Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1988, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1988, Qupperneq 26
42 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988. Jarðarfarir Valdimar Jóhannsson, fyrrum bóndi, Grundargötu 6, Grundarflröi, veröur jarösunginn frá Grundar- fjarðarkirkju laugardaginn 8. októb- er kl. 15. Kjartan Eiðsson, Höföahiíð 13, Akur- eyri, verður jarösunginn frá Akur- eyrarkirkju í dag, föstudaginn 7. okt- óber, kl. 16. Útfor Ágústu Magnúsdóttur, Hátúni 9, Keflavik, verður gerö frá Innri- Njarövíkurkirkju laugardaginn 8. október kl. 14. Hrefna Hjartardóttir, Grundargötu 18, Grundarfiröi, veröur jarðsungin frá Grundarfjarðarkirkju laugardag- inn 8. október kl. 13. Jóhann Pétur Runóifsson bifreiða- stjóri, Álftamýri 46, lést á Landspítal- anum 26. september sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að psk hins látna. Ingibjörg Vilborg Benjamínsdóttir verður jarðsungin frá Laugarnes- kirkju fostudaginn 7. október kl. 15. Útfór Ágústs Þórarinssonar, Höfða- götu 11, Stykkishólmi, fer fram í Stykkishólmskirkju laugardaginn 8. október kl. 14. Hálfdán Ágúst Jóhannesson, Stóra- teigi 11, Mosfellsbæ, verður jarðsett- ur frá Lágafellskirkju laugardaginn 8. október kl. 13.30. Andlát Þórir Ingvarsson, Lambastaðabraut 1, Seltjarnarnesi, lést í Landakots- spítala 5. október. Þórður Þorgrímsson lést mánudag- inn 3. október. Þórhallur Ragnar Stefánsson, Akur- gerði 48, Reykjavík, lést í Landspítal- anum þriðjudaginn 4. október. Sigríður Guðmundsdóttir, Öldugötu 14, Hafnarfirði, lést í Landspítalan- um 4. október. Jón Þorsteinsson, Mýrarkoti, lést í Landspítalanum aðfaranótt 5. októb- er. Fundir Bústaðasókn Kvenfélag Bústaðakirkju heldur fund mánudag 10. okt. kl. 20.30 í safnaðar- heimili Bústaðakirkju. Bræðrafélag Bú- staðakirkju heldur fund mánudag 10. okt. kl. 20.30 í safnaðarheimili Bústaða- kirkju. TUkyimingar Sendiráð Sambandslýð- veldisins Þýskalands leyfir sér að tilkynna öllum íslenskum og þýskum vinum þjóðar okkar að for- sætisráðherra Bayem, Franz Josef Strauss, lést þann 3. okt. 1988 í Regens- burg. Útfórin fer fram í dag, 7. okt. 1988, í Miinchen. í dag mih kl. 9 og 17 mun samúðarkveðjubók liggja frammi í sendi- ráði Sambandslýðveldisins Þýskalands, Túngötu 18, þar sem fólki gefst kostur á að skrá nöfn sín til þess að votta hinum látna virðingu sína. Alþýðubandalagið I Kópavogi Félagsvistin hefst í Þinghól, Hamraborg 11, mánudaginn 10. október nk. kl. 20.30. Spilað verður annan hvem mánudag, alls fimm kvöld. Veitt verða kvöldverð- laun og ein heildarverðlaun. Allir vel- komnir. 