Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Síða 2
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988. Fréttir____________________________________________________ Suðumesjamenn vilja halda Keflavikurtogurunum: Þetta er spurning um líff eða dauða - atvinnulifs á Suðumesjum, segir Jón Norðfiörð hjá Eldey sf. Eldey sf. sem er félag til eflingar útgerð á Suðurnesjum, hefur sótt um 100 milljón króna lán hjá Byggðasjóði til að kaupa Keflavíkurtogarana Að- alvík GK og Bergvík GK og koma þannig í veg fyrir að þeir verði seldir frá Suðurnesjum til Sauðárkróks. Útgerðarfélag Skagfirðinga hefur einnig sótt um lán til Byggðasjóðs til að kaupa togarana. Þessar lánsum- sóknir verða teknar fyrir á stjórnar- fundi Byggðasjóðs í dag. „Þetta er spuming um líf eða dauða atvinnulífsins á Suðumesjum. Verði þessir togarar seldir burt verður at- vinnulífiö hér hreinlega lagt í rúst og í veg fyrir það viljum viö koma,“ sagði Jón Norðfjörö, stjórnarformað- ur Eldeyjar sf„ í samtali við DV. Hann benti á að á síðustu 4 árum hefðu skip með kvóta upp á 12 þús- und lestir af þorski og 6 þúsund lest- ir af karfa verið seld frá Suðurnesj- um. Þessi afli væri að verðmæti um einn milljarður króna. Að undan- fórnu hefðu 6 fiskiskip verið seld frá Grindavík og allar líkur á að tvö til viðbótar fari næstu daga. „Við einfaldlega þolum ekki meira. Hér verður sviðin jörð í atvinnulegu tilliti ef þessir tveir togarar frá Kefla- vík fara líka. Þess vegna sóttum við um þetta lán til Byggðasjóðs. Við höfum rætt við þingmenn kjördæm- isins um stuðning og höfum loforð um að okkur verði liðsinnt," sagöi Jón Norðíjörð. Eldey sf. hefur einnig stuðning bæjarstjómar Keflavíkur sem álykt- aði á fundi sínum í fyrrakvöld að leitaö yrði allra leiða til að halda tog- urunum í heimabyggð. Skorað var á stjórn Hraðfrystihúss Keflavíkur að hefja viðræður við forráðamenn Eld- eyjar sf. og aðra sem vilja vinna að því að svo verði. Allir bæjarstjórnar- menn nema einn greiddu þessu at- kvæði. Þessi eini var Ingólfur Fals- son, en hann er nýráðinn fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Kefla- víkur. Matthías Bjamason, formaður stjómar Byggðasjóðs, sagöi að þetta mál yrði tekið fyrir á fundi í dag. Hann sagðist ekki kannast við að búið væri aö afgreiða málið bak við fjöldin, Skagfirðingum í vil, eins og heimildir DV herma. Þaö má vera að afskipti þingmanna Reykjaness muni geta breytt þar einhverju, en stutt er síöan þeir hófu afskipti af málinu. Undirbúningur þess að Skagfirðingar keyptu togarana af Hraðfrystihúsi Keflavíkur hafði aft- ur á móti staðið í langan tíma en far- ið hljótt. -S.dór Réttarhöldin í togaramálinu á Eskifirði komin í hnút - útgerðin hafiiaði dómsátt. Togarinn var ekki með of litla möskva í poka Errúl Thorarensen, DV, Eskifirði: Réttarhöldum vegna meintra ólög- legra veiða skuttogarans Kambarast- ar SH 200 frá Stöðvarfirði var fram haldið hjá bæjarfógetaembættinu á Eskifirði í gær. Hófust þau kl. 13 og stóðu skýrslutökur til kl. 14. Að því loknu voru starfsmenn netaverk- stæðis Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. fengnir til að mæla möskva í poka trollsins en kæran er fyrst og fremst byggð á þeirri forsendu af hálfu Landhelgisgæslunnar. Niöurstaða þessarar mælingar leiddi í ljós að möskvastærðin væri rétt og í samræmi