Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Side 25
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988. 25 Fréttir Lagaírumvarp um helgidagafrið: Ekki ávinningur fyrir kirkjuna að stjórna fólki með boðum og bönnum - segir séra Þórhallur Höskuldsson „Vandinn er aö þegar eitthvaö er bannað á helgidögum er kirkjunni umsvifalaust kennt um og talað um helgislepjuna í kirkjunni. Við viljum vinna að málum með öðrum leiðum en boðum og bönnum og því vildi laganefnd kirkjunnar fella út 4.-7. grein í frumvarpi til laga um helgi- dagafrið," sagði séra Þórhallur Höskuldsson, prestur á Akureyri, við DV um frumvarp til laga um helgi- dagafrið sem kynnt hefur verið í þingflokkunum. Þar segir meðal annars í 4. grein aö meðan helgidagafriður ríki sé op- inbert skemmtanahald og sýningar bannaðar, þar á meðal dansskemmt- anir, leiksýningar, kvikmyndasýn- ingar, vörusýningar, verslunarstarf- semi og viöskipti. Eru ýmsar undan- þágur frá þessu banni tíundaðar og lögreglustjóra eða sýslumanni heim- ilt að veita þær undanþágur. Frumvarpið var undirbúið 1984 og þýðir verulegar breytingar frá lögun- um frá 1926 um sama efni þar sem öll ákvæði um helgidagafrið eru skýrari. Frumvarpið var afgreitt frá kirkjuþingi 1986 þar sem greinar 4-7 höfðu verið felldar úr frumvarpinu. Eftir að frumvarpið hafði verið tekið fyrir af kirkjulaganefnd voru þessar greinar komnar í frumvarpið á ný. Þessari gerö frumvarpsins, sem er til umræðu á kirkjuþingi í dag, fylgir athugasemd þar sem segir að frum- varpið hafi sætt rækilegri athugun af hálfu ráðuneytisins. Varði þau ákvæði í frumvarpinu, sem kirkju- þing felldi niður, ekki síst löggæslu og lagaframkvæmd og því sé réttara aö hafa þau áfram í því í stað þess að tíunda þessi boð og bönn í reglu- gerð. Sé auk þess mun aðgengilegra fyrir almenning aö kynna sér efni laga en reglugerða. „Kirkjuþing vildi aöeins fjalla um það í lögunum hverjir væru helgi- dagar þjóðkirkjunnar og hafa þar ákvæði um að vemda guðsþjónustur helgidagsins. Yrði ákvæðum um boð og bönn síðan skipað með reglugerð. Ráðneytið telur hins vegar að vegna löggæslunnar sé nausynlegt að hafa skýlaus lagafyrirmæh fremur en reglugerðir. Svo kemur manni spánskt fyrir sjónir að lögreglustjóri eöa sýslumaður eigi að leggja mat á hvaða samkomur eða atburðir hafi listrænt gildi eða samrýmist í eðli sínu helgidagafriði.Við töldum að það væri ekki ávinningur fyrir kirkj- una að stjóma lífi fólks með lagaboð- um.“ -hlh Grunnskóli fyrir 400 nem- endur vígður í Hveragerði Sigríður Guruiaisdóttir, DV, Hveragerði; Glæsilegt skólahús Grunnskólans í Hverageröi var vígt sl. laugardag aö viðstöddu flölmenni. Hér er um mikla byggingu að ræða, 1575 fer- metrar að stærð, og rúmar nú 400 nemendur og er fullnýtt. Viðbygging- in hefur verið í byggingu frá 20.júní 1983 en þá tók Hjörtur heitinn Jóns- son kennari fyrstu skóflustunguna að þessum áfanga. Skólinn var fok- heldur í vor og