1 Kyudo - japönsk bogfimi Undanfarin ár hefur hópur manna hér á landi lagt stund á japanska bogfimi - kyudo. Bogfimi hefur frá alda öðli verið stunduö í Japan og notið mikillar virð- ingar. íslenska kyudofélagið er aðili að kyudosambandi Evrópu. Á hverju ári em haldin alþjóðleg námskeið í einu aðildar- rikjanna, nú síðast í París. Námskeiðin em undir stjórn japanska kyudosam- bandsins og sendir það þangað sínu bestu kennara. í kyudo em veittar kyu- og dan- gráður sambæriiegar við það sem tíðkast í kendo, judo og karate. Þessar gráður em veittar af japanska kyudosamband- inu. Á íslandi hafa 5 einstaklingar náð dan-gráðu, sá sem lengst hefur náð 4. dan. Kyudo er jafnt fyrir konur sem karla frá 18 ára aldri. Formaður félagsins er Elsa Guðmundsdóttir. Fyrirhugað er að taka inn takmarkaðan fjölda nýrra nc-m- enda á næstunni og verður það auglýst síðar. Námskeid Klarínettunámskeið í Norræna húsinu Mánudaginn 10. okt. nk. hefst námskeið í Norræna húsinu ætlað klarínettunem- endum, klarínettuleikumm svo og öðr- um áhugamönnum og tónlistarunnend- um. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður enski klarínettuleikarinn og fræðimað- urinn Pamela Weston. Námskeiðið stend- ur yfir alla næstu viku (10.-14. okt.) frá kl. 13.30-18 í formi opinnar kennslu (masterklassa). Þátttakendum gefst einn- ig kostur á að sækja einkatíma. Auk kennslunar mun Pamela halda þijá fyrir- lestra: Mánud. 10. okt.: „Weber, Mayerbe- er, Mendelssohn og klarínettuleikarinn Heinrich Bármann. Þriðjudag 11. okt: „Meine Primadonna". Fjallað um klarí- nettuverk J. Brahms og kveikjuna að þeim. Miövikud. 12. okt.: „Túlkun klarí- nettuverka Carl Maria Von Weber, með tilliti til frumhandrita. Fyrirlestramir verða á ensku með tóndæmum og ht- skyggnum og hefjast allir kl. 17. Þátttöku- gjald fyrir alla vikuna er kr. 2.000, (einka- tímar undanskildir). Einkatímar kosta kr.1.500. Dagsþátttaka, einstakir fyrir- lestrar kr. 500. Áttavitartámskeið fyrir ferðamenn Eins og undanfarin 22 ár gengst Hjálpar- sveit skáta í Reykjavík fyrir námskeiði í meðferð áttavita og landabréfa fyrir ferðamenn. Á námskeiðinu verða einnig veittar upplýsingar um ferðafatnað og ýmsan ferðaútbúnað. Námskeiðið stend- ur tvö kvöld, þriðjud. 11. okt. og fimmtud. 13. okt. Námskeiðið verður haldið í hús- næði hjálparsveitarinnar aö Snorrabraut 60, jarðhæð, og hefst kl. 20 bæði kvöldin. Þátttökugjald er kr. 1.200. Nánari upplýs- ingar er að fá í Skátabúðinni Snorrabraut 60. Sími 12045 og þar hggur einnig frammi þátttökuhsti fyrir þá sem ætla að taka þátt í námskeiðinu. Á þetta námskeið eru allir velkomnir sem áhuga hafa á að læra notkun áttavita og landabréfa eða vilja bæta við kunnáttu sína. Þetta er gott námskeið fyrir t.d. skíöagöngumenn, skotveiðimenn, vélsleðamenn og aðra ferðamenn sem ferðast um fjöll og fim- indi. Söngleikar 1988 Söngleikar 1988 verða haldnir dagana 4. og 5. nóvember nk. á vegum Landssam- bands blandaðra kóra. A þessu ári eru 50 ár hðin ftá stofnun þess. Stofnkóram- ir vom fimm, Kantöntukór Akureyrar, stofnaður 1932, Söngfélag I.O.G.T., stofn- að 1932, Sunnukórinn á Isafirði, stofnað- ur 1934, kór Róberts Abrahams á Akur- eyri, stofhaður 1936, og Vestmannakór- inn í Vestmannaeyjum, stofnaður 1937. Nú em í sambandinu 35 kórar víðs vegar af landinu. Fyrir 10 árum var haldið upp á 40 ára aftnæli Landssambands bland- aðra kóra. í Laugardalshöh með Söng- leilgum '78 sem tókust mjög vel. Nú er