Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1988, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1988, Síða 31
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988. 31 Lífestm Hópurinn leggur af stað. Guðmundur Birkir Þorkelsson í fararbroddi. I Þessi kom ásamt kunningja sínum frá Þýska- landi. Hann sagðist vera harðákveðinn í að koma aftur og fara í aðra ferð með íshestum. Ef veður var gott mötuðust ferðalangarnir úti. DV-myndir HJS ið upp tjöldum því skálinn var of lít- ill fyrir mannskapinn. Loks á sjö- unda degi var komið að leiðarlokum, Mælifelli í Skagafirði. Gist var í Steinsstaðaskóla og þar skildi leiðir. Þessi hópur kvaddi, hálfringlaður eftir lífsreynslu undanfarinna daga og nýr hópur heilsaði. Frakkar suður yfir Hópurinn, sem fór með íshestum suður yfir, var 16 manns. Þetta voru Fransmenn, mættir galvaskir til leiks. Var nú lagt af stað suður yfir, sömu leiðina og fyrri flotinn hafði komið. Segir ekki af ferðum hópsins fyrr en á Hveravöllum. Þar var býsna kalt kvöldið sem ferðalangana bar að garði. Höfðu Frakkarnir þá á orði að þetta væri alveg ótrúlegur kuldi svona aö sumri til. Voru þeir heldur hissa á þessum andstæðum, rjúkandi hverum, hlaðinni heitri lauginni og brunakuldanum, með svo miklum blæstri að það hrikti í skálanum. Og ekki varð undrunin minni þeg- ar þeir vöknuöu morguninn eftir og litu út. Þá var jörð hvít og úrkoman var sambland af ísregni og spjó- komu. Mæhrinn var við frostmark og vindur talsverður. Sáu menn nú að góð ráð voru dýr. Þeir klæddu sig því sem mest og best þeir kunnu og vörðu andlitið meðal annars þannig að rétt rifaði í augun. Það voru því 16 þéttir fatabögglar sem komu kjagandi yfir drögin í átt- ina til hestagirðingarinnar upp úr hádeginu þennan dag. Hestarnir sjálfir voru furðu spræk- ir þrátt fyrir kuldann og varð engum þeirra meint af. En víst var hún í hetra lagi, heygjöfin sem þeir fengu í Hvítárnesi um kvöldið. Gefið og beitt Það er meira verk en margan grur.ar að koma farþegum og hrossa- hópi þvert yfir landið. Hvað varðar hrossin þá verður að gefa þeim hey á fimm næturstöðum af sjö á leið- inni. Og það er hreint ekki sama hvernig þessir heyflutningar fara fram. Þannig verður heyið, sem gefið er á stöðunum sunnan Hveravalla, að koma sunnan að. Heyiö, sem gefið er norðan við Hveravelli, verður að koma norðan að. Það er vegna ógn- valdsins riðuveiki aö heyflutningum er hagað á þennan hátt. Þegar gengið' hafði verið frá hest- unum á kvöldin var þeim gefið vel af ágætu heyi. Gengu ferðamennirn- ir vasklega fram í að bera heybagg- ana og gefa. Þótti þeim þetta sýnilega vera hluti af íslandsævintýrinu mikla. En það var ekki nóg með að flytja þyrfti fjöldann allan af heyböggum um langan veg. Þaö varð einnig að leyfa hrossunum að grípa niður þar sem grasgefin svæði fundust á leið- inni. Það kom í hlut rekstrarfólksins, undir stjórn rekstrarstjóra, að standa yfir reiðskjótunum á meðan þeir tóku til sín. Þetta var óneitan- lega kuldaverk, en menn bitu bara á jaxlinn og bölvuðu í hljóði. Það var hvort eð var það eina sem hægt var að gera í stöðunni. Icelandic cowboy Af framanskráðu má ef til vill ráða að ferðinni yfir Kjöl hafi verið þann- ig háttað að menn hafi ýmist veriö á hestbaki eða í svefnpokanum. En það var nú eitthvað annað. Þegar kvöldverður hafði verið snæddur og ferðafólkið hafði hjálp- ast að við uppvaskið var safnast sam- an. Þá voru því sagðar þjóðsögur frá stöðunum, sem það var statt á hverju sinni, og það frætt um land og þjóð. Svo var tekinn fram gítar og menn sungu saman fram eftir kvöldi. Nutu lög eins og „Ríðum, ríðum...“ og „Maístjarnan“ mikilla vinsælda. Því er ekki að neita aö textarnir vildu þvælast skemmtilega fyrir út- lendingunum, en þeir létu sig hafa það samt. Lögðu þeir allt kapp á að læra lögin svo þeir gætu sungið með. Og það verður að segjast eins og er að þar skutu Frakkarnir fyrri hópn- um ref fyrir rass. Þeir tóku lögin bara upp á segulband strax fyrsta kvöldið og æfðu svo stíft þar til þeir gátu, sumir að minnsta kosti, sungið lögin hnökralaust. Þannig sameinað- ist fólk af mörgu þjóöerni í söng og þá töluðu allir sama tungumál. Ein- hvern veginn hefur maöur það enn á tilfinningunni að huldukonurnar í klettunum á Kili rauli „Icelandic cowboy" yfir leirtauinu á kvöldin, - nema þær séu farnar að setja kallana í uppvaskið. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.