Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1988, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1988, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988. LífsstOl PV Á ferðalagi með íshestum yfir Kjöl: Þá fennti á Frakkana Erlendir feröamenn, sem gerast svo djarfir að heimsækja ísland, geta átt von á öllum veðrum, jafnvel yfir hásumarið. Þetta sannaðist meðal ^annars á nokkrum Frökkum sem skelltu sér í ferð yfir hálendið á dög- unum. Þeir urðu sannast sagna alveg hlessa þegar þeir vöknuöu í snjó- komu á Hveravöllum. Það var ýmis- legt fleira sem kom þeim á óvart í umræddri ferð sem farin var yfir Kjöl. Viö skulum gefa ímyndunarafl- inu lausan tauminn um sinn og fylgj- ast með ferðalöngunum. Lagt er upp frá Miðdal í Laugar- dal. Það er fyrirtækið íshestar, undir stjóm þeirra Guðmundar Birkis Þor- kelssonar og Einars Bollasonar, sem gefur fólki kost á að ferðast á hestum yfir Kjöl. Ferðalangarnir þúrfa ekki að hafa áhyggjur af neinu nema skjólgóðum fatnaði og hestvönum sitjanda. AUt annað sjá íshestamenn um. EldhúsbUl fylgir ferðafólkinu aUa leiðina. Og það er nú einhvern veg- inn svo að þessi bfil ásamt ráðskon- unni skeleggu, henni Dísu, verður manni ákaflega hjartfólginn þegar fram í sækir. Hann flytur nefnilega vistir, farangur, svefnpoka, jáming- aráhöld og síðast en ekki síst nóg af heyi handa hestunum. Þarna er sumsé aUt sem til þarf þessa viku sem ferðin yfir Kjöl stendur yfir. Og eldhúsbUlinn verður eins konar vin •»í eyðimörkinni þegar menn hafa ferðast dögum saman um gróður- snauðar óbyggðir. Úr honum töfrar ráðskonan fram rjúkandi kjötsúpu, saltkjöt og baunir, súpur og salöt og sjóðandi heitt kaffi þegar komiö er í náttstaö. Og þessu em gerð góð skU, því matarlystin er í stakasta lagi þeg- ar fólk er úti undir bera lofti frá morgni tíl kvölds. Má heita að hinar Dægradvöl vesælustu spírar verði botnlausar eftir einn dag eða tvo á hestbaki. Alþjóðlegar útreiðar Það er óhætt að segja að ferðin umrædda hafi verið eins konar al- þjóðlegar útreiðar. Þá mættu til leUcs í Miðdal ferðalangar frá Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð og Englandi, alls 18 manns. Með í for voru einnig sjö ís- lendingar, fimm sem sáu um hrossa- reksturinn og tveir sem riðu með ferðamönnunum erlendu. Fyrir síð- amefnda hópnum fór Guömundur Birkir en aðstoðarmaður rak lestina. Var haft á orði að honum væri nokk- ur vandi á höndum, því Guðmundur Birkir liti aldrei aftur þessa viku sem ferðin stæði yfir. Sú ábyrgð hvUdi því á herðum aðstoðarmannsins að sjá um að enginn ferðamaðurinn heltist úr lestinni og týndist á öræf- unum. Það mátti líkja kliðnum við það sem gerist í ágætasta fuglabjargi þeg- ar ferðamennirnir voru að leggja af stað frá Miðdal. Þeir voru látnir leggja sjálfir á hestana og þar þurfti svo sannarlega að hyggja að ýmsu áður en aUir voru tilbúnir í slaginn. Gjörðin var of stutt hjá einum, reið- inn of langur hjá öðram og hjá hinum þriðja vildi hesturinn alls ekki standa kyrr. Allt gekk þetta þó sam- an að lokum og svo lögðu menn harla ánægðir af stað. Bað við Geysi Fyrsta dagleiðin var frá Miðdal að Geysi. Þar bar fátt til tíðinda. Að vísu var ekki hægt að tala um sýningará- setu hjá öUum ferðamönnunum. En aUt gekk stórslysalaust og þeir voru mjög fljótir að sjóast. Þegar komið var að Geysi gengu menn frá hestum sínum í girðingu rétt hjá. Síðan var haldið tíl hótelsins þar sem gist var um nóttina. Eftir Við sáningu i Hvitárnesi. Þarna sannast sjálfsagt málshátturinn að ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið. En