Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Síða 7
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988. 7 Þorlákshööi: ÚHendingum í fiskvinnu hefur fækkað „Útlendingum þeim sem hafa veriö hér í fiskvinnu hefur fækkað mjög. Þeir eru flestir farnir til Vestmanna- eyja, aö ég held,“ sagöi Þóröur Ólafs- son, formaður verkalýðsfélagsins Boöans í Þorlákshöfn. Um mánaðamótiö misstu sem kunnugt er 80-90 manns vinnu sína er fiskvinnslustöð Meitilsins var lok- að. „Þaö eru satt aö segja engin úr- ræöi fyrir þetta fólk,“ sagði Þóröur. „Það er alrangt sem fram kom í Morgunblaðinu að hér væri næga atvinnu að hafa og að útlendingar fylltu fleiri pláss í fiskvinnslunni. Hið sanna er að hér vinna um það bil 8 útlendingar. Fjórir af þeim eru búsettir hér svo tæpast væri hægt að amast við þeim þótt einhver vildi. Hinir eru með atvinnuleyfi fram að áramótum. Það er alls ekki hægt að tala um aö þeir taki atvinnuna frá heimamönnum eins og hefur heyrst." -JSS Landsfundur Kvennalistans Kvennalistinn heldur landsfund sinn um næstu helgi að Lýsuhóli á Snæfellsnesi. Fundurinn verður sett- ur á laugardag og hefst á hefbundn- um aðalfundarstörfum, skýrslum anga, þingflokks og framkvæmda- ráðs. Eftir hádegi á laugardag mun umræðan snúast um hugmynda- fræði Kvennalistans í framkvæmd. Hátiðarkvöldverður verður um kvöldið. Á sunnudag verður fundi fram- haldið kl. 9 og verður fjallaö um efna- hagsmál. í lokin munu þingkonur sitja fyrir svörum um starf þing- flokksins nú í upphafi þings. Lands- fundi verður shtið kl. 15. Kvennalistinn skipuleggur ferðir til og frá Lýsuhóli. Lagt verður af stað með rútu frá Umferðarmiðstöð- inni kl. 18 á fostudag. -SMJ Akureyri: Á sjúkrahús eftir árekstur Gylfi Kristjánssan, DV, Akuxeyri: Mjög harður árekstur varð á Þing- vallastræti á Akureyri í fyrradag við innkeyrsluna að Hrísalundi. Tveir bílar skullu þar saman og var ökumaður annars þeirra fluttur á sjúkrahús. Hann kvartaði undan meiðslum á höfði og fæti en ekki var nánar vitað um meiðsli hans í gær. Bílarnir skemmdust mikið og varð að flytja þá burtu með kranabifreið. Akureyri: Allir vilja til Glasgow Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Ekki komast nærri allir með sem vilja í Glasgowferö Ferðaskrifstofu Akúreyrar 19. nóvember. Hér er um dagsferð að ræöa og var upphaflega fengin flugvél til ferðar- innar sem tekur 126 farþega. Uppselt var í ferðina á tveimur dögum og langur biðlisti myndaðist. Var þá brugðið á það ráð að fá 164 sæta flug- vél til ferðarinnar en það dugði ekki til. Munu um 60 manns vera á bið- hsta þannig að Tjóst er að margir munu verða að sitja eftir heima. Flogið verður beint frá Akureyri til Glasgow snemma morguns og komið aftur til Akureyrar um mið- nætti. Fréttir Fer fram á skaðabætur fyrir merartríppi Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Kristín Thorberg, Litladal í Saur- bæjarhreppi í Eyjafirði, hefur farið fram á skaðabætur frá Akur- eyrarbæ vegna „varanlegra meiðsla" sem trippið varð fýrir ,4 vörslu Akureyrarbæjar“. Að