Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Side 15
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988. 15 Tvær sögur af stjórnmálamönnum „Allir vita, að Stefán hefur þegar tryggt sér löggjafarvaldið, með oddaat- kvæði sínu á Alþingi,“ segir í greininni. - Stefán Valgeirsson alþingis- maður. Það hefur verið haft á orði núna undanfarið að Alþingi njóti ekki lengur þeirrar virðingar sem það áður hafði. Það hlýtur þá að vera sök <m.a. þeirra stjórnmálamanna sem sjálfir halda ekki þeirri virð- ingu í heiöri. Fjármálaráðherrann Það er með ólíkindum hvernig sumir stjórnmálamenn haga mál- flutningi sínum. Þannig virðast sumir þeirra ekki skirrast við að gera gys að greind kjósenda og beinlínis misbjóða skynsemi þeirra. í fréttum að undanfornu hefur t.d. fjármálaráðherra lands- ins haldið því fram í öngum sínum yfir fjárlagahallanum að hann stafi m.a. af því að fyrirtaekin í landinu skuldi ríkinu um 2 milljarða króna vegna vangoldins söluskatts. í sjálfu sér jafngildir slík yfirlýs- ing að því sé lýst yfir að fyrirtækin hafi stolið þessum peningum af hinu opinbera. Nú vita allir, sem vilja vita, að þessi vangoldni sölu- skattur er að langmestu leyti til kominn vegna áætlana skatt- heimtuaðila á fyrirtæki og ein- staklinga sem ekki hafa skilað söluskattsskýrslum og þeim ber því engan söluskatt að greiða! Það kæmi ekki á óvart þó að meira en helmingurinn af þessari „svokölluðu“ skuld fyrirtækjanna væri þannig til kominn og inn- heimtist þvi aldrei. Svona mál- flutningur hlýtur alltaf aö verða KjaUarinn Sólveig Pétursdóttir lögfræðingur, varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík léttvægur fundinn og er sýnilega til að villa um fyrir fólki. Handhafi allsherjarvalds? Annað ágætt nýlegt dæmi um stjómmálamann og kyndugar at- hafnir hans er framkomin þings- ályktunartillaga Stefáns Valgeirs- sonar um tafarlausa stöðvun fram- kvæmda viö Ráðhús Reykvíkinga við Tjörnina. Dugi tilmæli Alþingis ekki til stöðvunar þá skulu forsetar Alþingis vinna að því fyrir dóm- stólum að stöðva framkvæmdir. Heyr á endemi! Allir vita að Stefán hefur þegar tryggt sér löggjafarvaldið með oddaatkvæði sínu á Alþingi. Og með ráðsmennsku sinni yfir millj- arða „skussasjóði" hefur hann í raun tryggt sér framkvæmdavald- ið, eða a.m.k. dálaglegan hluta þess. En aö honum dytti líka í hug að seilast til dómsvaldsins hefði lík- lega fáum komið til hugar. - Eða er þessi þingmaður kannski bara að gera gys að sjálfum sér? Stjörnuflokkurinn I þessari sömu þingsályktunartil- lögu Stefáns Valgeirssonar skal forsetum Alþingis falið að fá 3 „trausta" lögfræöinga til aðstoöar í ráðhúsmálinu. Það væri gaman að vita hvernig Stefán hugsar sér þessa flokkun á lögfræðingum. Megum við kannski eiga von á því að íbúar þessa lands verði almennt dregnir í dilka eins og hvert annað sauðfé? Ef svo er hlýtur þessi sami þing- maður, meö öll sín völd, að fara í „stjörnuflokkinn" og því tilvalinn til útflutnings, að vísu með til- heyrandi niðurgreiðslum. Það væri kannski þess virði? - Ég tala nú ekki um ef fjármálaráðherra lands- ins fengi að fljóta með, enda hag- vanur í útlöndum. Sólveig Pétursdóttir „Og meö ráðsmennsku sinni yfir millj- arða „skussasjóði“ hefur hann 1 raun tryggt sér framkvæmdavaldið, eða a.m.k. dálaglegan hluta þess.