ætlunin aö halda upp á 50 ára afmæhö með enn meiri glæsibrag. Þar koma blandaðir kórar fram með eigin dagskrá og einnig syngja þeir sameiginlega nokk- ur verk, m.a. nýtt verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson sem hann samdi sérstaklega af þessu tilefni. Tilgangurinn með söng- leikunum er margþættur en fyrst og fremst aö efla samstöðu kóranna og vekja áhuga almennings á starfsemi blandaðra kóra í landinu. Þegar hafa 20 kórar skráö sig til þátttöku, eða um 900 manns. Menning Gestaleikur 1 Þjóðleikhúsinu, Litla sviðið: Spéspegill hversdagsins Látbragðsleikur: RALF HERZOG Tvær sýningar, 5. og 6. okt. Það er undarlegt hvað það hefur tekið langan tíma að kenna landan- um að meta látbragðsleik. Heim- sóknir góðra látbragðsleikara, með sjálfan Marcel Marceau í farar- broddi, breyta litlu um það að fáir íslenskir listamenn hafa lagt sig að nokkru marki eftir listinni og þeir sem það hafa gert flíka því allt of sjaldan. Er það kannski svo að orðið, sjálf- ur textinn, skipti okkur „bók- menntaþjóðina" svo miklu máli að við horfum fram hjá því hvað mik- ið má segja án allra orða. Sýning Ralfs Herzog er byggð upp af mörgum stuttum atriðum og nöfn þeirra geta ef til vill gefið þeim sem misstu af sýningunum ein- hverja hugmynd um fjölbreytilegt val viðfangsefna hans. Sunnudagsíþróttamaður, í ráð- húsinu, Góðan daginn, Hljómleik- amir, Fjölskylduhátíðin, Mann- gerðir í leikhúsinu, Líf, Skurð- læknirinn, Á barnaheimilinu og Skákstórmeistarinn og nemandi hans voru t.d. nokkur þeirra atriða sem hann flutti. Upptalningin sýnir að Herzog leitar víða fanga en rauði þráður- inn í efnisvali hans er að sýna áhorfendum hversdagsleg atvik og athafnir í spéspegh og að sjálfsögðu broslegu hliðamar á okkur sjálf- um. Væskillinn, sem tekur sig til „á sunnudögum" og leggur til atlögu við lóð og gorma, varð alveg bráð- lifandi í meðforum hans og kostu- legar aðfarir hans í heilsuræktinni. Ralf Herzog byggir sýningu sína upp af mörgum stuttum atriðum. Leiklist Auður Eydal Maðurinn getur Uka gert sig alveg sérstaklega ótótlegan, eins til dæm- is og í þættinum Góðan daginn, þar sem hann leikur nývaknaðan og ósnyrtan borgara. Herzog beitir ýmsum brögðum til að koma áhorfendum til aö hlæja og er oftar en ekki í hlutverki trúðsins í þáttum sínum. Eins og aðrir góðir látbragðsleik- arar kemur hann á framfæri til- finningum, geðbrigðum og viö- brögðum persónanna sem hann leikur, með svipbrigðum og lát- bragði. Hann leikur ekki með hin- um fágaða einfaldleik Marceaus heldur ýkir óspart og verður ærið stórkarlalegur á stundum. I sumum atriðunum leikur hann á móti sjálfum sér, til dæmis í þætt- inum úr ráðhúsinu, þar sem litli Jóninn á í höggi við kerfið og skýrslufarganið. Þar bregður hann sér í beggja líki, kerfiskaUanna og viðskiptavinarins, sem auðvitað hlýtur að verða undir í þeirri ójöfnu viðureign. Og Herzog lætur sig ekki muna um að leika heila hljómsveit í ein- um þættinum eða sýna í öðrum allt lífshlaup mannsins frá vöggu til grafar. Reyndar brá fyrir