meginhluti bygging- arinnar hefur verið reistur í ár eða 60%. Fyrirhugaðir em á næstu árum Guðjón Sigurðsson skólastjóri setur vígsluhátíðina á laugardag. DV- mynd Sigriður Fjölmenni var við vígsluna. DV-mynd Sigrfður þrír áfangar til viðbótar, um 1000 fer- metrar, og fidlbyggður mun skólinn rúma 500 nemendur. Guöjón Sigurðsson skólastjóri setti vígsluhátíðina á laugardag eftir aö lúðrasveit skólans hafði leikið nokk- ur lög. Fjölmargir tóku til máls en fulltrúi menntamálaráðherra, Guö- rún Ágústsdóttir, vígði skólann. Eftir hátíðardagskrána voru veitingar sem Kvenfélagiö Bergþóra í Ölfusi sá um. Um 400 nemendur verða í skólan- um í vetur og kennarar eru um 30, þar af nokkrir stundakennarar. Byggingin er hönnuð af dr. Magga Jónssyni og í byijun september hófst þar kennsla 7.-9. bekkjar, sem áður hafði verið í leiguhúsnæði en í þess- inn áfanga er stjómunaraðstaða fyr- ir kennara og skólastjóra, samkomu- salur, anddyri, fimm stórar kennslu- stofur og tvær minni, sameiginlegt gangarými, salemi, stigar og mötu- neyti fyrir böm úr Ölfusi. í þeim þremur áfóngum sem eftir em verð- ur aðstaöa fyrir náttúrufræði- kennslu í þeim fyrsta, mynd- og handmennt í öðrum og í þeim þriðja mun héraðsbókasafn sameinast skólabókasafni og þannig nýtast nemendum til vinnu á ýmsum verk- efnum. Flugumferöarstjórar: Engar tillögur um breyttan hámarksaldur - segir Ragnheiöur Hjaltadóttir „Það hafa engar tiUögur um breyt- ingar á hámarksaldri flugumferðar- stjóra borist hingað til ráðuneytis- ins,“ sagöi Ragnheiður Hjaltadóttir, skrifstofusljóri í samgönguráðuneyt- inu. íslenskir flugumferðarstjórar starfa lengur en tíðkast í flestum þeim löndum sem viö berum okkar saman við. Algengt er aö flugumferð- arstjórar í öðrum löndum láti af störfum 55 til 60 ára gamlir. Hér á landi starfa þeir þar til þeir eru orðn- ir 67 til 70 ára gamlir. íslenskir at- vinnuflugmenn verða að láta af störf- um er þeir eru 63 ára gamlir. „Þaö er bara þannig að þegar menn eldast eiga þeir erfiöara með að halda athygli sinni. Yfirsjón í þessu starfi getur verið dýrkeypt. Þessu verður að breyta. Flesta sem til þekkja óar viö þessari staðreynd," sagði flugum- ferðarstjóri sem DV ræddi viö fyrir fáeinum dögum. -sme Nauðungaruppboð sem auglýst var í 47., 48. og 54. tbl. Lögbirtingablaðsins 1988 á fasteign- inni Miðbraut 2, Búðardal, þingl. eig. Kaupfélag Hvammsfjarðar, fer fram að kröfu Iðnlánasjóðs og Helga V. Jónssonar hrl. á skrifstofu embættisins fimmtud. 10. nóv. nk. kl. 14.00. Sýslumaður Dalasyslu Nauðungaruppboð sem auglýst var í 39., 46. og 49. tbl. Lögbirtingablaðsins 1988 á fasteign- inni Hóli, Hvammshreppi, þingl. eig. Árni Ingvarsson og Júiíus Baldurs- son, fer fram að kröfu Búnaðarbanka islands á skrifstofu embættisins fimmtudaginn 10. nóv. nk. kl. 14.30. Sýslumaður Dalasýslu Nauðungaruppboð sem auglýst var í 47., 48. og 54. tbl. Lögbirtingablaðsins 1988 á fasteign- inni Vesturbraut 