Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1988, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988. 9 Hér er búið að ræsa mótor á Pershing II eldflaug í Texas í gær. Þetta er fyrsta skrefið i eyðileggingu þessara flauga. Simamynd Reuter Útlönd Eldur i farþegaferju Björg Eva Eriendsdóttir. DV, Osló: Eldur varð laus í farþegaferjunni Holgeiri danska sem var á leið frá Danmörku til Osló í nótt Um tvö hundruö farþegar voru um borö í fetjunni en engan mann sakaði. Ferjunni tókst að komast að landi við Horten við OslóQörð þar sem allt tiltækt brunaliö og sjúkrabílar og lögregla biðu hennar. Klukkan var hálfsex um morgun þegar Holgeir danski lagðist að bryggju í Horten og um hálfáttaley- tið var búið að koma öllum far- þegunum í land. Siökkviðið var þá vel á veg komið með að ráða niður- lögum eldsins sem kom upp í mat- sal fetjunnar. Eyðing kjarnorku- flauga hafin Bandaríkjamenn eyðilögðu í gær fyrstu kjamorkueldflaugamar í samræmi við samninginn milli Sov- étríkjanna og Bandaríkjanna um eyöingu á meðaldrægum eldflaug- um. Eyðileggingin fór fram í Kamack í Texas og viðstaddir vom, meðal ann- arra, George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, og fulltrúar Sovét- ríkjanna. Fyrstu eldflaugamar, sem voru eyðilagðar, voru af Pershing I og n gerð og fór eyöileggingin þannig fram að fyrst vom mótorar flaug- anna settir í gang og því næst voru þeir eyðilagðir í málmpressu. í gær var einnig byrjað að flytja eldflaugar, sem staðsettar hafa verið í Bretlandi, til Bandaríkjanna, þar sem þær verða eyðilagðar. Þetta eru merkilegir atburðir fyrir þær sakir að í fyrsta skipti í sögunni hafa stórveldin haflð eyðileggingu kjamorkuvopna samkvæmt gagn- kvæmum samningum og undir gagn- kvæmu eftirliti. Reutcr Grænfrið- ungarokk í Moskvu Talsmenn grænfriöunga í Bret- landi sögðu í gærkvöldi að samtökin myndu gefa út rokkhljómplötu í Moskvu á næsta ári. Sögðu þeir að þetta yrði í fyrsta skipti sem vestræn rokkhljómplata væri fyrst gefin út í Sovétríkjunum. Á hljómplötunni munu meðal ann- arra The Pretenders, Simple Minds, Talking Heads, Brian Ferry, Euryth- mics og U2 flytja hljómlist sína. Hún verðu gefm út samtímis á Vestur- löndum. Reuter Churbanov játar Ymi Churbanov, tengdasonur Brésnevs, sem nú er fyrir rétti í Moskvu sakaður um mútuþægni og spillingu í embætti sem aðstoðarinn- anríkisráðherra, játaði í gær að hafa misnotað aðstöðu sína sem háttsett- ur embættismaður, en hann neitaði meö öllu ásökunum um mútuþægni. Aðrir sakbomingar við réttarhöld- in játuðu flestir mútuþægni en ekki í jafnmiklum mæli og haldið er fram í ákæruskjalinu. FRA KR. 517.000,- mm SUNNY ER FAANLEGU SUNNY 3JA DYRA - SUNNY 4RA DYRA, Ðl FRAMHJÓLA- OG FJÓRHJÓLADRIFIN SUIfSIY 5 DYRA - SUNNY COUPÉ, SPORTBÍLL, SUNNY SKÍTBÍLL, BÆÐI FRAMHJÓLA- OG FJÖRHJÓ G ADRIFINN AFGREITT STRAX - JAFNVEL A MEÐAN ÞU ÐUR SSAN SUNNY 3JA ÁRA ÁBYRGÐ KOMDU OG ÍPJALLAÐU VIÐ OKKUR ÞVl KJÖRIN ERU HREINT I BÍLASÝIN NG LAUGARDAG OG SUNNUDAC ENDANLEG KL. 2-5 Ingvar | Helgason hf. sýningarsalurinn, Rauðagerði Ö) 91-3 35 60 Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.