Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1988, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988. 15 Eru verkalýðs- félög til einhvers? Fyrir u.þ.b. þremur vikum fór fram formannskjör innan BSRB og vil ég óska öllum félagsmönnum til hamingju meö nýja formanninn, Ögmund Jónasson. Einnig óska ég Ögmundi alls hins besta í nýja starfinu og vona að hann hafi kjark tíi að gera það sem gera þarf, en láti ekki sitja við orðin tóm eins og forverar Vians. Launþegar þreyttir á þrælahaldinu Formannskosningin sýndi greinilega, að félagsmenn BSRB vilja breytingar. Þeir kusu þann frambjóðandann sem hafði róttæk- ustu hugmyndimar um starf bandalagsins. Ég lái ekki BSRB félögum að vera orðnir þreyttir á því að vera þræl- ar. Því hvað erum við annað þegar við höfum ekki einu sinni rétt til að semja um kaupið okkar? Fram á þennan dag hefur það tiðkast hjá öllum verkalýðsfélög- um að semja um grunnlaun sem ekki er hægt að lifa af. Það er sam- bærilegt við að okkur væri skammtað súrefni. Við fengjum 60% súrefni á virkum dögum og 80% um helgar - aldrei 100% eins og við þurfum til að lifa. Á að leggja verkalýðsfélögin niður? Allir launþegar greiða félagsgjöld. KjaUarinn Áshildur Jónsdóttir í landsráði Flokks mannsins í viðkomandi verkalýðsfélög. Það hafa verið byggð hús fyrir skrif- stofur félaganna þar sem nú er starfandi fjöldi fólks. Jafnvel hafa verklýðsfélögin ávaxtað fé félags- manna sinna í verðbréfasjóðum. Hvemig hefur þessi yfirbygging skilað sér til félagsmanna? Því er einfalt að svara: Hún hefur ekki skilað sér, launþegar hafa ekki einu sinni samningsrétt í dag. Höfum við þá eitthvað að gera með verkalýðsfélög þegar þau tryggja ekki einu sinni mannsæm- andi laun félaga sinna sem er þó grundvallarmarkmið þeirra? Eins og staðan er í dag yrði það kjarabót fyrir launþega væm verkalýösfélögin lögð niður, allar eigur félaganna seldar, sjóðir lagöir af og peningunum deilt út til félags- manna. Hvað gerist hjá BSRB? Trúlega bíða margir spenntir eft- ir því að sjá hvað gerist hjá nýja formanninum í BSRB, Ögmundi Jónassyni. Hann segist \ilja vald- dreifmgu og virkari félagsmenn - meira lýö.-æði. Nú hafa því félags- menn BSRB gott tækifæri til að „Fram á þennan dag hefur það tíðkast hjá öllum verkalýðsfélögum að semja um grunnlaun sem ekki er hægt að lifa af.“ „Formannskosningin sýndi greinilega að félagsmenn BSRB vilja breyt- ingar,“ segir greinarhöfundur m.a. - Nýjum formanni BSRB, Ögmundi Jónassyni, fagnað. gera róttækar breytingar. Til að hugmyndir formannsins verði að raunveruleika verða félagsmenn að styðja hann dyggilega annars verður þetta bara ein loftbólan í viðbót. Tillögurtil Ögmundar Jónassonar Mig langar að koma meö tillögu til þín, Ögmundur: Gerðu það sem gera þarf til að ná aftar samnings- réttinum. I.eiðin til þess er að allir leggi niður vinnu. Þaö er það eina sem stjórnvöld skiija. Fáðu hin verkalýðsfélögin í lið með þér og þá verða stjórnvöld að taka ólögin til baka. Við eigum ekki að fara eftir lögum sem brjóta mannrétt- indi. Okkur ber engin skylda til þess því mannréttindi eru ofar lög- um. Ef ekki tekst núna að láta BSRB virka eins og verkalýðsfélag á að gera, væri réttast að leggja niður öll verkalýðsfélög á landinu. Við í FM stöndum með þér, Ög- mundur, ef þú stendur þig! Áshildur Jónsdóttir Svik í skipaviðskiptum Síðastliðin fimm ár hef ég verið að berjast við að halda rétti mínum í skipi mínu en ég hef verið heldur smár og veikburða við hlið þeirra manna sem ég líki helst við hýen- ur. Þeir ræna því sem aðrir afla og þ.