Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1988, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988. Spumingin Ætlar þú að taka þátt í heimshlaupinu? Hörður Gunnarsson: Já, ég reikna með því. Svandís Þórhallsdóttir: Ég veit það ekki. Helga Svavarsdóttir: Ég er ekki búin að ákveða mig. Björn R. Einarsson: Nei, nú er ég hættur að hlaupa og þori ekki að byrja aftur þótt ég vildi gjarnan taka þátt. Ásta Guðjónsdóttir: Já, ég er að spá í það. Lesendur ASÍ og ríkisstjómin: Er samráð nauðsynlegt? Þórður Sigurðsson skrifar: - Þessa dagana er mikiö rætt um samráð milli hinna svokölluðu að- ila vinnumarkaðarins og ríkis- stjórnarinnar. Klifað er á í fréttum að líkur á samráði fari vaxancp eða minnkandi. Forystumenn ASÍ lýsa óánægju með svör ríkisstjórnar- innar eða þá að ríkisstjórnin telur viðbrögð ASÍ ekki nægilega skýr. Síðan eru haldnir fundir hjá hvorum aöilanum fyrir sig og lagð- ar línur fyrir framhaldsviðræður beggja aðila. Eftir stendur að ekk- ert miðar áfram með væntanlegar efnahagsaðgerðir. Alit stendur fast því ríkisstjórnin telur bráðnauð- synlegt að hafa „fast land“ undir fótum hjá þessum aðilum vinnu- markaðarins áður en hún tekur einhverjar ákvarðanir. Jafnvel er svo komið að ríkis- stjórnin virðist ófær um að ákveða fundi sín í milli, nema hafa samráð við þessa aðila áður til að kanna hvað hún megi ræða! Ríkisstjórnin var búin að ákveða að fára svokallaða niðurfærsluleið. Eöa svo hélt maður. En þá kemur í ljós að ekkert er hægt aö gera, nema hafa fyrst samráð við aðila vinnumarkaðarins og þá aðallega verkalýðsfélög innan ASÍ. Almenningur bíður í eftirvænt- ingu eftir aðgerðum til þess aö leysa einstaklinga og atvinnuhfið í landinu undan þeirri upplausn sem Fundir og samráösfundir, en allt stendur fast. „Samráð við ASÍ er ekki aðeins ónauösynlegt, það er stór- hættulegt," segir bréfritari. ríkt hefur. Ég verð að segja að mér fmnst það vera ríkisstjórnin sem eigi að móta stefnuna en ekki ASÍ. Samráð við ASÍ á ekki að vera for- senda þess að niðurfærsluleið verði farin í því formi sem ríkisstjómin ákveður. Hún verður svo aö taka afleiðingunum ef sú leið reynist ekki farsæl. AUir vita að ASÍ er tví- eða jafn- vel margklofið. Hvernig á að vera hægt að byggja á samráði við slíkan aðila? En liér spila einnig inn í aðr- ir hlutir og það er ósamkomulagið innan ríkisstjórnarflokkanna. Og þar er undirrótin aðallega urgur í þeim þingmönnum sem ekki fengu nógu viðamikil embætti við mynd- un ríkisstjómarinnar, þingmönn- um sem t.d. vildu verða ráðherrar en voru látnir bíða. Allt þetta veldur óstjóm og vekur ugg og ótrú almennings á því að yfirleitt verði tekið á málunum. En þáð lagast heldur ekki með nýjum kosningmn. Næsta ríkisstjóm mun ekki heldur treysta sér til neins konar aðgerða án samráðs við ASÍ. Og það er meinið. Samráð við ASÍ um þær aðgerðir, sem nú er þörf á, er ekki aðeins ónauösynlegt, það er stórhættulegt. Skáldið frá Fagraskógi: Davíð var létftur, ekki þungur Kristin Guðmundsdóttir skrifar: í sjónvarpi var fyrir stuttu síðan endursýndur þáttur um skáldið frá Fagraskógi, Davíð Stefánsson. Ég hafði ekki séð þennan þátt áður og var því fegin að geta rifjað upp þaö sem maður hefur heyrt um um ævi skáldsins og heyra nokkra samtíðar- menn þess lýsa eiginleikum og atvik- um. Eitt var það sem sló mig iliþyrmi- lega. Það var upplestur úr ljóðum skáldsins. Lesturinn minnti á draugarödd. Hvers vegna íslending- um er ekki gefiö að lesa ljóð veit ég ekki. En það viröist ekki vera á færi nema örfárra einstaklinga að lesa upp ljóð nú á tímum. Þaö á að fara vel með ljóð og kvæöi í upplestri, en ekki nota „nú-kem-ég-og-tek-þig“- stílinn. Davíð var nefnilega ekki þungt