Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Page 35
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988. 35- Fólk í fréttum Lilja María Snorradóttir Lilja María Snorradóttir vann gullverölaun og tvenn bronsverð- laun á ólympíuleikum fatlaðra í Seoul 15.-24. október. Lilja María er fædd 5. apríl 1973 í Rvík, fluttist til Sauðárkróks 1977 og er nú í níunda bekk Grunnskóla Sauðárkróks. Hún keppti í hástökki og langstökki 1981-1982 en varð að hætta í frjáls- um íþróttum vegna veikinda 1983. Lilja hefur æft sund hjá Ungmenna- félaginu Tindastóli á Sauðárkróki frá 1985 og vann fjögur gullverðlaun á opna hollenska meistaramótinu í sundi-í Arnheim í Hollandi 20.-21. ágúst 1988. Hún setti þá íslandsmet í 200 metra fjórsundi, 100 metra bak- sundi, 400 metra skriðsundi og vann einnig 100 metra skriðsund. Lilja vann gullverðlaun á ólympíuleikun- um í 200 metra fjórsundi á 3:12,97 mín. og bronsverðlaun í 100 metra baksundi á 1:28,18 mín. Hún vann önnur bronsverðlaun í 100 metra skriðsundi á 1:16,51 mínútum var í fjórða sæti í 400 metra skriðsundi á 5:50,59 mínútum og var 1:Í00 úr sek- úndu frá þriðja sæti. Bróðir Lilju er Sigfús, f. 22. apríl 1968. Foreldrar Lilju eru Snorri Jó- hannsson, húsvörður Grunnskól- ans á Sauðárkróki, og kona hans Stefanía Sigfúsdóttir, rannsóknar- maður á sjúkrahúsinu á Sauðár- króki. Snorri er bróðir Frosta þjóð- háttafræðings og sonur Jóhanns, fyrrv. b. á Ljósalandi í Lýtingsstaða- hreppi og húsvarðar í MH, Hjálm- arssonar, b. á Grímsstöðum, Jó- hannessonar. Móðir Hjálmars var Guðbjörg, systir Indriöa, langafa Indriða G. Þorsteinssonar rithöf- undar og Sveins, föður Jóhanns Péturs, lögfræöings og formanns Sjálfsbjargar. Guðbjörg var dóttir Árna, b. í Ölduhrygg, Guðmunds- sonar, bróður Guðmundar, langafa Sveins Guðmundssonar, forstjóra Héðins. Móðir Jóhanns var Guðrún Jónsdóttir, b. á Hömrum í Lýtings- staðahreppi, Guðmundssonar, b. á Hömrum, Hannessonar, bróður Jórunnar, ömmu Pálma Hannes- sonar rektors og langömmu Hann- esar Péturs'sonar skálds. Móðir Snorra var María Benediktsdóttir, b. í Skálholtsvík í Hrútafirði, Ingi- mundarsonar og konu hans Lilju Magnúsdóttur, systur Guðnýjar, móður Brands Jónssonar, fyrrv. skólastjóra Heymleysingjaskólans. Önnur systir Lilju var Ragnheiður, amma Þorgeirs Ástvaldssonar. Stefanía er dóttir Sigfúsar, verk- stjóra hjá Rafmagnsveitu ríkisins í Rvík, Sigurðssonar, alþingismanns á Sauöárkróki, bróður Friðlínar, ömmu Júlíusar Arnarssonar íþróttaþjálfara. Sigurður var sonur Þórðar, söðlasmiðs á Húsavík, Ing- varssonar, b. í Litladal, Þórðarson- ar, prests á Mosfelli, Árnasonar, bróður Jóns þjóðsagnasafnara og Ingibjargar, langömmu Davíðs Stef- ánssonar frá Fagraskógi. Móðir Ing- vars var Vilborg Ingvarsdóttir, syst- ir Guðrúnar, langömmu Ástu, ömmu Davíðs Oddssonar. Önnur systir Vilborgar var Kristín, lang- amma Maríu, móður Gunnars Thoroddsens. Móðir Þórðar Ing- varssonar var Svanborg Grímsdótt- ir, systir Magnúsar, skálds og þjóö- sagnasafnara. Móöir Sigurðar var Ingibjörg, systir Benedikts, föður Jakobs fyrrv. orðabókaritstjóra. Ingibjörg var dóttir Sigurðar, b. á Vatnsskarði, Benediktssonar. Móð- ir Sigurðar var Ingibjörg Björns- dóttir, syst'r Kristínar, langömmu Finnboga, föður Vigdisar forseta. Móðir