á m. skipasmíðasamningi sem Skipasmíðastöð M.B. hf. á Isafirði og Sverrir hf. í Grindavík gerðu með sér. Aðilar hafa allir sem einn hjálpast að við að gera fyrirtæki mitt að engu á einni nóttu. Forsagan Forsaga þessa máls er sú að fyrri hluta árs 1979 leitaði Sverrir hf. í Grindavík eftir samningi við stöð- ina og virtist ekkert því til fyrir- stöðu þar sem stöðin var orðin verkefnalaus. Síðan gerðum við samning um 39 m langt skutskip sem við fengum ekki samþykktan hjá viðskiptabanka okkar. Þann 25. ágúst 1979 gerðum við nýjan samn- ing um 26 m langt skip með 12 mánaða byggingartíma og verð þess var 660 milljónir gamalla króna og framreiknað í 12 mánuði var áætlað að skipið myndi kosta 900 milljónir gamalla króna, sem var lausleg áætlun frá hagdeild Landsbanka íslands en hann er okkar viðskiptabanki. Um miðjan september 1979 var þessi samning- ur samþykktur á stjórnarfundi hjá Fiskveiðasjóði íslands og einnig, að undangenginni samþykkt við- skiptabanka okkar, 75% lán út á skipið þegar það yrði fullgert. Beinar spurningar Mig langar að spyrja tollstjórann í Reykjavík, Bjöm Hermannsson: Hafði skipasmíðastöð M.B. hf. á ísafiröi heimild til að nota stöðina sem tollvörugeymslu á árunum 1979-82 og smiða skipin þar með ótollafgreiddum vörum og borga síð- an vörumar eftir eigin geðþótta og efnahag þar sem Gunnar Öm geymdi alla tollpappíra í sinni tösku? Ef þetta er heimilt, hvers vegna er þetta þá ekki athugað? Ég Kjállariim Magnús Þ. Sverrisson fyrrv. framkvæmdastjóri ætla svo sannarlega aö vona að þú hafir ekki þann gífurlega valda- hroka, sem þeir hjá Fiskveiða- og Byggðasjóði em gæddir, að neita að svara mér. Nú er svo komið að sýslu- maðurinn á ísafirði þorir ekki að svara mér, eða getur það ekki svo vel fari, vegna þess að hann veit sennilega of mikið um þetta atferli. Saksóknaraembættið og sérstak- lega Jónatan Sveinsson, útgerðar- maður og samheiji minn í útgerð- arhraskinu, hefur neitað mér um rannsókn á þessum þjófnaði og svikamyllu sem Skipasmíðastöð M.B. hf. setti á svið með aðstoð stjórnar Fiskveiðasjóðs. Mig langar aö spyija Jónatan Sveinsson: 1. Samræmist það íslenskum lög- um að skipasmíðastöð geri samn- ing við ákveðið fyrirtæki - samning sem síðan er samþykktur og skjal- festur - byrjað að smíða eftir og fjármagna, en síðan búinn til annar samningur með sama skipasmíða- númeri? Skipið er síðan selt öðrum aðila fyrir helmingi hærra verð en í fyrri samningnum, án þess að hann sé látinn falla úr gildi eða afsal sé gert. Stjóm Fiskveiðasjóðs samþykkti þessa meðferð málsins. 2. Samræmist það íslenskum lög- um að skipasmíðastöð láti hækka verö allra véla um 40% hér heima, láti Fiskveiðasjóð borga brúsann og flytji síðan 40% til landsins aftur sem skipasmíðaafslátt og léggi inn á einkareikninga Gunnars Amar Gunnarssonar og Fylkis Ágústs- sonar í Útvegsbankanum á ísafirði? Þekkið þið skátahöfðingjann frá ísafirði, þennan sem er bankastjóri í Grindavík? Hann er vinurinn hans Gunnars Amar sýslumanns- sonarins og gefur Gunnari upp stöðu hlaupareiknings Sverris hf. þegar þess er óskað. Eg vona að Jónatan Sveinsson sjái sér fært að svara mér eða kanna málið á annan hátt. Fram að þessu hafa opinberir starfs- menn, sem fjallað hafa um málið, varið auðvaldið dyggilega. Mér hef- ur fundist fram til þessa við þennan málarekstur að það séu ekki allir jafnir gagnvart lögum þessa lands. Getur það samræmst íslenskum lögum að stjórn Fiskveiðasjóðs samþykki lán til Sverris hf. til smíða á fiskiskipi og samþykkt síð- an ári síðar lán til Ennis hf., út á sama lánsloforð og sama skip, án þess að hafa afsal af