Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1988, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988. Fréttir Norræni fj árfestingarbankmn: Islendingar fá mun verri kjör en hin Norðurlöndin - segir Gunnlaugur Sigmundsson, framkvæmdastjóri Þróunarfélagsins „Ég er mjög ósáttur viö hvernig Norræni fjárfestingarbankinn star- far á íslandi. Það er lánað hingað með allt öðrum hætti en til annarra Norðurlanda. Það er eins og bankinn hti á okkur sem einhvers konar ný- lendu úti í hafi," sagði Gunnlaugur Sigmundsson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags íslands. Að sögn Gunnlaugs hafa íslensk fyrirtæki alls ekki sömu aðstöðu i bankanum og fyrirtæki annars stað- ar á Norðurlöndum. Bankinn tekur ekki gild veð í íslenskum fyrirtækj- um og krefst bankaábyrgðar. Á end- anum greiða íslensk fyrirtæki mun hærri vexti en önnur norræn fyrir- tæki. íslensk fyrirtæki þurfa að borga hærri vexti „Sendimenn Norræna fjárfesting- arbankans koma reglulega hingað í heimsókn og segjast geta boðið ódýr- ari og hagstæðari lán en lánastofnan- ir á íslandi. íslenskir bankar og lána- stofnanir bjóða lán með 2 til 2,5 pró- sent vöxtum ofan á svokaUaða hbor- vexti (allra bestu vextir í viðskiptum milli banka). Sendimenn Norræna fj árfestingarbankans segja þeirra lán vera með 0,5 prósent vöxtum ofan á hbor-vexti. Af þessu draga menn þá ályktun að íslenskar lánastofnanir séu þessir voðalegu skussar að þær geti ekki keppt við þennan fína banka í Helsingfors," lýsti Gunn- laugur vinnubrögðum bankans. „Forstöðumenn íslenskra fyrir- tækja fara síðan út og biðja um lán. Ef þau uppfylla skilyrði bankans fá þau lán með 0,5 prósent vöxtum ofan á libor-vexti. En bankinn setur hins vegar það skilyrði að fyrirtækin hafi ábyrgð frá íslenskum banka á láninu. Bankinn tekur ekki veð í íslenskum fasteignum. Norræni fjárfestingarb- ankinn lánar því ekki með sömu kjörum til íslands og hann gerir til annarra Norðurlanda. Forráðamenn fyrirtækis, sem hef- ur fengið þetta góða lán í bankanum, leitar því til okkar í Þróunarfélaginu og biður okkur um að ábyrgjast lán- ið. Hjá okkur kostar ábyrgð 2 prósent á ári og því eru vextir á láninu í raun komnir í 2,5 prósent umfram hbor- vexti. Þaö eru sömu kjör og íslenskar lánastofnanir bjóða. Sættir sig ekki viö einfaldar ábyrgðir Ef okkur þykir mál fyrirtækisins vera gott athugum við máhð. Við veitum einfaldar ábyrgðir á lán. í því felst að lánveitandi þarf fyrst að ganga á fyrirtækið áður en hægt er að krefja okkur um greiðslu. Lands- bankinn tekur við þessum ábyrgð- um, Iðnþróunarsjóður og Fiskveiða- sjóður taka þær og Deutsche Bank í Heidelberg hefur tekið þær. „Norræni fjárfestingarbankinn nennir ekki að elta fé til íslands, nennir ekki að taka einfaldar ábyrgðir og tekur bara sjálfskuldar- ábyrgðir peningastofnana," segir Gunnlaugur Sigmundsson, fram- kvæmdastjóri Þróunarfélags ís- lands. Við sendum Norræna íjárfesting- arbankanum bréf þar sem við sögð- umst vilja ábyrgjast lán þessa fyrir- tækis. Þeir hjá bankanum sendu bréf til baka og sögðust ekki taka einfald- ar ábyrgðir heldur vildu þeir sjálf- skuldarábyrgð. í slíkri ábyrgð felst að bankinn getur gengið að okkur tun leið og lánið kemst í vanskil. Ef hann fær ekki slíka ábyrgð á lán til íslands þá lánar hann ekki neitt. Það er því mjög auðvelt fyrir bank- ann að slá um sig með ódýr lán haf- andi fimm ríkisstjómir Norðurlanda sem ábyrgðarveitanda. Bankinn nennir ekki að elta fé til íslands, nennir ekki að taka einfaldar ábyrgð- ir og tekur bara sjálfskuldarábyrgðir peningastofnana. Ég hygg að Norræni fjárfestingarb- ankinn geti nefnt eitt dæmi fyrir utan járnblendiverksmiðjuna á Grundart- anga um að hann hafi lánað fyrir- tæki á íslandi með sömu kjörum og önnur Norræn fyrirtæki njóta. í öll- um öðrum tilfellum hefur bankinn komist upp með að láta menn heija út sjálfskuldarábyrgðir sjóða og banka.