Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1988, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988.
9
Útiönd
Afnema við-
skiptabann
Suður-Kóreumenn tilkynntu í
morgun að þeir hefðu aflétt við-
skiptabanni á erkióvininn, Norður-
Kóreu, og lýstu þvi yfir að þeir vildu
hefja vjðraeður sem miðuðu aö því
að sameina efnahag beggja landanna.
Aðstoðarforsætisráðherra Suður-
Kóreu, Rha Woong-Bae, sagði að við-
skipti milli landanna myndu sam-
kvæmt þessu verða álitin innan-
landsviðskipti og þar með undanþeg-
in öllum tollum.
Þar til nú hafa suður-kóreskir
kaupsýslumenn, sem stunda inn-
flutning frá Norður-Kóreu, átt yfir
höföi sér ákærur fyrir brot á öryggis-
lögum þjóðarinnar sem banna öll
viðskipti við Norður-Kóreu aö við-
lögðum þungum dómum og jafnvel
dauðadómum.
Rha, sem einnig er ráðherra efna-
hagsáætlanagerðar, sagði að stjórn-
völd í Seoul myndu hvetja kaup-
sýslumenn frá Kóreulöndunum
tveimur til að hittast og gera við-
skiptasamninga.
„Þaö væri ákjósanlegt að mynda
sameiginlega efnahagseiningu á
milli Suður- og Norður-Kóreu vegna
þess að viö eigum að vaxa og dafna
saman sem ein þjóð,“ sagði Rah við
blaðamenn í morgun.
Hann viöurkenndi að ekki væri
von til þess aö viðskipti milli land-
anna blómstruðu þegar í stað nema
ráðamenn í Pyongyang samþykktu
tillögur hans, en sagði að fyrirtæki í
suðri myndu kahpa vörur að norðan
í gegnum þriðja aðila.
Þessi áform Suður-Kóreumanna
eru miög í anda ummæla Roh Tae-
Woo, forseta landsins, sem hefur lýst
miklum áhuga á sameiningu land-
anna tveggja á Kóreuskaga.
Reuter
Það er Roh Tae-Woo, forseti Suður-Kóreu, sem hefur beitt sér fyrir stefnu-
breytingu Suður-Kóreumanna i garð nágranna sinna í norðri.
Teikning Lurie
Heriög í Algeirsborg
Bjami Hmriksson, DV, Boideaux;
Alsírstjórn hefur sett á herlög í
höfuðborg landsins og lýst yfir út-
göngubanni. Þetta kemur í kjölfar-
ið á tveggja daga uppþotum og eyði-
leggingu þar sem ungt fólk hefur
sýnt óánægju sína með efnahags-
ástandið í landinu. Ríkisstjóm
landsins er mikið í mun að koma á
friði og lægja ófriðaröldumar áður
en gripiö verður til ráðstafana sem
koma til móts við þarfir fólksins.
Tveir létust í átökum við lögregl-
una í gær sem skaut á mótmælend-
ur.
Það er fyrst og fremst í Algeirs-
borg sem uppþotin hafa átt sér stað.
Aðfaranótt miðvikudags breyttust
friðsamlegar mótmælagöngur í
öldu eyðileggingar. Bílum var velt,
rúður brotnar, kveikt var í bygg-
ingum og verslanir rændar. Þaö
vom einkum ríkisstofnanir og fyr-
irtæki, bankar og skrifstofur er-
lendra fyrirtækja sem uröu fyrir
barðinu á uppþotsmönnum. Bein
átök við lögreglu hófust þó ekki
fyrr en í gær.
Þessir atburðir koma þeim sem
fylgst hafa með málum í Alsír und-
anfarið ekki á óvart þótt fæstum
dytti reyndar í hug aö til herlaga
yrði gripiö. Þetta er í fyrsta skipti
frá því að landið fékk sjálfstæði
árið 1962 að slíkt er gert.
Ástæðurnar fyrir óánægju al-
mennings og þá einkum ungs fólks
eru tvíþættar. Annars vegar hræði-
legt efnahagsástand sem helst kem-
ur til vegna lækkandi olíuverðs en
98 prósent útflutningstekna Alsír
koma frá oliuútflutningi. Og hins
vegar vonleysi ungmenna varðandi
framtíð sína og vinnu. *
Útgöngubann er nú í Algeirsborg,
höfuðborg Alsír, i kjölfar óeirða
þar.
í Alsír hefur fólksfjölgun verið
gífufleg frá því landið hlaut sjálf-
stæði. Verðbólga, skortur á nauð-
synjavörum og samdráttur hafa
undirbúið jarðveginn fyrir reiði
fólksins.
Umsjón Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Ólafur Arnarson
Fyrirtæki ogfélagasamtök!
Leigjum út sal fyrir haustfagn-
aði,
vörusýningar og samkomur.
Næg bílastæði! - Lyftuhús.
TIL LEIGU
gott verslunarhúsnæði, 90 fermetrar, á besta stað
við Laugaveg.
Hentar vel fyrir fataverslun, innréttingar fyrir hendi.
(Hagstæð leiga.)
Þeir sem hafa áhuga leggi nafn og símanúmer inn
á auglýsingadeild DV, merkt H-80, fyrir 13. okt. nk.
IIÍLASALAN Tír
HÖFORTÚní IO /ími: 62 2177 I 91W
TIL SÖLU:
Nissan Pathfinder, árg. '89, rauður,
topplúga, toppgrind, ekinn 1500 km.
MMC Galant GL, árg. ’88, hvitur,
ekinn 1500 km. Verð 750.000.
‘ Vantar allar gerðir
bíla til sölu
MMC Lancer GLX, árg. '87, grá-
brúnn, ekinn 30.000 km.
MMC Colt, árg. '88, rauður, ekinn
5.000 km.
Nýr 1988
GMC SIERRA CLASSIC
6,2 dísil
Rafmagnshurðalæsingar, rafmagnsrúðu-
upphalarar. Sjálfvirkur hraðastillir, stereo
útvarp og segul.band, veltistýri, sjálfskiptur
m/overdrive.
Rally sportfelgur 31" dekk, læst drif 3,73
drifhlutfall.
Upplýsingar í síma 92-46641 eða 985-21341.
U SJÁLFSTÆI JHT DREGIÐ Á MORGUN. Dl ISMENN OPIÐ TILKL. 22 ■
HAPPDR/ETTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS