Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1988, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1988, Síða 11
FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988. 11 UtLönd Enn veldur Strauss deilum Breytingar á geinwama- áætlun Gizur Helga son, DV, Reeisnæs: Botha, forseti Suður-Afríku, kemur til Miinchen í dag til þess að taka þátt í opinberri minningarathöfn um Franz Josef Strauss, forsætisráð- herra Bæjaralands. Strauss var bæði góður og virkur vinur ríkisstjómar Suður-Afríku. Hann trúði því statt og stöðugt að ríkisstjómin í Pretoríu ætlaði sér að afnema aðskilnaðarstefnuna í áfong- um og það var þess vegna sem hann hélt sjálfur til Pretoríu og Namibíu á síðasthðnum vetri. Var sú ferð mjög umdeild. Formlega var hann fulltrúi Kohls- kanslara en komst í andstöðu við stefnu Bonnstjómarinnar í ferðinni. Sem betur fór var forseti V-Þýska- lands á ferð í Suöur-Afríku skömmu síðar og tókst honum að koma stefnu Bonnstjómarinnar í málefnum Suð- ur-Afriku til skila. Forseti V-Þýskalands, Richard von Weizsacker, og Helmut Kohl kanslari munu halda minningaræður við at- höfnina í dag. Þátttaka Botha, forseta Suður- Afríku, hefur valdið því að flokkur græningja á þinginu í Bæjaralandi hefur ákveðið að taka ekki þátt í sorgarathöfninni. Græningjum hafði verið boðið sérstaklega enda þótt þeir hefðu verið útilokaðir frá opin- bemm athöfnum í heilt ár vegna niðrandi ummæla þeirra um Strauss hér áður fyrr. Þjóðarsorg rikir í Bæjaralandi vegna fráfalls Strauss forsæfisráöherra. Simamynd Reuter Vilja geimrannsóknastöð í stað radarstöðvar Sumarliði ísleifason, DV, Arósunu TUlaga sovéska utanríkisráðherr- ans, Edvards Sévardnadse, mn að breyta radarstöðvunum í Thule á Grænlandi og Krasnojarsk í Síberíu í alþjóðlegar raxmsóknastöðvar hef- ur hlotið undirtektir á Grænlandi. Hinn vinstri sinnaði stjómmála- flokkur Inuit Ataqatigiit hefur lagt til í utanríkismálanefnd grænlenska landsþingsins að tekið verði undir tiUögumar og að Grænlendingar mæli með því að þær verði teknar til athugimar í Danmörku. Varaformaður flokksins, Josef Motzfeldt, sagði í viðtah við græn- lenska útvarpið að tiUögumar væm mikilvægur Uður í þá átt aö draga úr spennu á Norðurheimskauts- svæðinu. Motzfeldt benti enn fremur á að þessar tiUögur væm enn mikil- vægari fyrir þá sök að Shultz, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, héldi því fram að uppbygging radarstöðv- arinnar í Síberíu gæti orðið hindrun í vegi fyrir samningum um takmörk- un langdrægra eldflauga. Motzfeldt sagði að fólk, sem er bú- sett í nágrannabyggðum Thule, væri áhyggjufuUt yfir því að búa í ná- grenni radarstöðvarinnar sem sé staðsett mitt á veiðisvæði íbúanna. Hefur nokkrum af bestu veiðisvæð- unum verið lokað og þau tekin undir hernaðarframkvæmdir. Taldi Motz- feldt enn fremur að alþjóðleg geim- rannsóknastöð væri mun heppilegri granni en amerísk radarstöð. Motzfeldt vísar því á bug aö flokkur hans hafi eingöngu tekið málið upp til þess að reyna að sá enn frekari sundrangu í grænlenska þinginu. Telur hann að þetta sé hjartans mál margra Grænlendinga og því beri flokknum að taka málið upp. Steinunn Böðwaisdóttix. DV, Washington: Bandaríska vamarmálaráöu- neytið tilkynnti í gær um viöamikl- ar breytingar á geimvamaáætlun- inni svokölluðu sem í raun mun færa hluta hennar úr geimnum niður á jörðu. Breytingar þessar munu, aö sögn talsmanna vamar- málaráðuneytisins, spara ríkis- sjóði um 40 prósent útgjalda í fyrsta áfanga. Áætlað var að rúmlega 115 mill- jörðum dollara, samkvæmt sumum heimildum, yrði varið í fyrsta áfanga áætlunarinnar en í kjölfar breytinganna er sú tala komin niö- ur í 69 milljarða dollara. Geimvamaáætlunin er hönnuö sem varnarkerfi. Vamarflaugar, staðsettar 1 geimnum, hafa því hlutverki aö gegna að eyða óvin- veittum kjamorkueldflaugum á leiö sinni í gufuhvolfið rétt eftir flugtak. Breytingamar, sem varn- armálaráðuneytiö tilkynnti i gær, eru að mestu breytingar á áhersl- um að sögn James Abrahamson, yfirmanns geimvamaáætlunar- innar. Ejölda flauga í geimnum verður fækkað og í stað þess verður ríkari áhersla lögð á uppsetningu flauga sem staösettar verða á jörðu niðri. Breytingamar munu ekki bitna á áhrifamætti áætlunarinnar, að sögn talsmanna vamarmála- ráðuneytisins. Mikil gagnrýni, bæði á þingi svo og meðal almennings, á gildi og hinum mikla kostnaði geim- vamaáætlunarinnar hefur þrýst á vamarmálaráðuneytiö að koma með leiðir til spamaðar. Innan hersins hafa einnig heyrst gagn- rýnisraddir um aö of stórum hluta íjárframlags ríkissjóðs til vamar- mála sé varið til geimvamaáætlun- arinnar. í fjárlögum fyrir fjár- hagsárið 1989 er gert ráö fyrir alls 4,1 milljarði dollara af hátt í 300 milljarða dollara framlagi til varn- armála til firekari þróunar og fi-am- kvæmda áætlunarinnar. * Nokkrir þingmenn, þar á meðal Sam Nunn, lýstu vantrú sinni á að vamarmálaráöuneytið geti staðiö við hina nýju útgjaldaáætlun. Árgerð 1985 IVECO 110 DÍSIL. 6 cylindra, dísil, 5 gíra gírkassi. Rúm- góður og góður kassi. Mjög hentugur vinnubíll. Verð aðeins 580 þús. Uppl. í síma 92-46641 eða 985-21341. SMELLURAMMi 20% AFSLÁTTUR 18 STÆRÐIR M/GLÆRU GLERI AR Tilboð gildir til 8. okt. SÉRTILBOÐ 40X50 CM KR. 300,- .... .. .... ... OPIÐ LAUGARDAGA PENNINN AB buðin Nýfform Hraðfilman Filman RAIV/IM A Austurstrafiti Kaupangi Rfiykja\/ikur\/figi nrafnarfplli 1? Namrahnrg R nAIVIIVIA , T Hallarmúla Mýrarvegi 66 Reykjavík Kópavogi MIÐSTOÐIN Kringlunni Akureyri Hafnarfirði Sigtúni 10 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.