Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1988, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988.
Fréttir
Skoðanakönnun DV:
Ríkisstjómín áfram
í dúndrandi minnihluta
Ríkisstjórnin er áfram í dúndrandi
og vaxandi minnihluta meðal þjóðar-
innar. Þetta sýnir skoðanakönnun
DV sem gerð var um helgina.
Úrtakið í könnuninni var 600
manns. Jafnt var skipt milli kynja
og jafnt milli Stór-Reykjavíkursvæð-
isins og landsbyggðarinnar. Spurt
var: Ertu fylgjandi eða andvígur rík-
isstjóminni?
Af heildinni í úrtakinu sögðust 33,8
prósent vera fylgjandi stjóminni. Það
er 0,5 prósentustigum meira en var í
DV-könnun í júní. 50,7 prósent kváðust
andvíg sfjóminni. Það er 8 prósentu-
stigum meira en í júní. Óákveðnir em
nú 13,8 prósent, eða 7,7 prósentustigum
færri en í júní. Þeir sem ekki svara eru
1,7 prósent, 0,8 prósentustigum færri
en í júníkönnun.
■ Fylgjandi
§ Andvígir
Sept. Nóv. Jan. Mars Júní Nú
Fylgi við ríkisstjórnina í könnunum DV
Súluritið sýnir hlutföllin milli fylgismanna og andstæðinga ríkisstjórnarinnar
á kjörtímabilinu.
Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar. Til
samburðar eru niðurstöður fyrri DV-kannana:
sept. nóv. jan. mars júní nú
Fylgjandi stjórninni 45,5% 46,7% 35,3% 33,7% 33,3% 33,8%
Andvígirstjórninni 27,2% 30,0% 46,7% 43,3% 42,7% 50,7%
Óákveðnir 22,0% 21,0% 13,7% 22,0% 21,5% 13,8%
Svara ekki 5,3% 2,3% 4,3% 1,0% 2,5% 1,7%
Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu
verða niðurstöðurnar þessar:
sept. nóv. jan.
júni
Fylgjandi stjórninni 62,6% 60,9% 43,1% 43, 7% 43,9%
Andvigirstjórninni 37,4% 39,1% 56,9% 56, 3% 56,1%
Ríkisstjórnin er í stöðugum minnihluta.
Þetta þýðir að af þeim sem taka
afstöðu eru 40 prósent fylgjandi
stjórninni eða 3,9 prósentustigum
minna en í júní. Andvígir stjórninni
em 60 prósent sem er 3,9 prósentu-
sti'gum meira en í júní. Fylgi stjóm-
arinnar hefur aldrei áður verið jafn-
litið hjá þeim sem tóku afstöðu.
Ríkisstjórnin hefur verið í minni-
hluta samkvæmt skoðanakönnunum
DV síðan í janúar.
-HH.
Ummæ li fólks
i Konn uninni •
„Ef miða á við árangur hlýt ég að vera á móti,“ sagði karl á Norð- „Þetta er vandræðastjór fylgi henni samt með •n en ég hálfum
urlandi „Það er betra aö hafa þessa, þó hún sé hálfduglaus, held- huga,“ sagði karl á höfi svæðinu. „Þeir þurfa aö iðborgar- losna við
ur en að fara kjósa nuna, sagði kona á Suðurlandi. „Ég er hlynnt niðurfærsluleiðinni og mundi Fiftftisokn, s<dgöi kail 1R „Þeir haga sér eins og t þá sérstaklega Jón Baldvi eykjavík. jánar og n,“ sagði
er hundrað prósent á móti ríkis- gott séö koma frá þessar stjórn,"
stjórninni," sagöi kona í Reykjavík. sagði karl á Austurlanch . „Það á
og hefur ekkert náð að spOa úr sig út kjörtímabiiiösag ði kona í
^uOdui iiiu Scui vai, sagoi Kan ai landsbyggöinni. „Mér Qimst aö rík- KeyivjaviK. „ng iyigi riKiss um leið og hún gerir t tjoí mnm itthvað,*' Tm A ó
er samt fylgjandi henni,“ sagði kona á Vesturlandi. „Þessir þrír aö grafa hana í hvelli,“ s á höfuðborgarsvæðinu. agöi karl ,Eg fylgi
flokkar geta ekki stjórnað saman. Ég vil fá Framsókn og Kvenna- henni ef hún kemur sér jörðina," sagði kona á Suö niður á urlandi.
lista,“ sagöi kona á Noröurlandi. -gse
Olvaður
ók undir
tengivagn
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Miðað við hvemig bíllinn var
útleikinn var ekki hægt að hugsa
sér annað en að þama hefði orðið
stórslys,“ sagði varðstjóri hjá
Akureyrarlögreglunni um
árekstur er varð í bænum á fóstu-
dagskvöld.