Ingibjargar var Margrét Klemensdóttir, b. í Bólstaðarhlíö, Klemenssonar og konu hans Ingi- bjargar Þorleifsdóttur. Móðir Þor- leifs var Ingiríður Jónsdóttir, b. á Skeggsstöðum Jónssonar, ættföður Skeggsstaðaættarinnar. Móðir Sigf- úsar var Ingibjörg, systir Ásrúnar, móður Sigfúsar Árnasonar, prests á Hofi í Vopnafirði. Ingibjörg var dótt- ir Sigfúsar, prests og alþingismanns á Mælifelli, Jónssonar. Móðir Sig- fúsar var Ástríður, systir Ingibjarg- ar, móður Sigurðar Guðmundsson- ar skólameistara. Ástríöur var dótt- ir Sigurðar, b. á Reykjum á Reykja- braut, Sigurðssonar, b. á Brekku, Jónssonar, bróður Ólafs, langafa Sigurðar Nordal, Valtýs Stefánsson- ar ritstjóra og Ólafs, fóður Ólafs landlæknis. Lilja Maria Snorradóttir. Móöir Stefaníu var Svanlaug Pét- ursdóttir, síldarverkanda á Siglu- firði, Jóhannessonar, b. á Heiði í Sléttuhlíð, Finnbogasonar. Móðir Jóhannesar var Margrét Hafliða- dóttir, b. á Hofdölum, Jónssonar og konu hans Herdísar, systir Sigurð- ar, langafa Gísla Sigurbjörnssonar í Ási. Herdís var dóttir Gísla, b. á Ásgeirsbrekku, bróður Guðrúnar, langömmu Friðriks, afa Friöriks Sophussonar. Gísli var sonur Ás- gríms, b. á Ásgeirsbrekku, Þorláks- sonar, b. á Ásgeirsbrekku, Jónsson- ar, ættfóður Asgeirsbrekkuættar- innar. Afmæli Jóhann Friðfinnsson Jóhann Friðfmnsson forstjóri, Hólum, Kirkjuvegi 101 í Vestmanna- eyjum, er sextugur í dag. Jóhann er fæddur og uppalinn Vestmannaeyingur. Hann lauk verslunarskólaprófi árið 1947 og starfaði um hríð hjá Flugfélagi Is- lands í Reykjavík en fór þá til Eyja og var við sjómennsku. Jóhann vann hjá bæjarfógeta og hafnarsjóði uns hann stofnaði verslunina Dríf- anda árið 1956 og rak hana fram að gosi 1973, sat í stjórn Viðlagasjóðs og starfaði við að koma þaki yfir Vestmannaeyinga á fastalandinu. Hann sneri aftur heim 1974 og tók við starfi forstjóra Bátaábyrgöarfé- lagsins og er þar enn. Jóhann var aðal- og varabæjar- fulltrúi 1962-1978 og árin 1962-1966 gegndi hann störfum bæjarstjóra í fjarveru Guðlaugs Gíslasonar. Árin 1958-1984 starfaöi Jóhann í mörgum nefndum og stjórnum á vegum bæj- arins, m.a. bamaverndarnefnd, framfærslunefnd og stjórn sjúkra- húss og heilsugæslustöðvar. Hann var í stjórnskipaðri nefnd um at- vinnumál árið 1980, í stjórn Spari- sjóös Vestmannaeyja 1962-1966, í fyrstu stjóm Heijólfs og til 1980, í stjóm og formaður Félags ungra sjálfstæðismanna og Sjálfstæðis- félagsins um árabil, einnig í kjördæ- misráði og flokksráði, í ritnefnd og ritsjóri Fylkis, málgagns Sjálfstæð- isflokksins. Jóhann var einn af stofnendum Gídeonsfélagsins í Vestmannaeyj- um árið 1981. Hann hefur sungið í kór Landakirkju frá 1950, lengi í stjóm og formaður, var í fyrstu hér- aðsnefnd Kjalamesprófastsdæmis og varamaöur á Kirkjuþingi. Jóhannkvæntist3.7.1954 Svan- hildi Sigurjónsdóttur, f. 16.4.1932, hjúkrunarfræðingi, dóttur Kristín- ar Guðnadóttur frá Skarði á Landi og Siguijóns Siguijónssonar, vél- stjóra í Reykjavík. Jóhann og Svan- hildur skildu. Börn þeirra eru Ást- þór, f. 21.6.1955, vélvirki, braut- skráður úr Myndhsta- og handíða- skólanum 1984 og auglýsingastjóri siðan, hann á dóttur með Sigríði Valdemarsdóttir, er kvæntur Kat- rínu Ævarsdóttur fatahönnuði og á með henni eina dóttur; Kristín, f. 11.1.1960, stundar framhaldsnám í bókmenntum og sögu við háskóla í V-Berlín; Jóhann Þorkell, f. 11.5. 