Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1988, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988. 5 Fréttir Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra sagðist ekki flytja neinn gleðiboðskap þegar hann kynnti fjárlagafrum- varpið á Alþingi í gær. DV-mynd GVA Fj árlagafmmvarpið tekiö til meöferöar á Alþingi: „Enginn glediboðskapur“ - segir Ólafur Ragnar Grímsson fj ármálaráöherra Fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, mælti fyrir frumvarpi til fjárlaga á Alþingi í gær. Hann hóf mál sitt á því að tilkynna að fjárlaga- frumvarpið fyrir 1989 fæli ekki í sér neinn gleðiboðskap. Það byggðist á þeirri viðurkenndu staðreynd að nú kreppti að í íslenskum þjóðarbúskap. Sagði ráðherra að nauðsynlegt væri að hverfa af braut viðskiptahalla og erlendrar skuldasöfnunar sem hefur einkennt undanfarin ár. Nauðsyn- legt væri fyrir Alþingi og þjóðina aö sameinast um að breyta þeirri stefnu sem fylgt hefur verið. Frumvarpið, sem hér lægi fyrir, væri mikilvægt til stefnubreytingar af því tagi. í upphafi ræðu sinnar vék ráðherra að þróun efnahagsmála á undanfóm- um árum en þó sérstaklega yfir- standandi ári. Sagði hann að hag- vaxtarskeiði síðustu ára væri lokið og útlit væri fyrir að þjóðartekjur drægjust saman um 2% í ár. Rakti ráðherra þær aðgerðir sem ríkis- stjórnin hefði gripið tii og sagði að fjárlagafrumvarpið væri mikilvæg- asti hlekkurinn í þeirri keðju. Mesta athygli vakti umræða hans um tekjuhalla yfirstandandi árs sem færi örugglega ekki undir 3 milljarða króna. Sagði hann að bráðabirgðatöl- ur fyrir október gæfu til kynna að sú aukning á innheimtu, sem venju- lega verður á síðustu mánuðum árs- ins yrði minni í ár. Tekjuhallinn gæti því orðið mun meiri, eða allt að 4 miUjarðar, og væri reyndar nauð- synlegt fyrir Alþingi að búa sig und- ir það. Sagði Ólafur Ragnar að það væri ískyggileg niðurstaða og því væri brýnt að ræða á næstunni hvort ekki væri nauðsynlegt að grípa til gagnráðstafana innan tíðar. Taldi hann að sá samdráttur, sem vart hefði orðið í tekjum, gæti haldið áfram og benti hann á vaxandi fjölda gjaldþrota máli sínu til stuðnings. Einnig benti hann á að heildarvan- skil á söluskatti í upphafi þessa mán- aðar væru rúmir 3 milljarðar. í lok ræðu sinnar sagði fjármála- ráðherra að íslendingar stæðu nú á tímamótum. Á vettvangi atvinnulífs- ins væri nauðsynlegt fyrir fjölda fyr- irtækja að taka erfiðar ákvarðanir. Heimili í landinu þyrftu einnig að laga sig að breyttum skilyrðum og sú aðlögun kynni að verða ýmsum sársaukafull. Stefnuleysi Fulltrúi sjálfstæðismanna í fjár- veitinganefnd, Pálmi Jónsson, sagði að öllum sem á ræðu fjármálaráð- herra hefðu hlýtt væri ljóst það stefnuleysi sem fylgdi þessari ríkis- stjórn. Sagði Pálmi að ræða Ólafs Ragnars staðfesti stefnuleysið sem komið hefði fram í „svokallaðri“ stefnuræðu forsætisráðherra. Pálmi sagði að forsendur í fjárlaga- frumvarpinu varðandi verðlags-, gengis- og launamál væru rangar. Þá sagði hann að frumvarpið boðaði strax miklar skattahækkanir sem næmu að raungildi 3,5 til 4 milljörö- um króna. Sagði Pálmi að ríkis- stjórnarflokkarnir væru berir að miklum óheilindum vegna nýrrar skattastefnu. Einnig gagnrýndi Pálmi