Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1988, Qupperneq 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988.
Misþyrming tungunnar
Ingvar Agnarsson skrifar:
Eitt er það orð sem mjög hefur
verið raisþyrmt í íjölmiðlum,
merkingarlega séð. Það er sagnorð-
iö að elska. I sjónvarpsmynd, sem
sýnd var nýlega, er námsmeyja ein
látin segja: „Eg elska hagfræði og
hagfræðin elskar mig.“ Minna
mátti nú ekkrgagn gera hjá stúlk-
unni þeirri.
Það er eins og þýðandi myndar-
innar hafi haldiö að hann gæti bara
tekiö enska orðið „love“ úr frum-
textanum og þýtt þaö með orðinu
„aö elska“, hvemig sem á stendur,
og þar með brotið allar hefðir is-
lenskunnar. í tiivitnaðri setningu
hefði átt, 1 stað þess að nota orðið
„að elska“ að nota orð eins og að
vera hrifinn af, halda upp á, hafa
áhuga á, eða eitthvað í þeim dúr.
Það er eins og sumir menn séu
sviptir allri tilfinningu fyrir eðli og
eiginleikum okkar fagra máls.
I islensku máfi er orðið aö elska
notað um ást milli karls og konu,
um ást foreldra á bami, ást barns
á foreldrum, ást Guðs á okkur
mönnumun og svo framvegis, en
aldrei á dauðum hlutum, eins og
þó oft má heyra í íslenskum fjöl-
miðlum, til dæmis: ég elska þennan
stól, þessa gömlu klukku og svo
framvegis.
Með notkun þessa fagra og mark-
vissa orðs, að elska, á þann hátt,
sem hér er vitnað til í upphafi, er
veriö að útþynna merkingu þessa
þýðingarmikla orðs og gera úr því
málleysu og merkingarleysu. Þetta
er eitt af meriqum þeirrar mis-
þyrmingar og niðurlægingar sem
txmga okkar hefur orðiö að þola í
seinni tíð.,
Spumingin
Lesendur
Hvað finnst þér að dós af
áfengum bjór eigi að
kosta?
Sykurmolamir slá í gegn
Þjóðrembusvín hringdi:
Ég er ekki einn af þeim sem hef
sérlega gaman af tónhst Sykurmol-
anna. Ég get samt ekki neitað því að
það er góð næring fyrir þjóðarstoltið
að fá fregnir af því hve vel þeim vegn-
ar í Bandaríkjunum. Það er ekki á
hverjum degi sem íslensk hljómsveit
nær jafnlangt og þessir krakkar hafa
náð.
Ég var staddur í New York á dög-
unum og varð ég þá var við að nafn
Sykurmolanna er orðið þekkt í stór-
borginni. í einni stærstu og virtustu
hljómplötuverslun borgarinnar, sem
er við sjöttu breiðgötu, er gluggaút-
stilling, og ekki af minni gerðinni,
þar sem plata þeirra er auglýst. í
sama glugga er auglýsing fyrir Ge-
orge Michael og eru þetta einu aug-
lýsingarnar í glugganum. Þetta
finnst mér vera merki um velgengni
hjá Sykurmolunum.
Annað dæmi er að ég sá tvær ung-
ar stúlkur úti á götu í borginni. Það
var reyndar ekki merkilegt, nema
fyrir þær sakir að þær voru í stutt-
ermabolum, sem á var áletrað „Sug-
arcubes”, og einnig mynd af plötu-
umslagi- Sykurmolanna.
Mér finnst að fjölmiölarnir hérna
heima geti vel gert því betur skil
þegar íslensk hljómsveit er að slá í
Þjóðrembusvín telur að íslenskir fjölmiðlar ættu að fjalla meira um velgengni Sykurmolanna i Bandarikjunum. gegn á erlendum vettvangi.
Konu finnst Stefán Jón Hafstein bera
höfuð og herðar yfir aðra útvarps-
menn á íslandi.
Kristín Leifsdóttir: Það hef ég ekki
hugmynd um. Ég drekk hann ekki.
Hafa hann bara nógu dýran.
