Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1988, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1988, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð I lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Staða flokka og stjórnar Skoðanakannariir DV um afstöðu til ríkisstjórnar og flokka eru um margt athyglisverðar. í ljós kemur, að fylgi ríkisstjórnarinnar er hið minnsta, sem það hefur verið á kjörtímabihnu. Óákveðnir eru fáir, þegar spurt er um ríkisstjórnina, og hefur farið fækkandi. Andstæðingar ríkisstjórnar- innar eru nú 60 af hundraði þeirra, sem taka afstöðu. Þetta er sannarlega ömurleg staða fyrir ríkisstjórn, sem byggir á töluverðu meirihlutafylgi á þingi. Þannig hefur ríkisstjórnin, sem nú situr, hrapað úr því að hafa stuðn- ing um tveggja þriðju landsmanna niður í 40 af hundr- aði, og það á einu ári. En engan skyldi undra, að svona hefur farið. Seta stjórnarinnar hefur verið nær óslitin röð deilna, sem jaðrað hafa við stjórnarkreppur. Stjórnarliðar hafa ekki virzt sammála um nein aðalatriði. Síðan hefur verið hnoðað saman einhvers konar samkomulagi á eheftu stundu, þegar stjórnin hefur virzt vera að deyja drottni sínum. Vissulega upplifum við samdráttarskeið. Engin ríkisstjórn er öfundsverð af því hlutskipti að vera við völd, þegar þannig er komið. Landsmenn hafa helzt veitt stjórninni athygh í ýmiss konar álögum á lands- lýð, svo sem matarskattinum. Fólk finnur tU þess, að ríkisstjórnin tekur af því. En almenningur mundi á hinn bóginn vafalaust kunna að meta, yrði alvöruniðurskurð- ur ríkisútgjalda. En þá hafa ráðherrar ekki fylgt málum eftir, haldið áfram að leika sér - og eyða. Þetta fordæm- ir almenningur. Að öllu samanlögðu kemur ekki á óvart, að stjórnin hafi ekki traust almennings, eins og skoðanakönnunin sýnir. Staða stjórnarinnar er slæm, en staða stjórnarflokk- anna er misjöfn. Miðað við síðustu kosningar bætir SjáUstæðisflokkurinn við sig. Hann hagnast á niðurlæg- ingu Borgaraflokksins, sem er í rúst. Spyrja má, hvort vonir Þorsteins Pálssonar rætist, að Sjálfstæðisflokkur- inn hirði allt fylgi Borgaraflokksins. En til þess skortir Sjálfstæðisflokkinn enn mikið. Fylgi Borgaraflokksins hefur sumpart leitað annað. Framsóknarflokkurinn stendur vel. Flokkurinn nýt- ur góðs af því að hafa flokka mest bent á það, sem af- laga hefur farið í efnahagsmálum. Margir halda, að Framsókn bjóði upp á úrræði í þeim efnum. Stefnan sé eitthvað meira en þjónkun við SÍS og landbúnaðarmaf- íuna. Á þessum forsendum hefur Framsókn verið að vinna á í Reykjavík og á Reykjanesi. Þannig standa tveir stjórnarílokkanna vel miðað við síðustu kosningar. Hinn þriðji, Alþýðuflokkurinn, stendur mjög illa. Alþýðuflokkurinn virðist gjalda verka stjórnarinnar. Honum er öðrum fremur kennt um skattpíningu. Þá hefur það gerzt, að Kvennalistinn er annar stærsti flokk- ur þjóðarinnar. Kvennalistinn komst í það sæti snemma árs, og jafnvel um tíma í efsta sætið. Þetta heldur áfram í hverri DV-könnuninni af annarri. Kvennalistinn er að því leyti engin bóla, hvað sem síðar reynist. En Kvennalistinn hefur hirí mikinn hluta fylgis Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags, og reyndar fylgi úr öðrum áttum. Þessi staða veldur mestu um, að einn stjórnar- flokkurinn, Alþýðuflokkurinn, missir svo mikið fylgi. Skoðanakannanir DV eru vissulega ekki kosningar. Sitthvað gæti breytzt í kosningabaráttu. En menn vita nú, hvar þeir standa. Haukur Helgason Tvöföldun Reykjanes- brautar arkanmn á UUndi wm Uféur var me6 bundnu tUlUgi. Ot siftar eru liflin 25 ár. TvofoWun Reykjánes brauiar myndi gjorbreyu allri aft sioftu ftTir ibúa Suftumetja og er þvi næg reitlænng fi-rtr þvi aft hraía þestan framkvæmd Kjallariim i Flugtioft Laift Elnkuonar. Elnt : Undtmenn vlu fullnægir heiöi Rayklanetbraulm er engmn venjulegur drelíbýlisvegur þegar um braulina íara um efta yflr 10 000 biUr á tólarhnng enda hefur 3. í rigningu og dimmviöri myndast sérlega slæm skilyröi. Bílljós þeirra, sem koma á móti, blinda mann oft á tíðum gersamlega og er skyggniö nógu sæmt fyrir. Eftir mikla snjókomu er brautin rudd eins og lög gera ráö fyrir. Samt hef ég lent í óhappi í snjó og má ég þakka fyrir að ekki fór ilia. Þegar brautin er rudd sést oft ekki malbikið þegar snjóar eru. í þessu tilfelli haföi verið rutt aðeins út fyrir kantinn og þegar maðurinn minn ætlaði að beina bílnum inn á brautina aft- ur náði afturdekkið ekki inn á, heldur festist við brúnina. Þar með snerist bílhnn aðeins og þegar dekkið losnaði þeyttist bílhnn yfir hina akreinina