Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1988, Page 35
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988.
35
Afmæli
Einar Thoroddsen
Einar Thoroddsen læknir, Þing-
holtsstræti 17, Reykjavík, er fertug-
urídag.
Einar fæddist í Stokkhólmi en ólst
upp í Reykjavík. Hann lauk stúd-
entsprófum frá MR1968 og embætt-
isprófi í læknisfræði 1975. Einar
hefur starfað á Kleppsspítalanum,
J3orgarspítalanum, St. Jósefsspítala,
Landspítalanum, Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri bg var héraðs-
læknir í {safjarðar- og Bolungarvík-
urhéraði, auk þess sem hann starf-
aði á háls-, nef-, og eyrnadeild á
Sahlgrenska sjukhuset í Gautaborg
og á Uddevalla í Svíþjóð. Einar hefur
nú starfað á háls-, nef og eyrnadeild
Borgarspítalans frá 1983. Hann var
kennari í háls-, nef- og eymalækn-
ingum við hjúkrunarskólann í
Uddevalla 1979 og við Nýja hjúkr-
unarskólann 1980.
Sambýliskona Einars er Ingrid
María Svensson, hjúkranarfræð-
ingur við Landakotsspítala, f. í
Malmö í Svíþjóð, 6.6.1956, dóttir
Karl Vilhelm Solve Svensson, bók-
haldara í Malmö, og konu hans, Siw
Mand Gudrun, f, Ohlson, sölustjóra
hjáPóstiog síma.
Systkini Einars eru: Theodóra
Thoroddsen, f. 5.3.1950, meinatækn-
ir í Reykjavík, en hún áþrjú böm;
Guðmundur Thoroddsen, f. 17.9.
1952, myndhstarmaður í París, en
kona hans er Elísabet Gunnars-
dóttir, arkitekt frá ísafirði, og Jón
Thoroddsen, f. 15.2.1957, starfar við
ritstörf í Reykjavík, en kona hans
er Kristín Jónsdóttir, magister í
spænskum bókmenntum og há-
skólakennari.
Foreldrar Einars voru Skúh Thor-
oddsen, læknir í Reykjavík, f. 3.11.
1918, d. 23.8.1973, og kona hans,
Drífa Viðar, cand. phil., bamakenn-
ari og rithöfundur í Reykjavík, f.
5.3.1920, d. 19.5.1971.
Föðurforeldar Einars voru Guð-
mundur Thoroddsen prófessor og
kona hans, Regina Magdalena Bene-
diktsdóttir. Meðal systkina Guð-
mundar var Skúh, lögfræðingur og
alþingismaður; Kristín Ólína yflr-
hjúkrunarkona Landsspítalans;
Katrín, yfirlæknir og alþingismað-
ur; Jón, lögfræðingur og skáld;
Ragnhildur, kona Pálma Hannes-
sonar, rektors og alþingismanns;
Bohi borgarverkfræðingur og Sig-
urður, verkfræðingur og alþingis-
maður.
Guðmundur var sonur Skúla
Thoroddsen, alþingismanns og rit-
stjóra, og konu hans, Theodóru
Thoroddsen skáldkonu. Bræður
Skúla vora: Þórður læknir, faðir
Þorvalds, forstjóra í Reykjavík, og
Emils tónskálds, Þorvaldur nátt-
úrufræðingur og Sigurður verk-
fræðingur, faðir Gunnars forsætis-
ráðherra.
Skúh var sonur Jóns Thoroddsen,
sýslumanns og skálds í Haga, Þórð-
arsonar og konu hans, Kristínar
Ólínu Þorvaldsdóttur, alþingis-
manns Sívertsen.
Systir Drífu er Jórunn Viðar, tón-
skáld og píanóleikari, móðir Katrín-
ar Fjeldsted, læknis og borgarfull-
trúa. Foreldrar Drífu voru Einar
Viðar, bankaritari og söngvari í
Reykjavík, ogkona hans, Katrín
Jónsdóttir Norðmann, kaupmanns
EinarThoroddsen.
á Akureyri. Foreldrar Einars voru
Indriði Einarsson, rithöfundur og
alþingismaður, og kona hans,
Martha María Guðjöhnsen.
Eggert Benónýsson
Eggert Benónýsson útvarpsvirki,
Ljósalandi 16, Reykjavík, varð átt-
ræðurígær.
