Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988.
9
Michael Dukakis
breytir um stefhu
Steinunn Böðvarsdóttir, DV, Washingtaa-
Michael Dukakis, forsetaframbjöö-
andi demókrata í Bandaríkjunum,
stendur hölium feti í kosningabar-
áttunni gegn George Bush, frambjóö-
anda repúblikana. Samkvæmt nýj-
ustu skoðanakönnunum leiðir Bush
með 13 prósent forskot. New York
Times dagblaðið birti í morgun niö-
urstöður könnunar sem gefa Bush
54 prósent fylgi á móti 41 prósent til
handa Dukakis. Skoðanakannanir í
Kalifomíufylki, sem Dukakis hefur
ekki efni á að tapa, gefa Bush 11 pró-
sent forskot. Að auki lítur út fyrir
að Bush hafi þegar tryggt sér megnið
af þeim 270 atkvæðum kjörmanna
sem þarf til sigurs þann 8. nóvember
næstkomandi.
Dukakis hefur unnið að því síðustu
daga að snúa þessari þróun við.
Stuðningsmenn hans hafa hafið nýja
auglýsingaherferö til aö vinna gegn
harðorðum ásökunum og áhrifa-
miklum auglýsingum Bush. Hin nýja
herferð byggir á sömu grundvallar-
atriðum og auglýsingar Bush, per-
sónulegar árásir annars vegar og
skírskotun til tilfinninga kjósenda
hins vegar.
Dukakis hefur einnig notað hvert
tækifæri til að koma fram í sjónvarpi
og ræða við fréttamenn. Báðir fram-
bjóðendur hafa hingað til haldið
fréttamönnum í fjarlægð en nú kem-
ur Dukakis fram í hverjum viðræðu-
þættinum á fætur öðnnn. Bush held-
m- hins vegar sínu striki og hafnar
öllum óskum um viötöl.
í sjónvarpsviðtah í gærkvöldi lagði
Dukakis mikla áherslu á stefnu sína
í utanríkis- og varnarmálum. Aug-
lýsingaherbúðir Bush hafa ranglega
staðhæft að Dukakis sé andvígur
nær öllum háþróuðum vopnakerfum
Bandaríkjanna, þar á meðal Stealth-
sprengjuflugvélunum. Dukakis hef-
ur í auglýsingum og sjónvarpsvið-
tölum reynt að sýna kjósendum að
Bush rangfæri staðreyndir um feril
hans og hefur ásakað andstæðing
sinn um lygar.
Auk þess hefur Dukakis harðlega
gagnrýnt auglýsingar Bush sem
staðhæfa að Dukakis sé óhæfur til
að berjast gegn aukinni glæpatíðni í
Bandaríkjunum. Ásakanir um kyn-
þáttahatur á hendur herbúða Bush
hafa einnig heyrst. Bush hefur svar-
að fyrir sig með því að segja að Duk-
akis höfði tii stéttaskiptingar í bar-
áttu sinni.
Margir fréttaskýrendur telja að
Dukakis hafi ef til vili beðið of lengi
til að snúa vöm í sókn og að tíminn
sé að renna honum úr greipum. í
gærkvöldi lýsti Dukakis aftur á móti
yfir bjartsýni. Hann kvaðst mundu
halda baráttunni ótrauður áfram
þrátt fyrir forskot Bush í skoðana-
könnunum.
En kjósendur eru orðnir lang-
þreyttir á þeirri lágkúru sem ein-
kennir þessa kosningabaráttu. Meira
en helmingur þeirra telur kosninga-
baráttuna nú neikvæðari en verið
hefur fyrir fyrri kosningar, sam-
kvæmt niðurstöðum skoðanakönn-
unar Newsweek. Nær því þrír íjóröu
kjósenda telja frambjóðendurna
segja það sem almenningur vill
heyra í stað þess að ræða af hrein-
skilni um málefnin. En innan tveggja
vikna verða þeir að gera það upp við
sig hvort Dukakis eða Bush taki við
stjómartaumunum af Ronald Reag-
an forseta.
Leikkonan Sally Field var meðal þeirra sem fögnuðu Dukakis er hann kom
til Denver í gær á kosningaferðalagi sínu. Símamynd Reuter
Vondaufir um viðræður
Leiðtogar Kommúnistaflokksins í
Póllandi hafa boðiö Samstöðu, hin-
um ólöglegu verkalýðssamtökum, að
taka þátt í hringborðsumræðum á
fóstudaginn.
Talsmaður stjómarinnar, Jerzy
Urban, stakk upp á því í gær að Lech
Walesa, leiötogi Samstöðu, og Kiszc-
zak hittust í dag til þess að leysa
ágreiningsmál fyrir aðaiviðræðum-
ar sem hefur verið frestað frá 17.
október. Walesa kvað málin útrædd
og enga þörf vera á viðræðum í dag.
Þar með minnka horfumar á að af
fundi verði á fóstudaginn.
Urban sagði við fréttamenn í gær
að úr því að ekkert yrði af þvi aö
Walesa og Kiszczak hittust í dag
væm litlar vonir til þess aö sam-
komulag næðist mn mikilvægari
málefni.
