Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1988, Page 15
FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988.
15
Eflum innlendan spamað
AlUf twilar I bíklu Ik>fcl M »wu4»r il tiildluu.
171000
110 3 0'
«aooa>
1100.3'
310 3 31
33.333-
1 1330r
>133 3-
2V
3 0 3-
.3 31
2u030‘
1333
351339!
13 441
T571
* * * *1,224
** t 71i224
* * 151224
* * 1 1 12 2 4
** 1 91.224
** »71.22 4
** »342 24
***2!22
.»****? 24
* * 5 3122 4]
»* * 3(1224
*** 3 0.2 244
* * * * 5.2 2 4
****S.568_
****1568
I augum aldamótakynslóðarinnar
var máltækið „græddur er geymd-
ur eyrir“ mikils virði.
Það var mikilvægt þessu fólki að
eiga sína bók og geta lagt inn á
hana. Eiga fyrir óvæntum útgjöld-
um og til elliáranna. Skulda engrnn
neitt og vera sjálfu sér nógt.
Það var stórt og mikið takmark.
í verðbólgu síðustu ára brann
sparifé þessa fólks að miklu leytí.
upp. Nýr hugsunarháttur hélt inn-
reið sína. Það var gróðavegur að
skulda.
Á síðustu árum hófst síðan hið
mikla kapphlaup um sparifé lands-
manna með alls konar gylhboðum.
Lofað er miklum raunvöxtum í
formi kaskó-kjara-ábótar-gull-
reikninga.
Öll þessi gylliboð eru svo flókin
að venjulegt fólk, sem kannski get-
ur nurlað einhverju saman og lagt
á bók til að mæta óvæntum útgjöld-
um, áttar sig ekki á máhnu og legg-
ur aurana sína bara inn á gömlu
bókina.
Auramir eru þá vísir ef th þeirra
þarf að grípa. Eða er það? Nei,
hreint ekki.
Löglegt en siðlaust
í fjölmiðlum hafa athugasemda-
laust birst fréttir þess efnis að verð-
bólgan væri búin að éta upp ákveð-
inn hluta af höfuðstól þess sparifjár
sem lagt hafði verið á venjulegar
sparisjóðsbækur.
Einhvers staðar var talað um 90
mihjarða.
Er þetta ekki einum of frjálslega
farið með sparifé? Sagði ekki ein-
hver einhvem tímann „löglegt en
siðlaust?"
Og nú em hæstvirt stjórnvöld
farin að ýja að því að nauðsyn beri
th að skattleggja spariféð lika.
Kjállariim
Helgi K. Hjálmsson
viðskiptafræðingur
Peningastofnanir taka að sér að
varðveita ákveðin verðmæti fyrir
viðskiþtavini sína og skömmu síð-
ar þegar eigandinn ætlar að fá þessi
verðmæti til baka þá er búið að
skerða þau og rýra.
Hann fær ekki th baka sömu
verðmæti og hann kom með th
vörslu. Ef um einhver önnur verð-
mæti hefði verið að ræða heldur
en sparifé þá er ekki ósennilegt að
einhverjum hefði dottið í hug að
kalla þetta þjófnaö.
Þó hafði varðveitandinn heimild
th að nota þessi verðmæti sér th
hagsbóta á meðan hann hafði þau
undir höndum. Mér er spurn: Er
það ekki lágmarkskrafa að aðili,
hvort sem um er að ræöa peninga-
stofnun eða aðra, skili til baka
sömu verðmætum og hann tók til
varðveislu? Var það ekki thgangur
Ólafslaga?
Bankinn gæti hagsmuna
Sparifjáreigandi sem leggur fé á
venjulega sparisjóðsbók á skhyrð-
islaust heimtingu á að höfuðstóll
inneignarinnar sé reglulega færður
upp th samræmis við rýmun krón-
unnar.
Þannig minnkar ekki verðmæti
inneignarinnar þó að verðgildi
krónunnar minnki og þrátt fyrir
að viðkomandi hafi ekki haft sinnu
eða þekkingu á að leggja peninga
sína á sérstaklega verötryggðan
bankareikning eða þ.h.
Meginreglan ætti að vera að
banki gæti hagsmuna viðskipta-
manns þannig að honum séu reikn-
aðir bestu vextir á óhreyfðar inn-
stæður án tihits th þess á hvers
konar reikningi féð liggur. Þetta
gera bankar erlendis. Þetta er sam-
keppnisatriði mhh banka þar.
Sé þetta gert er ég sannfærður
um að æ fleiri fari að leggja kapp
á að spara, að ég nú tah ekki um
ef þeir geta líka átt von á einhverj-
um raunvöxtum án þess þó að
binda fé sitt einhvern ákveðinn
tíma.
Verður spariféð líka skattlagt?
