Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1988, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórat: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð I lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Seinkun Alþingis Fram hafa komið hugmyndir um að fresta Alþingi. Þá er um það að ræða að setja þingið á mánudaginn, eins og stjórnarskráin mælir fyrir um, en fresta síðan þinghaldinu fram að næstu mánaðamótum meðan nýrri ríkisstjórn gefst tími til að ganga frá fjárlagafrumvarpi og leggja þannig drög að efnahagsstefnu sinni. Nú skiptir það ekki almenning miklu máli hvort þing- menn hefji málskraf sitt deginum fyrr eða seinna. Um- ræður á Alþingi eru oftast í stíl við málfundaæfingar í framhaldsskóla og breyta htlu um gang landsmála í sjálfu sér. Hitt er annað að stjómskipun er í öllum veiga- meiri atriðum í fostum skorðum. Á því veltur mikið að hefðir, stjórnskrárákvæði og grundvaUarreglur ís- lenskrar stjórnskipunar séu virtar. Þrátt fyrir aUt er Alþingi íslendinga hornsteinn lýðræðisins og sú stofn- un, sem er þungamiðjan í okkar þjóðskipulagi. Á síðari árum hefur vegur Alþingis farið minnkandi. Ríkisstjórnir hverju sinni hafa notað Alþingi sem af- greiðslustofnun, völd hafa færst yfir á hendur fram- kvæmdavaldsins og áhrifa Alþingis gætir mun minna heldur en stjórnarráða eða voldugra ríkisstofnana. Ein- sta'kir alþingismenn eiga stöðugt erfiðara með að hafa yfirsýn yfir þjóðfélagsmáhn í heUd sinni og það er borin von að þeir nái nokkurn tímann tökum á því, meðan þinghaldið stendur aðeins háht árið eða svo. , Ef nú á að fara að vUja ríkisstjórnar og fresta þing- haldinu, meðan stjórnin mótar stefnu sína, er enn verið að gefa eftir gagnvart framkvæmdavaldinu. Enn er ver- ið að ýta Alþingi til hhðar að geðþótta ráðherra í stjórn- arráðinu. Það er enn verið að stimpla Alþingi sem af- greiðslustofnun. Alþingi og þingflokkar eiga ekki að samþykkja frest- unina. Þeir eiga ekki að brjóta þá hefð að Alþingi komi saman tíunda október og hefíi sín störf. Ef gefið verður eftir nú, vegna meintra anna ríkisstjórnar og seinkunar á h árlagafrumvarpi, hvað kemur þá næst? Fordæmið væri fengið til að fresta þingfundum um ennþá lengri tíma og af aUt öðrum ástæðum. AUir hafa væntanlega skilning á því að ríkisstjórn, sem ekki hefur starfað nema í hálfan mánuð, geti ekki lagt fram fuUbúið fjárlagafrumvarp í upphafi þings. EðUIegt er að flármálaráðherra fái sinn tíma til þess. En með því þarf ekki að fresta öUu þinginu. Alþingi er ekki handbendi ríkisstjórnar. Þingmenn þurfa að leggja fram sín eigin mál án tilhts til stjórnarstefnu, þingmenn þurfa að kveða sér hljóðs um ýmis mál, sem snerta al- menning. Þingmenn geta skipt með sér verkum og skip- að nefndir. Aðalatriðið er þó að Alþingi verður að halda sjálf- stæði sínu gagnvart framkvæmdavaldinu og halda sínu striki, hvað sem öUum stjórnarkreppum eða stjórnar- myndunum Uður. Þeir menn sem nú sitja á þingbekk hafa reynslu af því að fljótt skipast veður í lofti. Sá sem var í stjórnarandstöðu í gær er orðinn ráðherra í dag. Þingmenn koma og fara, póhtíkin er veðrasöm og sam- starf er brigðult. Þess heldur eiga alþingismenn að halda í heiðri grundvaUarreglur þingsins og stjómskipunar- innar vegna þess að sá sem brýtur þær reglur gagn- vart öðmm á þa,ð á hættu næst að verða fómardýr hinna. Það er jafnmikið hagsmunamál þeirra þingflokka sem nú skipa stjórnarmeirihlutann sem stjómarand- stöðunnar að eldri