Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1988, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988.
11
Utlönd
Pólverjar
sendir heim
Sumarliði ísleifeson, DV, Arósum;
Þeir sem hafa átt leið fram hjá
aösetri danska þingsins í sumar hafa
mætt óvenjulegri sjón. Heldur óhrjá-
legar tjaldbúðir hafa verið á torginu
þar fyrir framan allt sumarið.
Tveir pólskir flóttamenn fengu
leyfi í vor til þess að koma sér þar
fyrir í því skyni að vekja athygli á
málstað sínum. Máttu þeir setja upp
eitt tjald.
Er leið á sumarið fjölgaði bæði
flóttamönnunum og tjöldunum
smám saman þar til upp var komin
heil tjaldbúð.
Nú þegar flóttamennirnir hafa
fengið endanlegt afsvar við óskum
sínum um hæli hefur hinn róttæki
borgarstjóri vinstri sósíalista í Kaup-
mannahöfn, Gunna Starck, krafist
þess að flóttamennimir hætti að-
gerðum sínum. Segir hún að aldrei
hafi staðið til að þær yrðu svona
umfangsmiklar.
Nú stendur til að Pólveijarnir verði
sendir heim von bráðar þrátt fyrir
að þeir segist óttast um afdrif sín.
Segja flóttamennimir aö fulltrúar
pólska sendiráðsins hafi ljósmyndað
mótmælendur og fylgst náið með
aðgerðum þeirra. Hefur meðal ann-
ars verið fjallað um mál þeirra í
pólskum blöðum.
Ákvörðunin um brottvísun Pól-
verjanna hefur víðtækar afleiöingar.
Búist er við að mörgum öðrum Pól-
verjum, sem svipað er ástatt um,
verði vísað úr landi í kjölfarið.
Brani á brana-
vamasafni
Sumarliði ísleifeson, DV, Árósum
í Árósum er stærsta brunavarna-
safn í heimi. Hefur þar veriö safnað
saman tækjum, verkfæmm og öðr-
um minjum um þessa mikilvægu
starfsemi.
í fyrrinótt brann önnur aðalbygg-
ing safnsins að miklu leyti. Er það í
þriðja skipti á fáum árum sem slíkt
gerist. Árin 1984 og 1986 kviknaði
einnig í safninu, þó ekki væru það
eins alvarlegir brunar og nú. í bæði
skiptin vom eldsupptök af manna-
völdum. Ekki er enn vitað um orsök
að þessu sinni.
Állmiklu tókst að bjarga af munum
í eigu safnsins en einnig fór margt
forgörðum. Þar á meðal eyðilögðust
fjórir gamlir brunabílar algerlega.
Er talið að það tjón sé óbætanlegt.
Nú þegar hefur verið ákveðið að
hús safnsins verði ekki endurbyggð
enda voru þau orðin gömul og höföu
áður veriö notuö sem sporvagns-
skýli. Óvíst er því að sinni uni fram-
tíð þessa safns en þegar er hafin leit
að nýju húsnæði.
Umsjón
Ólafur Arnarson
og
Ingibjörg Bára Sveinsdóttir
SOLUSYNING I IÐ N V E R K
NÚ KYNNUM VIÐ TRÉ-X VÖRURNAR Á SÉRSTAKRISÝNINGU í IÐNVERKI, HÁTÚNI6A. ÞAR VEITUM VIÐ
RÁÐGJÖF, GERUM VERÐTILBOÐ OG KYNNUM NÝJA LÍNU í HURÐUM, LOFTKLÆÐNINGUM OG PARKETI.
INNIHURÐIR, 15 TEGUNDIR
LOFTKLÆÐNINGAR ný lína
SPÓNPARKET,
MILLIVEGGIR,
SÓLBEKKIR
OG MARGT FLEIRA.
GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR
IÐAVÖLLUM 6, KKH.AVÍK, SÍMI: 92-14700. IBNVF.RK, HÁTÚNI 6A, SÍMAR: 25945 og 25930.