fyrri samningi. Ég ákæri Eg ákæri stjóm Fiskveiðasjóðs og framkvæmdastjórann, Sverri Júlíusson, fyrir svik á lánsloforð- um við Sverri hf. og krefst þess að sjóðurinn skili þessum lánum til Sverris hf. þar sem Sverrir hf. hef- ur ekkert brotið af sér við sjóðinn og því síður við skipasmíðastöð M.B. hf. Ég ákæri stjórn Fiskveiðasjóðs fyrir að heimila skipasmíðastöð M.B. hf. að selja bæði Sverri hf. og Enni hf., Ólafsvík, sama skipið og samning nr. 51 þar sem stjóm sjóðsins hafði fulla vitneskju um þessi svik. En stjóm Fiskveiðasjóös hafði aldrei samband við Sverri hf. er þessi svik og þjófnaður fóru fram á milli Fiskveiðasjóðs og M.B. hf„ það hefur aldrei legið fyrir afsal frá Sverri hf. á þessum samningi. Ég ákæri stjórn Fiskveiðasjóðs fyrir að aðstoöa M.B. hf. við að ná fjármagni úr Fiskveiðasjóði. Full- búið átti skipið að kosta 1.320 þús- und $, eða 42 milljónir króna, en stjórn Fiskveiðasjóðs rétti M.B. hf. aðrar 30-40 milljónir króna undir borðið til að bjarga stöðinni frá gjaldþroti sem hún var komin í er þetta gerðist. Ætla bæði lögreglan og dóms- valdiö í þessu landi að sleppa sýslu- mannssyninum frá ísafirði, Gunn- ari Erni Gunnarssyni, og félaga hans, Fylki Ágústssyni, með þann tugmilljóna þjófnað er þeir frömdu í gegnum umboðslaun og Fisk- veiðasjóð með dyggilegri aðstoð þeirra Stefáns Péturssonar, lög- manns Landsbanka íslands, Ólafs Stefánssonar, lögmanns Fiskveiða- sjóðs, hins umdeilda - svo ekki sé meira sagt - lögmanns Útvegs- banka íslands, Axels Kristjánsson- ar, og Guðmundar Malmquist hjá Byggðasjóði? Frændur frændum verstir? Sverrir Júlíusson, frændi minn: Vegna hvers leiddir þú mig á högg- stokkinn? Var það til að bjarga gjaldþrota fyrirtæki á ísafirði? Vantaði mig póhtískan þrýsting á þig eða var það sætara að rétta sýslumannssyninum á ísafirði 50 milljón króna ávísun í þessu þjófn- aðarmáli sem þið stóðuð að? Eða vantaði Gunnar Örn og Fylki Ágústsson skotsilfur í heimsreis- una sem þeir fóru það árið? Vertu nú vænn og svaraðu, þú eða þínir samráðsmenn hafið ekki þorað að svara fram að þessu. Hann er fallegur í sjónvarpi og kemur vel fyrir hann Guðmundur Malmquist en flettið kápunni, þaö er nóg, þá kemur annað í ljós. Hvar fékkstu fyrirmæli um aö koma Sverri hf. út úr nýsmíði nr. 51, þú ert ekki undanskilinn sem ljúf- menni í þessu máh af minni hálfu. Þú hefur ekki þorað að svara fram að þessu. Málsmeðferð þéssara opinberu starfsmanna til að bjarga sýslu- mannssyninum frá þessu þjófnað- armáh verður þeim til ævarandi skammar. Árið 1958 neyddi stjórn Fisk- veiðasjóðs, undir stjóm Elíasar Þorsteinssonar, fóður minn, sem þá var útgerðarmaður og fiskverk- andi, til að selja nýtt og stórt fisk- hús sem hann átti og var nýbúinn að byggja, til þess eins að geta látið flokksbróður sinn og vin hafa. Það geta flestir séð að við feðgar höfum ekki verið vinmargir innan stjóm- ar Fiskveiðasjóðs um dagana þótt flestir sem til þekkja viti hvar við höfum staðið og hveija við höfum stutt í okkar landspóUtík. Ég ætla að reyna að gera enn eina tilraun til að vekja athygU á þessu ódæði sem þessir opinberu starfs- menn frömdu 1982. Þeir hafa lengstum haft líf og til- vist manna í höndum sér þessir menn sem að framan er getið. Ekki einn einasti þessara elskulegu vina þorir svo mikið sem að láta heyra frá sér eitt aukatekið orð, þetta em hinir sönnu synir þjóðarinnar. Þeirra vegna er ég öreigi í dag. Magnús Þ. Sverrisson „Fram að þessu hafa opinberir starfs- menn, sem fjallað hafa um málið, varið auðvaldið dyggilega.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.