Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 26. OKT0BER 1988. 5 DV Grænftiðimgar: Alþjóðleg herferð gegn íslendingum Áageir Eggertason, DV, Miinchen: „Við voniun að ákvörðun fyrir- tekisins Tengelmann komi ís- lenskum stjórnvöldum í skilning um að svokaUaöar hvalveiðar í vísindaskyni séu nákvæmlega jafnóæskilegar og venjulegar hvalveiðar,“ ^agöi Peter Puesc- hel, talsmaður grænfriðunga í Haraborg, þegar DV innti hans álits á ákvörðun Tengelmanns um að hætta innflutningi á ís- lenskum sjávarafurðum. Pueschel sagði að herferð grænfriöunga í Vestur-Þýska- landi væri hluti af alþjóðlegum áróðri sem rekixm væri gegn ís- lenskum afurðum. Grænfriðung- ar hafa staðið í sambandi við nokkur innflutningsfyrirtæki og er Tengelmann fyrsta fyrirtækið sem sfyður áróðurinn. Hafa fyrir- tækin verið heimsótt og hefur þeim verið látið í té umfangsmik- ið efni um hvalveiðar íslendinga. Pueschel sagði aö fyrirtækiö Nordsee hefði þegar tekið þá ákvörðun að minnka fiskinnkaup sín frá íslandi. Einnig hefði fyrir- tækið Igloo-Langnese ákveðið aö merkja sérstaklega fiskafurðir frá tslandi þannig að neytendur gætu sjálfir tekið þá ákvörðun hvort þeir vildu kaupa vaming- inn. Þess má geta aö fyrirtækið Tengelmann er mjög vel meðvit- að um umhverfisvemd. Þar er hægt að fá pappírsvörur úr endu- runnum pappír og fyrirtækið tók þá ákvöröun fyrir fimm árum að ekki yrði boðið lengur upp á fro- skalappir og skjaldbökusúpu. Pueschel kvaðst vonast til að íslenska ríkisstjórnin léti sér bráölega segjast svo ekki kæmi til atvinnuleysis á þeim stöðum þar sem framleitt er fyrir Þýska- landsmarkaðinn. „Ef iitið er á hvalveiöisteíhu íslensku ríkisstjórnarinnar síð- asfliðin tuttugu ár sést aö tíminn er hreinlega ekki nægur til að setja saman og ræða eitthvað sem ákvörðun verður tekin um eftir fimm ár. Ég vona bara aö veið- amar verði bannaöar bráðlega svo skaðinn fyrir fiskiðnaðinn veröi sem minnstur," sagði Pueschel við blaðamann DV. Að lokum kvaöst hann harma að fyrirtækíð Aldi tæki ekki þátt í þessu innflutningsbanni en ver- iö gæti að það breytti um skoöún. Umræðu frestað: Halldór var á kirkjuþingi „Það er auðvitað ótækt að sjáv- arútvegsráðherra sé að taka ein- hver þing úti i bæ fram yfir áríð- andi þingfundi um mikilsverð mál,“ sagði Hreggviður Jónsson, þingmaður Borgaraflokksins. I gær varð að fresta fundi í efri deild Alþingis um tillögu Hregg- viðar og Aðalheiðar Bjarnfreðs- dóttur um að hætta hvalveiöum. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra gat ekki setið þing- fundi vegna Kirkjuþings sem hann situr sem dóms- og kirkju- málaráðherra. Sagði Hreggviður að svo væri komið að neðri deOd væri óstarfhæf vegna fiarveru ráöherra. Þar meö var eina þingmáli deildarmnar frestað en ætlunin er aö reyna aö koma því að á þing- fundi í dag. -SMJ Fréttir Hvalveiðimálin: Tel ekki pólitska stöðu mína í hættu - segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra „Við höfum endurskoöað hvala- rannsóknaráætlun okkar á hverju ári og ég minni á að við tókum ákvöröun um breytingar í vor, skömmu áður en veiðarnar hófust. Við höfum enn engar ákvarðanir tek- ið um áætlunina fyrir næsta ár og munum halda því máli opnu fram að veiðitímabili næsta árs,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra í samtali við DV. Halldór