að útgjöld ríkisins skyldu eiga að hækka um 0,8% og um leið vék hann að stór- auknum kostnaði við ríkisrekstur- inn sem hann Sagði að ætti eftir að aukast mikið. Einnig sagði hann að miklar álögur biðu nú atvinnugreina landsins enda boðaði frumvarpið miklar þrengingar þeim til 'handa. Forsendur frumvarpsins væru i lausu lofti og ekkert væri sagt um hvað tæki við þegar bráðabirgðalög- in rynnu út, t.d. hvað varðar búvöru- hækkanir. Fjármagnsmarkaðurinn gagnrýndur Framsóknarflokkurinn stendur einhuga að baki þessu fjárlagafrum- varpi og í því eru þær efnahagslegu forsendur sem Framsóknarflokkur- inn gerir kröfur til. Þetta kom fram hjá Alexander Stefánssyni, fulltrúa Framsóknarflokksins í fjárveitinga- nefnd. Sagði Alexander að í frum- varpinu væri tekið á aukinni lántöku með þeim hætti sem dygði en hann taldi meginforsendur þess að frum- varpið stæði vera þær að það er lagt fram með 1,2 milljarða króna tekjuaf- gangi. Alexander gagnrýndi fjármagns- markaðinn sem hann sagði að bæri meginsök á því hvernig komið væri í efnahagslífi þjóðarinnar með því að soga allt fjármagn frá atvinnu- rekstri. Sagði hann að nauðsynlegt væri að stöðva fjármagnsmarkaðinn til að verja byggðir landsins. Alex- ander sagðist þó vilja sjá meira í þessu frumvarpi af því að komið væri í veg fyrir sjálfvirka hækkun útgjaldaliða. Nefndi hann sérstak- lega tilkostnað við Þjóðarbókhlöð- una sem hefði farið hundruð millj- óna fram úr áætlun. Sömu ókostir og fylgdu síðasta frumvarpi Sömu hættur eru fólgnar í þessu fjáriagafrumvarpi og frumvarpinu 1988. Sú reyndist niðurstaða Óla Þ. Guðbjartssonar sem situr í fjárveit- inganefnd fyrir hönd Borgaraflokks- ins. Sagðist hann óttast mjög að þetta frumvarp myndi sigla í sama far nema til kæmu miklar sparnaðar- og aðhaldsaðagerðir hjá ríkisvaldinu. Þá gagnrýndi Óh verðlagsforsend- ur frumvarpsins og sagði um leið að mikil kjaraskerðing biði launþega því að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir aö verðlag hækkaði um 12 til 13% á næsta ári á meðan ráðstöfun- artekjur ættu aðeins að aukast um 5%. Þá sagði Óh að það örlaði á „kjöt- katlapólitík1' hjá ríkisvaldinu sem meðal annars mætti sjá á því að gert væri ráð fyrir 63% hækkun útgjalda- liða fjármálaráðuneytisins sjálfs og um leið væru styrkir til dagblaðaút- gáfu hækkaðir um 70%. Staðfestir kjararýrnun Fulltrúi Kvennalistans í fjárveit- inganefnd, Málmfríður Sigurðar- dóttir-j sagði að frumvarpið staðfesti að kjararýrnun væri fram undan. Megineinkenni frumvarpsins væru samdráttur og niðurskurður án þess þó að nein heildarstefna sæist. Það væri einkennilega erfitt að festa hendur á ýmsum grundvallaratrið- um frumvarpsins, sérstaklega hvað varðaði tekjuöflun. Sagði hún að augljós óeining innan ríkisstjórnar- innar um ýmis þessara atriða benti ekki til þess að friðsælir tímar væru fram undan. Sagði Málmfríður aö það væri ótrú- legt að forsendur frumvarpsins gætu staðist enda væri tekjuhhðin í lausu lofti - allavega þangaö til lagafrum- vörp þar um kæmu fram. -SMJ Þú getur fengið 7,25% vexti umfram verð- tryggingu næstu 15 mánuðina ef þú leggur strax inn á Afmælisreikning Landsbankans. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.