Eggert fæddist að Háafelh í
Skorradal og ólst þar upp. Hann
stundaði nám við Hvítárbakkaskóla
1922-24. Eggert setti upp rafstöð að
Háafelh 1928 og smíðaði útvarps-
tæki um sama leyti. Hann starfaði
sem útvarpsvirki á Viðgerðarstofu
Útvarpsins frá 1932-42 og var for-
stöðumaöur þar tvö síðustu árin.
Eggert stofnaði Viðgerðarstofuna í
Reykjavík 1942 og rak hana th 1972.
Hann sat í stjóm Bridgefélags
Reykjavíkur 1950T58, í stjórn
Bridgesambands íslands 1955-63 og
var forseti Bridgesambands íslands
1960-62.
Kona Eggerts var Magnea Kjart-
ansdóttir, f. 17.7.1907, d. 12.5.1979,
dóttir Kjartans Vilmundarsonar frá
Jaðri í Grýtubakkahreppi og Ingu
Guðmundsdóttur frá Syðri-Greni-
víkíGrímsey.
Eggért og Magnea eignuöust tvær
dætur. Þær era: Svala, f. 11.2.1937,
bókari hjá Krabbameinsfélaginu,
gift Baldri Einarssyni tæknifræð-
ingi, og Erla, f. 18.1.1942, lyfjafræð-
ingur hjá G. Ólafsson hf„ gift Ing-
ólfi Antonssyni tæknifræðingi.
Systkini Eggerts eru: Halldóra, f.
19.3.1899, en hún var lengst af bú-
stýra á Reykjum í Lundarreykjadal;
Helgi, f. 23.4.1900, b. og útgerðar-
maður í Vestmannaeyjum, kvæntur
Nönnu Magnúsdóttur frá Vestur-
húsum í Vestmannaeyjum; Guðrún,
f. 3.6.1901, gift Eiríki Þorsteinssyni
frá Húsey, en þau bjuggu á Bakka-
koti í Skorradal; Halldór, f. 5.4.1903,
b. á Krossi í Lundarreykjadal,
kvæntur Áslaugu Árnadóttur frá
Lundi í Lundarreykjadal; Ólafur, f.
19.6.1907, kvæntur Sigríði Sigurðar-
dóttur frá Gegnishólum en þau
flutttu til Reykjavíkur um 1940 og
stofnaði Ólafur Reykiðjuna sem
hann rak til dauðadags.
Foreldrar Eggerts voru Benóný
Helgason, b. að Háafelh, £-29.2.1876,
d. 2.6.1947, og kona hans, Guðný
Magnúsdóttir, f. 30.12.1874, d. 18.11.
1963.
Guðný var dóttir Magnúsar, b. á
Stálpastöðum og Tungufelh, Egg-
ertssonar, b. á Eyri í Flókadal,
Gíslasonar, prests í Hítamesþing-
um, Guðmundssonar. Bróðir Magn-
úsar var Guðmundur, afi Guð-
mundar Eggertssonar prófessors.
Móðir Magnúsar var Guðrún, dóttir
Vigfúsar Guðmundssonar, b. á
Auðsstöðum í Hálsasveit, og konu
hans, Guðrúnar Jónsdóttur, systur
Eggert Benónýsson.
Jóns Hjaltahns, landlæknis og for-
stöðumanns Læknaskólans, Jóns-
sonar Hjaltalín, prests og skálds á
Breiðabólstað á Skógarströnd,
Oddssonar Hjaltalíns, lögréttu-
manns að Reyðará, Jónssonar
Hjaltahns sýslumanns. Móðir Jóns
landlæknis var Gróa Oddsdóttir,
prests á Reynivöhum, Þorvarðsson-
ar.
Benóný var sonur Helga, b. í
Galtavík, Bjömssonar, Helgasonar,
b. í Heyhölti á Landi, Erlendssonar.
Helgi í Galtavík var bróðir Guð-
bjarna, langafa dr. Sigmundar Guð-
bjarnasonar rektors.
Ásgeir Ragnar Þorsteinsson
Ásgeir Ragnar Þorsteinsson sjó-
maður, Brekkubraut 21, Akranesi,
varð áttræður í gær.
