Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1988, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1988, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988. 41 DV Afmæli Jóhannes Geir Gíslason Jóhannes Geir Gíslason, b. í Skál- eyjum, er fimmtugur í dag. Jóhannes Geir fæddist í Skáleyj- um og ólst þar upp. Hann lauk bú- fræðinámi frá Hvanneyri 1958, var b. í Flatey frá 1968-77 og b. í Skáleyj- um frá 1977, en þar býr hann nú félagsbúi við bróður sinn, Eystein Gíslason. Þeir bræður eru í fimmta bð búenda frá Pétri Jónssyni og Margréti Magnúsdóttur sem hófu búskap í Skáleyjum 1821, en ættin mun þó vera eldri þar í eyjunum þótt það hafi hingað til ekki verið staðfest. Pétur og Margrét sátu Innribæ sem þá var fjórðungurjarð- arinnar í Skáleyjum og hefur ættin kennt sig við Innribæinn þótt nú sé jörðin eitt býli. Fyrrv. kona Jóhannesar er Svan- hildur Jónsdóttir, frá 1968-77. Sam- býliskona Jóhannesar frá 1983 er Sigríður Ásgrímsdóttir. Stjúp- og fósturbörn Jóhannesar eru Tryggvi Gunnarsson, f. 9.5.1963, ogÞórdís Una Gunnarsdóttir, f. 15.4. 1965. Börn Jóhannesar eru Helga Mar- ía, f. 23.2.1969 og Hildigunnur, f. 23.3.1972. Jóhannes er fimmti í röðinni sjö sytkina sem öli eru á lífi. Foreldrar Jóhannesar voru Gísli Einar Jóhannesson, b. í Skáleyjum, f. 1.1.1901, d. 27.1.1984, og kona hans Sigurborg Ólafsdóttir hús- freyja, f. 26.6.1904, d. 5.3.1984. Föðurforeldrar Jóhannesar voru Jóhannes Jónsson, b. í Skáleyjum, og kona hans María Gísladóttir. Jó- hannes var sonur Jóns Guömunds- sonar úr Bjarneyjum og Kristínar Pétursdóttur. María var dóttir Gísla Einarssonar og Kristínar Jónsdótt- ur úr Hvallátrum. Jóhannes og María voru uppeldissystkin, en Gísli og Kristín Pétursdóttir vöru hvors annars seinni makar. Systir Kristínar úr Hvallátrum var Ses- selja, móðir skáldanna Ólínu og Herdísar Andrésdætra og Maríu frá Stykkishólmi er náði hundraðogsex ára aldri. Önnur systir Kristínar var Sigríður, móðir Björns Jónssonar, ráðherra og ritstjóra, fóður Sveins forseta. Kristín Pétursdóttir var dóttir Pét- urs Jónssonar, b. í Skáleyjum, og konu hans Margrétar Magnúsdótt- ur frá Skógum, föðursystur Matthí- asar Jochumssonar. Sigurborg var dóttir Ólafs Berg- sveinssonar, b. og skipasmiðs í Hvallátrum, og Ólínu Jónsdóttur frá Hlíð í Þorskafirði. Ólafur var sonur Bergsveins, b. í Bjarneyjum, Ólafs- sonar og Ingveldar Skúladóttur. Foreldrar Bergsveins voru Ólafur, b. og hagleiksmaður í Sviðnum, Teitsson og kona hans Björg, dóttir Eyjólfs, b. í Svefneyjum, Einarsson- ar. Jóhannes Geir Gislason Matthías Þ. Hreiðarsson Matthias Þórður Hreiðarsson tannlæknir, til heimihs að Hverfis- götu 117, Reykjavík, er sjötíu og fimm áraídag. Matthías Þórður lauk stúdents- prófi frá MR1934, var eitt ár í lækn- isfræði við HÍ, síðan í námi í Ham- borg og þar næst í Múnchen, en tók lokapróf í Hamborg 1939 og öðlaðist tannllæknaleyfi sama ár. Hann starfaði síðan sem tannlæknir í Reykjavík frá 1939. Matthías Þórður starfaði í styrktarsjóð TFÍ frá 1944-57. Kona Matthíasar Þórðar var Kar- en Hreiðarsdóttir, fædd Georgsdótt- ir, húsmóðir, f. 22.12.1912, d. 27.8. 