Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1988, Blaðsíða 14
14 áödr ííHflMarrfí,'4é .0 flUOAClUTfeÖ'4 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka dag'a 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Enn í stólunum Stjórnarflokkarnir hafa hver um sig lagt fram mis- munandi tillögur um lausn efnahagsvandans. Tillög- urna stangast mjög á. Þær hlutu í gær stuðning viðkom- andi þingflokka. Ráðherrar tala samt enn eins og stjórn- in muni sitja áfram þrátt fyrir allan ágreininginn. Stól- arnir eru kærir. Framsóknarflokkurinn heldur mið- stjórnarfund hinn sautjánda. Það kann að setja stjórn- inni ákveðin tímamörk. Oft áður hefur legið við stjórn- arkreppu í tíð þessarar stjórnar. En landsmenn hafa vanizt því, að stjórnarflokkarnir komi sér saman á ell- eftu stundu. Niðurstöðurnar hafa þá oftast ekki reynzt björgulegar. í tillögum forsætisráðherra segir, að forsenda þess, að lagður verði traustur grunnur að stöðugleika í efna- hagslífmu næstu 12-18 mánuði sé, að fjárlög næsta árs verði afgreidd án halla. Samhliða ákvörðunum á sviði ríkisQármála og peninga- og lánsfjármála þurfi að taka ákvarðanir um stöðugleika í launa- og verðlagsmálum. Um sé aö ræða frystingu launa, sem fæli í sér afnám samningsbundinna og lögákveðinna áfangahækkana og rauð strik verði strikuð út. Taka þurfi ákvörðun um strangt aöhald með verðlagsþróun, en hætta sé á, að framlenging verðstöðvunar græfi undan tiltrú. Slíkt yrði óraunhæf og ómarkviss aðgerð. Þá nefnir forsætis- ráðherra sitthvað, sem sé í athugun, til styrktar útflutn- ingsgreinum. Ekki er ólíklegt, að forsætisráðherra reikni með geng- islækkun í dæmi sínu. En taka verður undir það með hinum stjórnarflokkunum, að óljóst er, hvert aðferð forsætisráðherra mundi leiða, fyrir utan hina augljósu kjaraskerðingu. Framsókn lagði í gær fram tillögur, sem ganga þvert á tillögur forsætisráðherra. Utanríkisráðherra leggur til, að ríkisstjórnin ákveði niðurfærslu vaxta, verðlags og launa samtímis. Vöruverð og gjaldskrár verði lækk- áðar um það, sem nemur lækkun launa, aðfanga og fjár- magnskostnaðar. í stuttu máli sagðist Framsókn, að minnsta kosti í gær, styðja enn niðurfærsluleið. Forsæt- isráðherra hefur þó hafnað henni eftir neikvæða afstöðu verkalýðshreyfmgarinnar. Því er mikið bil óbrúað á þessari stundu milli Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Alþýðuflokkurinnn vegur nokkuð salt. Hann virðist geta starfað með hvorum hinum sem er - bara að ekki verði kosningar. Alþýðuflokkurinn bar einnig í gær fram sínar tillögur um efnahagsvandann. Alþýðuflokkurinn leggur til, að verðstöðvunin fram- lengist til 31. janúar. Stjórn frystideildar Verðjöfnunar- sjóðs fiskiðnaðarins verði heimilt að taka innlent eða erlent lán upp á 550 milljónir króna. Þetta verði notað til greiðslu verðbóta úr hinni almennu frystideild sjóðs- ins, og skuli við ráðstöfun fjárins tekið sérstakt tillit til afkomu frystiiðnaðarins, eins og þar segir. Laun verði fryst jafnlengi og verðlag. Ejárlög fyrir næsta ár verði afgreidd með tekjuafgangi. í tillögum Alþýðuflokksins er haftastefnu gefið undir fótinn. Slíkt yrði mjög hættu- legt. Eftir alla athugunina