Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1988, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1988, Qupperneq 29
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988. Lflstfll DV kannar verð á kartöflum: Verðstríð á kart- öflumarkaðnum - hægt að fá kartöflur á öllu verði Mikill verðmunur er á kartöflum þessa dagana enda fara að verða síð- ustu forvöð að að selja uppskeru fyrra árs. Þetta leiðir til mjög ein- kennilegra aðstæðna á markaðnum þvi samkeppnin er blóðug og fer harðnandi. Algengt er að sjá þessa samkeppni, jafnvel innan verslana. Þannig eru til kartöflur á mismunandi verði í Kjötmiðstöðinni í Garðabæ. Hægt er að fá tveggja kílóa poka af kartöflum úr Eyjafirði á kr. 119,14. Við hliðina á þessum kartöflum gefur svo að líta kartöflur frá Hábæ í Þykkvabæ. Tveggja kílóa poki af þessum kartöfl- um kostar aðeins kr. 99. Ef aftiu- er keyptur sekkur með tíu kílóum kost- ar hann kr. 680. Kílóið af þessum kartöflum er því dýrara en hinum kartöflunum en þó langt undir mark- aðsverði. Þykkvabæjarkartöflur og kartöflur frá Ágæti dýrari Hagkaup selur hefðbundnari teg- imdir. Kílópoki af Þykkvabæjarkart- öflum kostar kr. 71, og tveggja kílóa poki kostar kr. 141. Þó er hægt að fá ódýrari kartöflur í Hagkaupi. Bökun- Lægsta verð í hverri verslun 80-i - ■ Verð á kíló 1 Nóatún Hagkaup KjötmiðstöðinMikligarður Hólagarður Kaupstaður Kostakaup^ arkartöflur kosta kr. 63 hvert kíló og ef maður vih kaupa ódýrar kart- öflur má fá tíu kílóa sekki á kr. 430. Kílóið af þessum kartöflum kostar því kr. 43. Þessar kartöflur eru hins vegar hvorki verðmerktar inni í verslun né er þeim hampað neitt sérstaklega. Ódýrustu kartöflur í verslunum fást í Nóatúni. Þar má fá kartöflur í tíu kilóa sekkjum á aðeins kr. 369. Kartöflur í tveggja kílóa pokum kosta kr. 147 í Nóatúni og nýjar kart- öflur kosta kr. 180 hvert kíló. Það er því greinilegt að það borgar sig að bera saman verð á kartöflum, jafnvel innan verslana. Hægt er að gera mjög hagstæð innkaup. Spurn- ingin er bara hve lengi veislan varir. -PLP Mikil offramleiðsla er á kartöflum og í fyrra hófst verðstríð strax og fyrsta uppskera kom á markað. U pplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruö þér oröinn virkur þátttak- andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaö- ar fjölskyldu af sömu stærö og yðar. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks______ Kostnaður í júlí 1988: Matnr og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Nýjar kartöflur dýrar: Verðið hefur margfaldast Nýjar íslenskar kartöflur eru komnar á markað. Verðið er hins vegar ekki mikið gleðiefni fyrir neyt- endur, þær kosta á bihnu 159-180 krónur kílóiö. Það er til dæmis mun hærra verð en á nýjum agúrkum, jafnvel þótt tilkostnaður við ræktun þeirra sé miklu meiri en á kartöflun- um. Agúrkurnar eru á lægra verði en nokkru sinni fyrr um þessar mundir og kostar kílóið aðeins um kr. 120. Þetta er einnig margfalt verö miðað við uppskeruna frá því í fyrra. Eins og sjá má hér annars staðar á síð- unni kosta kartöflur úr uppskeru fyrra árs á bihnu kr. 36,90 upp í kr. 74. Þrátt fyrir ofboðslegt verð virðast kartöflurnar' seljast. Er DV var að Neytendur kanna verðiö voru þær uppseldar á flestum stöðum. Fólk virðist ekki setja fyrir sig að borga tæpar 200 krónur fyrir eitt kiló af kartöflum. „Verðið bara rugl“ Kaupmenn eru hins vegar ekki ah- ir jafnhressir og kúnnamir með þetta verð. Einn þeirra sagðist ekki hafa tekiö þessar kartöflur i sölu. „Þetta verð er bara rugl, þaö hljóta að vera takmörk fyrir því hvað neyt- endur láta bjóða sér.“ Flest bendir einnig til þess að verð- iö komi til með að lækka. Offram- leiðsla er gífurleg á kartöflum og ljóst að einhveijir bændur eiga eftir að reyna aö selja framleiðslu sína fyrir shkk í ár eins og fyrri ár. Það verðTT því sennilega ekki langt í það að komnar verði nýjar kartöflur í gám- inn við Umferðarmiðstöðina, fyrir htinn pening. -PLP Ljóst er að bændur eiga eftir að lækka verðið til aö selja framleiðslu sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.