sögn Hreins Pálssonar, bæjar- lögmanns á Akureyri, nemur skaðabótakrafan 150 þúsund krón- um og byggist á því að trippið verði ekki samt og áður vegna meiðsl- anna. Trippið mun hafa verið í hópi hrossa sem sluppu úr giröingu í Saurbæjarhreppi og hélt til Akur- eyrar. Þar komust hrossin inn á golfvöllinn og voru eftir það tekin í vörslu Akureyrarbæjar. Hreinn sagði að hrossin heföu sloppið úr giröingu sem þau voru þá sett í og hafi trippið, sem um ræöir, þá ekki verið meitt. Þá liafl eigendur þess ekki orðiö við óskum bæjarins um aö sækja trippiö þegar eflir því var Ieitað. Bæjaryfirvöld hafa því alfar- ið hafnaö þessari skaðabótakröfu. Hægt er á einlaldan hátt að setja inn á upptöku daginn, mánuðinn, árið, klukkutimann og minúturnar (t.d. 21.08.88/19:30:00). Eftir að einu sinni er búið að stilla inn dagsetningu og tima er hvenær sem er hægt að kalla upplýs- ingarnar fram aftur því klukkan gengur þótt slökkt sé á vélinni. Einnig er hægt að setja titil inn á myhd, t.d. Sigga 5 ára eða Jólin 1988 og geyma tvo titla i minni. Þá er hægt að vetja um átta liti í letrið. , Útrúlega litlar spólur 9.4 cm á breidd og 6 cm á hæð. Fáanlegar 30 min., 60 min., 120,min. og 180 min. Sex sinnum Zoom linsa. Sjálfvirkur og handvirkur tókus. CCD myndrásir. Þriggja tima upgtökuspólur. Innþyggður hljóðnemi. Tengi fyrir aukahljóðnema. Ljósnæmi 12 lux. Heyrnartótstengi. Sjálfvirk og handvirk hvituviðmiðun. Statrænt (digital) minni til texta og V myndinnsetninga. K Hreinar myndkliþpingar. ■ Hrein myndinnsetning. Video-8 videomyndavélakerfiö frá Sony fer nú sigurför um heiminn og fjölgar þeim stöðugt framleið- endunum sem veðja á video-8 sem framtiðarmyndavétakerfiö, enda slliþlir ekki máli hvaða mynd- bandstæki eða sjónvarþstæki þú átt, video-8 passar SNNBYGGÐUR SKJAR Atlt sem er tekiö upp sést jafnóðum i innbyggðum skjá þannig að það fer aldrei á milli mála hvað er verið að gera. Þá er skjárinn lika notaður i afspilun og skiptir þá ekki máli hvort þú ert uppi á Vatnajökli, i miðri Sahara eða bara niðri við Tjörn. Þú getur hvenær sem er skoðað upptökurnar á staðnum. Einnig gefur innbyggði skjárinn upplýsingar um allar gjörðir vélarinnar ásamt upplýsingum um þirtu, rakastig, ástand rafhlöðu og svo framvegis. JAPIS BRAUTARHOLT 2 ■ KRINGLAN ■ SÍMI 27133 ■ ■ AKUREYRI ■ SKIPAGATA 1 ■ ■ SÍMI 96-25611 ■ Er myndin i fókus eða ekki? Á Sony CCD-F330 þurfum við ekki að hafa áhyggjur af svoleiðis htutum eða þá birtu- og hvítustillingu þvi hægt er að hafa allar stillingar sjálf- virkar og sér þá vélin um að allt sé rétt, þú þarft bara að fylgjast - með þvi sem þú ert að taka upp. \ Vélin sér um \ \h afganginn. \ PflSSflR VIÐ ÖLL TflEKI Þar sem myndavélin er lika afspilunartæki er hægt aö tengja hana við öll sjónvprpstæki og sýna beint af vélinni eða tengja við heimilismyndbandið og „klippa",, þ.e.a.s. færa á milli þau atriði sem þið viljið varðveita af upptökunni eða búa tii eintök til að senda vinum og vandamönnum. ■i.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.