1974. Foreldrar Karenar voru Georg Georgsson læknir og Karen Wat- hne. Matthías Þórður og Karen eignuð- ust fjögur börn. Þau eru: Kristín húsmóðir, f. 2.4.1941, gift Valdimar Óskarssyni skrifstofumanni; Ebsa- bet snyrtisérfræðingur, f. 7.1.1943, gift Lýð Sörlasyni hárskerameist- ara; Matthías Hreiðar vélaverk- fræðingur, f. 4.9.1946, kvæntur Margréti Aðalsteinsdóttur hjúkr- unarfræðingi; og Alfreð Georg raf- vélavirki, f. 10.1.1957, kvæntur Sigr- únu Hrafnhhdi Helgadóttur banka- ritara. Systir Matthíasar er Guðný, hús- freyja og ritari við Fjölbrautarskól- annviðÁrmúla. Hálfsystkini Matthíasar eru Guð- björg Ásgeirdóttir; Sólveig Ásgeir- dóttir, kona Péturs biskups; og Ás- geirÁsgeirsson. Foreldrar Matthiasar voru Hreið- ar Geirdal Eyjólfsson verslunar- maður, f. 4.1.1880, d. 30.1.1970, og Kristín Matthíasdóttir húsmóöir, f. 9.8.1893, d. 6.5.1931. Föðurforeldrar Matthíasar Þórðar voru Eyjólfur Bjarnason bóndi og Jóhanna Halldórsdóttir húsfreyja. Móðurforeldrar Matthíasar Þórð- ar voru Matthías Eggertsson, prest- ur í Miðgörðum í Grímsey, og Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja. Matthías Þ. Hreiðarsson. Séra Matthías var sonur Guðbjarg- ar Ólafsdóttur, á Rauðumýri Bjarnasonar, og Eggert barnakenn- ari á ísafirði Jochumsson, bróðir Matthíasarskálds. Ingibjörg María Karisdöttir Ingibjörg María Karlsdóttir, Vesturbergi 74, Reykjavík, er fertug ídag. Ingibjörg er dóttir Karls Sveins- sonar, fyrrv. leigubílstjóra, og konu hans Önnu Bjarnardóttur húsfrúar. Ingibjörg hóf ung störf hjá Penn- anum en þaðan fór hún til starfa á fæðingardeild Landspítalans. Þá vann hún í mötuneyti Sjónvarpsins en réð sig svo á veitingahúsið Lækj- arbrekku þar sem hún starfar enn. Ingibjörg er gift Rafni Árnasyni, prentara hjá auglýsingastofu Krist- ínar, en hann er fæddur 30.5.1946. Foreldrar Rafns eru Kristín Zop- hóníasardóttir og Árni Þorláksson. Þau eru búsett á Akureyri. Börn Ingibjargar og Rafns eru: Magnús, f. 13.1.1969, nemi; Bergbnd, f. 14.10.1970, nemi; Ægir, f. 14.4.1975. Ingibjörg verður erlendis á af- mæbsdaginn. Ingibjörg Maria Karlsdóttir. Kristján Finnsson Kristján Finnsson, skipstjóri, Hbðarbergi, Djúpavogi, er fertugur ídag. Kristján fæddist á Djúpavogi og gekk í bama- og ungbngaskólann þar. Kristján er sjómaður síðan 1963. Hann tók fiskimannapróf hið meira frá Stýrimannaskólanum árið 1968. Kristján flutti aftur til Djúpavogs í desember 1981 og réði sig á togar- ann Sunnutind. Á Sunnutindi starf- ar Kristján enn, sem fyrsti stýri- maðurogskipstjóri. Kristján er ókvæntur en á eina dóttur, Lovísu Sigrúnu, fædd 10.12. 1979, og er hún til heimihs á Bása- hrauni 24 í Þorlákshöfn. Systkini Kristjáns eru Alda, fædd 27.9.1947, gift Víði Bjömssyni, bif- reiðastjóra, og eiga þau þrjár dætur; Unnur, fædd 13.12.1949, húsmóðir á Djúpavogi, hún á þrjú börn; Trausti, fæddur 21.1.1952, sjómaður á Djúpa- vogi; Bára ólafsdóttir, fædd 14.8. '1944, er hálfsystir Kristjáns. Hún er gift Einari Ásgeirssyni skipstjóra á Breiðdalsvík og eiga þau 2 börn. Faðir Kristjáns var Finnur Kristj- ánsson, fæddur 6.10.1912 látinn 6.9. 