sé hvikað frá þeirri löngu hefð, að Alþingi íslendinga komi saman á réttum tíma og hefji störf eins og lög og venjur gera ráð fyrir. EUert B. Schram „Augljóst aö mannrán og gislatökur Irana og þeirra trosbera hafa skilað stórfelldum árangri," segir m.a. í greininni. - Jólakortum dreift til bandarískra gísla í Teheran í byrjun áratugarins. Mannrán boiga sig Það hefur komið í ljós á síðustu árum, hvemig sem menn reyna að þræta fyrir þaö, að mannrán og gíslatökur eru með áhrifaríkustu aðferðum óprúttinna manna tíl þess annaðhvort að vekja athygh eða þvinga aðra undir vilja sinn. Gíslatökur eru ekki alls staðar sá fyrirhtlegi glæpur sem menn á Vesturlöndum vilja vera láta, þær eru ævaforn baráttuaðferð, og þar sem fom hugsunarháttur ríkir, svo sem í íran, er ekkert athugavert við þær. Gíslar hafa verið teknir í einni eða annarri mynd frá upp- hafi vega, Caesar friðaði Gahíu með gíslatökum og jafnvel á íslandi í fornöld sendu menn ættingja sína í gíslingu tíl fjandmanna sinna tíl að sýna að þeir hefðu ekkert hlt í hyggju og tryggja sig gegn árásum. Aö fomu vom sendimenn erlendra þjóðhöfðingja eins konar gíslar á valdi gestgjafanna. En skipulegar gíslatökur í póhtískum thgangi hafa samt ekki verið stundaðar svo eftir væri tekiö fyrr en um 1970, að Palestínumenn endurvöktu þessa baráttuaðferð th aö vekja athygli á málstað sínum, eftir að Hussein Jórdaníukonungur hafði hrakið herhð PLO úr landi th Líbanons í stríðinu sem kennt er við svarta september. Þangað tíl vissi um- heimurinn htíð um Palestínumenn og PLO og vandamál flóttafólksins sem hafði hrakist undan ísraels- mönnum. Eftír að PLO misstí bækistöövar sínar í Jórdaníu rak neyðin samtökin til róttækra að- geröa th að vekja athygli á málstað sínum og aðferðin var flugrán. Á þeim tíma, og reyndar enn, bjuggu hundmð þúsunda manna í ömur- legum flóttamannabúðum sem Sameinuöu þjóöimar ráku, að mestu faldir og gleymdir umheim- inum. Á þeim tíma áttí ísrael aha samúö umheimsins. Leila Khaled Fyrsta flugránið í þessari herferð var framið undir stjóm ungrar, fahegrar stúlku, Lehu Khaled, sem varð síðar fyrirmynd og hetja ann- arra flugræningja. Hún rændi breskri flugvél á leiö frá Hollandi og sneri henni th London, þar sem hún fékk ýmsar kröfur PLO birtar í öllum fjölmiðlum, og setti fram málstað PLO gegn ísrael. Þetta vaktí gífurlega athygh og heldur jákvæða. Leha varö blaöaefni um ahan heim og hún og félagar henn- ar fengu að fara heim th Líbanons eftír að þau gáfust upp í London. Efitír þetta vora framin ótal flugrán í nafni PLO og nýjabrumið fór fljótt af og athyghn varð ekki lengur já- kvæð. Á sama tíma fóra ótíndir glæpamenn einnig að ræna flugvél- um fyrir lausnargjald í peningum, gtipið var th harkalegra ráöstafana gegn flugræningjum svo að þau hættu að borga sig sem auglýsing. Nú orðið afneita PLO samtökin sem shk flugránum sem baráttuað- ferð, þótt einstaklingar fremji þau enn í þeirra nafni. En flugránin á þessum tíma þjónuðu sínum th- Kjallaiinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður gangi, þau öfluðu PLO meiri at- hygli en nokkuð annað og tryggðu stuðning við samtökin úr ótal átt- um. Þessi baráttuaöferð á dijúgan þátt í að Palestínumenn eru nú sér- stök þjóö í vitund almennings. Carter og Khómeini Póhtísk mannrán era fleira en flugrán, eins og Bandaríkjamenn fengu aö reyna í íran. Forsagan var byltíng Khómeinis sem varð th þess aö Reza Pahlavi keisari hrakt- ist úr landi í ársbyrjun 