við afgreiðslu frá Hampiðjunni og gildandi reglugerðir en pokinn var keyptur frá Hampiðj- unni. Hins vegar er ljóst að bil mihi belgbanda var ekki rétt þar sem of langt bil var á einum staö en of stutt á öðrum. Réttur var aftur settur kl. 16. Út- gerðinni var nú boðin dómsátt en því var hafnað þar sem skipstjóri Kamb- arastarinnar telur sig ekki hafa gerst brotlegan. Milh 5 og 6 í gær náði ég tali af Inger L. Jónsdóttur, stjóm- anda réttarhaldanna, og þá sagði hún aö málið væri í hinum versta hnút. í gærkvöldi kom svo Óðinn inn til Eskifjarðar og mældu varðskips- menn möskvastærðina sjálfir. Verð- ur réttarhöldum haldið áfram í dag. Að sögn Steinars Guðmundssonar, útgerðarstjóra Kambarastarinnar, hefur þessi uppákoma valdið hinum mestu óþægindum. Togarinn hggur nú bundinn við bryggju á Eskifirði með 70 tonn af fiski en átti að landa að öhu óbreyttu á Fáskrúðsfirði í gærmorgun og í gærkvöldi var svo fyrirhugað aö togarinn héldi th veiða og fiskaöi með siglingu í huga. Togar- inn á söludag í Þýskalandi 21. nóv- Varðskipið Óðinn og togarinn Kambaröst eftir komuna til Eskifjarðar í gær. DV-mynd Emil ember nk. en eins og kunnugt er eru ir þessa mánuðina og þeim úthlutað söludagar í Þýskalandi afar eftirsótt- með fimm vikna fyrirvara. Þotan, sem merkt er Club Air á írlandi, biður nú örlaga sinna á Kéflavíkur- flugvelli. DV-mynd Ægir Már Kárason írsk farþegaþota á f lótta undan hamrinum Farþegaþota frá írlandi hefur stað- ið óhreyfð á Keflavíkurflugvelh í um það bU hálfan mánuð. Að sögn Lárus- ar Atlasonar hjá LoftferðaefdrUtinu er þotan í eigu fyrirtækis í Vestur- Indíum. Flugfélagið Club Air á ír- landi var með hana á leigu, en er nú gjaldþrota og komið'tU skiptaráð- anda. Eigendiu- vélarinnar tóku þá það til bragðs að fljúga henni hingað, tU að hún yrði ekki bitbein í gjald- þrotamáU flugfélagsins. Ekki kvaðst Lárus vita hversu lengi véUn ætti að standa á Keflavíkurflugvelli. Pétur Guðmundsson, flugvallar- stjóri á Keflavíkurflug\'elU, sagði að þotan hefði verið skráð í írlandi en verið afskráð eftir komuna hingað. „Við höfum ekkert upp á véUna að klaga þótt hún standi þama. Við fáum okkar lendingar- og stæðisgjöld greidd því ööruvísi fer hún ekki héð- an,“ sagði Pétur. -JSS „Ég hef ekki gert annað en svara skeytum erlendis frá síðustu tvo dag- ana þar sem allir spyija hvort fyrir- tækið sé komið á hausinn," sagði ÓU. Hann gerði grein fyrir fjárhags- stöðu OUs og kvað beinar skuldir við Landsbankann vera 840 miUjónir, auk þess sem bankinn væri í ábyrgð- um fyrir um 400 núlljónir vegna olíu- kaupa. Þá skuldar Olís erlent lán vegna hlutar félagsins í olíuskipinu Kyndli og nemur það 140 miUjónum. „Birgðir Olís eru núna um 600 milljónir króna,“ bætti Óli við. Hann kvað eigið fé félagsins vera 755 millj- ónir. „Eg á í útistandandi skuldum 1.050 mUljónir. Þar af um 600 mUljón- ir hjá útgerðinni. Vanskilin aö und- anfórnu í Landsbankanum eru öU vegna slæmrar stöðu útgerðarinn- ar.“ Vanskil Olís í Landsbankanum eru 134 mUljónir. „Þessi vanskil eru öll frá því í október. Þau lækka í 70 nUllj- ónir í nóvember." Um gagnrýni Landsbankans á stjórnun Olís sagði ÓU: „Ég held aö þessu fyrirtæki sé vel stjórnaö." -JGH „Mér hefur verið kennt að standa ískUum en ekki biðja um lán,“ sagöi ÓU Kr. Sigurðsson, forstjóri og aðal- eigandi OUs, á eldflörugum blaða- mannafundi sem hann hélt í gær í aðalstöðvum sínum vegna frétta- flutnings af viðskiptum Olís og Landsbankans. Á fundinum var af- hent stuðningsyfirlýsing 180 starfs- manna Olís við Óla. Óli í Olís á fundinum sögulega í gær. „Mér hefur verið kennt að standa i skilum en ekki biðja um lán.