Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1988, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1988, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988. Útlönd dv riki Bandarikjanna? 51. Gamla slagorðið úr sjálfstæðis- baráttu Ameríkana, „Engin skatt- heimta án fulltrúa á þingi“, er kom- ið á kreik á nýjan leik. Slagorðið, sem varð nýlendunum hvatning til aö heíja uppreisn gegn breska kónginum fyrir rúmum tvö hundruð árum, þjappar nú saman íbúum höfuðborgar Bandaríkj- anna, Washington D.C., sem eru ekki sáttir við að þurfa að borga skatta til alríkisstjórnarinnar án þess að eiga fulltrúa með atkvæðis- rétt á þingi. Markmið þeirra er einnig sjálf- stæði, að breyta mestu af því sem núna heitir Columbia umdæmi (District of Columbia) í ríki sem kaliað verður Nýja Columbia (New Columbia) og hefði sömu réttindi og hin ríkin flmmtíu. „Þetta er ekki sanngjarnt. Við erum eina lýðræðisríkiö í heimin- um sem neitar íbúum höfuðborgar sinnar um fulltrúa með atkvæðis- rétt á landsþinginu," segir Walter Fauntroy, sem er fulltrúi umdæm- isins á þingi, án atkvæðisréttctr. Demókratar vilja hjálpa Demókratar segja að þeir muni leggja málstað höfuðborgarinnar gott lið ef frambjóðandi þeirra, Michael Dukakis, sigrar í forseta- kosningunum og áframhald verður á meirihluta þeirra á þingi. Hvert ríki Bandaríkjanna hefur tvo öldungadeildarþingmenn og fjöldi fulltrúadeildarþingmanna er í samræmi við fólksfjölda í hverju ríki. Ef Nýja Columbia verður fimm- tugasta og fyrsta ríkið munu demó- kratar að líkindum hljóta báða öld- ungadeildarþingmenn ríkisins, og það gæti tryggt meirihluta þeirra í öldungadeildinni til frambúðar. Einn af þeim sem talinn er líkleg- ur til aö verða annar af öldunga- deildarþingmönnum hins nýja rík- is er Jesse Jackson sem í vor varð í öðru sæti á eftir Dukakis í for- kosningum demókrata. Um 70% af íbúum Washington- borgar eru blökkumenn, þar sem megnið af því hvíta fólki, sem starf- ar í borginni, býr í nágrannaríkj- unum, Maryland og Virginia. Loforð um stuðning við óskir höfuðborgarinnar í þessum efnum var eitt af því sem Jackson kreisti út úr Dukakis er þeir sömdu frið á flokksþingi demókrata í júlí. „Þetta var hluti af samkomulag- inu,“ segir Sharon Pratt Dixon, gjaldkeri Demókrataflokksins og stuðnjngsmaður Jacksons. „Þetta myndi stórléga bæta stööu svartra í samfélaginu og með stuðningi Dukakis forseta gætum við náð að snúa nokkrum þijósk- um atkvæðum okkur í hag,“ segir Dixon, sem líklega býður sig fram til borgarstjóra Washingtonborgar éftir tvö ár. Breyttar forsendur Þegar Bandaríkjaþing valdi sér þingstað fyrir tvö hundruð árum hefði fáum komið til hugar að borg- in ætti eftir að verða sautjánda stærsta borg Bandaríkjanna með fleiri en sjö hundruð þúsund íbúa, sem er meiri íbúafjöldi en í ríkjun- um Alaska, Delaware, Vermoní og Wyoming. „íbúar Columbia umdæmis borga meira en einn milljarð Bandaríkjadollara á ári í skatta til alríkisstjórnarinnar, og það er meira en níu ríki skila. Skattar á hvern einstakling eru með þeim hæstu í Bandaríkjunum og í Víet- namstríðinu féllu hlutfallslega flestir frá Washingtonborg, en samt erum við ekki fullkomnir Banda- ríkjamenn," segir Fauntroy. Aukin réttindi í gegnum árin í gegnum árin hafa réttindi íbúa höfuðborgarinnar veriö aukin verulega. Þeir mega nú kjósa í for- setakosningum og fá að hafa sinn eigin borgarstjóra og borgarstjórn, þótt það sé þingið sem endanlega tekur ákvarðanir um öll mál í borg- inni. Þingið samþykkti einnig breyt- ingu á stjórnarskránni, sem fól í sér að íbúar höfuðborgarinnar fengju fulltrúa á þing eftir sömu reglum og að um eiginlegt ríki væri aö ræða, en sú breyting varö til einskis þegar tilskilinn fjöldi ríkja fékkst ekki til að staðfesta hana. Það sem einna helst kemur í veg fyrir það að Columbia umdæmi fái ríkisréttindi er það að íbúar þar þykja of hallir undir demókrata og vinstri stefnu. Það er hins vegar mun einfaldara að samþykkja að umdæmið verði gert að nýju ríki, því að til þess þarf einungis einfaidan meirihluta í báðum deildum þingsins. Vanda- máhð er hins vegar aö ekki er til meirihluti fyrir slíkri samþykkt á þingi eins og er. Dukakis lausnin? Forystumenn umdæmisins hugsa sér gott til glóðarinnar ef Michael Dukakis kemst til valda, því að þá treysta þeir því að Ðukak- is muni beita sér fyrir því aö fá þingmenn til að ljá lagafrumvarpi um hið nýja ríki atkvæði sín. Þaö er þó óvíst aö það takist því að andstaða við nýja ríkið er megn á þingi. Meðal raka, sem notuð hafa verið, eru þau að ríkið geti ekki á nokkurn hátt staðið undir sér fjárhagslega, að ekki sé til í umdæminu grundvallaraðstaða, sem hvert ríki þarf að hafa, og nefnt því til stuðnings að um tvö þúsund sakamenn frá umdæminu séu í fangelsum annars staðar í ríkinu. Einnig er það nefnt að Columbia umdæmi standi á landsvæði sem á sínum tíma var fengið að gjöf frá Maryland og Virginia. Reuter íbúar í Washington, höfuðborg Bandarikjanna, vonast nu til að Michael Dukakis muni veita þeim fulltingi sitt í baráttunni fyrir ríkisréttindum. ef hann nær kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Dukakis féllst á að gera slíkt eftir að Jesse Jackson fór fram á það á flokksþingi demókrata í júli síðastliðnum. Simamynd Reuter Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Baldursgata 7 A, hluti, .