1979. Hann fékk um síðir að koma th Banda- ríkjanna th að leita sér lækninga við þeim sjúkdómi sem síðar dró hann th dauða árið 1980. Þegar keisarinn kom th Bandaríkjanna hertóku hundruö námsmanna í Teheran bandaríska sendiráöið þar og tóku aht starfshðið í gíslingu th að krefjast þess að keisarinn yrði framseldur og Bandaríkjamenn sæju um að öhum auðæfum, sem hann hefði komið úr landi, yrði skilaö. Khómeini studdi þessar kröfur á þeim grandvehi að sendiráðsmenn væru ekki annað en gíslar sam- kvæmt hefð og því heimht að halda þeim. Viðbrögð Bandaríkjamanna vora viðskiptabann, stjórnmála- sht, brottrekstur íranskra borgara frá Bandaríkjunum, frysting ahra sjóða írana í Bandaríkjunum og annars staðar þar sem Bandaríkja- menn réðu og aö lokum hemaðar- leiöangur sem endaöi meö ósköp- um vorið 1980. Aögerðir Banda- ríkjamanna og bandamanna þeirra höfðu engin áhrif, og jafnvel andlát keisarans breyttí engu um kröfur mannræningjanna. Svo fór um síö- ir að Bandaríkjamenn uröu að samþykkja nær allar kröfumar th að fá gíslana lausa. Þeim var sleppt sama daginn og Ronald Reagan tók viö af Jimmy Carter, eftir 444 daga vist í Teheran, en á þeim tíma sner- ist reiði almennings í Bandaríkjun- um vegna þessa máls upp í andúð og fyrirhtningu á Carter, og ekkert átti meiri þátt í ósigri hans fyrir Reagan en gíslamáhð í Teheran. Khómeini hrósaði sigri en fjand- skapur Bandaríkjanna kom sér síö- an hla í stríðinu við írak. Beirút og Nicaragua Fylgismenn Khómeinis í Líbanon lærðu af meistaranum og höfðu árangur sem erfiði. Fyrir þeirra milhgöngu fengu íranir á laun bandarísk hergögn fyrir gísla í Beirút en söluhagnaður átti aö renna ólöglega th contraskæruhða í Nicaragua, sem frægt er aö endemum. Nú er svo komið að bandarískur almenningur hatast ekki við annaö erlent ríki meira en íran, jafnvel Sovétríkin eru vin- veitt samanboriö við íran. Nú standa enn fyrir dyrum forseta- kosningar í Bandaríkjunum, og enn er ekki útséð um að klerkar í íran, eöa öllu heldur lærisveinar þeirra í Beirút, getí haft áhrif á úrshtin. Það væri mikill sigur fyrir Bush ef honum tækist að fá þá sjö bandaríska gísla, sem enn eru í Beirút, látna lausa fyrir kosningar og ekki síöur yrði almenningur hrifmn ef Dukakis tækist það. Klerkar í íran gætu haft áhrif á kosningaúrshtin Iranir léku þenn- an leik tíl að hafa áhrif í kosningun- um 1984 og aftur 1986, en þá gerðist ekkert þeim í hag. Nú hafa þeir sleppt einum gísl í Beirút, hvað sem þaö táknar. í vor, þegar kosninga- haráttan í Frakklandi stóö sem hæst, samdi Chirac, annar fram- bjóðenda, um að taka upp á ný stjómmálasamband við íran og veita þangaö átta mhljarða dollara efnahagsaðstoð í skiptum fyrir tvo franska gísla í Beirút, en það dugði ekki th að sigra Mitterrand. Vest- ur-Þjóðveijar ráðgera að selja írön- um flugvélar fyrir á annan milljarö dohara í skiptum fyrir sína gisla í Beirút. Það er því augljóst að mannrán og gíslatökur írana og þeirra trosbera hafa skhað stór- fehdum árangri, en að vísu hafa íranir goldið sigra sína dýru verði með fjandskap umheimsins. Þessi dæmi sýna að gíslatökur og mann- rán geta borgað sig og því er varla við öðra að búast en framhald verði á þeim. Gunnar Eyþórsson „Það væri mikill sigur fyrir Bush ef honum tækist að fá þá sjö bandaríska gísla, sem enn eru í Beirút, látna lausa fyrir kosningar og ekki síður yrði al- menningur hrifinn ef Dukakis tækist það.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.