Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1988, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988. 3 Fréttir Skuldir Presthólahrepps: 800 þúsund á fjölskyldu Ef ábyrgð Presthólahrepps á skuldum Sæbliks á Kópaskeri fellur á sveitarfélagið geta heildarskuldir þess orðið um 57 milljónir króna. Það jafngildir því að hver íbúi hreppsins skuldi rétt tæpar 200 þúsund krónur eða hver fjögurra manna fjölskylda tæplega 800 þúsund krónur. Presthólahreppur er með skuldug- ustu sveitarfélögum. Núverandi skuldir sveitarfélagsins eru um 20 milljónir króna. í skýrslu Byggða- stofnunar um málefni Presthóla- hrepps segir að ef þessum skuldum yrði breytt í lán til 20 ára með 5 pró- sent vöxtum yrðu ársafborganir um 1,6 milljónir króna. Heildartekjur hreppsins eru hins vegar ekki nema um 15,2 milljónir og fara 12,9 milljón- ir í almennan rekstur. Ef hreppurinn fengi sams konar lán og Byggðastofn- un tekur sem dæmi ætti hann því ekki eftir nema um 700 þúsund krón- ur á ári til framkvæmda. Næsta sumar er hins vegar gert ráð fyrir að enn aukist við skuldbinding- ar hreppsins. Þá verður hafist handa við hafnarframkvæmdir fyrir um 12 milljónir króna. Ríkið hefur þegar lagt 2,8 milljónir til verksins en af- ganginn þarf hreppurinn að fjár- magna. í áætlunum er gert ráð fyrir Krufið í Vogamálinu: Ekki likamsárás Krufhing hefur fariö fram á manninum sem fannst látinn í Vogum. Upphaflega var lát mannsins rannsakað með lík- amsárás í huga, en krufningin hefur, að sögn rannsóknarlög- reglunnar í Keflavík, leitt í Ijós að ekki var um líkarasáras að ræða. Samkvæmt vitnaframburði á maðurinn að hafa dottið oftar en einu sinni daginn sem hann lést, í eitt skipti utan í steinvegg, og orðið fyrir heilablæöingum er orsökuðu lát hans. -hlh Eldsvoðinn í Keflavik: Játaðiinnbroten ekki íkveikju Maöur, sem rannsóknarlög- reglan í Keflavik haföi í gæslu- varðhaldi í nokkra daga, hefur játað að hafa brotist inn í hús Kaupfélagsins að Hafhargötu 30 nóttina sem eldur kom þar upp og olli milljónatjóni. Að sögn mannsins var hann drukkinn þegar hann framdi innbrotið og man ekki gjörla eftir atburðarás- inni. Að sögn rannsóknarlögregl- unnar er ljóst að íkveikja olli eldsvoðanum, en óUóst er hvort hún hefur verið framkvæmd vilj- andi eða óviljandi. Þótti ekki ástæða til að hafa manninn leng- ur í gæsluvarðhaldL -hlh Hollywood í hvalinn? Aima Bjamasan, DV, Denver: Áhugi kvikmyndaframleiðenda í Hollywood hefur vaknað á að festa á filmu stríð gráhvalanna þriggja sem festust í ís norðan yið Alaska í síöastliðnuxn mánuði. Haft er eftir talsmönnum græn- friðunga að Marlon Brando hafi óskað eftir sarávinnu við samtök- in um gerö kvikmyndar af hinni sögulegu björgun. að endurbætur hafnarinnar kosti á endanum um 16 milljónir króna. Rík- ið mun bera megnið af þeim kostn- aði, eða um 13 milljónir, hvenær svo sem sú fjárveiting kemur. Hreppur- inn mun hins vegar þurfa að standa straum af um 3 milljónum af kostn- aðinum. Meö þessari skuldbindingu eru skuldir hreppsins orðnar 23 mflljón- ir. Líkur eru hins vegar til að þær stóraukist vegna gjaldþrots rækju- vinnslunnar Sæbliks. Heildarskuldir þess fyrirtækis eru um 160 milljónir króna og er Prest- hólahreppur í ábyrgð fyrir um 32 milljónum. Mikil hætta er á að þessi ábyrgð falli á hreppinn. Auk þess er 2 milljón króna lán hreppsins til fyr- irtækisins að öllum líkindum glatað. Þegar þessum skuldbindingum er bætt við heildarskuldir Presthóla- hrepps verða þær um 57 milljónir króna. Það jafngildir um 800 þúsund krónum á hverja fjölskyldu. Þessi skuld hreppsins jafngildir því að Reykjavíkurborg skuldaði um 19 milljarða. -gse Einn af þessum þremur er örugglega réttur íslenskar Getraunir flauta til leiks - með nýjan og betri getraunaseðil! Seðillinn liggurframmi í næstu sjoppu fyrir alla sem vilja taka þátt í auðveldum, spennandi og skemmtilegum getraunaleik. Þú strikar aðeins í merkin 1 (heimasigur), X (jafntefli) eða 2 (útisigur) eftir því hverju þú spáir um úrslit leikjanna. Eitt þessara merkja er örugglega rétt! Mundu að skila seðlinum í næsta lottókassa einhvem tímann fyrir kl. 14:45 á laugardögum. Skömmu síðar nær spennan hámarki, en þá koma úrslitin í Ijós og verða kynnt í fjölmiðlum. - ekkibara heppni %

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.