Fyrir þá sem ekki hafa úr of
miklu að spha, en hafa þó mögu-
leika á aö leggja eitthvað til hhðar,
getur það skipt sköpum í sambandi
við spamað þeirra að þurfa ekki
aö binda peningana ákveðinn tíma.
Það er alltaf erfitt að spá í fram-
tíðina. Óvænt útgjöld geta komið
upp þegar minnst varir. Þess vegna
er fólk hrætt við bindingu.
En ef það helst í hendur að hafa
peningana ahtaf vísa með sínu
verðgildi, auk þess að þeir gefi ein-
hveija raunvexti, þá er auðsætt að
það hvetur til sparnaðar og spari-
fjármyndunar.
Strax og almenningur er viss um
að höfuðstóh sparifjár verði ekki
skertur af völdum verðbólgu og
krónurýrnunar mun almenn spari-
fjármyndun aukast.
Það á að hvetja til sparnaðar í
þjóðfélaginu með öhum ráðum.
Stjómvöld eiga að veita skattafrá-
drátt í tengslum við sparifjármynd-
un, í stað hugleiðinga um skatt-
lagningu.
Eðlileg og hehbrigð sparifiár-
myndun styrkir allar máttarstoðir
þjóðfélags okkar. Bönkum ber að
vera heiðarlegir og bera hag ahra
viðskiptamanna sinna jafnt fyrir
brjósti og gæta hagsmuna í hví-
vetna. Hagur hins minnsta bróður
er jafnmikils virði og hins stærsta.
Ef þessi háttur, sem er bæði ein-
faldur og heiðarlegur, verður upp
tekinn án þessara flóknu ávöxtun-
arskilyrða sem nú eru viðhöfð get-
um við hafið á ný til vegs og virð-
ingar málsháttinn góða sem ég man
ekki betur en hafi staðiö á spari-
bauknum mínum frá Landsbank-
anum að: „Græddur er geymdur
eyrir“.
Helgi K. Hjálmsson
„Stjórnvöld eiga að veita skattafrádrátt
1 tengslum við sparifjármyndun, í stað
hugleiðinga um skattlagningu.“
Að kosningum loknum:
Þetta vill sænska þjóðin?
Sænskar kosningar eru með allt
öðrum hætti en þeim sem við eig-
um að venjast heima á Fróni.
Hér er í einu lagi kosið th þings
(Riksdag), fylkisþinga (landsþing -
24 í landinu) og í 284 sveitarstjórn-
ir. Það er því að mörgu að huga
hjá sænskum kjósendum á kosn-
ipgadaginn!
Urslit kosninganna
Nú virðist það vera svo hér í
landi, eins og raunar á islandi hka,
að ekki fara alltaf saman sveitar-
stjórnar- og landsmál. Fólk kýs
greinilega oft og einatt tvo flokka
og telur flokkinn því mismunandi
vel í stakk búinn til þess að stjórna
ríki eöa heimabyggð.
Þó að það sé erfitt aö greina þama
einhverja reglu varöandi nýaf-
staðnar kosningar, virðist eins og
hægri flokkurinn, sem kallar sig
Moderadema-Samlingspartiet, hafi
staðið sig mun betur í sveitar-
stjómarkosningunum en th þings.
Svo virðist og að sósíaldemókratar
hafi tapað þar meiru en þeir þó
gerðu um allt land. En á það skal
hér bent að þeir töpuðu um 1%
fylgi og fleiri atkvæðum en fijáls-
lyndi flokkurinn - Folkpartiet sem
tapaði næstmestu i prósentum eða
2% atkvæða frá kosningunum 1985.
Hægriflokkurinn galt mest afhroð
með 3% tapi miðað við fyrri kosn-
ingu.
349 þingmenn skipa þjóðþing
þeirra Svía (Riksdagen) og því þarf
175 atkvæði til þess að ná þar meiri-
hluta. Sósíaldemókratar töpuðu 3
þingsætum í kosningunum og hafa
því 156 þingmenn. Það dugir þeim
engan veginn th að stjóma landinu
með meirihlutavaldi.
Vinstriflokkurinn, kommúnist-
ar, unnu á við þessar kosningar,
bættu viö sig 2 mönnum og eiga þar
KjaUarinn
Brynleifur H.
Steingrímsson
læknir
með 21 mann á þingi. Þeir hafa
ávallt veitt sósíaldemókrötum
stuðning sinn til þess að stjóma og
allir ætla nú að svo verði sem fyrr.
Þessir tveir flokkar ná meirihluta
á þingi, eða 177 þingsætum, sem
ekki getur talist sterkur meirihluti,
ef ekki er litíð th þess hvemig
máhn æxlast þar í þingsölunum.
Staðan á þingi (í Riksdagen)
Búist var við því fyrir kosningar
að sósíahstar myndu tapa meiri-
hluta sínum á þingi, þ.e. kratar og
kommar, en græningjar réðu hvort
stefnan yrði tekin th hægri eða
vinstri, ef svo má að orði komast.