þingl. eig. Gunnar Heiðdal, mánud. 12. sept. ’88 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Karfavogur 44, aðalhæð, tald. eig. Gunnlaugur Kristjánss. og Huld Ingi- marsd, mánud. 12. sept. ’88 kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Laugavegur 24, 3. hæð, þingl. eig. menntamálaráðherra v.kvikmynda- sjóðs, mánud. 12. sept. ’88 kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er Eggert B. Ólafs- son hdl. Reykás 37, 3. hæð, þingl. eig. Bjöm Halldórsson og Ólöf Asgeirsdóttir, mánud. 12. sept. ’88 kl. 10.45. Uppboðs- beiðandi er Verslunarbanki íslands hf. Beykihh'ð 25, þingl. eig. Jóna Sigr. Þorleiísdóttir, mánud. 12. sept. ’88 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Sigurður G. Guðjónsson hdl. Kelduland 15, 1. hæð t.v„ talinn eig. Friðrik Stefánsson, mánud. 12. sept. ’88 kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Meðalholt 14, hluti, þingl. eig. Þórir Magnússon og María Jóhannsdóttir, mánud. 12. sept. ’88 kl. 15.00. Uppboðs- beiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Rjúpufell 27, 4. hæð t.v., þingl. eig. Sigurbjöm Bjamason, mánud. 12. sept. ’88 kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er Klemens Eggertsson hdl. Deildarás 15, þingl. eig. Ólafúr Vignir Sigurðsson, mánud. 12. sept. ’88 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur eru Páll Ar- nór Pálsson hrl., Steingnmur Eiríks- son hdl„ Búnaðarbanki íslands, Veð- deild Landsbanka íslands, Lands- banki íslands, Verslunarbanki íslands hf„ Tryggingastofhun ríkisins, Magn- ús Fr. Amason hrl., Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hdl., Sveinn H. Valdi- marsson hrl„ Ámi Einarsson hdl., Sig- urður A. Þóroddsson hdl, Guðjón Ármann Jónsson hdl., Sigríður Thorlacius hdl., Guðmundur Jónsson hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Espigerði 14, 3. hæð t.h., þingl. eig. Gunnar Malmquist, mánud. 12. sept. ’88 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Fumgerði 21, 3. hæð t.v., þingl. eig. Helga Kemp Stefánsdóttir, mánud. 12. sept. ’88 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Kleifarsel 6,1. hæð, þingl. eig. Baldur Baldursson og Guðrún Baldursd., mánud. 12. sept. ’88 kl. 14.45. Uppboðs- beiðendur em Gjaldheimtan í Reykja- vík, Veðdeild Landsbanka íslands, Innheimtustofnun sveitarfélaga, Guð- mundur Kristjánsson hdl., Lands- banki íslands, Verslunarbanki íslands hf. og Þórunn Guðmundsdóttir hrl. Spóahólar 20, 3. hasð merkt A, talinn eig. Guðjón Garðarsson, mánud. 12. sept. ’88 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur em Búnaðarbanki Islands, Gjald- heimtan í Reykjavík,.Veðdeild Lands- banka Islands, Tryggingastofnun rík- isins og Verslunarbanki íslands hf. Mímisvegur 4, þingl. eig. Kristín Kjartansd, mánud. 12. sept. ’88 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur em Gjald- heimtan í Reykjavík, og Þórunn Guð- mundsdóttir hrl. Neðstaberg 5, þingl. eig. Finnbogi G. Kristjánsson, mánud. 12. sept. ’88 kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur em Eggert B. Ólafsson hdl., Lögmenn Hamra- borg 12, Gjaldheimtan í Reykjavík og Veðdeild Landsbanka íslands. Öldugi-andi 3, íb. 01-04, þingl. eig. Ámi Sævar Gunnlaugsson, mánud. 12. sept. ’88 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur em Guðni Haraldsson hdl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Veðdeild Landsbanka íslands, Landsbanki íslands, Inn- heimtustofiiun sveitarfélaga, Sigurm- ar Albertsson hrl., Ásgeir Þór Ama- son hdl., Ásgeir Thoroddsen hdl. og Skiptaréttur Reykjavíkur. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK Grettisgata 61, hl., þingl. eig. Ólafúr Lárus Baldursson, mánud. 12. sept. ’88 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Krummahólar 6, 1. hæð DE, þingl. eig. Elsa Bjamadóttir og Magnús Loftsson, mánud. 12. sept. ’88 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Ólafúr Axelsson hrl. Álftahólar 4, 2. hæð C, þingl. eig. Anna María Baldvinsdóttir, mánud. 12. sept. ’88 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Háteigsvegur 10, 1. hseð, þingl. eig. Þórir H. Öskarsson, mánud. 12. sept. ’88 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Langholtsvegur 180,1. hæð, þingl. eig. Guðbjörg Þórðardóttir, mánud. 12. sept. ’88 kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Guðjón Ármann Jónsson hdl. Nönnugata 14,3.t.h„ þingl. eig. Þórð- ur Vigfússon, mánud. 12. sept. ’88 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.