var spurður í ljósi nýrra viðhorfa ýmissa viðskiptavina er- lendis til hvalveiða okkar hvort hann legði ekki pólitíska stöðu sína að veði með því að gefa hvergi eftir í þessu máh. „Ég ht nú ekki svo á. Ég er einu sinni þannig gerður að ég vil hlusta á rök og tel mig hafa gert það í þessu máh. Aftur á móti hlýt ég að fara fram á það að umræðan um hvala- málið sé byggð á rökum en ekki til- finningum hér innanlands. Ég vil ekki trúa því að tilfinningar eða ótti ráði ríkjum þegar alþingismenn fara að ræða máhð. Til þess tel ég of mik- ið af skynsömu fólki þar,“ sagði Halldór. Hann sagðist ekkert geta sagt um það hvort gerðar verði breytingar á áætluninni á næsta ári. Hann benti á að íslendingar hefðu alltaf lagt áherslu á að starfað væri í máhnu á vísindalegum grundvelh. Einnig tók hann fram að tekið hefði verið tillit til skoöana annarra, bæði Alþjóöa h'valveiðiráðsins og Bandaríkja- manna. Andvígt hvalveiðum um alla framtíð Halldór var þá spurður hvort hann óttaðist ekki að sá áróður, sem rek- inn hefur verið gegn okkur og marg- ir óttast að sé að bera árangur, neyði okkur ekki til að taka tillit til hans. „Þegar menn tala um að áróðurinn sé að skaða okkur verðum við að hugsa um það bæði til skemmri og lengri tíma. Ef við tökum tillit til þess sem menn telja að skaði okkur til skemmri tíma getur það aftur á móti skaðað okkur þegar til lengri tíma er litið, þótt enginn geti fullyrt um það. Ég tel því að það sé grund- vallaratriði að við getum lokið okkar rannsóknaráætlun og tekið skyn- samlegar ákvarðanir eftir það. Hins vegar er ljóst aö þetta fólk sem berst gegn okkur er andvígt því að við fáum nauðsyniegar upplýsingar, það er andvígt hvalveiðum um alla fram- tíð.“ - Hvers virði eru þessar rannsókn- arveiöar og að hverju er stefnt með þeim? „Við erum að leita að mikilvægi hvalanna í lífkerfi hafsins. Við erum aö leita að því hversu mikinn fiölda hvala lífkeðjan þolir með tilliti til þess að við getum nýtt fiskistofnana til lengri tíma htið. Ef ekki er jafn- vægi þarna getur það skaðað fisk- veiðar okkar í framtíðinni.“ - Niðurstöður rannsóknanna geta þá leitt til þess að viö teljum nauð- synlegt aö veiða hvah áfram? „Þær gætu leitt til þess að nauðsyn- legt yrði að halda hvalastofnunum í skefium. Ef við höldum fiölguninni ekki í skefium þá hlýtur þaö að hafa áhrif á samkeppnina um fæðuna í hafinu. En ég vil taka það skýrt fram að auðvitað verðum við að vernda hvalastofnana og ég tel okkur betur treystandi til þess en þessum þjóðum sem þykjast allt vita um þetta, sagði Halldór Ásgrímsson. -S.dór Hvalveiðar okkar í vísindaskyni eru á leiðinni með að verða hið mesta hitamal á Alþingi. Hvalveiðimálið: Þingmenn verða með óbundnar hendur Ljóst er að þegar frumvarp þeirra Hreggviðar Jónssonar og Aðalheiöar Bjarnfreðsdóttur, þing- manna Borgaraflokksins, um hann viö hvalveiðum kemur til umræðu á Alþingi verða þingmenn sfiórnar- andstöðuflokkanna með óbundnar hendur. Líkur eru á að sfióraar- flokkamir standi saman og felli frumvarpið. Aftur á móti verður annað uppi á teningnum þegar þingsályktunartillaga Árna Gunn- arssonar, sem lögð var fram í gær, verður tekin fyrir. Talið er að frumvarp Hreggviðar og Aðalheið- ar verði ekki samþykkt vegna þess að lagasetning bindur hendur rík- issfiórnarinnar. Það gerir