Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988. Söludeild, Borgartúni 1 Höfum fengið margar gerðir borða og stóla ásamt miklu magni skrifborða. Einnig tölvuborð og tölvuskjái Nánari uppl. í síma 18000-339 RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG SÍMI 12725 OPNUNARTÍMAR: MÁNUDAGA-FIMMTUDAGA 9-17.55. FÖSTUDAGA 9-18.30. LAUGARDAGA 10-14. HARGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTIG SÍMI 13010. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja ÚTBOÐ Óskað er eftir tilboöum í sorphreinsun á Suðurnesj- um. Útboðsgögn fást á skrifstofu S.S.S. að Vesturbraut 10 A Keflavík gegn 5000 kr. skilatryggingu. ...Tilboðum þarf að skila á skrifstofu S.S.S. þriðjudag- inn 29. nóvember kl. 10. f.h. Stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja BLAÐ BURÐARFÓLK i- /westsjjis ■■ Stórholt Stangarholt, strax Skipholt 2-30 Háaleitisbr. 11-52, strax ÞVERHOLTI 11 Frá fjárveitinganefnd Alþingis VIÐTALSTÍMAR NEFNDARINNAR Fjárveitinganefnd Alþingis veitir nú eins og undanfar- in ár viðtöku erindum frá félögum, samtökum og ein- staklingum er varða fjárlög ársins 1989. Fjárveitinganefnd gefur þeim aðilum, sem vilja fylgja erindum sínum eftir með viðræðum við nefndina, kost á að eiga fundi með nefndinni á tímabilinu 7. til og með 11. nóvember nk. Þeir sem óska eftir að ganga á fund nefndarinnar skulu hafa samband við starfsmann hennar, Sigurð Rúnar Sigurjónsson, í síma 91-11560 (Alþingi), eigi síðar en mánudaginn 7. þ.m. Því miður gefst ekki tími til þess að sinna viðtals- beiðnum sem fram kunna að koma síðar eða að veita viðtöl utan þess tíma sem að framan greinir. Utiönd Byltingartilraun a Maldiveyjum Ókunnir menn, dökkir á hörund, réðust á forsetabústaðinn og aðrar stjórnarbyggingar í Male, höfuöborg Maldíveyja á Indlandshafi, snemma í morgun. Að sögn sendiherra Maldíveyja á Sri Lanka tókst stjórn- völdum aö hrinda árásinni. Talið er aö allt að tvö hundruð manns hafi fallið í átökunum. Maldíveyjar eru tæplega tólf hundr- uð talsins en aðeins er búið á um tvö hundruð þeirra. íbúarnir eru um eitt hundrað og níutiu þúsund, flest- ir í höfuðborginni Male. Innrásarmennirnir eru taldir hafa komið með skipi sem lagði af stað frá Sri Lanka fyrir nokkrum dögum. Talsmenn stjórnarinnar segja að þeir séu málaliðar á mála hjá kaupsýslu- manni frá Maldíveyjum sem ekki er ánægður með stjórn Maumoon Ab- dul Gayoom forseta sem verið hefur við völd í tíu ár. Maldíveyjar eru um sex hundruð og fimmtíu kílómetra suðaustur af Sri Lanka. Þær eru um tólf hundruö talsins en aðeins er búið á um þaö bil tvö hundruð þeirra. Á síðustu árum hefur verið byggður upp ferða- mannaiðnaður á eyjunum. íbúarnir eru um eitt hundrað og níutíu þús- und og þar af um fjörutíu og sex þúsund í höfuðborginni Male. Maldíveyjar fengu sjálfstæði frá Bretum árið 1965 og urðu lýðveldi árið 1968. Árið 1982 gengu þær í breska samveldið og 1985 var fjár- málaráðherrafundur samveldisins haldinn þar. Gayoom forseti komst til valda árið 1978. Hann er kjörinn til fímm ára í senn og í sumar var hann einn í kjöri og hlaut rúmlega 96% atkvæða. Á fyrsta kjörtímabili hans var tvisvar reynt að steypa honum af stóli. I annað skiptið gæti hafa