Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1988, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1988, Page 7
FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988. 7 TMHÚSGÖGN SÍÐUMÚLA 30 SIMÍ 686822 Fréttir Húsgagnasýning um helgina Togarar Skagfirð- inga langt komn- ir með kvótann - útlit fyrir rýra haustmánuði hjá fiskvinnslufólki Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkroki: „Okkur er auðvitað bölvanlega við að fólk sé atvinnulaust í landi en við verðum skiljanlega að fá eins mikið út úr fiskinum og mögulegt er. Það er mjög hagkvæmt að sigla með karf- ann, sérstaklega þegar verðið er svona hátt á erlendu mörkuðunum. Framlegð úr vinnslu á honum hér heima er mjög lítil," sagði Ágúst Guðmundsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Skagfirðinga. Tveir af togurum ÚS, Hegranes og Skafti, munu að mestu sigla með afl- ann fram að áramótum. Drangey, sem undanfarið hefur heilíryst karfa, er nú að veiða fyrir frystihús- in en væntanlega mun það lítið hafa að segja handa þremur húsum ef ekki fæst fiskur annars staðar frá. Drangey á eftir 450 tonna þorskkvóta en Hegranes og Skafti 150-200 tonna þorskvóta eða einn góðan túr hvort skip. Állt útht er því fyrir að síðustu mánuðir haustsins verði rýrir hjá fiskvinnslufólki við Skagafjörð. Síð- ustu vikumar hafa hvorki Skjöldur né Hraðfrystihúsið á Hofsósi fengið hráefni til vinnslu. Hafa Hofsósingar því ekki enn getað prófað flæðilínuna nýju sem búið er að koma fyrir í húsinu. í Fiskiðjunni hefur að mestu tekist að halda uppi fullri vinnu með því að vinna bátafisk í verðmiklar pakkningar. Skafti og Hegranes hafa selt einu sinni og fengu góöar sölur. Skafti seldi í september í Bremerhaven og var meðalverðið 63 krónur á kíló. Hegranes seldi síðan í Cuxhaven 20. september og fékk enn betra verð, 66 krónur á kíló. Skipið fór um leið í slipp þar sem það var málað og gert við skrúfubúnaðinn. Krislján Loftsson: Óttast ekki hagsmunaárekstra Ný stjóm í Granda hf: Boðar engar breytíngar DV-mynd Þórhallur Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf„ hefur verið kjörinn í stjórn Granda hf„ eins stærsta fiskvinnslu- ■ fyrirtækis landsins. Þar með er hann kominn í þá sérkennilegu stöðu að vera í forsvari fyrir fiskvinnslufyrir- tæki sem selur fisk til Bandaríkj- anna, þar sem grænfriðungar berjast gegn fisksölu okkar vegna hvalveiða Hvals hf. Kristján var spurður hvort hann óttaðist ekki að lenda í hagsmuha- árekstrum vegna þessarar stöðu. „Nei, því fer flarri. Ég sé ekki að það dæmi geti komið upp að ég lendi í hagsmunaárekstrum. Ég tel að miklu meira sé gert úr brölti þessara manna í Bandaríkjunum en ástæða er til. Sögur um að þessi eða hinn aðilinn æth ekki að kaupa íslenskan fisk eru allar komnar frá grænfrið- ungum sjálfum. Jafnvel þótt þetta séu hryðjuverkasamtök ráða þau ekki hvað almenningur í Bandaríkj- unum gerir og vestra búa 220 milljón- ir manna. Þeir geta eflaust haft ein- hver áhrifa á einn og einn aðila en ég óttast ekki að það skipti sköp- um,“ sagði Kristján. Hann benti einnig á að miklar breytingar hefðu orðið og væru enn „Það veröa engar breytingar á rekstri Granda hf. þótt nýir menn séu komnir í stjórn fyrirtækisins," sagði Kristján Loftsson, einn hinna nýju stjórnarmanna og eigenda fyr- irtækisins, í samtali við DV. Hluthafafundur í Granda hf. var haldinn í gær og ný stjórn kjörin. Hana skipa: Arni Vilhjálmsson stjórnarformaður, Jón Ingvarsson varaformaður, Kristján Loftsson, Gunnar Svavarsson og Benedikt Sveinsson. í varastjórn voru kjörnir Bragi Hannesson, Ólafur Bjarki Ragnarsson og Grétar Kristjánsson. -S.dór Frá Syðraplani við Sauðárkrókshöfn. að eiga sér stað varðandi fiskmark- aði okkar. Mun meira magn væri nú selt til Evrópulanda en áður var og ekkert benti til annars en að sú þró- un héldi áfram. „Þess vegna óttast ég ekki að seta mín í stjórn Granda hf. eigi eftir að rekast á við framkvæmdastjórn mína í Hval hf.,“ sagði Kristján Lofts- son. -S.dór Opið laugardag til kl. 17.00. sunnudag kl. 14.00-17.00 Landsins mesta úrval af hvíldarstólum VERÐ FRÁ KR. 24.000,- Verð kr. *-895’" Opið iaugardaga: C stærðir a Sendum í póstkröfu -»hummel Armúli 40 frá 10-13 -• SPORTBUÐIN Ármúla 40, Reykjavík, sími 83555 Eiðistorgi 11, Seltjarnarnesi, 2. hæð, sími 611055 Eiðistorgi 11 frá 10-16 DTJNDUR VERÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.