“ Hlut íslands dælt í sjóöi með ríkisábyrgð - Lánar bankinn ekki hlutfallslega mun minna til íslands þar sem kjörin eru í raun svipuð og hægt er að fá hjá innlendum bankastofnunum? „Ef bankinn ætlaði að halda þess- ari stefnu til streitu þá kæmi hann htlum peningum til íslands. Til þess að komast hjá þeirri gagnrýni sem það hefði í fór með sér hefur hann lánað fé í miklum mæh tíl Byggða- stofnunar, Iðnlánasjóðs og Iðnþró- unarsjóðs. Þessi lán koma 1 100 og 200 mihjóna skömmtum og þeim fylgja skilaboð um að þau fari í verk- efni sem eru samnorræn. Með þessu velta þeir sínum skyldum yfir á sjóði á íslandi. En þar sem þessir sjóðir eru með ríkisábyrgð á bak við sig er Norræhi fjárfesthigarbankinn í raun áhættulaus í öhum viðskiptum sín- um við ísland. - Skila viðskipti bankans við ísland þá ekki öruggum og góðum tekjum? „Bankinn hefur fimm ríki á bak við sig og lántökukostnaöur hans er varla meiri en 0,4 prósent undir h- bor-vöxtum. Hann lánar síðan út á 0,5 prósent yfir hbor-vöxtum. Tekjur hans af lánum til íslands eru því um 0,9 prósent án þess að fé hans sé í nokkurri hættu. Lántökukostnaður þeirra sem taka þessi lán frá sjóðnum verður síðan á endanum sá sami og ef lán væri tekið hér innanlands því að lántakandinn þarf að greiða fyrir ábyrgðir peningastofnana. Norræni fjárfestingarbankinn kemst upp með þessi vinnubrögð gagnvart Islendingum vegna þess að sjóðunum finnst þægilegt að taka lán hjá bankanum. Þetta er aht gert á kostnað íslenskra skattborgara þvi að ef iha fer þá lendir þetta á þeim vegna þess að sjóðimir eru allir með ríkisábyrgðir á bak við sig,“ sagði Gunnlaugur Sigmundsson. -gse Erling Blöndal meö sellóið dýra. Erling Blöndal Bengtsson: Rándýru sellói stolið - á heimleið úr íslandsferð Vestfírðir: Nýr sumarbústaður brotnaði í spón Mörður endurráðinn: Fyrstogfremst vegna afskipta flokksins - segirÚlfarÞormóðsson Á fundi útgáfustjómar Þjóðvilj- ans, sem haldinn var í gær- kvöldi, urðu niöurstöður þær að ráöningarsamningur Marðar Árnasonar ritstjóra var fram- lengdur til 31. maí. Þá var Silja Aðalsteinsdóttir ráðin ritstjóri að Þjóðviljanum. Hennar ráðning- arsamningur ghdir einnig th 31. maí. Tillaga þess efnis var sam- þykkt með sex atkvæðum gegn þrem. Tveir sátu hjá. „Þessi niðurstaða mótast fyrst og fremst af afskiptum flokksins og formanns hans, Ólafs Ragnars Grímssonar,“ sagði Úlfar Þor- móðsson, formaöur stjórnar út- gáfufélagsins. „Tillagan, sem var flutt af Sigurjóni Péturssyni, var gerð í samráði við formann flokksins.“ í tihcgu Sigurjóns felst einnig að skipuð verður þriggja manna nefnd sem á að yfirfara rekstur blaösins. Hún á að hafa lokiö störfum 1. mars uk. Þær breyt- ingar, sem hún leggur th að verði gerðar, eiga að hafa átt sér stað fyrir 1. júní nk. Thlagan gerir ráð fyrir að ekki verði breytingar á mannahaldi á Þjóðvhjanum á meðan nefndin starfar, þ.e. að starfsmönnum verði ekki fjölgað. í nefndinni eiga sæti útgáfu- sfjómarmennimir Helgi Guð- mundsson, Hahdór Guðmunds- son og Hrafn Magnússon. „Ég reikna með þvi að nefndin komist að sömu niðurstöðu og ég,“ sagði Úlfar. „Aðrir þurfa lengri tíma th að átta sig á hvað blaðinu er fyrir bestu rekstrar- legaogtæknhega.