verið um að ræða sömu aðila og gerðu tilraunina í morgun. Reuter Svo virðist sem Mauoom Abdul Gayoom, forseti Maldíveyja, hafi staðið af sér enn eina byltingartil- raun. Talið er að allt að tvö hundruð manns hafi beðið bana í tilrauninni i morgun. Simamynd Reuter \ ' \ 38 Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, ásamt Yitzhak Peretz, leiðtoga heittrúarflokksins Shas, í gær. Leið- togarnir tveir hittust til að ræða hugsanlegt stjórnarsamstarf. Simamynd Reuter Óvissa um nýja stjórn Miklar samningaumleitanir um hylh fjögurra lítilla trúarflokka eru nú í gangi í ísrael eftir aö hvorki Likud bandalaginu né Verkamanna- flokknum tókst að fá afgerandi meirihluta í þingkosningunum á þriðjudag. Yitzhak Shamir, forsætisráðherra og leiðtogi Likud, og Shimon Peres, utanríkisráðherra og leiðtogi Verka- mannaflokksins, reyndu í gær aö vinna á sitt band flokkana fjóra sem eru í lykilaðstöðu á þingi með átján þingmenn samtals. Leiötogar Likud bandalagsins hittu einnig aö máh leiðtoga öfgasinnaðs þjóðemisflokks og sögðu talsmenn Shamirs að líkumar á að hægt væri aö mynda samsteypustjórn væru talsvert góðar. Bandaríkin, sem em nánasta bandalagsríki ísraels, hafa lýst því yfir að þau muni áfram eiga náin tengsl við ísrael án tillits til þess hver haldi þar um stjórnartaumana. Arafat, leiðtogi PLO, reyndi í gær að gera lítið úr niðurstöðum kosn- inganna og sagði að uppreisnin á herteknu svæðunum, sem hófst fyrir tíu mánuðum, myndi halda áfram. Likud bandalagið ásamt öfgaflokk- um til hægri og trúarflokkum sem hneigjast til hægri hafa samtals sex- tíu og fjögur sæti af eitt hundrað og tuttugu þingsætum. Engin trúar- flokkanna er búinn að skuldbinda sig th að fara í stjórn með Shamir. Yitzhak Peretz rabbíni, leiðtogi eins heittrúarflokksins, sagði að Shamir forsætisráðherra hetði beðið flokkinn um aðstoð við .stjórnar- myndun. Sagði rabbíninn að því hefði verið svarað á þann veg að af- staða flokksins færi eftir því hvaö aðrir værp tilbúnir til að ganga langt til móts við hann. Sagðist Peretz telja líklegt að Likud yröi í forsæti næstu ríkisstjórnar en aö ekki væri óhugsandi aö Verka- mannaflokkurinn leiddi næstu stjórn sem yrði mynduð með aðstoð trúarflokkanna. Ýmsir telja kröfur trúarflokkanna út í hött og algerlega óaðgengilegar. Hafa frjálslyndir menn í ísrael líkt stefnu heittrúarflokkanna við gyð- inglega útfærslu á ofstækisstefnu Khomeinis erkiklerks í íran. Talið er að það verði einnig erfitt fyrir hið hægri sinnaða Likud banda- lag að sætta sig viö ofstækisfullar kröfur heittrúarmanna og að þess vegna muni fara fram viðræður milli Likud og Verkamannaflokksins um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Til þess að stjórnarsamstarf þess- ara flokka geti haldið áfram er taliö víst að Peres, leiðtogi Verkamanna- flokksins, þurfi að láta Shamir eftir forsætisráðuneytið. Einnig telja margir af ráögjöfum Peresar að hann verði að draga í land með kröfur sín- ar um alþjóðlega friðarráðstefnu, sem var eitt helsta kosningamál hans. í staðinn myndi Verkamanna- flokkurinn fá áhrifamikil ráðuneyti á borð viö utanríkis-, vamarmála- og tj ármálaráðuneyti. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.