Stefán
Hermann Sæmundsson: Hann á aö
kosta sem allra minnst.
wm
Guðmundur Svavarsson: Bjórinn á
að vera ókeypis.
góður
Kona hringdi:
Mig langar bara til að benda fólki
á að hlusta á þáttinn hans Stefáns
Jóns Hafstein í útvarpinu í eftirmið-
daginn. Stefán Jón er án efa okkar
besti útvarpsmaður. Hann hefur
þægilega rödd og það er ekki eins og
hann sé stamandi á hverju orði.
Maður finnur muninn svo vel þeg-
ar maður hlustar á aðra útvarps-
menn því að eftir aö hafa hlustað á
Stefán er hreint ekkert gaman að
hlusta á aðra. Þeir eru flestir svo
stirðbusalegir að mér finnst hálf-
vandræðalegt að hafa opið fyrir út-
varpið.
Ég held aö það vanti fleira fólk sem
hefur menntað sig til að vera í fjöl-
miðlum því að greinilega er ekki
hægt að draga hvern sem er af göt-
unni og setja hann fyrir framan
hljóðnemann. Það hefur svo margt
fólk farið til útlanda á undanfórnum
árum til að læra fiölmiðlafræði að
við hljótum að geta mannað útvarps-
stöðvarnar okkar betur.
Knútur Hafsteinsson: Hún á að kosta
fimmtíu krónur, sama og annað öl.
Skúli Þórðarson: Hann á að kosta
sama og gengur og gerist erlendis,
svipað og á hinum Norðurlöndunum.
Reykvíkingi
finnst allt of lítið af bílastæðum i Reykjavík,
Umferð
þar sem hann
til
telur að séu allt of margir bílar.
ama
Guðrún Bjarnadóttir: Mér finnst i
hann eigi að kosta áttatíu króm
dósin.
Reykvíkingur hringdi:
Umferðarmál í Reykjavík eru kom-
in í hið mesta óefni. Allt of margir
bílar eru á götum borgarinnar og svo
slæmt er ástandið að þetta er orðið
eins og í stórborg erlendis, megnið
af þeim tíma sem maður ver i bílnum
situr maöur fastur í umferðarteppu.
Og sé umferðin sjálf slæm þá
versnar það nú heldur en hitt þegar
maður þarf að finna sér bílastæði í
miöborg Reykjavíkur. Þar er hreint
ekki nein bílastæði að fá. Kolaportiö
er jú til, en það er bara ekki á nógu
hentugum stað, sérstaklega ekki þeg-
ar veðráttan er tekin með í dæmið.
Og þó maður er svo stálheppinn
aö finna sér stæði er ekki allt í höfn.
Það er allt honum Davíð borgarstjóra
aö þakka. Fari stöðumælirinn svo
mikið sem eina mínútu fram yfir
leyfilegan tíma, eru stööumælaverð-
imir tilbúnir, eins og víkingasveit,
og áður en hendi verður veifað er
búið að þekja framrúðuna hjá manni
með sektarmiöum. Þetta var allt í
lagi héma í gamla daga þegar menn
þurftu ekki að taka stööumælasektir
of alvarlega. Nú er hins vegar svo
komið aö maöur verður að borga
innan þriggja daga heilar þrjú
hundmð krónur. Ef maður fer fram
yfir frestinn hækkar gjaldið upp í
fimm hundruð krónur. Og brátt fara
hótunarbréfin að berast manni í
pósti þar sem hótað er að taka bílinn
af manni. Mér er spurn, eru svona
háir refsivextir leyfilegir?
Þaö er heldur ekki eins og það sé
ódýrt að leggja bíl viö stöðumæli.
Fimmtíu krónur kostar ein klukku-
stund. Þótt það séu komnir voða fín-
ir tölvumælar, sem sýna stafrænt
hvað mikill tími er eftir, þá lendir
maður í því að ef hálf klukkustund
er eftir á mælinum og maður lætur
fimmtíu krónur í hann, fær maður
aðeins hálfa klukkustund í viðbót.
Þetta er þjófnaður að mínu mati.
Hringið í síma
27022
milli kl. 13 og 15, eða skrifíð.