Ókumaður, sem grunaður er
um ölvunarakstur, ók þá undir
tengivagn sem lagt hafði verið við
umferðarmiðstöðina. Segja má að
þak bílsins hafi rifnað af er bíll-
inn ók undir vagninn og þykir
furðulegt að ökumaðurinn hafi
sloppið ómeiddur en bílhnn er
gjörónýtur.
Annar „stútur“ var á ferðinni
kvöldið eftir og lenti þá í árekstri
á Kaupangstræti. Að öðru leyti
var helgin tíðindalítil hjá lög-
reglu á Akureyri.
Bílvelta:
Granur um ölvun
Bílvelta varð snemma á sunnu-
dagsmorgun á Langatanga í Mos-
fellsbæ. Tveir ungir menn voru
þar í ökuferð. Þeir eru grunaðir
um ölvun við akstur. Mennimir
sluppu án teljandi meiðsla.
-sme
Vertíðin léleg
Júlia Imsknd, DV, Homafirði:
Humarveiðum Hornaíjarðar-
báta lauk um síðastliðin mánaða-
mót. Vertíðin er ein sú lélegasta
í mörg ár.
í fiskiðju KASK var tekið á
móti 137 tonnum af slitnum
humri en 42,7 tonnum af heilum
humri, en í fyrra var shtinn hum-
ar 236,9 tonn en nær ekkert af
heilum. í sumar voru 16 bátar frá
Höfn á humarveiðum og er það
sami fjöldi og í fyrra.
Nú að loknum humarveiðum
munu flestir bátarnir fara á
fiskitroll og eru sumir farnir til
veiða.
I dag mælir Dagfari
Helgarpósturinn er búinn að leggja
upp laupana eftir heijuiegt dauða-
stríð, þar sem hluthafar og starfs-
menn rifu augun hver úr öðrum.
Síðustu tölublöðin voru frásagnir
hinna stríðandi fylkinga og mátti
ekki á milli sjá hvor hafði betur,
starfsmennimir við að eyðileggja
blaðiö eða sljómin við að grafa
undan starfsmönnunum. Þrátt fyr-
ir mjög heiðarlega thraun til að
upplýsa öll innanhússhneykslis-
málin hjá þeim óþjóðalýð sem stóð
að útgáfunni tókst ekki aö rétta
sölu Helgarpóstsins við og blaðið
fór á hausinn. Mun það vera eitt
hressilegasta gjaldþrot seinni tíma
og kalla þeir þó ekki allt ömmu sína
í þeim efnum, mennimir sem höfðu
skrifað hvað ákafast um gjald-
þrotamál annarra. Það sem helst
hann varast vann, varð svo að
koma yfir hann. Helgarpóstumn
hætti að seljast, af því enginn
nennti að lesa hann.
En ekki hafði Helgarpósturinn fyrr
geispað golunni heldur en nýir
hugsjónamenn í blaðaútgáfu ruku
upp til handa og fóta og sáu sér
leik á borði. Þjóðviljinn hóf útgáfu
á nýju helgarblaði og stældi Hel-
garpóstinn sem mest hann gat, í
samræmi við þann hugsunarhátt
Gula pressan
að best sé að græöa á ófórum ann-
arra. Þetta nýja helgarblaö Þjóð-
viljamanna kemur út á fimmtudög-
um og ber það með sér að helgin
byijar snemma á Þjóðviljanum,
enda um að gera að vera á undan
öðrum með hneykslin og kjaftasög-
urnar og frásagnirnar af annarra
manna hrakforum.