1961, flugþjónn hjá Flugleiðum, tók atvinnuflugmannspróf frá Flight Safety Intemational í Florida, sam- býhskona hans er Hhdur Halldórs- dóttir nemi; Davíð, f. 21.6.1965, stundar framhaldsnám í rekstrar- hagfræði við háskólann í Worms; Vigdís, f. 3.10.1969, skiptinemi í Canberra í Ástralíu. Dóttir Jóhanns og Ernu Vigfúsdóttur er Hrafnhild- ur, f. 8.8.1947, á son með Áma Þór- arinssyni blaðamanni. Bróðir Jóhanns er Finnbogi, kaupmaður í Eyjabúð, kvæntur Kristjönu Þorfmnsdóttur úr Reykjavík. Faöir Jóhanns er Friðfinnur Jóhann Friðfinnsson. Finnsson, f. 22.12.1901, kafari, kaup- maður og framkvæmdastjóri. Hann er fæddur á Stóru-Borg undir Eyja- fjöllum, þrettánda barn Ólafar Þórð- ardóttur og Finns Sigurfinnssonar er drukknaði 16.5.1901 í mesta sjó- slysi við Eyjar á þessari öld. Átta konur og 21 karlmaður drukknuðu. Sigfmnur, bróðir Sigurðar hrepp- stjóra á Heiði, var sonur Runóifs skálds í Skagnesi í Mýrdal, Sigurðs- sonar, prests á Ólafsvöhum, bróöur Sæmundar, föður Tómasar Fjölnis- manns, Ögmundssonar prests á Krossi í Landeyjum, Högnasonar, prestaföður frá Breiðabólsstað í Fljótshhö. Móöir Jóhanns er Ásta Sigurðar- dóttir, f. 3.11.1906, dóttir Kristbjarg- ar Gísladóttur frá Borgarholti, síðar Nýjakastala á Stokkseyri, og Sig- urðar Sigurðssonar af Bergsætt. Hann fluttist th Kanada 1908 og ílentistþar. Elísabet Einarsdóttir Ehsabet Einarsdóttir húsmóðir, Dvalarheimili aldraðra sjómanna, Hrafnistu í Hafnarfirði, er níræð í dag. Elísabet er fædd í Gestshúsum í Hafnarflrði og ólst upp í bænum. Hún starfaði í kvenfélagi Fríkirkj- unnar í Hafnarfirði og í slysavarna- dehdinni Hraunprýði. Ehsabet bjó ahan sinn búskap á Linnetstíg 9b í Hafnarfirði. Ehsabet giftist Guðmundi Ágústi Jónssyni bifreiðastjóra, f. 3.1.1896, d. 27.2.1982, syni Jóns Jónssonar frá Kaldbak í Hrunamannahreppi og Guöfinnu Helgadóttur, sem ættuð var frá Rauðalæk á Rangárvöhum. Jón og Guðfmna bjuggu lengi að Litlu-Sandvík í Flóa, síðar í Reykja- vík og síðustu árin í Hafnarfiröi. Böm Ehsabetar og Guömundar eru: Einar, f. 19.4.1924, flugvél- stjóri, kvæntur Jóhönnu Péturs- dóttur, húsmóður, eiga fimm böm; Hrefna, f. 27.5.1925, húsmóðir, gift Pétri Péturssyni, fyrrv. alþingis- manni, eiga sex börn; Sigríður, f. 19.6.1926, húsmóðir og rekur hehd- verslun, gift Ingvari Helgasyni for- stjóra, eiga átta böm; Jóhannes, f. 1.7.1928, deildarstjóri, kvæntur Mörtu Ingvarsdóttur, húsmóður, eiga fjögur böm; Guðjón, f. 17.9. 1932, iönrekandi, kvæntur Ehn- borgu H. Jóakimsdóttur auglýsinga- teiknara, eiga þrjú börn; Birgir, f. 29.3.1936, véltæknifræðingur, kvæntur Helgu Snæbjömsdóttur húsmóður, eiga fimm böm. Ehsabet og Guðmundur ólu upp bróðurson Guömundar, Hermann Sverri Hah- dórsson símvirkja, f. 30.3.1914, d. 14.7.1957. Systkini Ehsbetar em öh látin: Sigurjón skipstjóri, Laufey húsmóð- ir og Helga sem dó í æsku. Elisabet Einarsdóttir. Faöir Ehsabetar var Einar Ólaf s- son, fæddur og uppahnn á Álfta- nesi, var lengst af stýrimaður á skútum, f. 31.12.1869, d. 11.2.1961. Móðir hennar var Sigríöur Jóns- dóttir, fædd og uppalin í Lækjarkoti í Mosfehssveit, f. 18.2.1867, d. 13.7. 