Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1988, Page 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988.
Viðskipti
Forráðamenn Ávöxtunar sf.:
Aðrir taki við
Eigendur Ávöxtunar sf., stjórn
Verðbréfasjóðs Ávöxtunar hf. og
stjóm Rekstrarsjóðs Ávöxtunar sf.
segja í bréfi sínu til bankaeftirlitsins
á sunnudaginn að þeir hlutist til um
að finna nýja rekstraraðila fyrir
verðbréfasjóði í vörslu fyrirtækisins.
Bankaeftirlitið hefur fallist á að
taka við vörslu fjármuna fyrirtækj-
anna til að unnt reynist að vinna að
uppgjöri þeirra og kemur þetta fram
í fréttatilkynningu sem bankaeftirlit-
ið hefur sent frá sér.
„Ákveðið hefur verið fyrst um sinn
að engin starfsemi fari fram á vegum
þessara fyrirtækja. Mun verða unnið
að frekari athugun á málefnum fyrir-
tækjanna og í framhaldi af þeim nið-
urstöðum verður tekin ákvörðun um
endurgreiðslu þeirra skuldbindinga
sem á þeim hvíia á grundvelli hlut-
deildarskírteina í verðbréfasjóðun-
um,“ segir í tilkynningunni.
-JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 10-12 Allir nema Ib.SP
Sparireikningar
3jamán. uppsógn 12-14 Sb.Ab
6 mán. uppsógn 13-16 Ab
12mán. uppsogn 14-18 Ab
18mán. uppsógn 22 Ib
Tékkareikningar, alm. 3-7 Ab
Sértékkareikningar 5-14 Ab
Innlán verötryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6mán. uppsögn 4 Allir
Innlán með sérkjörum 11-20 Lb
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalir 7,25-8 Vb.Ab
Sterlingspund 9,75-10,50 Vb.Ab
Vestur-þýsk mörk 4-4,50 Vb.Sp,- Ab
Danskarkrónur 7,50-8,50 Vb,Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvixlar(forv.) 23,5 Allir
Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 25-36 Bb.lb,- Vb.Sp
Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 26-28 Sb
Utlán verðtryggð
Skuldabréf 9-9,50 Bb.Sb,-
Útlán til framleiðslu Sp
Isl. krónur 23-34 Lb
SDR 9-9,75 Lb.Úb,-
Sp
Bandaríkjadalir 10,25-11 Úb.Sp
Sterlingspund 12,75- 13,50 Úb.Sp
Vestur-þýsk mörk 7-7,50 Allir nema Vb
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 49,2 4,1 á mán.
MEÐALVEXTIR
Overðtr. sept. 88 39,3
Verðtr. sept. 88 9,3
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala sept. 2254 stig
Byggingavísitalasept. 398 stig
Byggingavísitala sept. 124,3 stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði 8% 1. júlf.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Avoxtunarbréf 1,7665
Einingabréf 1 3,259
Einingabréf 2 1,869
Einingabréf 3 2,083
Fjölþjóðabréf 1,268
Gengisbréf 1,511
Kjarabréf 3,249
Lífeyrisbréf 1 639
Markbréf 1,704
Sjóðsbréf 1 1,555
Sjóðsbréf 2 1,379
Tekjubréf 1,558
Rekstrarbréf 1,2841
HLUTABRÉF
Soluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 115 kr.
Eimskip 269 kr.
Flugleiðir 240 kr.
Hampiöjan 116 kr.
Iðnaðarbankinn 168 kr.
Skagstrendingur hf. 158 kr.
Verslunarbankinn 120 kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 123 kr.
Tollvörugeymslan hf. 100 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavixlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um penlngamarkað-
Inn birtast i DV á fimmtudögum.
Forráðamenn Avöxtunar sf., þeir Pétur Björnsson og Armann Reynisson.
Þeir hafa núna afsalað sér öllum afskiptum af sjóðum og starfsemi Ávöxtun-
ar sf. Beiðnin um aðra rekstraraðila er sett fram vegna óvenju margra
innlausnarbeiðna í sjóðina að undanförnu.
Pétur Blöndal hjá Kaupþingi:
Þetta styrkir
markaðinn
„Eg tel að verðbréfamarkaðurinn
á íslandi styrkist við þessi tíðindi.
Þetta mál hefur verið til vandræða á
markaðnum um nokkurn tíma og
hugsanlega fælt einhveija frá hon-
um,“ segir Pétur Blöndal, fram-
kvæmdastjóri Kaupþings hf., um
lokun Ávöxtunar sf. í gær.
Að sögn Péturs greip engin hræðsla
um sig hjá viðskiptavinum Kaup-
þings í gær við fréttimar um aö
bankaeftirhtið væri búiö að loka
Ávöxtun.
„Ég vil líka árétta að eigendur Ein-
ingabréfa þurfa ekki að hafa áhyggj-
ur. Öll veð era trygg. Við erum með
mjög strangar reglur um mat á
áhættu. Þannig má aðeins lána 2 pró-
sent af fjármagni sjóðanna til sama
skuldarans. Skuldarar Eininga-sjóð-
anna eru yfir 10 þúsund. Auk þess
skiptir fiöldi eigenda Einingabréf-
anna þúsundum. Það er varla hægt
að dreifa áhættunni rneira."
Pétur segir að dæmiö um Ávöxtun
sf. sýni að verðbréfasjóðirnir verði
að hafa traustan bakhjarl. „Ávöxtun
hafði veikan bakhjarl og lenti þess
vegna í greiðsluerfiðleikum."