tillaga Áma ekki, hún gefur svigrúm. Júhus Sólnes, formaöur þing- flokks Borgaraflokksins, Páll Pét- ursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, Halldór Blöndal, varaformaður þingílokks Sjálfstæðisflokksins, og Eiður Guönason, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, sögðu í samtali viö DV aö hvalveiöimáliö heföi enn ekki verið tekið til umfiöllunar í þingflokkum þeirra. Margrét Frímannsdóttir, formaö- ur þingflokks Alþýöubandalagsins, sagði að málið heíöi ekki verið rætt í þingflokknum, það yrði að öllum líkindum gert í dag. Kristín Einarsdóttir, þingkona Kvennalistans, sagði að hvalamálið hefði verið rætt í þingflokki Kvennalistans en ekki afgreitt Þótt þingílokkamir hafi ekki tek- ið hvalveiðimálið enn til alvarlegr- ar umfiöllunar verður það gert næstu daga og sem fyrr segir verða þingmenn án efa með óbundnar hendur, flokksböndin munu ekki halda. -S.dór/-SMJ Þingsályktunartillaga lögö fram í gær: Ámi Gunnarsson vill stöðva hvalveiðamar - gjaldþrot blasir viö niðurlagningarverksmiðjum hætti Tengelmann viö kaup héöan Árni Gunnarsson alþingismaður lagði í gær fram á Alþingi svohljóð- andi þingsályktunartillögu: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórn- inni að hefia þegar í stað endurskoð- un á hvalveiðistefnu íslendinga með það fyrir augum að stöðva vísinda- hvalveiðar um að minnsta kosti þriggja ára skeið. Sá tími verði notað: ur til að ljúka nauðsynlegum vís- indarannsóknum án veiða og tíl auk- innar kynningar á málstað íslend- inga. Fulltrúum umhverfisverndar- samtaka verði gefinn kostur á að fylgjast með og taka þátt í þessum rannsóknum." „Við erum ekki einir í heiminum og lifum í samfélagi þjóða. Við getum heldur ekki litið fram hjá því að þetta hvalveiðimál er farið aö bitna svo hrikalega á lagmetisiðnaði okkar að við það verður ekki unað. í fyrra- kvöld hafði Jón Tryggvason á Dalvík samband við mig og sagði mér að hann yrði að loka niðurlagningar- verksmiðju sinni og segja upp 17 manns vegna þess að Tengelmann- fyrirtækið hefði hætt við að kaupa það sem hann hefur verið að fram- leiða fyrir fyrirtækið. Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Hiks á Húsavík, hafði samband viö mig í dag. Ef Tengelmann kaupir ekki situr hann uppi með birgðir, 155 þúsund dósir, og verður gjaldþrota. Helgi hefur verið að byggja upp efni- legt fyrirtæki og verið með niöur- lagningu á þorsklifur. Fram hjá þessu er bara ekki hægt að horfa,“ sagði Árni Gunnarsson. Árni sagði að sjálfsagt myndu flokksbönd ekki halda þegar þessi tillaga yrði tekin til umfiöllunar á Alþingi. Það væri ekki bara að alþingismenn greindi á; ráöherrana greindi hka á eins og kom fram í máh Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra á dög- unum. „Menn eru að skynja æ betur mik- ilvægi þessa máls eftir því sem betur kemur í ljós alvara þess fyrir við- skiptasambönd okkar. Ég geri mér auðvitað ljóst aö það eru ekki allir á sömu skoðun í þessu máh frekar en öðrum,“ sagði Arni. Hann sagði að í greinargerð með fillögunni væri ekki vefengdur réttur íslendinga til hvalveiða. Viö ættum rétt á að nýta þá fiskstofna og spen- dýrastofna sem væru í hafinu um- hverfis ísland. Það þyrfti hins vegar að gera í samræmi við alþjóðlegar ályktanir. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.