og þrefið standa stjórnarliðar því enn í þeim sporun að leggja fram tillögur, sem ganga hver gegn annarri. Samt er kannski líklegast, að enn bræði þeir sig sam- an sem fyrr. Famar verði gömlu leiðirnar og ekkert annað, þjóðinni til tjóns. Haukur Helgason „Gorbatsjov er nú í hlutverki siðbótarmanns sem fordæmir sölú aflátsbréfa hjá mönnum eins og Brésnéf," segir i greininni. - Mikhail Gorbatsjov tekur á móti bandarískri friðarnefnd með Jessie Jackson í fararbroddi. I upphafi var orðið og orðið var hjá Lenín Nú stendur til í Moskvu að hengja Júrí Tsjúrbanof, tengdason Brésnéfs, fyrir mútuþægni og aðra glæpi gegn ríkinu og fylgir þeim réttarhöldum mikil hneykslun og vandlæting. En það er þó ekki aðal- lega Tsjúrbanof sem skal réttaður heldur eru þessi réttarhöld aö sov- éskum sið uppgjör viö fortíðina og þá einkum valdatíma Brésnéfs sem nú er sagður vondur tími þegar allt stóð í stað og öllu hnignaði enda þótt hagvöxtur á valdatíma Brésnéfs hefði verið 5 prósent á ári að meðaltali samkvæmt opinber- um tölum. Það er nú reyndar ekki nýtt að talað sé um spillingu á tím- um Brésnefs, jafnvel á meðan hann lifði var vitað að hann vildi halda sig ríkmannlega. Brésnéf safnaði meðal annars bílum. Þegar hann fór í opinberar heimsóknir til Vest- urlanda voru gestgjafamir látnir vita að tilvaliö væri að gefa honum bíl. Þannig komst Brésnéf yfir að minnsta kosti 15 bíla, þeirra á með- al Porsche og CadiUac. Lúxuslíf hans og nokkurra félaga í sérrétt- indastéttunum var alkunnugt, meira að segja kvennafar þessarar klíku komst í hámæh. Það er ekk- ert óeölilegt að tengdasonurinn hafi spillst af lífemi tengdapabba. En nú eru breyttir tímar. Gor- batsjov vill ekkert sukk eöa ólifnað og nú skal horfiö til heilbrigðs líf- ernis í Leníns nafni og perestrojku. Það er einmitt þessi hreinlífisþörf Gorbatsjovs sem gerir honum erfitt fyrir í kerfmu. Þeir sem njóta for- réttinda núna eru á móti öllum breytingum á kerfinu og þeir em einmitt valdamennimir sem ráöa því. Með illu skal illt út reka og Júrí Tsúrbanof og félagar eiga að veröa víti til varnaðar. Sögupróf Sagan í Sovétríkjunum er lifandi saga. Hún er ekki fóst og óumbreyt- anleg og byggð á meira eða minna viðurkenndum staðreyndum held- ur breytast áherslur eftir því hver túlkar hana, rétt eins og Bjblían. Nú er enn nauðsynlegt að varpa nýju ljósi á fyrri tíma, túlka þar boðskap sögunnar í ljósi pere- strojkunnar. Framtíðin byggist á fortíðinni og í ljós hefur komið að fortíðinni hafa ekki verið gerð rétt skil. Jafnmikil stefnubreyting og perestrojka verður að eiga sér traustar forsendur. Til að treysta undirstöðurnar hefur námsefni í skólum verið hagrætt. í vor vom felld niður skólapróf í sögu. Síðan hefur her manns unnið við aö skrifa nýjar kennslubækur og börnin taka síðan próf eftir nýju bókunum næsta vor. Þetta er allt í KjaHarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður rétta átt samkvæmt vestrænum skilningi því að sú nýja saga, sem farið eraö rifja upp í sovéskum fjöl- miðlum, er nær því sem Vestur- landamenn hafa alltaf haldið en því sem Sovétmönnum hefur verið kennt. Einkum er það stjómartími Stalins, eftirmanns Leníns, sem