12, Búðardal, þingl. eig. Kaupfélag Hvammsfjarðar, ferfram að kröfu Iðnlánasjóðs, Magnúsar Norðdahl hdl., Björns Ólafe Hallgrímsson- ar hdl., Jóhannesar A. Sævarssonar lögfr. og innheimtumanns rikissjóðs á skrifstofu embættisins fimmtudaginn 10. nóvember nk. kl. 14.30. Sýslumaður Dalasýslu Nauðungaruppboð sem auglýst var í 39., 46. og 49. tbl. Lögbirtingablaðsins 1988 á fasteignun- um Hnúki 1 og 2, Fellsstrandarhreppi, þingl. eig. Höskuldur Davíðsson, fer fram að kröfu Byggðastofnunar, Tryggingastofnunar ríkisins, Jóhanns Þórð- arsonar hdl. og Ævars Guðmundssonar hdl. á skrifstofu embættisins fimmtud. 10. nóv. nk. kl. 14.30. ______________________Sýslumaður Dalasýslu Nauðungaruppboð sem auglýst var í 47., 48. og 54. tbl. Lögbirtingablaðsins 1988 á fasteign- inni Vesturbraut 8, Búðardal, þingl. eig. Kaupfélag Hvammsfjarðar, fer fram að kröfu Iðnlánasjóðs, Skúla J. Pálmasonar hrl., innheimtumanns rikis- sjóðs, Björns Ólafe Hallgrímssonar hdl., Magnúsar Norðdahl hdl. og Jó- hannesar A. Sævarssonar lögr. á skrifstofu embættisins fimmtudaginn 10. nóv. nk. kl. 15.00. __________________________Sýslumaður Dalasýslu Nauðungaruppboð sem auglýst var í 39., 46. og 49. tbl. Lögbirtingablaðsins 1988 á fasteign- inni Svínhóli, Miðdalahreppi, þingl. eig. Óskar Jóhannesson, fer fram að kröfu Búnaðarbanka íslands á skrifstofu embættisins fimmtud. 10. nóv. nk. kl. 15.00. Sýslumaður Dalasýslu Nauðungaruppboð sem auglýst var í 39., 46. og 49. tbl. Lögbirtingablaðsins 1988 á fasteign- inni Hólum, Hvammshreppi, þingl. eig. Kristján E. Jónsson, fer fram að kröfu Búnaðarbanka Islands á skrifstofu embættisins fimmtud. 10. nóv. nk. kl. 15.00. __________________________Sýslumaður Dalasýslu Nauðungaruppboð sem auglýst var í 39., 46. og 49. tbl. Lögbirtingablaðsins 1988 á fasteign- inni Dalbraut 4, Búðardal, þingl. eig. Ágúst Magnússon, fer fram að kröfu Baldurs Guðlaugssonar hrl., Veðdeildar Landsbanka íslands, Sigríðar Thorlacius hdl. og Sveins H. Valdimarssonar hrl. á skrifetofu embættisins fimmtud. 10. nóv. nk. kl. 15.30. Sýslumaður Dalasýslu Nauðungaruppboð sem auglýst var í 39., 46. og 49. tbl. Lögbirtingablaðsins 1988 á fasteign- inni Sunnubraut 9, Búðardal, þingl. eig. Guðbrandur Hermannsson, fer fram að kröfu Veðdeildar Landsbanka islands, Tryggingastofnunar rikisins, Þórunnar Guðmundsdóttur hdl., Verslunarbanka islands hf„ Gísla Baldurs Garðarssonar hdl., Eggerts B. Ólafssonar hdl„ Sigurðar G. Guðjónssonar hdl„ Gísla Kjartanssonar hdl. og Hróbjarts Jónatanssonar hdl. á skrifstofu embættisins fimmtud. 10. nóv. nk. kl. 15.40. __________________________Sýslumaður Dalasýslu . Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og greióa með korti. Þú gefur okkur upp: Nafn þitt og heimilisfang, slma, nafnnúmer og gildistíma og númer greiöslukorts. • Hámark kortaúttektar I síma kr. 5.000,- • SMÁAUGLÝSINGADEILD ÞVERHOLTI 11 SÍMI 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.