Loks telur Pétur að eftir þrjár til
fiórar vikur hafi öldumar lægt um
verðbréfamarkaðinn. „Hann stendur
traustari eftir það sem nú hefur gerst
þegar litiö er til lengri tíma.“
-JGH
Bankaeflirlitiö:
Hróðum máli Avöxt-
unar sf. eins og
frekast er kostur
„Við munum hraða máli Ávöxtun-
ar sf. eins og frekast er kostiir. Að
sjálfsögðu berum við hagsmuni
þeirra sem eiga hlutdeildarbréf hjá
sjóöum fyrirtækisins fyrir brjósti.
Við munum gæta hagsmuna þeirra
til hins ýtrasta,“ sagði Þórður Ólafs-
son, forstöðumaöur Bankaeftirlits
Seðlabankans, um lokun Ávöxtunar
sf. í gær.
Að sögn Þórðar hefur bankaeftirlit-
ið átt tvisvar í viðræðum við forráða-
menn Ávöxtunar á þessu ári.
„Bankaeftirlitið var fyrir nokkru
búið að ákveða að skoða rekstur fyr-
irtækisins og verðbréfasjóðanna
tveggja sem voru í umsjón þess,“
segir Þórður.
- Höföu ummæli Ólafs Ragnars
Grímssonar einhver áhrif á störf
ykkar?
„Skoðun okkar stóð í engum
tengslum við ummæli Ólafs Ragnars.
Það atvikaðist einfaldlega þannig að
hann lét orö sín um verðbréfamark-
aðinn falla á sama tíma og við vorum
að skoða fyrirtækið. Það var hrein
tilviljun."
-JGH
Þórður Olafsson, forstöðumaður
bankaeftirlits Seðlabankans
Bankaeftirlitið
kærði Ávöxtun fyr-
ir tveimur áram
Bankaeftirlit Seölabankans
kærði Ávöxtun sf. fyrir tveimur
árum. Ríkissaksóknari óskaði eftir
gögnum um fyrirtækið og vann
Rannsóknarlögregla rikisins í mál-
inu. Þegar þau gögn lágu fyrir sá
saksóknari ekki ástæöu til að höíða
mál.
„Við kæröum Ávöxtun sf. fyrir
tveimur árum. Það er rétt. Við töld-
um að fyrirtækið stundaði ólöglega
móttöku á innlánsfé. í stuttu máli
gekk það út á að'.þaö lofaði fyrir-
fram ákveðnum vöxtum. Með því
töldum við að fyrirtækið væri að
brjóta á einkarétti banka og ann-
arra innlánsstofnana," segir Þórð-
ur Ólafsson, forstöðumaður
Bankaeflirlits Seölabankans.
-JGH
Gunnar Helgi Hálfdánarson:
Engin hræðsla
gripið um sig
„Þetta er eðlilegur mánudagur.
Það hefur engin hræðsla gripið um
sig vegna þessara tíðinda um lokun
Ávöxtunar sf. Ég held enda að fólk
hafi þegar í síðustu viku áttað sig á
að um sérstakt mál Ávöxtunar var
að ræða en ekki markaðinn í heild
sinni,“ segir Gunnar Helgi Hálf-
dánarson, framkvæmdastjóri Fjár-
festingarfélags íslands.
Að sögn Gunnars telur hann að það
hægist á markaðnum í bili. „Það
hlýtur alltaf að gera það við svona
tíðindi. En til lengri tíma tel ég aö
veröbréfamarkaðurinn verði traust-
ari. Ástæðan er sú að of miklar sögu-
sagnir hafa verið í gangi um Ávöxt-
un, sögusagnir sem fælt hafa fólk frá
markaðnum."
Gunnar telur ennfremur að það
hafi ýtt undir og magnað sögur um
Ávöxtun hve fyrirtækið hefur verið
sér á báti á verðbréfamarkaðnum.
„Það haföi veikan bakhjarl, það var
ekki í samstarfsnefnd verðbréfasjóð-
anna, en þar eru gerðar mjög stífar
kröfur um vinnubrögð og loks átti
fyrirtækið ekki aðild að Verðbréfa-
þingi íslands,“ segir Gunnar.
-JGH
Bankaeftirlitið:
■ riT ■ * ■ mU
Aðnr i lagi
Bankaeftírlitiö segir í fréttatil-
kynningu sinni í gær að á grund-
velli þeirra upplýsinga sem nú
liggja fyrir telji þaö ekki ástæðu til
að ætla annaö en að fiárhags- og
rekstrarstaöa annarra veröbréfa-
sjóða sé með þeim hætti að þeir
geti staðið viö skuldbindingar sínar
gagnvart viðskiptamönnum sínum
meö eölilegum hætti. -JGH
Húsnæði Avöxtunar sf. við Laugaveg 97, gegnt Stjörnubíói. Nú hefur banka-
eftirlitið lyklavöldin.
Altt lokað og læst
Húsnæði Ávöxtunar sf. við Lauga-
veg 97 er lokað og læst. Engin starf-
semi fer lengur fram á skrifstofunni.
Forráöamenn fyrirtækisins afhentu
bankaeftirlitinu lyklana að hús-
næðinu. Bankaeftirlitið hefur tekiö
við vörslu fiármuna fyrirtækjanna
til að unnt reynist að vinna að upp-
gjöri þeirra.
-JGH
Gesfur Jónsson með Avöxtun
í sínum höndum
Bankaeftírlitið hefur fengjö Gest
Jónsson hæstarréttarlögmann til
að vinna að raáli Ávöxtunar sf. og
sjóðanna tveggja sem voru í ura-
sjón fyrirtækisins. Mun Gestur
eiga aö vinna að uppgjöri þeirra og
kanna möguleika á áframhaldandi
rekstri fyrirtækjanna eða samein-
ingu þeirra við aðra aðila á verö-
bréfamarkaðnum.
Þess má geta að Gestur er bú-
stjóriíHafskipsraálinu. -JGH