1983, sjómaður, fæddur á Núpi á Berufjarðarströnd, sonur Kristjáns Finnssonar, útvegsbónda á Núpi, og konu hans Þórunnar Hjörlebsdótt- ur á Núpi, Þórarinssonar Long. Þau Finnur og Þorbjörg' bjuggu lengst af í Birkihlíð í Djúpavogi. Langafi Kristjáns í föðurætt var Finnur Guðmundsson, söðlasmiður og bóndi á Tunguhóh í Fáskrúðs- firði, sonur Guðmundar Guð- mundssonar, bónda á Ósi í Breiðdal og Vík í Fáskrúðsfirði, og Bjargar Bjömsdóttur Jónssonar „almátt- uga“. Þorbjörg Ákadóttir, fædd 13.11. 1922, er móðir Kristjáns. Foreldrar hennar vora Áki Kristjánsson Kristján Finnsson. bræðslumaður og kona hans Áslaug Jónsdóttir. Áki og Áslaug bjuggu allan sinn búskap í Brekku í Djúpa- vogi og eignuðust 14 börn. Guðrún Soffia Jónsdóttir Guðrún Soííía Jónsdóttir. Grens- ásvegi 60, Reykjavík, er sextug í dag. Guðrún er fædd í Reykjavík, dótt- ir Jóns L. Guðmundssonar pípu- lagningamanns, en hann er látinn, og Guðjónu Benediktsdóttur. Býr hún í Mosfellssveit. Guðrún á tvö börn, Önnu Jónu Backman og Guðjón Brodda Back- man. Guðrún verður erlendis "á af- mæbsdaginn. Guðrún. Soffía Jónsdóttir. Til hamingju með daginn 90 ára 50 ára Kristín Jónsdóttir, Snorrabraut 58, Reykjavík. Kolbrún Valdimarsdóttir, Stabaseb 7, Reykjayík. Sólveig Guðmundsdóttir, Amarholti, Staiholtstungna- 85 ára hreppi. Guðni Ásmundsson, Sigriður Jónsdóttir, Svalbarði, Kirkjuhvammshreppi. Jóhann Jóhannesson, Sólheimum, Staðarhreppi. Tryggvi Jónatansson, Litia-Hamri, Öngulstaðahreppi. Hlégerði 2, ísafiröi. 40 ára Margrét Ingadóttir, Fjarðarseb 15, Reykjavík. Gunnþór Ingason, Tjarnarbraut 3, Hafnarfirði. Sturlaugur Ólafsson, Drangavöbum 6, Keflavík. 75 ára Guðmar Gunnlaugsson, Stekkjargerði 6, Akureyri, Hilmar Jósefsson, Fögrubrekku 2, Vopnafirði. Guðrún Guðmundsdóttir, Álfhólsvegi 118, Kópavogi. 70 ára Fanney Theódórsdóttir, Þinghólsbraut 30, Kópavogi. Stefán Pétur Sveinsson, Illugagötu 56, Vestmannaeyjum. Anna Þ. Snæland, Reykholti 1, Biskupstungum. Þuríður Ólafsdóttir, Lækjarhvammi 6, Laxárdals- hreppi. Andlát Sigurður Sigursteinsson Sigurður Sigursteinsson. Sigurður Sigursteinsson bifreiða- stjóri, Vallarbraut 5, Seltjarnarnesi, lést 31. ágúst sl. en hann verður jarðsettur frá Dómkirkjunni í dag, föstudaginn 9.9., klukkan 15.00. Sigurður fæddist á Akureyri 15.9. 1926 og ólst þar upp. Eftir almenna skólagöngu stundaði hann versiun- arstörf um hríð en hóf síðan ak.c tur vörabifreiða. Frá 1949 hefur hc in ekið leigubbreiðum, fyrst hjá BSO á Akureyri en síðan 1974 hjá BSR í Reykjavík. Sigurður kvæntist 3.11.1946 eftir- hfandi konu sinni, Önnu G. Árna- dóttur frá Eskbirði. Eignuðust þau þrjá syni sem ahir eru á lifi. Foreldrar Siguröar: Sigursteinn Gunnlaugsson, sjómaður á Akur- eyri, og kona hans, Kristín Jóhanns- dóttir frá Nolli í Höföahverfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.