Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1988, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988. 3 dv Fréttir GeKungar nema land - komnir til aö vera „Þeir hafa plagað Reykvíkinga frá því í seinni hluta ágústmánaðar. Geitungamir eiga það til að stinga. Stungurnar valda bólgu, kláða og sviða. Það er víst að geitungamir eru komnir til að vera. Þeir eru búnir að nema hér land,“ sagði Erling Ól- afsson dýrafræðingur. Geitungum hefur fjölgað mikið hér á landi. Þeir hafa fundist víöa um land þó mest beri á þeim í Reykjavík. Erhng sagðist telja að þeir hefðu að- allega borist hingað með skipum og vamingi. Geitunga varð fyrst vart hér fyrii; um tíu árum. Erling sagði að þrátt fyrir að meira væri um geit- unga nú en áður gengi þeim ekki vel að fjölga sér. Ljóst er að þeir verða hér til frambúðar. Ásmundur Reykdal hjá hreinsun- ardeild borgarinnar sagði að mikið væri um að fólk kvartaði vegna geit- unga og að þeirra hefði orðið vart víða um borgina. -sme Hundar fyrir fógetarétti - úrskurður eftir helgi Einstætt mál er nú fyrir fógetarétti í Reykjavík. Snýst það um afnot af hvolpi af English Springer Spaniel kyni fyrir tík af sama kyni. Má búast við úrskurði í næstu viku. Forsaga þessa sérstæða máls er sú að eigandi Springer Spaniel tíkur- innar seldi 10 hvolpa undan henni fyrir nokkru. Þeir em nú tíu mánaða gamhr. Einn kaupenda skuldbatt sig til að lána hvolpinn til tíkurinnar, þ.e. móður hans, þegar hún ætti að verða hvolpafull aftur. Þegar seljandi vildi nú fá hvolpinn til tíkurinnar neitaöi eigandi hans því. Taldi hann hvolpinn of ungan, auk þess sem skyldleikaræktunin gæti orðið of mikil. Er nú svo komið að seljandi hefur lagt fram innsetn- ingarbeiðni í fógetarétti Reykjavíkur þar sem hann fer fram á að fá hvolp- inn afhentan. Er til mikils að vinna fyrir hann þar sem einungis eru th 12 hundar af Enghsh Springer Spani- el kyni á landinu, þ.e. umræddu hvolparnir tíu og foreldrar þeirra. Hafa hvolpar af þessu kyni verið seldir á 40.000 krónur stykkið. -JS Eldur í þak- einangrun Júlía Imsland, DV, Homafirði: Síðasthðinn þriðjudag var slökkvi- hðið á Höfn kallað út vegna elds á þaki húss við Kirkjubraut. Hafði eld- ur komist í urethan-einangrun sem verið var að sprauta á þakið. Varð það með þeim hætti að starfsmenn sem að verkinu unnu notuðu gasloga til þess að þurrka raka sem var á þakinu með þeim afleiðingum að eld- ur komst í urethanið og varð af bál og mikill kolsvartur reykjarmökkur. Þegar slökkvihðið kom á staðinn haíði eiganda hússins og syni hans tekist að slökkva eldinn með hand- slökkvitækjum og urðu litlar skemmdir á húsinu. Nú bregðum við á betri leik með fleiri og Qölbreyttari möguleikum Lottó 5/38 Þú velur eins og áður 5 tölur, en nú af 38 mögulegum. Eðli leiksins er hið sama og áður og vinningamir ganga allir til þátttakenda. Það er nýjung sem segir sex. í hverjum útdrætti verður dregin út sjötta talan, svokölluð bónus- tala. Þeir sem hafa hana og að auki fjórar réttar tölur fá sérstakan bónusvinning. Ekki bara milljónir heldur líka hundruð þúsunda í Lottóbónus! Leikandi og létt! /j/tt/r/mark 5 Ford Bronco - Dreaið 12. september, Heildarveromœti vinnmga 21,5 milljón. íuslan/SlA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.