aðeins öðrum tón í síðamefnda atriðinu, þar var fínlegar farið með efnið og styttra í alvöruna og var þetta þar með líka eitt af betri atriðum kvöldsins. Vonandi verður heimsókn Herzogs okkar eigin leikurum hvatning til aö leggja rækt við lát- bragðsleik og efna til sýninga. AE Fyrstu sinfóníutónleikar vetrar- ins vom í gærkvöldi. Á stjórnpalli var Petri Sakari, nýi aðalstjórn- andinn við Sinfóníuhljómsveit ís- lands, en hann þekkjum við raunar af nokkmm tónleikum áður, t.d. afbragðstónleikum á síðustu lista- hátíð og svo kynningartónleikun- um um daginn, sem fóru raunar hálfpartinn í vaskinn vegna ónógr- ar kynningarstarfsemi (svo skringilega sem það nú hljómar). Á efnisskránni í gærkvöldi voru þrjú verk, För eftir undirritaðan, sem af skiljanlegum ástæöum er ekki hægt að krítisera neitt aö þessu sinni, þó segja megi frá að það var „bæði vel flutt og vand- lega“, Tríókonsertinn eftir Beetho- ven og fyrsta sinfónia Síbelíusar. í Tríókonsertinum vom þýskir einleikarar, Fontainaytríóið frá Hamborg. Þetta eru afbragðs- kammermúsíkantar sem skiluðu sínum hlutverkum með glæstum sóma. Verður áreiöanlega gaman að heyra þá leika tríó eftir Beetho- ven, Dvorák og Rakhmaninoff hjá Kammermúsíkklúbbnum á sunnu- daginn. En þaö er nú önnur saga. Aðalverkið á þessu fyrstu sinfóníu- tónleikum í ár var auövitað sinfón- ía Síbelíusar. Það er eiginlega óskiljanlegt hvað fræöimenn sumir tala illa um þetta glæsilega verk, sumir segja það bamalegan Tsjæ- kofskí, aðrir klaufalegan Brahms. Auðvitað hafa þeir, eins og alltaf, kolrangt fyrir sér. Þetta er stór- brotið verk og hreinræktaöur Sí- belíus. Petri Sakari sýndi sannar- lega að hann er stjórnandi sem töggur er í á þessum tónleikum, Petri Sakari heilsar áheyrendum við upphaf tónleikanna i gærkvöldi. DV-mynd KAE Tónlist Leifur Þórarinsson hann er vandvirkur, einlægur og á köflum „inspíreraður" listamaður, sem er greinilegt að hefur margt og merkilegt að færa okkur. Túlk- un hans á sinfóníunni mun seint gleymast og mætti ekki biðja um meira af svo góðu? T.d. 4., 5. og 7., að ekki sé minnst á 3. og 6., sem heyrast alltof sjaldan í heiminum og hafa aldrei verið fluttar hér á landi. í lokin vil ég nöldra svolítið, fyrst út af prentuðu efnisskránni, sem var fátækleg og full af prentvillum. Þó það sé kannski fyndið vill undir- ritaður alls ekki sitja undir að hann skrifi „vaðform" í „Rydirkri" tón- tegund, en þessi fyrirbrigði bjó prentvillupúkinn óátalið til fyrir efniskrána og fitnaði enn af fleiru slíku. En leiðinlegast var þó að ganga úr bíóinu og vera hálfhrund- ið til bakdyra af fólki á leið til mið- nætursýningar. Þetta afglapa Há- skólabíó, sem í upphafi var ekki síður byggt fyrir tónlistina en kvik- myndafárið og hefur lifað margar krísumar á sinfóníuhúsaleigunni, virðist rekið af ótrúlega erfiðum plebbum sem mætti vel setja á hausinn við tækifæri. En þetta var samt góður dagur. LÞ Góður dagur Petri Sakari stjómar fyrstu smfóníutónleikum vetrarins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.