Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1988, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988. Viðskipti Hörkufundur Kaupmannasamtakanna: Ólafur Ragnar, viltu bera út Moggann fyrir ekki neitt? Veislunni er lokið, sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra á fundi Kaupmannasamtakanna. Hér fær hann iskalt vatn frá Guðjóni B. Ólafssyni, forstjóra Sambandsins. DV-mynd KAE Þessa spurningu fékk Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra á fundi Kaupmannasamtakanna í fyrra- kvöld á Hótel Loftleiöum sem fjallaði um stöðu smásöluverslunar á tímum örra gjaldþrota. Kaupmenn eru greinilega óhressir yfir því að inn- heimta söluskatt fyrir ríkissjóð án þess að fá nokkuð fyrir það. Kaup- menn segja að þeim sé í nöp við sölu- skattinn en þeir séu skikkaðir til að innheimta hann. Þess vegna fékk fjármálaráðherra áðurnefnda spurn- ingu. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 5-7 Bb Sparireikningar 3jamán. uppsógn 5-8 Sb.Sp 6 mán. uppsögn 5-9 Vb,Sb,- Sp 12mán. uppsögn 6-10 Ab 18mán. uppsögn 15 Ib Tékkareikningar, alm. 1-2 Vb.Sb,- Ab Sértékkareikningar 5-7 Ab,Bb,- Vb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5-2 Bb.Vb,- Sp 6 mán. uppsögn 2-3,75 Vb.Sp Innlán meðsérkjörum 5-12 Lb.Bb,- Sb Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 7,25-8 Vb Sterlingspund 10,50- 11,25 Vb Vestur-þýsk mörk 4-4,25 Ab,V- b,S- b.Úb Danskar krónur 7-8 Vb.Sb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 15,5-18 Sp Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf. 16,5-21 Vb Viöskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) 19-22 Lb.Úb Utlan verðtryggð . Skuldabréf 8-8,75 Vb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 17-20 Lb.Bb SDR 9-9,75 Lb.Úb,- Sp Bandaríkjadalir 10,25 Allir Sterlingspund 13,50- 14,50 Lb.Úb Vestur-þýsk mörk 6,75-7,25 = i Í3 < C > Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 27,6 2,3 á mán. MEÐALVEXTIR Óverðtr. nóv. 88 20,5 Verðtr. nóv. 88 8,7 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala nóv. 2272 stig Byggingavísitala nóv. 399,2 stig Byggmgavísitala nóv. 124,8stig Húsaleiguvísitala Engin hækkun 1. okt. Veröstoðvun VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 3,285 Einingabréf 2 1,880 Einingabréf 3 2,128 Fjölþjóðabréf 1,268 Gengisbréf 1,558 Kjarabréf 3,338 Lífeyrisbréf 1.651 Markbréf 1,761 Skyndibréf 1,025 Sjóðsbréf 1 1,604 Sjóðsbréf 2 1,385 Sjóðsbréf 3 1,143 Tekjubréf 1,555 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnún m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingár 118 kr. Eimskip 346 kr. Flugleiðir 273 kr. Hampiðjan 130 kr. Iðnaðarbankmn 172 kr. Skagstrendingur hf. 160 kr. Verslunarbankinn 134 kr. Tollvörugeymslan hf. 100 kr. (1) Við kaup á viðskiptavixlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðaö við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Otvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaö- Inn blrtast í DV á fimmtudögum. „Samkeppnin neyðir kaupmenn til að mynda stórar verslanakeöjur eins og tíðkast í nágrannalöndunum. Ég sé fyrir mér fjórar stórar verslana- keðjur á íslandi innan nokkurra ára. Það verða Hagkaup, Samvinnuhreyf- ingin og tvær keðjur smásöluversl- ana og heildsala," sagði Júhus Ólafs- son, forstjóri Kristjáns Ó. Skagfjörð á fundinum. 800 milljónir tapast í gjaldþrotum verslana Erindi Júlíusar var ákaflega fróð- legt. Hann upplýsti að tapast hefðu 800 milljónir króna vegna gjaldþrota verslana á þessu ári. Hitt var svo ekki síður fróðlegt hjá Ólafi Ragnari Grímssyni fjármálaráöherra á fund- inum að atvinnureksturinn í landinu hefði ekki skilað rúmum 3 milljörð- um sem hann hefði innheimt fyrir ríkið í söluskatt, þar af heföi smásal- an ekki skilað 1.300 milljónum króna. Júlíus segir að heildsölum verði að fækka í framtíðinni. „Nú eru allt að 300 heildsalar að þjóna smásöluversl- uninni þegar 30 heildsalar gætu ann- ast þetta verk. Erlendis eru miklu færri heildsalar en hérlendis. Þeir eru að sama skapi stærri. Þess vegna er hagkvæmni meiri erlendis." Að sögn Júlíusar er einkenni smá- söluverslunar erlendis að stórar verslanakeðjur sjái um smásöluna. „Þar hafa smásalar og heildsalar slegið sér saman. Samkeppnin hefur séð til þess.