Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1988, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1988, Side 17
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988. 17 Lesendur Við eram ekkí fffl Reiður er mikið á móti þvi að ráðherrar og annað fylgdariið islenska olymp- iuliðsins skuli ætla að fjölmenna á ólympiuleikana í Seoul. Hér sést ólymp- iueldurinn á leið sinni til Seoul. Reiður skrifar: Það hefur vakið athygll mína að á sama tíma og íslenska þjóðin er að ganga í gegnum hrikalegustu efna- hagsvandræði sín í áratugi skuh tveir ráðherrar ætla að fara í lysti- reisu allt austur til Seoul í Kóreu til að gamna sér við að horfa á íþrótta- leiki. Það er gott fordæmi sem þessir háu herrar sýna okkur óbreyttum almúganum. í þessu sambandi frnnst mér líka rétt að benda á að við íslendingar sendum þijátíu og átta keppendur á Ólympíuleikana. Ekki skal ég fárast yfiir því. Mér fmnst rétt að við tökum þátt í þessari íþróttahátíð og einnig eigum við frábæra íþróttamenn sem ég er viss um að eiga eftir aö gera garðinn frægan á þessum leikum og verða landi sínu og þjóð til sóma. Ég skil hins vegar ekki hvers vegna við erum að senda tuttugu og tvo farar- stjóra með þessum keppendum. Það er naumast hvað flottræfilshátturinn á að vera mikill. Það er einn farar- stjóri á hveija tæpa tvo keppendur. Af hveiju getum við íslendingar aldrei hegðað okkur eins og almenni- legt fólk? Við verðum að gera okkur grein fyrir því að viö erum engin stórþjóð sem getur bruðlað með pen- inga rétt eins og við eigum nóg af þeim. Og hvað á íslenska þjóðin að halda? A sama tíma og verið er að segja okkur að nú verðum við að herða sultarólina er peningum hent svona út í vindinn. Og svo á fólk að taka tilmæli stjómvalda alvarlega. Ég er hræddur um að lausnin á okkar efnahagsvanda fehst fyrst og fremst í því að ríkið sjálft og forkólf- ar þess gangi á uridan með góðu for- dæmi. Ef þjóðin sér að æðstu ráða- menn hennar em virkilega að reyna, og að þeim er alvara með að gera aht sem hægt er th að koma okkur úr þessum vandræðum, er ég viss um að fólk veigrar sér ekki við að taka á sig byrðar. En ef fólk sér að bruðlið heldur áfram hjá því opin- bera er eins víst að enginn vfiji taka þátt í því aö leysa vandann sem við erum ú Ráðamenn góðir. Sýnið þið nú þjóð- inni smávirðingu og sýnið að þið hafið ábyrgðartfifinningu. Við erum ekki fífl. Kastað til höndunum Jón hringdi: Mig langar til að gera þýðingar í sjónvarpi að umtalsefni. Mér finnst mjög leiðinlegt að sjá hvað þeim hef- ur hrakað gífurlega á undanfórnum árum. Það er mjög eðhlegt að mönnum geti orðið á mistök, slíkt er mannlegt og það get ég fyrirgefið. Hins vegar er ófyrirgefanlegt að sjá sumar þýð- ingarnar sem okkur sjónvarpsá- hugamönnum er boðið upp á þessa dagana. Mér er spurn, hvernig er hægt að þýða New York sem Was- hington? Hvernig stendur á því að hvað eftír annað eru nöfn á fólki og stöðum þýdd hreinlega út í hött, þannig að John verður Bill og svo framvegjs? Svona klúður er ekki hægt að af- greiða sem mistök, eða þá með því að segja að viðkomandi þýðandi hafi ekki nógu gott vald á því máli sem hann er að burðast við að þýða úr. í þessum tflvikum er hreinlega kastað til höndunum. Ég ætla ekki að fara að áfellast aðra stöðina fremur en hina, því ég held að þær séu báðar jafnsekar. Þaö er hins vegar klárt mál að við sjóiyvarpsáhorfendur eig- um betra skfiið. Hér mætti líka gera málfar út- varpsmanna að umtalsefni, en það yrði of langt mál. Lágmarkskrafa er að fólk geti skammlaust tjáö sig á mæltu máh. Mér finnst það ekki ósanngjörn krafa. Lögfræðingur óskast nú þegar til starfa í ráðuneytinu. Umsóknir sendist fyrir 10. september nk. 1. september 1988. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið fl sib Lóðir fyrir atvinnuhúsnæði Hafnarfjarðarbær hefur til úthlutunar nokkrar lóðir fyrir atvinnuhúsnæði í eldri iðnaðarhverfum bæjarins og eru jaær nú þegar byggingarhæfar. Ennfremur lóðir í nýju iðnaðarhverfi í Hellnahrauni. Nánari upp- lýsingar veitir skrifstofa bæjarverkfræðings, Strand- götu 6, þ.m.t. um gjöld og skilmála. Umsóknum skal skilað á sama stað eigi síðar en 23. sept. nk. Bæjarverkfræðingur. Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og greiða meó korti. Þú gefur okkur upp: Nafn þitt og heimilisfang, slma, nafnnúmer og gildistima og númer greiðslukorts. Hámark kortaúttektar I síma kr. 5.000,- SMÁAUGLÝSINGADEILD ÞVERHOLTI 11 SÍMI 27022 Nú ríkja nýir straumar hvað varðar málninguá húsum. Þarer bæðiáttvið litaval á hús sem mála skal og aðrar byggingar-athyglisverðasterað nú eru mörg eldri hús máluð sem engum hefði dottið í hug að gera fyrir nokkrum árum. Skeljótt og forsköluð hús eru nú gjarnan máluð hvít eða í Ijósum litum og gluggakarmar í dekkri litum. Þessu fór talsvert að bera á í vor. Varðandi þetta taka sumir svo djúpt í árinni og segja að hverfi með þyngri svip, eins og Hlíðarnar, eigi eftir að verða máluð í líflegum litum. Skiptibókamarkaður með námsbækur er sjö ára gamalt fyrirbæri sem nýtur sívaxandi vinsælda hér á landi. Náms- menn eru nú í óðaönn að undirbúa sig fyrir námið í vetur og veitir að sjálf- sögðu ekki af því að spara sem mest. Á neytendasíðu á morgun veróur sagt frá skiptibókamarkaði Pennansauk þess sem reynt verður að draga upp. mynd af því hvað það kostar að senda barn af stað í skólann í fyrsta skipti. í framhaldi af því munu fylgja fleiri verð- kannanirá bókamarkaðnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.