“ Skólastefna? Við sem eigum börn á skólaaldri höfum góða möguleika til þess að bera saman skóla eins og þeir voru og eins og þeir eru. Viö slíkan sam- anburð kemur ekki endilega í ljós að skólarnir hafi batnað eða versn- að. Á hinn bóginn komumst við að raun um aö þeir hafa breyst. Náms- efnið er tekið öðrum tökum auk þess sem það tekur breytingum vegna breytinga á mörgum sviðum í umhverfi okkar. Markmið eru betur skilgreind og alls konar fyrirmæh eru bundin í námsskrám í stað þess að kennarar raunverulega semji sínar eigin námsskrár hver og einn í samræmi við það sem þeim hentar. Hinir svokölluðu sérskólar hafa margir hverjir verið seinir til aö taka við sér og hafa aðeins að litlu leyti fylgt þeirri þróun sem orðið hefur ánn- ars staðar. í reynd hafa sumir þess- ara skóla einangrast í skólakerf- inu. Sérgreinakennarar hafa yfirleitt ekki fengið sams konar menntun til kennslu og kennarar við al- menna skóla og byggja því á ann- ars konar grunni. Sem betur fer hafa þó verið gerðar ráðstafanir til úrbóta og ástandið hefur batnað hvað þetta varðar. Til þess að fylgj- ast með þróun skólamála almennt er að sjálfsögðu ekki nóg að kenn- ararnir séu menntaðir til kennslu, þar þarf fleira að koma til. Stjórnendur skóla Stjórn þess skóla sem ég kenni viö hefur verið í höndum skóla- KjaUariim Guðmundur Axelsson framhaldsskólakennari gjarna verið úthlutað tveimur full- irúum í nefndinni. Hvernig sem á því stendur hefur aldrei verið í nefndinni maður sem hægt væri að kalla skólamann. Slíkur fulltrúi væri í reynd einnig fulltrúi nemenda þar sem hkur eru á að þekking slíks manns á skóla- starfi sé að hluta byggð á niðurstöö- um rannsókna á því hvað hentar nemendum og hvernig best er að koma því á framfæri við þá. Eins og nefndin hefur verið skip- uð eru því miður líkur til að tillög- ur og störf nefndarinnar gangi að mestu út á það að fylgja eftir hlut- um eins og útvegun tækja og hús- næðis eða m.ö.o. hlutum sem ekki tengjast faglegu skólastarfi. Auð- vitað kemur þetta skólastarfinu við „Til þess að fylgjast með þróun skóla- mála almennt er að sjálfsögðu ekki nóg að kennararnir séu menntaðir til kennslu, þar þarf fleira að koma til.“ stjóra og skólanefndar. Skóla- nefndin er þannig skipuð að þau fagfélög sem málið varðar eiga hvert sinn fulltrúa og formaður er tilnefndur af menntamálaráð- herra. í reynd hefur það verið svo, að undanfarið hefur formaðurinn oftast verið fulltrúi eins þessara félaga (oftast þess sama) eða með öðrum orðum, einu félaginu hefur en er ekki afgerandi um gæði þess. Ef til vill er nefnd sem skipuð er eins og að framan greinir hagstæð ráðherrum. Þeir þurfa þá allavega síður að óttast að þeim berist tillög- ur um breytingar og framkvæmdir studdar svo sterkum faglegum rök- um að ekki verði undan vikist að gera eitthvað. Samkeppni Það fólk sem útskrifast úr skólum og kemur út á vinnumarkaðinn verður strax þátttakendur í sam- keppni um þau störf sem í boði eru. Þetta fólk er sem sagt strax komið í samkeppni við okkur sem fyrir erum. Stundum heyrir maður því haldið fram að ákveðin íhalds- semi eða afturhaldssemi sé ríkj- andi varðandi breytingar á námi, einkum á ýmsum sérsviðum þar sem atvinnuframboð er tiltölulega lítið. Menn berjast með kjafti og klóm gegn því aö breytingar sem horfa til framfara eigi sér stað eingöngu vegna þess að þeir telja að öll menntun og þekking sem er meiri en þeirra eigin sé af hinu illa, enda sé urn að ræða ógnun við stöðu þeirra og hagi og því færri sem afla sér meiri menntunar þeim mun betra. Mönnum hættir til að gleyma því að ótti af þessu tagi ætti að vera algerlega ástæðulaus. Margra ára eða áratuga reynsla manna í starfi hlýtur á hverjum tíma að vega þungt til mótvægis við framfarir í námi og kennslu enda verða úrbætur á þessum svið- um oftast þannig til að bætt er inn i námsefni hlutum sem reynslan hefur sýnt að gefast betur. Guðmundur Axelsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.