skáld. Hann var alla jafna fremur léttur í skáldskap sínum og mörg ljóða hans t.d. vel hæf til söngs og texti vel viö hæfi sem dægurlagatext- ar. Kannski var hann dægurljóða- höfundur síns tíma, eins og eitt skáldið sem rætt var við ýjaði að. Hitt er fráleitt, að Davíð hafi verið eitthvert „dirrin-dí“ eins og ritstjóri Mbl. lýsti honum. Davíð var einfald- lega gott ljóðskáld á sinni tið. En skáld koma og fara og þau eru sífellt vegin og metin, af samtíðarmönnum og af síðari kynslóðum. Það mat verður alltaf misjafnt og í sífelldri endurskoðun. Og það er eðlilegast. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. - „Hann var alla jafna fremur léttur í skáldskap sínum,“ segir bréfritari m.a. Byggingaleyfi úr gildi: Smámunasemi íbúa Reykvíkingur hringdi: Nú hafa örfáir íbúar í Gijótaþorpi fengið því framgengt aö búiö er aö afturkalla eða ógilda byggingaleyfi fyrir nýbyggingu einni á lóð við Að- alstræti hér í borginni. í umsögn ráðuneytis er talið að teikningar, sem þegar voru samþykktar, hafi brotið í bága við deiliskipulag, nýt- ingarhlutfall hússins of hátt, aö tvö hús séu gerð að einu og eitthvað fleira sem flokkast verður undir smámunasemi af verstu gerð. Það er einmitt svona smásálar- skapur sem er að fara með þessa þjóð veg allrar veraldar. Menn eru að tína til alls konar agnúa, sem í raun skipta engu máli, annan en þann sem fyrir barðinu á smámunaseminni verður. Allir kæra út af minnsta til- efni og þjóðfélagið logar í innbyrðis átökum, mest fyrir sakir smámuna- semi og ef til vill öfundar. - Vonandi verður íbúum Grjótaþorps nú ekki svefns vant eftir að ráðherra hefur ógilt byggingaleyfi á lóðinni við Aðal- strætið. TilPósts og síma Guðný J. Bieltvedt skrifar: Ég þakka fyrir bréf yðar og afsök- unarbeiðni vegna tveggja „express" bréfa, sem ég kvartaði um. - Einnig þakka ég fyrir endurgreiðslu á hraö- boðagjaldinu. Ég get ekki skilið, hvemig hægt er að nota „express" bréf hér á landi! Hringið í síma milli kl. 13 og 15, eða skrifið. Hvað er „hófða- leður“? Fjóla hringdi: „Sjónvarpið gerir sitt besta,“ sagði þulurinn í dagskrárkynn- ingunni fyrir morgundaginn kvöld nokkurt ekki fyrir löngu. Eflaust er nokkuð til í því. Síðan kom mynd á skjáinn, eins og far- ið er að tíðkast, til þess aö leyfa fólki að geta af hveiju viðkom- andi mynd sé. Myndin var af trafakefli með höfðaletri og ártalinu 1743. Keflið var frá Þjóðminjasaíninu. - En í skýringatexta sjónvarps stóð: Trafakefli með höfðaleðri. Þetta var ekki leiörétt þann tíma sem skýringartexti stóð. Eg er þess fullviss aö Sjón- varpið hefur gert sitt besta og viökomandi ekki vitað betur en þama ætti að standa „höfða- leðri“, þvi ég er þess einnig full- viss að flest ungt fólk veit ekki hvað höfðaletur er og er ekki einu • sinni víst að það hafi. nokkru sinni verið minnst á það i þeim skólum sem það kemur úr. - En em það eintómir unglingar sem vinna við Sjónvarpið, mér er spurn! Engin verðstöðv- un í Viðey? Verkamaður í Dagsbrún hringdi: Ég skrapp út í Viöey ásamt kunningja mínum um sl. helgi. Þar keyptum viö okkur kaffi og tertustykki meö gervirjóma. Þetta kostaði kr. 450 fyrir mann- inn og þar af leiöandi 900 fyrir báða. Fyrir fargjaldið út í eyna greiddi ég 300 krónur. Menn, sem þarna ráöa ríkjum, mega vita að fólk fylgist með. Staöarhaldaranum ætti að vera kappsmál að halda verði á allri þjónustu þama í lágmarki. Kannski hefur verðstöðvunin aldrei náð út í Viðey. Er kannski á leiðinni. Ef það er rétt, sem ég hef heyrt, að uppbygging þama hafi kostað um 300 milljónir króna þá er þaö helmingi raeira en sagt er að nýr skóli, Vesturbæjarskóhnn nýi, kosti. Minna má nú gagn gera. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.