfjarðarveg niður
við Arnarnes, og setia brú yfir
hann.
Eflaust er þetta fín og flott fram-
kvæmd, en væri t.d. ekki hægt að
banna að aka þvert á hæðina eins
og nú er gert í veg fyrir umferð sem
kemur sunnan að, og oft orðið af
stórtjón. Með því aö færa umferð-
ina yfir hæöina, og láta hana taka
nánast U-beygju handan hæðar-
innar, sést umferðin beint á móti,
áður en beygt er í gagnstæöa átt.
Slíkur máti tíðkast víða erlendis.
Ekki er nú fyrir atvinnutækifær-
unum að fara á Arnarnesinu, svo
arðsemin hlýtur að vera lítil reikn-
uð út frá þvi. Því er, með þessura
fyrirhuguðu íramkvæmdum, varla
um annað aö ræða en þegjandi
samkomulag pólitíkusa um austur
fiár í ótímabæra og óarðbæra vega-
framkvæmd.
Betri tímar framundan?
Þorsteinn hringdi:
Þó menn óskapist mikiö yfir áhuga-
mönnum um knattspyrnu, þá aftrar
þaö mér ekkert frá því aö fylgjast
með henni sem mest ég má. Ég er
unnandu góðrar kanttspyrnu fyrst
og fremst, og því hefur það verið mér
til mikilla leiöinda aö íslenska lands-
hðið hefur leikið hreint út sagt alveg
þrautleiðinlega knattspymu undan-
farin ár.'
Að leika vamarknattspyrnu á eigin
heimavelli, jafnvel á móti meðal-
sterkum liöum er alveg út í hött.
Þetta hefur orðið til þess að ég knatt-
spyrnufríkið hef hætt að sækja leiki
landsliösins íslenska í kanttspyrnu,
en læt mér nægja þaö besta úr sjón-
varpinu. En ég flæktist inn á leik
okkar manna við Búlgari um síðustu
helgi, og var undrandi að sjá breyt-
ingu á íslenska liðinu. Mér var alveg
sama um tapið, en íslenska liðið lék
stórskemmtilega knattspymu, og
það var mér nóg. Ég vona aö fram-
undan séu bjartari tímar, meö blóm
í haga í þessum efnum, og við fórum
að leika líflega sóknarknattspyrnu á
ný.
Knattspyrnuáhugamaður var ánægður með þá breytingu er hann þóttist
sjá á leik íslenska landsliðsins í knattspyrnu gegn Búlgörum. - Sævar Jóns-
son í baráttu við einn Búlgarann.
Brynjar spyr hvort gert hafi verið ráð fyrir aðstöðu fyrir farþega í Leifsstöð-
inni til þess að fylgjast með flugumferð.
Vantar útsýnisturn
Brynjar hringdi:
Mikið hefur verið rætt og ritað um
flugstöðina, og fleira neikvætt heldur
en hitt. Ég er aö hugsa um að bætast
í þann hóp, þó persónulega hafi ég
veriö hlynntur gerð flugstöðvarinn-
ar. Hún er að mörgu leyti glæsileg,
en eitt virðist hafa gleymst við bygg-
ingu hennar.
Á öllum flugstööum, sem ég hef
komið á á ferðum mínum erlendis,
hefur verið útsýnisturn eða aðstaða
til þess að fylgjast með komu og
brottíör flugvéla. Hvar er þessi að-
staða í Leifsstöðinni? Gleymdist að
gera ráð fyrir henni, eða á eftir að
setja hana upp? Ég vildi gjarnan fá
svar við þessari spumingu minni.
Ég veit að ég er ekki einn um það
að sakna þessarar aðstöðu, sem á að
vera sjálfsögð.