Ragnar fæddist í Eyrardal í Álfta-
firði við Djúp og ólst upp við Álfta-
fjörð, á Langeyri, í Hnífsdal og á
Isafirði. Hann naut barna- og ungl-
ingafræðslu, lærði síðar tungumál
ogtókfiskimannaprófiðhiðmeira -
frá Stýrimannaskólanum í Reykja-
vík 1930. Eftir það var hann stýri-
maður og skipstjóri á ýmsum skip-
um og síðast á Venusi frá Hafnar-
firði 1943, en þá hætti Ragnar sjó-
mennsku og keypti jörðina Höfða-
brekku í Mýrdal þar sem hann bjó
ítuttuguogsexár.
Ragnar sat í yfirskattanefnd í tíu
ár, var formaður björgunarsveitar
SVFÍ í tuttugu ár, formaður
Hvammsdeildar Kaupfélags Skaft-
felhnga í fjölda ára og í stjórn fram-
sóknarfélags Vestur-Skaftfelhnga í
fiölda ára, auk þess sem hann stund-
aöi barnakennslu í fimm vetur og
síðar einn vetur á Akranesi.
Ragnar flutti í Kópavoginn þegar
hann brá búi og stundaði þá banka-
störf um skeið en flutti á Akranes
1981 og hefur stundað þar trhluút-
gerð og húið þar síðan.
Hann hefur skrifað tólf bækur, þar
af eina ævisögu, skáldsögur, ævi-
þætti og unglingabækur, auk um
sextíu smásagna og ýmissa greina-
skrifa í blöð og tímarit. Ragnar var
sæmdur afreksbikar sjómanna-
dagsins ásamt sveit sinni fyrir
björgun 1962 og hann var sæmdur
gihlmerki SVFÍ1983.
Ragnar er þríkvæntur. Fyrsta
kona hans var Guðrún Lilja Gísla-
dóttir húsmóðir, f. 23.7.1909, dóttir
Kristjaníu Bjarnadóttur og Gísla
Árnasonar umsjónarmanns. Ragn-
ar og Guðrún eignuðust sex börn
og eru fimm þeirra á lífi. Börn
þeirra: Reynir, lögreglumaður, flug-
maður og útgerðarmaður í Vík, f.
16.1.1934; Þorsteinn Viðar, verk-
stjóri hjá Járnblendiverksmiðjunni
á Grundartanga, f. 1.10.1936; VaTdís
innanhússarkitekt, f. 26.10.1939;
Björk, f. 17.5.1944, d. 1963; Guðrún
Salome, forstöðukona ehiheimhis-
ins Heiðarbæjar á Kirkjubæjar-
klaustri, f. 23.7.1945 og ína Sóley,
myndlistarkona og kennari, f. 24.5.
1947.
Ragnar og Guðrún skildu 1970.
Önnur kona Ragnars var Matthhd-
ur Edwald blaðamaður, f. 16.3.1909,
d. 22.8.1975, dóttir Jóns Edwald,
konsúls á ísafirði, og konu hans,
Matthildar Lýðsdóttur. Þriðja kona
Ragnars er Anna Soffía Hákonar-
dóttir, dóttir Hákonar Halldórsson-
ar, skipstjóra á Akranesi.
Ragnar er elstur tíu systkina, sjö
bræöra og þriggja systra. Tveir
bræður Ragnars era látnir.
Foreldrar Ragnars voru Þorsteinn
'Mikael Ásgeirsson, hátaformaður
við Djúp, f. 6.2.1877, og kona hans,
Rebekka, húsmóðir og saumakona,
f. 15.11.1884, Bjarnadóttir, að Nesi í
Asgeir Ragnar Þorsteinsson.
Grunnavík, Jakobssonar, b, á Snæ-
fiöllum, Tómassonar, b. á Nesi í
Grunnavík og á Snæfiöllum, Ás-
grímssonar Björnssonar.
Þorsteinn var sonur Ásgeirs Páls-
sonar, húsmanns á Tröð og að Eiði,
og konu hans, Rannveigar Þórðar-
dóttur, h. að Blámýrum, Þorsteins-
sonar, aö Bakka í Árnarfirði, Þor-
steinssonar.
Ivar Björnsson
ívar Björnsson vélstjóri, Síðumúla
21, Reykjavík, er sjötugur í dag.