Þeim hafði verið spáð miklu fylgi
en það virðist hafa smogið þeim úr
greipum í lok kosningabaráttunnar
og sennilega horfið að einhverju
leyti á vit komma. Þeir fengu þó
20 þingsæti og um 5,5% atkvæða. í
dag er það spurning þeirra sem um
stöðu mála fiaha hér í landi hvort
samstarf muni myndast á mihi
græningja og komma. Græningjár
þurfa á hjálp að halda til þess að
ná fuhtrúa inn í nefndir þingsins
og hefur verið gefið hálfgildings
loforð um það af kommum (VPK).
Það getur því orðið býsna snúið
fyrir sósíaldemókrata að stjórna
með stuðningi þessara flokka.
Nú er það svo að ekki er um
stjórnarsáttmála að ræða þegar
samstarf flokkanna á sér stað held-
ur hefur það verið þannig að kratar
hafa myndað stjórnina og hún hlot-
ið samþykki þingsins og er þar með
orðin starfhæf stjórn samkvæmt
stjórnlögum. Síöan leggur stjórn
mál sín fram á þingi og þarf þá á
stuðningi meirihlutans að halda.
Vantraust á stjórnina hafa komm-
ar varið og munu sennhega verja
en þeir eru ekki bundnir varðandi
meðferð hinna ýmsu stefnumála
stjómarinnar.
Allur gangur mun hafa verið á
því hvaða stjórnarmál flokkamir
styðja og væntir Ingvar Carlsson
forsætisráðherra þess að svo muni
verða áfram.
Fijálslyndi- og hægriflokkurinn
hafa þó lýst því yfir aö þeir muni
taka upp mun harðari stjórnarand-
stöðu nú en áður hefur verið enda
telja þeir að stjórnin verði að halla
sér mun meira th vinstri en áður.
Það er því ljóst að sú stjórn, sem
mynduð verður af hálfu sósíal-
demókrata, er minnihlutastjóm
sem þarf á stuðningi annarra
flokka að halda.
Mörg stór vandamál
bíða úrlausnar
Um kosningaúrslitin hér verður
vart annað sagt en að þau séu „án
framtíðar".
Án efa eru tengslin við Evrópu-
bandalagið langstærsta verkefni
komandi ríkisstjórnar þar sem
tveir þriðju hlutar útflutningsins
em á Evrópumarkaðinn.
Græningjar og kommar skella
skoheyrum við þessum vandamál-
um enda reikna þeir ekki lífið í
krónum eða aurum. Sú hugmynd
kom meira að segja fram hjá þeim
fyrrnefndu aö vinnudagurinn ætti
að verða Qórir tímar en síðan ætti
fólk að sinna í sjálfboða- eða þegn-
skylduvinnu hinum ýmsu þjón-
ustumálum s.s. hjúkrun og fleiru.
- (Trúir nú nokkur?)
Þeir vhja kjarnorkuverkin burt
strax, fiarlægja flutningabílana af
vegunum um leið og þeir segja að
hagvexti þurfi maður ekki á að
halda.
Það hlýtur að verða erfitt að
stjórna með flokkum sem þannig
hta á vandamálin.
Ekki verður annað séð en að sós-
íaldemókratar verði að styðjast við
einhvern hinna þriggja borgara-
legu flokka, ef þeir ætla að stjóma
Ingvar Carlson forsætisráðherra
Sviþjóðar. - Væntir stuðnings sem
flestra flokka við stjórnarmálin.
landinu af ábyrgð og festu.
Forsætisráðherrann sagði raun-
ar fyrir kosningar að hann vildi
nýjar kosningar fremur en sam-
stjórn með græningjum og gerði
hann þá ráð fyrir að sósíalistar
myndu tapa meirihluta á þingi. Á
íslandi ætti stjóm af þessu tagi
vart marga lífdaga í vændum.
Ábyrgð
En það sem skhur að íslensk
stjórnmál og sænsk er þó ábyrgðar-
tilfmning stjómmálamannanna
hér. Ríkisstjórn er th þess að
stjórna en ekki th þess aö sýnast
stjórna með blaðri og ahs kyns
sýndarmennsku, eins og dæmi
sanna á Fróni.
Það hefur líka komið fram í sam-
bandi við þessar kosningar að th
þess er ætlast að stjómmálamaður
kunni og geti. Hér þarf sfióm-
málamaðurinn aö bera skyn á hag-
fræði og peningamál og geta gert
grein fyrir skoðunum sínum í þess-
um efnum. Hitt er th hátíöabrigða.
Brynleifur H. Steingrímsson
„En þaö sem skilur að íslensk stjórn-
mál og sænsk er þó ábyrgðartilfmning
stjórnmálamannanna hér.“