Fljótlega kom þó í ljós aö Þjóövilj-
inn fær ekki að sitja einn að þess-
um gómsæta blaöamat. Þeir á Al-
þýðublaðinu láta ekki deigan síga,
þegar dauðvona blaöaútgáfa er
annars vegar, enda lengi búnir að
hafa þá sérstöðu að gefa út blöð,
sem ekki em lesin. Nú em þeir
Alþýðublaðsmenn lagðir af stað
með nýtt blað sem heitir Pressan
og leit dagsins ljós í síðustu viku.
Ekki verður betur séð en Helgar-
pósturinn sé þar endurborinn og
Pressan hefur að því leyti heppnast
betur en helgarblað Þjóðviljans að
Pressan skreytir sig með gula litn-
um á forsíðu. Blaðið villir ekki á
sér heimildir og er það í fyrsta
skipti sem gula pressan stendur
undir nafni.
Hneykslismálin em á sínum stað,
kjaftasögumar em á sínum stað
og dagbókin hennar Dúllu er á sín-
um stað, þannig að þeim á Al-
PRESSAN
». ibl. 1. ár*. 2 scpl- 1986. kr. IÖ0.
fslendingur œtlar að skipta um kyn
HANN
VILL
þýðublaðinu hefur tekist eftirlík-
ingin einstaklega vel. Helgarpóst-
urinn var hættur að seljast og þess
vegna er um að gera að stæla blað-
ið sem mest, svo öryggt sé að Press-
an seljist ekki heldur. Þeir á Al-
þýðublaðinu eru vanir menn í útg-
áfu blaða sem ekki seljast, enda
ekki við öðm að búast en að þetta
nýja blað fái ríkisstyrk eins og Al-
þýðublaðið og öll hin flokksblöðin
og þá er auðvitað aukaatriði hvort
PRESSAN rædir viö uneia ntínn, ekki ætUr i6
mrfim öpp fyrr tn h3im er oröi3n tona -- þó þvi fylgi
viss áhætu, scnt iiann cr fyliilega rneðvitaðar uin. Man
harm IA. gcta lifað kynlíR cfiír vkuiðaðgeiðirift ijg þá
mcð hvwjum?
ÞaA er roaAur mill i mcðal nktar hét i (slandi, vcur
á viÁ vwRa*t sagi óvcnjulcet vnmlamii aA vtrfða. Hann
(t 4 þrihigsaWri og títur út cirw o? hvcr annar ungur
maður, tn ielgín buga er bann — og hcfar alltaí vcrið
GEF
STJÓRN-
INNI
3 VIKUR
blöð séu lesin eða ekki.
Nýmæli Pressunnar átti að vera
það innlegg að fá einhvern stjórn-
málamann til að skrifa palladóm
um annan stjómmálamann. Guð-
rún allabalh Helgadóttir var beðin
um grein og hún rubbaði frá sér
grein um Jón Baldvin fjármálaráð-
herra. En af því að Pressan er gefin
út af Alþýðublaðinu og Jón Baldvin
er fjármálaráðherra og ræður yfir
ríkisstyrkjunum, þá sá þetta nýja
og ferska blað ekki ástæðu til að
birta greinina eftir Guðrúnu alla-
balla um Jón ráðherra. Það má
bara tala illa um suma en ekki alla,
vegna þess að á nýju og óháðu blaði
em allir jafnir en sumir eru jafnari
en aðrir. Fyrir vikið birtist grein
Guðrúnar í nýja helgarblaði Þjóð-
viljans, enda ritskoða þeir ekki
greinar um Jón Baldvin á Þjóðvilj-
anum.
Gula pressan fer sem sagt vel af
stað. Hún ungar ekki aðeins út rit-
skoðuðum greinum í sínu eigin
blaði, heldur skaffar gula pressan
líka greinar fyrir önnur blöð og
ekki er heldur að efa þegar fram í
sækir að ritskoðaðar greinar frá
nýja helgarblaði Þjóðviljans eigi
eftir að birtast í gulu pressunni.
Það fer allt eftir því hvern verið er
að skrifa um, enda eru þetta allt
blöð, sem eiga líf sitt undir ríkis-
styrkjum frá mönnum sem skrifað
er um á réttum stöðum.
Enginn þarf að hafa áhyggjur af
því þótt Helgarpósturinn sé dauður
af því hann seldist ekki. Gula press-
an er enn í fullu fjöri. Það em allt-
af til menn sem vilja gefa út blöð
sem ekki seljast.
Dagfari