ívar fæddist á Hofsósi og ólst þar
upp. Á sumrin dvaldi hann með for-
eldrum sínum á Siglufirði. Fjórtán
ára fór ívar fyrst á sjó með fóöur
sínum og alla tíð síðan var sjó-
mennska aðalstarf hans. Frá árinu
1939 var ívar vélstjóri og stýrimaður
á fiskiskipum og togurum. Hann fór
í Stýrimannaskólann og tók stýri-
mannapróf hið minna.
Árið 1940 kvæntist ívar Aðal-
björgu Hjartardóttur frá Hvammi í
Þistilfiröi. Hún er látin.
Börn ívars og Aðalbjargar urðu
átta en fimm eru á lífi. Tvö barn-
anna dóu í bernsku en elsti sonur-
inn, Ævar Rafn, drukknaði þegar
Sigurfari fórst í Hornafiarðarósi
þann 17. apríl 1971.
Þau fimm, sem eru á lífi, eru:
Björn Sigurður, býr á Hofsósi og er
ívar Björnsson.
borg, býr í Reykjavík og er gift Birni
Gústafssyni.
ívar átti tvo bræður, Sófanías og
Kjartan Már, býr í Vestmannaeyj- um og er kvæntur Sigríði Óskars- dóttur; Indriði, býr í Reykjavík og er kvæntur Kristjönu Steinþórs- dóttur; Jónína, býr í Reykjavík og er gift Herði Jóhannessyni; Her- Hermann enþbir eru báðir látnir. Foreldrar ívars voru Bjöm Jóns- son sjómaöur, fæddur 11. september 1892, lést i apríl 1954, og Jónína Her- mannsdóttir, fædd 16. júlí 1893, lést ínóvemberl984.
Litlalandi. Ölfnshrenni
85 ára Jórunn Helgadóttir, Hverfisgötu 35, Reykjavik.
Helga Friðbjarnardóttir, Hraungerði 4, Akureyri. Fanney Gunnlaugsdóttir, Hafnargötu 50b, Bolungarvik. Sigurjón Guðjónsson, Einar Þorvarðarson, Reynihvammi 6, KópavogL
50 ára
Efra-Holti, Stokkseyri. Lonní Jensíne Egilsson,
80 ára Unufelh 16, Reykjavík.
Þórdis Guðrún Ániadóttir, Fjarðarstræti 21, ísafiröi. 40 ára
_ Ólafur B. Snorrason,
75 ára Reynivöhum 8, Selfossi. Jóhann Jóhannsson,
Kristin Sveinbjörnsdóttir, Þverhamri, Breiðdalshreppi. Hólalandi 20, Stöðvarhreppi. Sigríður Jónsdóttir, Hólavegi 33, Siglufirði.
70 ára Einar Otti Guðmundsson, Urðarvegi 16, ísafiröi.
Guðriður Kristjánsdóttir, Fellsmúla 13, Reykjavík. Karl Steingrimsson, Hróaldsstöðum, Vopnafiarðar- hreppi.
60 ára Hverafold 96, Reykjavík. Jóhanna Ragnarsdóttii’,
Regina Guðiaugsdóttir, Aðalgötu 24, Siglufirði. Siguröur Ingvarsson, Hjallabraut 43, Hafnarfirði. yíglundur Pálsson, Ólafsvegi 45, Ólafsfiröi.
ÆTTFRÆÐINÁMSKEIÐ
I þessari og næstu viku fara af stað ættfræðinámskeið í Reykjavík
og standa í 7 vikur. Þátttakendur læra að taka saman ættartölu
og niðjatal, fræðast um öruggar og fljótlegar leitaraðferðir og njóta
fyrsta flokks aðstöðu til rannsókna á eigin ættum og frændgarði.
Unnið verður úr fjölda heimilda um ættir þátttakenda, m.a. úr
öllum manntölum 1703-1930, kirkjubókum og útgefnum ætt-
fræðiverkum. Einnig er boðið upp á 5 vikna framhaldsnámskeið.
- Ættfræðiþjónustan tekur að sér að rekja ættir fyrir einstaklinga
og fjölskyldur, m.a. 4-6 ættliða ættartré á tilboðsverði. Nánari
uppl. í síma 27101 kl. 9-19 daglega.
ÆTTFRÆÐIÞJÓNUSTAN - SÍMI 27101.