“ -JSS Sumaxliði ísleifason, DV, Árósum; Erhng Blöndal Bengtsson selló- leikari varð fyrir óþæghegri lífs- reynslu þegar hann kom heim til sín úr tónleikaferð á íslandi nú fyrr í vikunni. Þegar hann var að bera far- angurinn inn var séhóinu hans stohð úr framsætinu 1 bhnum. Það er 165 ára gamalt og metið á tvær mihjónir danskra króna, sem jafnghdir þrett- án og hálfri mihjón íslenskra króna. Danska lögreglan hafði hraðar hendur og tókst að finna sökudólg- ana. Er hljóðfærið nú komið aftur th eiganda síns. Hljóðfæriö fannst hjá fornsala í Kaupmannahöfn. Þangað hafði þjóf- urinn farið til þess að koma því í verð. Eftir bollaleggingar mhli þjófs og verslunareiganda varð niöurstaða um verð 700 krónur. Fór þjófurinn með þá upphæð og gerði sér glaðan dag með vini sínum. Þegar vinimir vöknuðu dagjnn eftir og sáu fféttir í blöðum brá þeim heldur í brún. Skömmu síöar fengu þeir heimsókn lögreglu. „Við vissum varla af þessu veðri og þannig er farið með flest fólk hér á ísafirði. Menn geta búist við öhum veðrum og því hggur ekkert lauslegt úti sem gæti fokið,“ sagði lögreglu- maður á ísafirði við DV í morgun. Sumarbústaður, sem byggður var í sumar og stóð við Miðdalsá nálægt Patreksfirði, brotnaði í spón í rokinu sem geisaði um Vestfirði í gær. Eru þetta einu umtalsverðu skemmdirn- ar sem DV er kunnugt um að hafi orðið í óveðrinu. Á Bolungarvík fuku plötur af einu húsþaki og á ísafirði tókst að koma í veg fyrir skemmdir á flugskýlinu, en þar mældist vind- hraði 14 vindstig í mestu hviðunum. Rafmagnslaust var víða áVestfjörð- um í gær og í dag er rafmagn sums staðar skammtað. Er landhnan ekki í sambandi við Vestfirði og sjá gömul lína frá Mjólkárvirkjun og díshvélar bæjarfélaganna um að gefa nægan straum. í morgun var veðrið gengiö að mestu niður og ekki von á öðru eins veðri á næstunni. -hlh Skotferðir hættir við Glasgow-f erðir sínar Fyrirtækiö Skotferðir hefur hætt við vikuferöir sínar th Glasgow sem þaö hefur auglýst aö undan- fórnu. Flugið út átti að kosta 12 þúsund krónur og gisting í 7 nætur í Glasgow 10.900 krónur. Pakkinn samtals á 22.900 krónur. Skotferöir voru búnar að gera samning við flugfélagið British Midland um fjórar ferðir th að byrja með. Þetta voru vikuferðir, flogið út á sunnudögum og heim að viku liðinni. Fyrsta ferðin átti að vera á sunnudaginn. Einn forráðamanna Skotferöa sagði í morgun að mikið heföi verið Kringt og spurt og þó nokkrir bún- ir að panta. „Við hættum samt viö vegna þess að það pöntuðu ekki næghega margir. Það réð úrshtum. Fólk setti það fyrir sig að vera í viku úti á þessum árstíma. Það vhdi vera skemur.“ Flugleiðir sem fijúga áætlunar- flug tíl Glasgow lögðu inn formlega kvörtun í gærmorgun tíl flugráðs vegna Glasgow-ferða Skotferða. Þóttu þeim ferðirnar bera meiri keim af áætlunarflugi en leiguflugi. Hhdur Jónsdóttir hjá Samvinnu- ferðum-Landsýn sagöi í morgun að fuht hafi verið í allar dagsferðir fyrirtækisins að undanfömu. „Við settum upp sex ferða áætlun. Fimm ferðum er lokið. Þaö hefiir verið fuht í þær allar. Fólki líkar greini- lega að skjótast aðeins í einn dag th útlanda.“ -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.