1945. Þau bjuggu í Gestshúsum í Hafnarfirði. Ehsabet verður að heiman á af- mælisdaginn. Ingveldur Guðmundsdóttir Ingveldur Guðmundsdóttir hús- freyja, Reynihvammi 39 í Kópavogi, með aðsetur á Hrafnistu í Reykja- vík,er95áraídag. Ingveldur er fædd á Iðu í Biskups- tungum og átti heima þar th 5 ára aldurs en síöan á Eyrarbakka og Óseyrarnesi. Hún var í nokkra mán- uði í skóla hjá Pétri Guðmundssyni á Eyrarbakka. Ingveldur var ung í vistum í Kaldaðamesi og Reykjavík. Ingveldur giftist til Bolungarvíkur og átti þar heima í yfir 50 ár, lengst af var hún húsfreyja á Geirastöðum. Ingveldur tók mikinn þátt í starfi Góðtemplarareglunnar og kvenfé- laganna. Ingveldur giftist Kristjáni Ólafs- syni, f. 17.6.1887, bónda, hreppstjóra og oddvita Hólshrepps um langt ára- bh, d. 14.5.1969. Kristján var sonur Ólafs Jóhannessonar Kjartanssonar frá Minnihhö og Margrétar Ólafs- dóttur Péturssonar sem ættuö var úr Dýrafirði. Börn Ingveldar og Kristjáns em Þorbergur, f. 4.4.1925, prestur Digranessóknar í Kópavogi, kvæntur Ehnu Þorgilsdóttur, eiga íjögur böm á lífi; og Helga, f. 20.2. 1928, d. 11.5.1937. Fósturbörn Ing- veldar og Kristjáns em Ingveldur Kr. Þórarinsdóttir, frá fæðingu, 7.10. 1920, bóndi á Geirastöðum, giftist Ólafi Zakaríassyni, látinn, eiga fjog- ur böm; og Sveinn Jónsson, frá átta ára aldri, f. 13.4.1931, verslunar- maöur í Reykjavík, fyrri kona hans var Liija Kethsdóttir, skhdu, eign- uðust þijú böm, seinni kona Sveins er Sólveig Sörensen. Ingveldur er sjöunda í röðinni af níu systkinum og er nú ein á lífi. Elstu systurnar, Sigríður og Guð- jóna, dóu kornungar úr barnaveiki en Aldís og Magnús í blóma lífsins. Ársæll fór til Ameríku og lést þar um fertugsaldur. Eðlhegan ævidag átti Kristján, var lengi formaður Bárunnar á Eyrarbakka. Hildur, bjó á Eyrabakka og Ágústa, bjó á Eyrar- bakka. Faðir Ingveldar var Guðmundur Guðmundsson, f. 27.11.1849, bóndi og ferjumaöur frá Austurhlíð í Bisk- upstungum, d. 5.2.1930. Móðir Ing- veldar var Jónína Jónsdóttir, f. 1864, d. 30.6.1941, frá Auðsholti. Guð- mundur og Jónína bjuggu á Iðu í yfir 20 ár, síðan á Óseyrarnesi og eftir það á Eyrarbakka. Þegar þau tóku sig upp frá Iðu var ætlunin að fara vestur um haf en Eyrarbakki varö þeirra Ameríka. Ingveldur tek- ur á móti gestum í safnaðarheimih Digranessóknar, Bjamhólastíg 26, eftir kl. 15 laugardaginn 5. nóvemb- er. 90 ára 50 ára Kristbjörg Guftmundsdóttir, Snorrabraut 58, Reylqavík. Sigfús Leví Jónsson, Söndum, Ytri-Torfústaöahreppi. Margrét Þórftardóttir, 75 ára Þverlæk, Holtahreppi. Ingvar Þorvaldsson, Ari Þorleifsson, Lóurúna 6, Selfossi. Klaru Tómasdóttir, Háaleitisbraut 41, Reykjavík. Efstalandi 12, Reykjavflt. Sigurbjörg Stefánsdóttir, Seiðakvísl 5, Reykjavik. Hólmfriftur Gisladóttir, Miklubraut 58. Reylqavik. _ Hún tekur á móti gestum nk. föstu- 70 ára dagskvöld eftlr kl. 28.30. Elin Aradóttir, Brún, Reykdælahreppi. Lárus Björnsson, Neftra-Nesi, Skefilsstaftahreppi. 40 ára Brj nju Pálsdóttir, Klyfiaseli 25, Reykjavík. Einar Páll Vigfússon, 60 ára ~ Gaulvetjabæ, Gaulverjabæjarhreppi. Sigurftur Gunnarsson, Guftrún Kriatjansdóttir, Skúlagötu 74, Reykjavik. Sigurróa Guftjónsdóttir, Bjarmalandi 3, Reykjavik. Leimlækjarseli 1, ÁlftanesL Anna MÖkaeisdóttir, Holtagerfti 8. Húsavflt. Helga Hilmarsdóttir, Lyngholti 17, Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.