og út af hinum megin. Um leið og við stöðvuðumst keyrði bílhnn, sem var að koma á móti, framhjá. Samt 'var bara ekið á 50-60 km hraða og þar sem maðurinn minn vissi af hættunrú með kantinn fór hann mjög varlega inn á. En allt kom fyrir ekki. 4. Framúrakstur er alveg gífurleg- ur á brautinni. Það sagði mér maður smásögu um daginn, en hann keyrir vöruflutningabíl. Hann var að keyra á Reykjanes- brautinni og tveir bílar komu á móti. Annar var að fara fram úr hinum og hann sá að hann mundi ekki ná því áður en þeir mættust. Hann bhkkaði ljósun- um margoft en aht .kom fyrir ekki. Þeir mættust þama þrír á tveim akreinum. Útílokað er að framúrakstursmaðurinn hafi ekki séð hann, því að vöruflutn- ingabíhinn er stór og í áberandi ht. • 5. Mismunandi val á hraða er svo nokkuð sem tvær akreinar í hvora átt myndu leysa. Sumir eru á 60-70 km. hraða, aðrir eru á 90 km hraða, sem er leyfileg- ur. Þetta gengur bara ekki á jafnmikilh umferðarbraut og Reykjanesbrautin er. Þingsályktunartillaga Flutt hefur verið þingsályktunar- Á undanförnu misseri hefur ver- ið mikil umræða um umferðar- menningu landsmanna vegna tíöra og ónauðsynlegra slysa. Núna eru í gangi m.a. heilsíðuauglýsingar í Morgunblaðinu og sjónvarpsaug- lýsingar þar sem fólk segir frá reynslu sinni vegna umferðarslyss. Mig langar til að koma að í þess- ari umræðu umferð um Reykjanes- braut. Ekki ahs fyrir löngu birtist grein í DV eftir Kolbrúnu Jóns- dóttur, varaþingmann Borgara- flokksins, og var kortið sem fylgdi henni sláandi. Þar voru punktuð inn á dauðaslysin sem hafa orðið á þessari braut og það var ófögur sjón. Með tveim akreinum í báðar áttir og eyju á mhli með góðri lýsingu hefði verið unnt að koma í veg fyr- ir eitthvað af þessum slysum, en KjaUaríim Ólína ingibjörg Jónsdóttir húsmóðir IV Idun Alftanos Reykjanesbrautar Kolbrún Jónsdóttir „Reykjanesbrautin er enginn venjuleg- ur dreifbýlisvegur þegar um brautina fara um cöa yfir 10.000 bílar á sólar- hring enda hefUr Reykjanesbrautio vcriö kölluö svartasti vegarkafli á Is- Straumsvík BKÝRINGAR aDauöaslys 1970 - 87 Onnur umferöarslys 1986 Vatnsleysu- strönd Inn á kortið sem birtist með kjallaragrein Kolbrúnar Jónsdóttur voru punktuð dauðaslysin á Reykjanesbrautinni. „Ekki alls fyrir löngu birtist grein 1DV eftir Kolbrúnu Jónsdóttur, varaþing- manna Borgaraflokksins, og var kortið sem fylgdi henni sláandi.“ aldrei öh. Mér finnst aö Reykjanes- búar eigi heimtíngu á lagfæringu í áðurnefnda átt. Hér á eftir eru nokkrir punktar sem styðja það. Ástæöur tilgreindar 1. Umferðin hefur alltaf verið mik- il um brautina en hún hefur aukist samt th muna undanfarin ár. Aukinn ferðamannafjöldi þýðir fleiri bíla til að flytja þá frá Leifsstöð th Reykjavíkur eða öfugt. Gámaflutrhngar hafa auk- ist mikið, bæði vegna aukins útflutrhngs á ferskfiski og eins aukins flutnings með flugfrakt. • Umferð stórra flutningabíla með vörur á Suðurnes eykst alltaf. Ótaldir eru allir þeir fólksbhar sem fara um brautina. Ótrúlega margir sækja vinnu daglega af höfuðborgarsvæðinu á Suður- nesin. Nú, svo eru bara hinir sem þurfa að skreppa á milli 2. í öll þau skipti, sem þarf að beygja út af braut, þarf að hægja á umferð fyrir aftan eða jafnvel stöðva hana. Engar aukareinar eru fyrir þá sem halda áfram né fyrir þá sem eru aö beygja út af. Helsta undantekningin frá þessu eru gatnamótín þar sem beygt er th Ytri-Njarðvíkur og Kefla- víkur. Mér kæmi ekki á óvart þó að Ameríkanarnir á Vellin- um hefðu haldið um magann af hlátri þegar þeir sáu þau ósköp. Hvemig stendur á því að það er ekki hægt að hafa brúar- og slaufukerfi eins og er við Elliða- árnar? Nú, svo eru aliir þessir malarflutningar við Hafnar- fjörðinn. Það var að vísu sett aukaakrein frá horninu upp á topp á brekkunni, sennilega vegna þess að það var ekki stætt á öðru. Áður en hún kom keyrðu þessi flykki bara fyrir bíla sem komu á 90 km hraða og brekka framundan. tillaga á Alþingi um tvær akreinar í hvora átt. Flutningsmaður er áð- umefnd Kolbrún Jónsdóttir og kann ég henni bestu þakkir fyrir. Hef ég fyrir satt að þingmenn Sjálf- stæðisflokksins á Suðurnesjum hafi orðið hla reiöir þegar þessi th- laga var flutt og talið að þeir hefðu átt að flytja hana. En eftir hverju vom þeir að bíða? En betur má ef duga skal. Vegna annmarka á Alþingi verður að flytja málið aftur þegar næsta þing hefst í haust. Hvernig væri að þing- menn kjördæmisins sameinuðust um þetta brýna mál og kæmu þingsályktuninni í gegn? Ég skora á ykkur. Ólína Ingibjörg Jónsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.