Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1988, Page 28
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988.
•':8
Fréttir
Drullupytturinn reyndist keppendum erfiður að þessu sinni og tókst engum þeirra að komast rétta leið upp úr
honum. Meðal þeirra sem lentu í miklum vandræðum í drullupyttinum var Steinar Sigurðsson sem keppti á AMC
Bergþór iðulega frábæran akstur og
tókst að ná öllu því besta út úr gamla
Willysnum. Mátti ætla að þeir rynnu
saman í eitt hrikalegt torfærutæki
þegar best lét.
Guðbjörn Grímsson veitti Bergþóri
hörðustu keppnina en náði þó aldrei
að ógna honum verulega. Guðbjörn
ók geysilega kraftmiklum Bronco
með Túrbó 351 cid vél, og átti hann
oft í erfiðleikum með að hemja
Broncóinn.
í þriðja sæti varð svo Gunnar Guð-
mundsson sem ók Willys jeppa með
350 cid Pontiac vél.
Jóhann A. Kristjánsson
Bergþór Guðjónsson þandi gamla jeppabúrið sitt til hins ítrasta og sýndi
snilldarakstur í keppninni. Hann hafði töluverða yfirburði í flokki sérút-
búinna jeppa þar sem hann sigraði.
Áhorfenum gafst líka kostir að sjá raunverulega uppsveiflu á tímum niður-
færslna.
Opiö hús hjá RALA:
Bragðað á fóðrí og
melting vélkýr skoðuð
Rúmlega 600 manns sóttu Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins að
Keldum heim um helgina þar sem
RALA haföi opið hús í tilefhi nor-
ræns tækniárs. Var starfsemi allra
deiida kynnt með myndefni, línu-
ritum og stikkoröum og voru sér-
fræðingar til taks tii að svara
spumingura forvitinna gesta.
Að sögn Amgríms Thorlacius-var
þetta vel heppnuð kynning og var
mikiö spurt. Sagði hann aö ef fleiri
hefðu koraið heföi myndast troön-
ingur.
RALA notaði tækifærið og fram-
kvæmdi bragðprófanir á kóla-
drykiýum og hangikjötsáleggi, auk
þess sera fólk bragðaði á mismun-
andi tegundum húsdýrafóðurs.
Sagöi Amgrímur svona opið hús
praktískt þar sem sjaldan næðist í
svo stóran hóp til bragðprófana í
einu. Vélræn kýr, þar sem líkt er
eftir raeltingu á ýmsura fóðurteg-
undura og hún skoðuð, vákti
óskipta athygli gestanna á kynn-
ingunni.
Utanhúss vom refir, minkar, ioð-
kanínur og laxaseiði í keri til sýnis.
-hlh
Vélræn kýr, þar sem likt er eftir meHlngu jórturdýra og melting margs
konar fóðurs athuguð, vakti ósklpta athygli i opnu húsi hjá RALA um
DV-mynd S
Jeep CJ 7 með 360 AMC vél. Hann festi jeppann illilega við moldarbinginn við enda gryfjunnar eftir að hafa affelg-
að annað framhjólið. Urðu Stakksménn að lokum að fá gröfu til að hífa jeppann upp úr gryfjunni svo að þeir
gætu haldið keppninni áfram.
Torfærukeppni Stakks í Grindavík:
Hörkukeppni mestu
torferutrölla landsins
Árleg torfæruaksturskeppni björg-
unarsveitarinnar Stakks var haldin
sl. sunnudag við Grindavík að við-
stöddu miklu fjölmenni. Þátttakend-
ur í keppninni voru óvenju margir
og kepptu þeir í tveimur flokkum.
Flokki götubíla og sérútbúinna
jeppa. Mikil harka var í keppninni
og gáfu keppendur ekkert eftir enda
styttist í að úrsht ráðist í íslands-
meistarakeppninni þar sem einungis
ein keppni, sem gefur stig til íslands-
meistaratitils, er eftir á þessu keppn-
istímabili. Verður sú keppni haldin
síðar í haust.
Götubílaflokkur
Þaö var íslandsmeistarinn frá því
í fyrra, Gunnar Hafdal, sem sigraði
í keppninni í götubíla-flokknum eftir
harða og jafna keppni við Þórð
Gunnarsson. Þeir félagar beijast um
íslandsmeistaratitiUnn i götubíla-
flokknum og munu þau úrslit ráðast
í Akureyrarkeppninni. i þriðja sæti
í götubílaflokknum varö svo Rík-
harður Jónsson frá Egilsstöðum.
Flokkur sérútbúinna jeppa
Gamla kempan, Bergþór Guðjóns-
son sem ók gamla Willysnum sínum
með Turbó B-20 Volvo vélinni, sigr-
aði í flokki sérútbúinna jeppa og
sýndi þar töluverða yfirburði. Sýndi
Jepparnir fóru iðulega i loftköstum í torfærunum og í fýrstu brautinni sner-
ist þessi jeppi í loftinu eftir að hafa brotist upp knappt barð. Fór hann út
úr brautinni og munaði minnstu að hann æki yfir kvikmyndatökumann Stöðv-
ar 2 sem átti fótum fjör að launa. DV-myndir Jóhann A. Kristjánsson
Guðbjörn Grímsson keppti á geysiöfiugum og skemmtilegum Bronco sem
hann átti reyndar erfitt með að hemja, þegar hann gaf Broncónum ótæpi-
lega inn.
I hléinu i keppninni sýndu nokkrir ökuþórar glæfraakstur og hér sést einn
þeirra fljúga á gömlu Chryslerbraki yfir nokkra bíla.