“ DV-mynd GVA Mér hefur verið kennt að standa í skilum - sagði Óli í Olís á eldfjörugum fundi 1 gær Sjávarútvegsráöherra: Wleiri háttar mistök Banda- ríkjamanna „Ég tel aö þetta mál hafl ekki verið tekið upp öðruvísi en að það hafl verið rætt innan bandaríska stjórnkerfisins áður. En mér kæmi á óvart ef Bandaríkjamenn hefðu haft okkur sérstaklega í huga. Það eru meiri háttar mistök hjá Bandaríkjamönnum að orða mál sem þetta, enda sýnist mér að þeir dragi strax í land aftur,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráöherra vegna afskipta bandarísks embættismanns af sölu hvalkjöts til Japans. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra hefur sem kunn- ugt er fengiö þá skýringu frá bandarískum yfirvöldum aö þessar hugmyndir hafi ekki verið settar fram í þeirra nafni, og að viðræöur embættismannsins við Japani hafi á engan hátt tengst tvíhliöa samkomulagi íslands og Bandaríkjanna frá í júní sl. Utan- ríkisráðherra telur þessar skýr- ingar ófullnægjándi og vill frá skriflega yfirlýsingu frá Shultz utanríkisráðherra. „Sagan á bak við þetta mál er sú aö Japanir leggja mikla áherslu á að fá fram strandveiði í smáum stíl. Þeir hafa fariö þess á leit við mörg riki að þau styðji þessa fyrirætlan þeirra. Við höf- ura talið sjálfsagt að veita þeim stuöning, m.a. vegna þess að okk- ar veiöar gætu fallið undir skil- greininguna um strandveiöar í framtíðinni. Bandaríkjamenn liafa sagt að þeir styðji fyrirætlun Japana, jafnframt því sem þeir reyna aö fá þá til að hætta veiðum í ís- hafinu. Þá er vakinn upp þessi gamli draugur, umræðan um verslun með þessar aíurðir, sem skylda er að nýta. Þetta er sjálfsagt gert til að koma í veg fyrir að fleiri ríki hugsi sér til hreyfings með veiöar," sagði sjávarútvegsráð- herra. -JSS Steöiuragöan: Umræðum sjónvarpað og útvarpað í kvöld heldur Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra steíhuræðu sína í Sameinuðu þingi. Verður henni og umræöum útvarpað og sjónvarpað. Heflast útsendingar kl. 8.30. Steingrimur er fyrsti ræðumað- urinn. I seinni umferð mun Finn- ur Ingóifsson tala fyrir Fram- sóknarflokkinn. Fyrir Sjálfstæð- isflokkinn tala Þorsteinn Pálsson og Halldór Blöndal í fyrri umferð en Geir H. Haarde í síðari um- ferð. Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson eru fyrri ræðumenn Alþýðuflokksins og Jón Sigurðsson í síöari um- ferðinni. Fyrir Borgaraflokkinn tala Guömundur Ágústsson, ÓU Þ. Guðbjartsson og Ingi Bjöm Albertsson í fyrri umferð og Júl- íus Sólnes í þeirri síðari. Svavar Gestsson og Margrét Frímanns- dóttir verða talsmenn Alþýöu- bandalagsins í fyrri umferð og Steingrímur J. Sigurðsson í síðari umferö. í fyrri umferð tala Málm- fríöur Siguröardóttir og Þórhild- ur Þorleifsdóttir fyrir Kvennalis- tann og Guðrún Agnarsdóttir í síðari umferð. Stefán Valgeirsson fær 15 mínútur til umráöa í lok fyrri umferðar. Þingflokkarnir hafa 20 mínútur í fyrri umferð og 10 mínútur í slö- ari umferð. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.