endurskoða þarf. Sagnfræðingar, sem áöur lögðu línuna, eins og Mikhail Suslof, eru nú í ónáð en andspymusagnfræöingar eins og Roj Medvedéf eiga nú upp á páll- borðið. Nú er í fyrsta sinn farið að tala opinskátt um það þjóðarmorð á bændum sem fylgdi þjóðnýtingu og samyrKjubúskaparstefnu Stal- íns á íjórða áratugnum. Þaö er sagt berum orðum að Stalín hafi vísvit- andi orðið 5 til 10 milljónum manna að bana á þeim ámm. Hreinsanirn- ar miklu, þar sem hundruð þús- unda eða milljónir fórust og öll þjóðin lifði í ógn og skelfingu, eru líka opinberlega ræddar í fjölmiðl- um. Þeir menn sem Stalín lét drepa á þeim árum, miklir leiðtogar eins og Búkharín, Zinovíef og Kamenéf, hafa fengið uppreisn æru. Þess er þó trúlega langt að bíða að Trotskí verði endurreistur. Heimsbylting- in, sem hann baröist fyrir, er ekki lengur á dagskrá. Lengst af hefur forysta Stalins í stríðinu við Þjóð- veija verið hafin til skýjanna en nú er annað komið í ljós. Stalín á að hafa nærri því riðið rauða hem- um að fullu með því aö láta drepa flestalla þá herforingja sem nokkur dugur var í og meira að segja samn- ingurinn við Hitler um Pólland, sem hingað til hefur veriö tahnn hemaðarleg nauðsyn til að vinna tíma, er nú glæpsamleg mistök sem nærri riðu Sovétríkjunum að fullu. Það er af nógu að taka, saga Sovét- ríkjanna síðan 1917 er viðburðarík. Er páfinn óskeikull? Þó tekur steininn úr þegar farið er að gefa í skyn að ef til vill hafi sjálfur Lenín ekki alltaf haft rétt fyrir sér. Nýlega hafa komið fram vangaveltur í þá átt en þar er hætta á ferðum að gagnrýna sjálfan guð- dóminn. Samkvæmt þeirri sögu- skoðun, sem nú er uppi, eru línurn- ar skýrar: Lenín er uppspretta alls, allt var gott sem gjörði hann. Eftir Lenín komu síðan 30 harðindaár, þar sem Stalín fordjarfaði bylting- una á glæpsamlegan hátt, síðan hálfkák í rétta átt hjá Krústjof og þá 18 ára athafnaleysi og stöðnun hjá Brésnéf. Nú loks skal haldið á þá einu réttu lenínsku braut sem mdd var fyrir 60 árum og horfið af öllum vilhgötum. Perestrojkan er hinn eini sanni lenínismi. Spurningin er hvort alþýðan, sem hefur fylgt svo mörgum falsspá- mönnum og heyrt svo margar út- gáfur af hinum eina rétta sann- leika, leggur meiri trúnað á þennan nýjasta sannleika. Enn eru margir sem blóta Stalín á laim. Samkvæmt gamla sannleikanum var aht á uppleið í Sovétríkjunum, stöðugur hagvöxtur og öll takmörk í augsýn. Nú er þetta ekki satt lengur. Hag- vöxturinn hjá Brésnéf var blekking og meira að segja útht fyrir að hag- fóturinn minnki hjá Gorbatsjov. Þetta þarf skýringar við og þess vegna er Gorbatsjov nú í hlutverki siðbótarmanns sem fordæmir sölu aflátsbréfa hjá mönnum eins og Brésnéf og boðar afturhvarf til hins eina, rétta, upprunalega siðar. Það er ekki við öðru að búast en smá- krimmar eins og Júrí Tsjúrbanof veröi að þola steglu og skúfsht í þessum umbrotum. Mál hans er þáttur í baráttu um mannanna sál- ir og perestrojkan á ekki framtíð fyrir sér nema sú siðbótarbarátta vinnist. Gunnar Eyþórsson „Lengst af hefur forysta Stalíns í stríð- inu við Þjóðverja verið hafin til skýj- anna, en nú er annað komið í ljós.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.