Aðalfundinum hefur verið frestað
vegna ágreinings um þátttöku
tveggja andófsmanna, Kurons og
Michniks. Stjórnin viii því aðeins
Fréttamönnum var í gær sýnt hringborðið sem viðræðurnar við Samstöðu
eiga að fara fram við. Simamynd Reuter
leyfa þeim þátttöku að þeir lýsi því
yfir opinberlega að þeir viðurkenni
stjómarskrána sem veitir Kommún-
istaflokknum öll völd í landinu. Wal-
esa viil hins vegar engar manna-
breytingar í sínu hði. Reuter
Fimmtíu lifðu af flugslys
Fokkervélin sem hrapaði í Andesfjöllum i gær. Simamynd Reuter
Tólf manns fómst þegar farþega-
flugvél hrapaöi í Andesfjöllum í Perú
í gær. Fimmtíu og tveir komust lífs
af.
Farþegavélin, sem var af gerðinni
F-28 Fokker, hrapaöi nokkrum mín-
útum eftir flugtak frá flugvellinum
við Juliaca um niu hundrað kíló-
metra suöaustur af Lima. Juliaca er
nálægt Bólívíu um tuttugu kílómetra
frá Titicaca stöðuvatninu.
Margir eriendir ferðamenn vora
um borð í véhnni og fórast fjórir
þeirra. Alls særðust fjöratíu og fjórir
farþegar og var flogið með þá sem
alvarlegast voru særðir til Lima í
björgunarflugvélum.
Enn er ekki vitað hvað olli flugslys-
inu.
Útlönd
Hundruð drukkna af völdum fellibyts
Corazon Aquino, forseti Filippseyja, heimsækir fjölskyldu litils barns sem
drukknaði i flóðum sem urðu af völdum fellibylsins Ruby í gær.
Óttast er um líf hundraða manna eftir að fellibylurinn Ruby gekk
yfir Filippseyjar. Talið er aö hundrað manna hafi farist þegar fetjan
Dona Marilyn sökk með á sjötta hundrað manns á tnánudag. Einnig er
óttast um líf hundraða manna eftir fióðin sem fylgdu í kjölfar Ruby.
í gær höfðu samt fundist eitt hundrað fjörutiu og fjórir á lífi eftir fetju-
slysið.
Hvalabjörgun er hræsnlf segir Paul Watson
Eskimóar sjóst hér við björgunartilraunlr á gráhvölunum tveimur i Al-
aska. Sfmamynd Reuter
Umhverfisvemdarmenn sökuðu í gær bandarísk og sovésk stjómvöld
um hræsni vegna björgunaraðgerða á tveimur gráhvölum sem eru teppt-
ir í ís við Alaska. Paul Watson sagði að björgunin hefði byrjað með góðum
hug en breyst í peningasóun, hvalimir yröu hvort eð er drepnir af öðrum
hvölum eöa hákörlum á leið sinni til Kalifomíu. Sagði Paul Watson að
peningana raætti nota til að bjarga hundraðum hvala annars staðar.
Talsmenn Greenpeace-samtakanna tóku undir gagnrýni Watsons en
töldu þó rétt að halda áfram að reyna að bjarga hvölunum.
Thatcher styöur Sihanouk
Margrét Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands, bauö Sihanouk
prins stuðning sinn í gær vegna
frumkvæðis hans til aö koma á friöi
í Kampútseu.
Sihanouk er i þriggja daga heim-
sókn i Bretlandi að vinna friðartil-
lögiun sinum stuöning og átti tæp-
lega klukkustundarlangan fund
með Thatcher.
Rocard ræðst á hægrimenn
Rocard forsætisráöherra, sem óttast nú mjög spádóma um aö margir
sitji heima í atkvæöagreiöslu í næstu viku um Nýju-Kaledóníu, réðst í
gær harkalega á stjómarandstöðuna í Frakklandi.
Rocard sakaöi forvera sinn i embætti, Jacques Chirac, um að hafa tek-
ið afstöðu gegn hagsmunum Frakklands og gegn friöi með því aö hvetja
fólk til að sitja heima.
tsabella Peron talar við Iréttamenn i Buenos Aires i gær.
Simamynd Reuter
Isabella Peron, fyrrara forseti Argentínu, kom óvænt til Argentínu í
gær frá Spáni, i fyrsta skipti í tjögur ár. Hún gaf í skyn aö hún kynni
að vera alkomin til Argentínu en vildi ekki gefa upp hvort hún tæki þátt
í baráttunni fyrir forsetakosningamar sem verða fljótlega.
Vopnahneyksll í Svíþjóð
Enn eitt vopnahneyksliö kom upp á yfirborðið i Svíþjóð í gær eftir að
lögregian geröi skyndirannsókn i ríkisreknu vopnafyrirtæki og saksókn-
arar höföuöu mál gegn starfsmönnum þess fyxir að smygla vopnum til
ríkja sem bannaö er aö selja vopn til. Reuter