“ Afsláttur með því að staðgreiða heildsölum Júlíus sagði ennfremur að smásal- an gæti náð verulegum sparnaði í vöxtum með því að minnka greiðslu- frest sinn hjá heildsölum. „Markmið- ið ætti að vera aö koma greiðslufrest- inum niöur úr 75 dögum í 30 daga, síðar í staðgreiðslu sem endanlegt markmið. Þá fengist staðgreiðsluaf- sláttur hjá heildsölum sem aftur þýddi að smásalan fengi meira út úr álagningu sinni.“ Júlíus benti ennfremur á að launa- kostnaður í smásöluverslun hefði hækkað um 60 prósent á milli áranna 1986 og 1987. „Síðan bætist vaxta- þunginn við.“ Guðjón B. Ólafsson Guðjón B. Ólafsson vakti athygli á því að þrátt fyrir mikla veltuaukn- ingu á síðustu árum í verslun hefði staöan sjaldan verið eins slæm í smásöluverslun og núna. Guðjón kenndi um of mikilli fjárfestingu á undanförnum árum. „Verslanir eru einfaldlega of margar. Þeim þarf að fækka." Hann benti síðan á að of margar verslanir þýddi að sala á hvem starfsmann væri of lítil sem aftur hefði það í för með sér að launakostn- aður allrar smásöluverslunar væri orðinn of hár miðað við heildarvelt- una. „Á meðan laun era um 8,5 prósent af heildarveltu í Danmörku eru þau um 11,8 prósent á íslandi,” sagði Guðjón og bætti við að þessi mismun- ur væri íljótur að segja til sín þegar veltan skipti tugi milljörðum króna. Guðjón kvað verslanir ekki ein- ungis vera of margar á íslandi, þær væru líka of smáar. Vék hann að því hve verslanakeðjur settu mikinn svip á smásöluna í Svíþjóð og Banda- ríkjunum þar sem hann þekkti til. Um álagninguna sagði hann: „Það er of lítil álagning á svonefndum vísi- töluvörum. Þannig stendur þóknun verslana fyrir að selja landbúnaðar- vörar engan veginn undir kostnaðin- um við að dreifa þeim.“ Guðjón tók álagningu á mjólk sem dæmi. Álagning hennar dygði engan veginn fyrir kostnaði verslunarinnar viö að dreifa henni. Því næst fullyrti hann að vandi dreifbýlisverslana og hverfaverslana væri mestur í smásöluverslun hér- lendis. Verslunum verður að fækka Niðurstaða Guðjóns var sú að verslunum fækkaði og þær yrðu jafnframt stærri, vöruval yrði að vera meira staðlað, sérvörur yrðu aö mestu seldar í Reykjavík, betri nýt- ing þyrfti að fást á húsnæði og að Fréttaskot Jón G. Hauksson bylting yrði að eiga sér stað í upplýs- ingastreymi verslana með notkun tölva, þannig að menn hefðu allar upplýsingar um reksturinn á tak- teinum og stjómuðu út frá þessum upplýsingum. Sigurður E. Haraldsson Sigurður E. Haraldsson, kaup- maður í Elfu í Reykjavík, sagði aö verslunin væri góð mælistika á at- vinnu- og efnahagslífið í landinu. Hann vék að ofijárfestingunni. „Talsmenn kaupmanna vöruðu við fjölgun verslana. Nú er komið á dag- inn að þessi varnaðarorð voru ekki sögð aö ófyrirsynju.“ Sigurður taldi komið í mikið óefni vegna krítarkortanotkunar. „Kostn- aðurinn við krítarkortin nemur hundruðum milljóna króna. Hann er jafnmikill og kostnaður smásölu- verslunarinnar vegna húsaleigu." Og áfram:„Kaupmenn hafa látið hlunnfara sig heríilega vegna kort- anna.