víst á þetta þarfa starf eftir að skila árangri með tímanum. -Skipt var um hesta þegar dagleiðir voru langar. Þama er Guðmundur Birkir að aðstoða eina þýska við að koma hnakknum á reiðskjótann. kvöldmatinn brugðu flestir sér í sundlaugina og létu líða úr sér. Er fuUvíst að baðferðin sú hefur komið í veg fyrir strengi og harðsperrar. Sumir létu sér ekki nægja að vökna hið ytra heldur skelltu sér á barinn og vökvuðu lífsblómið fyrir svefninn. Síðan var gengið tíl náða. Næsta dag lá leiðin í Fremstaver. Þar er vistlegur skáU sem sofið var í um nóttina. Þegar komið var á áfangastað og fólk búið að koma sér fyrir fóru sumir að ókyrrast heldur, tvístíga og skima til aUra átta. Hjálp- arkokkarnir íslensku skildu þegar hvar skórinn kreppti og var ferða- löngunum ókyrra vísað á snyrtileg- an kamar rétt við skálann. Þetta þótti heldur en ekki sérkennileg reynsla, svona í fyrstu atrennu. Þeir létu sig þó hafa það, áttu enda fárra annarra kosta völ, þar sem kamarmenningin var nær alls ráðandi það sem eftir var ferðarinnar. Það sannaðist Uka að menn vora orðnir svo svaUr í þessu þegar kom aö ferðalokum að þeir runnu til og frá kömrunum eins og rollur í götu. Þótti ekkert sjálf- sagðara en að svara kalU líkamans sitjandi á fjölunum. Það má kannski skjóta því inn í, svona rétt tíl gamans, að tíl skamms tíma var enginn kamar í Fremsta- veri. Þá urðu menn að vippa sér út í urðina til þess að létta á sér. Það gat stundum verið erfitt að dyljast fyrir forvitnum augum náungans ef viðkomandi var klæddur í skærapp- elsínugulan regngallann, sem Is- hestar leggja til. Heyrðist sú samlík- ing að menn hefðu verið eins og viUi- sveppir upp aUar hUðar, sitjandi á hækjum sínum í göUunum góðu. Það skiptir ekki máli hvort þetta er satt eða logið, heyrir enda sögunni til. Hestarnir struku Næsta dag var haldið í Hvítárnes. Þá var heldur farið að kólna í veðri og jókst jöklanæðingurinn eftir því sem norðar dró. Voru ferðamennirn- ir heldur fegnir þegar þeir skriðu í pokana í skálanum. En Adam var ekki lengi í paradís. Eldsnemma næsta morgun voru ís- hestamenn vaktir með þeim válegu tíðindum að hestamir hefðu sloppið út um nóttina og væru nú famir all- ir sem einn. Höfðu þeir rutt um koll hliði á girðingu sem þeir voru geymdir í og tekið strikið í áttina heim. Var bragöið hart við, eldhúsbíllinn ræstur í snatri og branað á eftir strokuföntunum. Þeir fyrstu náðust í Fremstaveri. Þar vora þeir gómað- ir, lagt á nokkra þeirra og hópnum snúið við. Á leiðinni til baka tíndu svo íshestamenn upp afganginn af hrossunum, sem öU voru á leiðinni heim. Þurfti meiri háttar atgang til að snúa þeim aftur á leið til Hvítár- ness, því svo mikiU móður var rann- inn á þau. En með ópum, óhljóðum og munnsöfnuði, sem engan veginn er prenthæfur, tókst það að lokum. Þegar hjörðin var komin heUu og höldnu aftur í Hvítárnes var allur mannskapurinn ræstur út. Fékk nú hver sinn poka í hönd. í sekkjunum var fræ og kjarnmikiU áburður. Var arkað með þá á gróðursnautt svæði nokkuð frá skálanum og þar var innihaldinu dreift af mikilli vand- virkni. Þeir íshestamenn munu hafa tekið þennan þarfa sið upp í fyrra. Fara þeir nú ekki syo um með hópa ferðamanna að ekki sé dreift fræi og áburði á leiðinni. Að þessu sinni dreifðu þeir öflugum Bieringspunti sem á vafalaust eftir að klæöa svæð- ið innan tíðar. Aö þessu loknu var haldið aö Hveravöllum. Þar var gist í skálan- um og síðan riðið sem leið Uggur aö Ströngukvísl. Eftir næturlanga dvöl þar lá leiðin að Bugum. Þar var sleg-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.