“ Sigurður hvatti loks Ólaf Ragnar Grímsson fjármálaráðherra, sem sat fundinn, til að taka hressilega á öll- um innflutningi sem kæmi í ferða- töskum fólks eftir innkaupaleið- angra til stórborga, svonefndra Glas- gow-ferða. „Þá hvet ég stjórnvöld til að falla frá hugmyndum um aukna skatt- heimtu á verslunar- og atvinnurekst- ur,“ sagði Sigurður. Pétur Blöndal Pétur Blöndal, forstjóri Kaupþings, sagði að forráðamenn verslunar, sem annars atvinnureksturs í landinu, hefðu ekki gert sér grein fyrir nauð- syn arðsemi þegar horfið var frá nei- kvæðum vöxtum yfir í verðtryggingu og raunvexti árið 1979. „Fyrirtæki, sem voru ekki með rekstrargrundvöll en högnuðust á því að taka lán á tímum neikvæðra vaxta, hafa engan veginn verið tilbú- in til að mæta þeirri miklu arðsemis- kröfu sem raunvextir gera. Þess vegna er svo illa fyrir mörgum kom- ið núna,“ sagði Pétur. „Vandi verslunarinnar er að marg- ar verslanir hafa engan fekstrar- grundvöll. Þess vegna þarf rekstur- inn að vera rekinn með hagnaði svo að hægt verði að snúa dæminu við. Það er hins vegar ljóst að smásalan gengur í gegnum mikla hreinsun núna. Þetta er sársaukafull hreinsun en að mínu mati nauðsynleg. Menn verða að átta sig á að reksturinn þarf að skila ágóða og eigið fé verður að vera mikið og það þarf líka að skila af sér arði.“ Bættar samgöngur að drepa dreifbýlisverslun Pétur sagði ennfremur að bættar samgöngur væru að drepa alla versl- un úti á landi en hefðu að sama skapi bjargað mörgum verslunum í Reykjavík. „Hvemig á lítil verslun í 400 manna þorpi úti á landi að geta borið sig þegar íbúamir fara saman í rútu til Reykjavíkur í innkaupaleið- angra? Það þarf heldur ekki annað en að skoða númer bílanna við Kringluna til að sjá að utanbæjar- menn koma til Reykjavíkur til að versla." Pétur áréttaði mikilvægi þess að eigendur verslana hefðu gleggri upp- lýsingar um þá sem fengju lánaö hjá þeim. „Vegna gjaldþrotanna að undan- fómu og þess sem hefur tapast verða menn að gera miklu meiri kröfur um kreditupplýsingar, upplýsingar um þá sem fá lánað.“ Og áfram: „Allir í atvinnurekstri verða að átta sig á að það er gífurleg- ur vaxtasparnaður í því að koma við- skiptum meira yfir í staðgreiðslu- form. Vaxtatap verslana vegna þess að lána út á krítarkort er um 3 pró- sent og síðan þarf aö greiða um 2 prósent í þóknun til kortafyrirtækj- anna. Ef menn fá 11 prósent álagn- ingu og 5 til 6 prósent fara strax í kostnað vegna krítarkorta skal eng- an undra þó að lítið sé eftir.“ Veislunni er lokið „Veislunni er lokið," voru fyrstu orð Ólafs Ragnars Grímssonar fiár- málaráðherra í framsögu hans. „Það er nauðsynlegt að raða borðbúnaðin- um upp á nýtt. Við höfum fifað langt um efni fram á síðustu árum, fiárfest of mikið og tekið of mikið af erlend- um lánum. Þessar erlendu skuldir em með raunvöxtum og þær eru orðnar mjög íþyngjandi fyrir þjóðar- búið.“ Ólafur sagði síðan að það væri óhjákvæmilegt að á næstu mánuðum yrðu enn meiri erfiðleikar og að margir yrðu að hætta í verslun. „Svigrúm til aukinnar veltu verður skert, eins og fram kemur í fiárlaga- fmmvarpinu,“ sagði Ólafur. Niðurstaða fundarins Niðurstaðan af fundinum var sú að leiðin út úr vandanum sé að draga úr krítarkortaviðskiptum og að fá hærri álagningu á landbúnaðarvör- ur. Að grundvöllur sérverslana sé fyrst og fremst í Reykjavík vegna bættra samgangna. Að fækka þurfi heildsölum sem þjóni smásölunni í um 30 til 40. Að verslanir leggi áherslu á að fá staðgreiðsluafslátt hjá heildsölum og með stærri verslana- keðjum fái þær magnafslátt líka. Að verslunum fækki. Að verslanir stækki og veröi mest í formi versl- anakeðja sem berjist kröftuglega í harðri samkeppni. Að kaupmenn nái meiri sölu á hvern starfsmann. Þessi markmið þýða að sala á starfsmann verði að aukast, sala á hvern fermetra húsnæðis aukist og vextir sem hlutfall af sölu lækki. Með öðram orðum að framleiðsluþættirn- ir, vinna og fiármagn, gefi meira af sér. Þannig telja forráðamenn versl- ana hægt aö losna við að halda fleiri gjaldþrotafundi í framtíðinni. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.